Morgunblaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976
Peter Shilton, markvörður Stoke, og John Marsh, varnarleikmaður Stoke, liggja 1 markinu — ásamt með
knettinum, eftir mark Tottenham Hotspur I bikarkeppninni á dögunum. Á laugardaginn vann Tottenham
ðvæntan sigur yfir Englandsmeisturum Derby á útivelli, en Stoke varð hins vegar að gera sér tap að gððu
á mðti Leeds, sem stöðugt sækir I sig veðrið. Aðrir leikmenn á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Alan
Bloor, Mike Pijic, Geoff Salmons og Alan Hudson.
MTED EXDIRJIEIMTIFORYST-
UM MED 2-1SIGRIYFIR Q.P.R.
MANCHESTER United hefur að
nýju tekið forystu I ensku 1.
deildar keppninni f knattspvrnu.
Á laugardaginn vann liðið mjög
mikilsverðan sigur yfir einu af
toppliðunum í deildinni, Queens
Park Rangers, á Old Trafford f
Manehester þar sem 58.313 áhorf-
endur fylgdust með viðureign-
inni. Manehester United hefur nú
hlotið 35 sfig eftir 25 leiki, en
Leeds United sem er f öðru sæti
hefur 34 stig eftir 24 leiki og
Liverpool er í þriðja sæti, einnig
með 34 stig. Slagurinn getur því
varla verið jafnari, og vissulega
koma fleiri en þessi þrjú lið til
greina, þar sem næstu lið eru
þarna skammt á eftir.
Leikur Manchester United og
Queens Park Rangers á laugar-
daginn bauð upp á gífurlega
spennu og mikla skemmtun fyrir
hina fjölmörgu áhorfendur.
Queens Park byrjaði leikinn mjög
vel, — sýndi góða knattspywu og
kom vörn Manchesterliðsins hvað
Ray Clemence, markvörður
Liverpool, gómar þarna knött-
inn af öryggi, en þrisvar þurfti
að sækja hann f netið á laugar-
daginn f leiknum á móti Ips-
wich — nokkuð sem ekki kem-
ur oft fyrir hinn mjög svo góða
markvörð.
eftir annað í hin mestu vandræði.
Á 11. mínútu kom að því að
Queens Park skoraði og var Don
Givens þar að verki.
United fékk síðan gefins
jöfnunarmark. Stan Bowles, leik-
manni með Q.P.R., urðu á mjög
slæm mistök sem urðu til þess að
Gordon Hill náði knettinum og
tókst að jafna. Skömmu eftir at-
vik þetta yfirgaf Stan Bowles
völlinn vegna meiðsla.
Eftir þetta óhapp snerist leik-
urinn Manchesterliðinu í vil, og
fékk það allmörg sæmileg færi til
þess að skora, en nýtti þau þó
ekki fyrr en á 60. mínútu að
Mellroy tókst að senda knöttinn
rétta boðleið.
Leeds United átti ekki í erfið-
leikum með Stoke City á laugar-
daginn, og virðist svo sem Leeds-
liðið sé nú búið að ná sínu fyrra
öryggi og sýni jafnan góða og
örugga leiki. Duncan McKenzie
skoraði fyrra markið á 26. mínútu
og fyrirliðinn, Billy Bremner,
bætti öðru við á 45. mínútu. Mark
McKenzie var 14. markið sem
hann skorar í deildarkeppninni í
ár.
Mikil barátta var f leik Liver-
pool og Ipswich Town og var fyrr-
nefnda liðið fremur óheppið að
hreppa ekki bæði stigin, þar sem
það var sterkari aðilinn á vell-
inum. Kevin Keegan átti þarna
mjög góðan leik og skoraði tvíveg-
is fyrir Liverpool, — færði liðinu
1—0 og síðan 2—1 forystu. Trevor
Whymark og Erick Gates skoruðu
jöfnunarmörk Ipswich. Þegar svo
Jimmy Case skoraði þriðja mark
Liverpool-Iiðsins á 78. mínútu
áttu flestir von á því að sigur
liðsins væri í höfn, en Ipswich gaf
ekki upp baráttuna og skömmu
fyrir leikslok tókst Whymark
aftur að snúa á vörn Liverpool og
skora sitt annað mark í leiknum
og jafna leikinn í þriðja sinn,
3—3.
West Ham United virtist hafa f
fullu tré við Leicester í leik lið-
anna á laugardaginn. Leicester-
vörnin stóð þó vel fyrir sínu og
gaf ekki oft höggstað á sér. Eftir
að staðan hafði verið 0—0 í hálf-
leik tókst Alan Taylor að skora
með skalla snemma í seinni hálf-
leiknum og stóð þannig 1—0 fyrir
West Ham, unz 15 mínútur voru
til leiksloka að Tommy Taylor
urðu á mikil mistök og Bob Lee
tókst að notfæra sér þau og jafna
fyrir Leicester-liðið. Áhorfendur
að leik þessum voru 24.615.
Úrslit í leik Newcastle United
og Everton komu verulega á
óvart, þar sem Newcastle vann
þarna stórsigur, 5—0. Maður
leiksins var tvímælalaust Alan
Gowling sem skoraði sína þriðju
þrennu á þessu keppnistímabili.
Hin tvö mörk Newcastle-liðsins
skoruðu Geoff Nultry og Irving
Nattrass. Ahorfendur voru
30.281.
Þá komu úrslit í leik Derby
County og Tottenham Hotspur
ekki síður á óvart, en Tottenham
vann þann leik 3—2, þótt á úti-
velli væri; Derby náði reyndar
tvívegis forystu í leiknum, en
Tottenham-liðið náði þarna að
sýna mjög góðan leik, og þá er
tæpast að sökum að spyrja. öll
mörkin voru skoruð í fyrri hálf-
leik. Áhorfendur voru 28.085.
Middlesbrough hefur náð mjög
athyglisverðum árangri á heima-
vellí sínum í vetur — aðeins
fengið þar á sig eitt mark. Á
laugardaginn var það mark Dave
Armstrong á 18. mínútu sem gerði
út um leikinn. Áhorfendur voru
um 23.000.
Olfarnir sýndu mjög góða bar-
áttu i leik sínum við Birmingham,
enda verður liðið nú að taka sig
verulega á ef fall niður f 2. deild á
ekki að verða hlutskipti þess.
Eina mark leiksins skoraði Willie
Carr úr vítaspyrnu, eftir að
Norman Bell hafði verið brugðið
innan vítateigs. Áhorfendur voru
28.552.
Óhætt er að bóka fall Sheffield
United niður í aðra deild. Á
laugardaginn tapaði liðið fyrir
Coventry City í mjög jöfnum leik
og hefur það aðeins hlotið 7 stig f
25 leikjum. Sigurmarkið á laugar-
daginn skorað Alan Green með
skalla á 75. mínútu. Áhorfendur
voru aðeins 13.796.
Margir leikjanna á laugar-
daginn fóru fram við hinar verstu
aðstæður, og var þannig t.d. í leik
Aston Villa og Arsenal þar sem
völlurinn var nánast ófær yfir-
ferðar. í annarri og þriðju deild
varð að fresta nokkrum leikjum
vegna slæmra skilyrða. í annarri
deildinni heldur Sunderland stöð-
ugt forystu, þótt naum sé, en í 3.
deild hefur Crystal Palace þegar
4 stiga forskot á liðið sem er f
öðru sæti. Hefur Crystal Palace
hlotið 33 stig úr 25 leikjum, en
Walsall er með 29 stig úr 26
leikjum og Brighton sem er i
þriðja sæti í deildinni hefur 28
stig eftir 23 leiki.
1. DEILD
L HEIMA ÚTI STIG
Manchester United 25 10 2 0 22:7 5 3 5 18:15 35
Leeds United 24 10 1 2 28:9 5 3 3 16:13 34
Liverpool 25 8 5 1 28:16 4 5 2 12:7 34
Derby County 25 11 0 2 29:20 2 6 4 10:13 32
Queens Park Rangers 25 9 4 0 20:5 1 6 5 12:15 30
West Ham United 24 9 2 2 20:11 3 3 5 16:20 29
Middlesbrough 25 6 4 1 11:1 4 4 6 15:20 28
Manchester City 25 7 5 1 24:8 2 4 6 14:16 27
Ipswich Town 25 6 4 2 18:12 2 7 4 12:14 27
Stoke City 25 5 4 3 17:15 5 3 5 14:15 27
Everton 25 5 5 1 22:13 4 4 6 15:25 27
Newcastle United 25 7 4 1 33:10 3 1 9 12:23 25
Aston Villa 25 8 3 1 25:11 0 5 8 6:23 24
Coventry City 25 4 5 4 13:14 4 3 5 14:20 24
Tottenham Hotspur 25 3 6 3 16:20 3 5 5 18:22 23
Leicester City 25 4 6 2 18:17 1 7 5 9:19 23
Norwich City 25 6 4 3 21:14 2 2 8 15:26 22
Arsenai 25 6 3 4 21:23 1 4 7 8:18 21
Birmingham City 25 6 3 4 21:18 1 1 10 14:31 18
Wolverhampton Wanderes 25 3 4 5 12:15 2 2 8 13:23 16
Burnley 25 3 4 4 13:14 1 3 10 11:26 15
Sheffield United 25 1 3 8 10:22 0 2 11 8:32 7
2. DEILD
L HEIMA, ÚTI STIG
Sunderland 25 12 1 0 30:6 3 3 6 9:15 34
Bolton Wanderes 24 7 3 1 22:8 6 4 3 19:16 33
Bristol City 25 7 4 1 24:7 5 4 4 18:16 32
Notts County 25 8 4 1 22:5 4 2 6 12:17 30
Southampton 23 11 0 1 31:8 2 2 7 12:21 28
West Bromwich Albion 25 4 7 1 12:8 5 3 5 10:18 28
Oldham Athletic 25 9 3 3 24:14 2 3 7 13:24 28
Luton Town 24 7 3 2 20:10 4 2 6 14:15 27
Bristol Rovers 25 5 5 3 14:11 3 6 3 12:12 27
Fulham 24 5 4 3 18:10 4 3 5 12:16 25
Blackpooi 25 5 5 3 15:16 4 2 6 9:12 25
Plymouth Argyle 25 9 2 2 25:12 0 4 8 7:20 24
Nottingham Forest 25 5 I 6 14:11 3 6 4 13:13 23
Orient 24 6 4 2 13:7 1 5 6 8:16 23
Chelsea 25 5 4 3 16:12 3 3 7 13:22 23
Carlisle United 25 6 4 2 14:10 2 3 8 8:20 23
Hull City 25 6 3 5 18:14 3 1 7 9:18 22
Charlton Athletic 24 5 1 4 17:17 3 4 7 12:25 21
Blackburn Rovers 24 3 5 5 12:14 2 5 4 10:14 20
Oxford United 25 3 4 6 13:17 2 3 7 11:19 17
York City 25 4 1 6 13:19 1 4 9 6:24 15
Portsmouth 25 1 5 6 6:14 3 1 6 10:22 14
KnattsDyrnuúrsllt
v ■ ....:■■■■ .. . : . *
ENGLAND 1. DEILD:
Arsenal — Aston Villa 0—0
Birminf'ham — Wolves 0—1
Coventry — Sheffield Utd. 1—0
Derb.v — Tottenham 2—3
Leeds — Stoke 2—0
Liverpool — Ipswich 3—3
Manchester United — Q.P.R 2—1
Middlesbrough —Manchester City 1-0
Newcastle — Everton 5—0
Norwich — Burnley 3—1
West Ham Utd. — Leicester 1—1
ENGLAND 2. DEILD:
Blackpool — Charlton 2—1
Bristol Rovers — Fulham 1—0
Chelsea — Oldham 0—3
IIull — Notthingham 1—0
Notts County — York 4—0
Oxford — Bristol City 1—1
Plymouth —Orient 3—0
Portsmouth —Carlisle 1—0
W.B.A. —Sunderland 0—0
Blackburn —Southampton frestað
Bolton — Luton Town frestað
ENGLAND 3. DEILD:
Aldershot — Bury 1—1
Cardiff — Brighton 0—1
Chester — Mansfield 1—1
Chesterfield — Wrexham 1—1
Colchester — Crystal Palace 0—3
Gillingham — Swindon 3—2
Millwall — Preston 2—0
Port Vale — Peterborough 2—0
Rotherham —Southend 2—0
Sheffield Wed — Herford 1—2
Shrewsbury — Halifax 2—0
ENGLAND 4. DEILD:
Bournemouth —Bradford 2—1
Brentford —Torquay 1—1
Cambrigde — Swansea 3—1
Crewe — Doncaster 1—2
Lincoln — Hartlepool 3—0
Northampton — Barnsley 5—0
Rochdale — Huddersfield frestað
Scunthorpe — Newport 1—2
Southport — Reading 1—2
Watford — Darlington 2—0
SKOTLAND — ÍIRVALSDEILD:
Aberdeen — Dundee United 5—3
Dundee — Hearts 4—1
Hibernian — Ayr United 3—0
Motherwell — Celtic 1—3
Rangers — St. Johnstone 4—0
SKOTLAND 1. DEILD:
East Fife — Partick Thistle 1—1
Kilmarnock — Dunfermline 4-0
Montrose — Airdrieonians 1—0
Queen of the South — Falkirk 3—2
Clyde — Morton frestað
Hamilton —Dumbarton frestað
St. Mirren —Arboath frestað
SKOTLAND 2. UMFERÐ BIKARKEPPN- INNAR:
Albion Rovers — Glasgow University 1—1
Cowdenbeath — Selkirk 2—0
Forfar — Meadowbank 2—1
Forrest Mechanics — Alloa 1—2
Raith Rovers — Clydebank 3—1
Stenhousemuir — Brechin City 2—2
Stirling — Civil Service 4—0
Stanraer — Keith 2—3
SPANN 1. DEILD:
Real Betis — Las Palmas 1—0
Hercules — Real Sociedad 0—0
Real Oviedo — Espanol 1—2
Racing — Valencia 0—1
Atletico Madrid — Real Madrid 1—0
Granada — Real Zaragoza 0—0
Barcelona — Sporting 5—1
Athletic Bilbao — Elche 0—0
Salamanca — Sevilla 1—1
PORTÚGAL 1. DEILD:
Tomar — Porto 0—5
Academica — Setubal 0—0
Belenenses — Guimaraes 2—0
Farense — Estroil 1—1
Braga — Atletico 4—0
CUF — Beira Mar 1—1
HOLLAND 1. DEILD:
Feyenoord — FC Utrecht 3—1
Go Ahead Eagles — AZ 67 1—1
NEC — de Graafschap 0—0
MVV — PSV 1—6
Eindhoven — Roda JC 0—1
FC Twente — FC den Haag 2—0
Telstar — Excelsior 2—0
Ajax — Sparta 2—0
(TALIA 1. DEILD.
Ascoli — Perugia 1—2
Caliari — Como 1—0
Cesena — Fiorentina 4—1
Milan — Verona 1—0
Napoli — Bologna 2—2
Roma — Juventus 0—1
Sampdoria — Inter 1—2
Torino — Lazio 2—1
TYRKLAND 1. DEILD:
Galatasary — Goztepe 1—0
Bcsiktas — Trabzonspor 0—1
Altay — Fenerbache 1—1
Ankargucu — Giesunspor 3—4
Balikesirspor — Adanaspor 0—3
Eskisehirspor — Boluspor 1—1
Adana Demirspor — Zonguldakspor 0—0
Orduspor — Bursaspor 0—0
BELGfA 1. DEILD: RWD Molenbeek — FC Malinois 2—1
Beerschot — Beringen 0—0
FC Liegois — FC Briigge 4—2
La Lowiere — Lokeren 0—3
Lierse — Antwerpen 2—0
Beveren — Charleroi 2—0
CS Friigge — Standard Liege 1—0
Waregem — Ostend 2—2
Berchem — Anderlecht 0—1