Morgunblaðið - 13.01.1976, Page 33

Morgunblaðið - 13.01.1976, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976 33 VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 14—15, frá mánudegi til föstu- dags 0 Vegaskemmdir af snjónöglum og saltaustri. Ingvar Agnarsson f Kópavogi skrifar eftirfarandi bréf: „Nokkuð hefur verið rætt um snjónagla i hjólbörðum að undan- förnu og virðast vera skiptar skoðanir um gagnsemi þeirra í umferðinni. Um saltaustur á götur hefur aftur á móti minna verið rætt og er þó full ástæða til að gefa því máli meiri gaum. Undanfarna vetur hefur salt verið mjög borið á þær götur Reykjavíkur, sem strætisvagnar ganga um, til þess að koma í veg fyrir, að þeir þurfi að nota snjónagla í hjólbarða sina. Þegar snjór og salt blandast saman myndast mjög mikið frost á yfirborði götunnar og leggur niður í gegnum hið þunna asfalt- lag. Þar sem vatn hefur sigið nið- ur i gegnum asfaltlagið, gerir salt- ið það að verkum, að það frýs og sprengir upp og eyðileggur asfalt- ið. Af þessu stafa flestar þær slæmu holur, sem myndast seinni- hiuta vetrar á vegum, sem salt hefur verið borið á. Ösaltbornar götur skemmast lítt eða ekki af slikum holum. Þessar holur valda oft skemmdum á bílum og kosta auk þess mikið og dýrt viðhald á götunum." 0 Ryðog slysahætta. „Salt leysir upp þau límefni, sem i asfalti eru. Efsta lag asfalts- ins leysist þvi upp og liggur sem ieðja á götunni. Sambland af þessu limefni og salti festist á allan neðri hluta biianna og veldur ryði. Annað atriði er þó síst betra, því það veldur slysa- hættu: Þessi asfaltleðja hnoðast utan á slitflöt hjólbarðanna, stundum svo þykkt, að endar snjónaglanna, sem standa út úr hjólbarðanum, hverfa undir þessa kvoðu. Þessi kvoða eða límleðja er svo hál, að þegar ekið er út af saltbornum götum og út á götur, sem salt hefur ekki verið borið á, þá renna bilarnir áfram eins og sleði, þótt hemlað sé, því hjól- barðarnir veita enga mótstöðu, meðan þessi léðja er utan á þeim, , og hún er svo seig, að lengi þarf að aka, jafnvel á auðum vegi, til þess að losna við hana af hjól- börðunum." 0 Salt og snjónaglar „Sú spurning vaknar, hvort meira eyði malbiki á götum, snjó- naglar eða saltið, sem leysir upp limefni það, sem bindur asfaltið. Verst er þó að nota hvort veggja í senn: snjónagla og salt. Ég er viss um að snjónaglar veita mikið öryggi í hálku, ef rétt er ekið, auk þess sem þeir gera bilum kleift að komast áfram, jafnvel upp brekkur, en af þeim er ekki svo lítið hér. Saltburði á götur ætti að hætta, því auk þess að skemma mal- bikaðar götur stórlega, eyðileggur saltið bíla, og veldur meira ryði á þeim en tölur eru til um. Ingvar Agnarsson." 0 Óþrifnaður Bréfritari minnist á leðjuna, sem festist á hjólbarða bíla, og hún klessist lika utan á þá. Allir bileigendur kannast við tjöru- þvottinn. En það er annað, leðjan festist ekki eingöngu á bíla, hún klessist líka undir skósóla og þaðan berst hún inn i hús. Og þá fer nú gamanið að kárna. Ósjald- an má sjá þessar svörtu klessur I teppalögðum stigagöngum og jafnvel inni i íbúðum. Saltaustur á götur hefur nú minnkað mjög, og sést nú varla nema í erfiðum brekkum, þar sem nauðsynlegt er að bera á salt til öryggis i umferðinni. Q Mannfólkið Hér hefur verið talað um götur og bila, en það er lika fólk i um- ferðinni. Eftirfarandi bréf fjallar um það. „Kæri Velvakandi. Nokkuð hefur verið rætt um ófærðina i dálkum þinum að undanförnu. Það er rétt, hún hefur verið mikil og margir bil- eigendur lent i vandræðum. En það má ekki gleyma mannfólkinu, enda hefur einnig verið á það minnst. Ég er nú kominn til ára minna, hættur að vinna, en hef það fyrir sið að fá mér göngutúr á hverjum degi. Fyrsta hálkudaginn hét ég því að fara ekki út úr húsi á meðan hálkan væri jafnmikil og hún reyndist þá. Eg var hvað eftir annað næstum því rokinn um koll, og min gömlu bein þola varla mikið fall án þess að brotna.“ 0 Mannbroddar „Mér þótti þó súrt i broti að þurfa að hanga inni, enda veitir mér ekki af hreyfingunni. Þá var það að einn kunningi minn benti mér á að nú fengjust mannbrodd- ar, sem hefðu reynst sér ágæt- lega. Þetta eru að vísu ekki eins kroftugir broddar eins og voru notaðir i minu ungdæmi, en engu að siður fékk ég mér eina slíka. Ég hafði nú ekki mikla trú á notagildi þeirra, fannst þeir alltof „menningarlegir", eða hálfgerðir puntu-broddar. En viti menn, þeir hafa komið mér að fullu gagni. Með þvi að fara gætilega á hálk- unni hafa þeir reynst nægilega öflugir, og hafa ekki verið mér til trafala á auðu blettunum á milli. Ég vil vekja athygli „gamlingja", eins og ég er, á þessum broddum. Einn á áttræðisaldri". 0 Hugið vel að gömlu fólki. Það er full ástæða til að vekja athygli bílstjóra á gamla fólkinu i umferðinni þessa dagana, sérstak- lega, þegar það er að fara yfir götur. Þó það sé stöðugt á fótum i góðri færð, þarf ekki nema smá hálkublett til þess að jafnvægi þess raskist. Og þá er voðinn vis, sé ekki gætt nægrar varfærni. Sérstaklega er varhugavert að neyða gamalt fólk til þess að flýta sér. Margt af því á nóg með „að halda sér á réttum kili“, þótt það verði ekki að herða á ferðinni. lægðir höfðu verið en tók fram eina bók. — Ég sé að þetta er leiðabók yfir staðinn hér. Hann blaðaði i bókinni og Burden sá mynd af aðaltorgi bæjarins. — Konan mfn bjó hér áður — ja, ekki nákvæmlega hér, heldur f Flagford — það var nokkrum ár- um eftir að heimsst.vrjöldinni lauk. Frændi hennar var f Flag- ford f hernum og frænka hennar bjó f litlu húsi f þorpinu. — Segið mér eilftið frá konu yðar — áður en þið kynntust. — Hún er fædd f Balham, sagði Parsons. — Foreldrar hennar dóu báðir meðan hún var Iftil stúlka og þá var hún tekin f fóstur hjá þessu frændfólki. Þegar hún var sextán ára kom hún með þeim til Flagford, en henni féll ekki vist- in. Svo dó frændi hennar — hann hafði þjáðst af hjartasjúkdómi. Frænka hennar flutti aftur til Balham. Konan mfn hlaut sfna menniun f London og sfðan fór hún að kenna. Við giftum okkur. Þetta er allt og sumt. — Parsons. Þér sögðuð á miðvfkudaginn að konan vðar hlyti að hafa tekið lvkilinn sinn HuGNI HREKKVÍSI Þurfti HANN að koma líka —? 6500 félagar í AN 14. þing Alþýðusambands Norðurlands var haldið á Akurevri 1. og 2. nóvember sl. Þingið sátu 74 fulltrúar frá 20 félögum f norðlendingafjórðungi. Á starfsári sambandsins hafa gengið í sambandið tvö félög, en tvö félög verið sameinuð í eitt. Tala félaga i sambandinu er 20, en félagsmannafjöldi þeirra er um 6.500. Þingforsetar voru kjörnir Jón Ingimarsson Akureyri og Tryggvi Helgason Akureyri og þingritarar Flóra Baldvinsdóttir Siglufirði og Baldur Halldórsson Akureyri. í skýrslu stjórnar kom fram, að starf sambandsins hefur farið sívaxandi frá þvi síðasta þing var haldið m.a. hafa síendurteknir samningar valdið þar um og svo nýir samningar fyrir hina ýmsu hópa innan sambandsfélaganna. er ekki höfðu áður haft samninga. Auk þessa hafa félögin sótt meiri þjónustu til sambandsins en oft áður, en fjárskortur sambandsins hefur hamlað verulega aukinni þjónustu við sambandsfélögin. Bygging sameiginlegfar að- stöðu orlofsgesta í orlofsheimil- um sambandsins að Illugastöðum (svo kallað Kjarnahús) hefur enn ekki verið frágengið og enn vant- ar nokkuð á að öðrum fram- kvæmdum sé hægt að Ijúka vegna fjárskorts. Auk þess er samband- ið með verulegar lausaskuldir er valda sambandinu fjárhagserfið- leikum. Það er því knýjandi nauð- syn að sambandinu verði aflað fjár til að ljúka byggingu Kjarna- hússins og öðrum framkvæmdum, og losa sambandið undan lausa- skuldum þeim er stofnað hefur verið til á undanförnum árum. Þá gerði þingið ályktanir m.a. um kjaramál. Kosningar til miðstjórnar og sambandsstjórnar rnótuðust af ágreiningi um starfssvið sam- bandsins og fjármál þess segir í fréttatilkynningu frá AN. Vinstrimenn lögðu fram tillögu um hækkun skatts til sambands- ins í samræmi við starfssvið þess og aukinn kostnað er orðið hefði vegna hækkunar á rekstrar- kostnaði samhandsins undan- gengin ár, og að starfssvið sam- bandsins yrði frekar aukið en minnkað. Hægrimenn kröfðust að frá- farandi formaður yrði ekki form. sambandsins, að i starfi hjá sam- bandinu yrði aðeins hálfsdags- starfsmaður og sambandið hefði ekki með nein samningsmál að gera. Um þennan ágreining varð ekki samkomulag og skiptist þingið upp í tvær andstæðar fylkingar. er til kosninga kom, en þær fóru sem hér segir: Formaður: Jón Karlsson (hægrim.), Sauðárkróki, með 38 atkvæðum. Jón Ásgeirsson (vinstrim.) hlaut 36 atkvæði. Varaformaður: Jón Ingimars- son (vinstrim.), Akureyri, með 36 atkvæðum. Þorsteinn Jónatans- son (hægrim.) hlaut 32 atkvæði. Ritari: Kolbeinn Friðbjarnar- son (vinstrim.), Siglufirði, með 36 atkvæðum. Jón Helgason (hægrim.) hlaut 35 atkvæði. Meðstjórnendur voru kjörnir Ölafur Aðalsteinsson (hægrim.) og Guðjón Jónsson (hægrim.), Akureyri með 37 atkvæðum, en listi vinstrimanna fékk 34 at- kvæði. Varamenn í miðstjórn: Kristján Asgeirsson (vinstrim.). Húsavík, Torfi Sigtryggsson (vinstrim), Akureyri, og Hákon Hákonarson (hægrim.), Akureyri. með 37 at- kvæðum en listi hægrimanna með Jón Helgason, form. Vlf. Ein- ingar, Akureyri, i efsta sæti hlaut 35 atkvæði. Hægrimenn unnu svo sam- bandsstjórnarkjörið með 37 at- kvæðum gegn 35 atkvæðum vinstrimanna. Guðmundur Pálsson — Minningarorð F. 19. nóvember 1918. D. 2. desember 1975. Ég var staddur í erlendri höfn þegar mér barst andlátsfregn vin- ar míns og svila, Guðmundar Páls- sonar, og var ekki kominn tim- anlega heim til að fylgja honum síðasta spölinn frá kirkju til graf- ar, en nú þegar ég er heim kom- inn get ég ekki látið hjá líða að minnast vinar míns með örfáum kveðjuorðum. Við Guðmundur kynntumst fyrst þegar tengdir tókust með okkur árið 1948, en þá tókst einn- ig sú vinátta sem haldist hefur óslitin æ síðan. Guðmundur var einn þeirra manna sem ávann sér vinafjöld vegna sérstaklega hug- ljúfrar skapgerðar og órjúfandi vilja til að gera vinum og ná- grönnum greiða ef einhver var hjálparþurfi, en það er athygiis- vert og mætti vera öðrum til eftir- breytni hvað börn og þeir, sem lítils voru megnugir í okkar þjóð- félagi, nutu mikillar vinsemdar og umönnunar af hans hendi. Guðmundur fæddist í Reykjavik 19. nóv. 1918, foreldrar hans voru hjónin Júlíana Sigurðardóttir frá Deild á Átftanesi, og Páll Jónsson' frá Tröð á Álftanesi. Guðmundur átti fimm systkini, Sigurbjörgu, Gunnar. Huldu, Hauk og Matt- hías. Þau Sigurbjörg og Gunnar eru látin en hin eru búsett i Reykjavík. Eins og titt var á efnalitlum og mannmörgum heimilum á upp- vaxtarárum Guðmundar þurftu börnin snemma að hefja störf til að hjálpa til að framfleyta stóru heimili, og svo var með Guðmund. hann byrjaði ungur að vinna sem sendisveinn i verzlun. síðan ýmis störf sent til féllú á þeim árum. en þá var oft erfitt að fá vinnu, enda atvinnuleysi i landinu. Þegar Guðmundur var um tvítugt skráð- ist hann kyndari á e.s. KÖTLU, sem þá var aðallega í flutningum til Miðjarðarhafslanda, eða þar til síðari heimsstyrjöldin hófst. en þá voru teknar upp siglingar til Bandarikjanna og Kanada. Haust- ið 1943 hætti Guðmundur á e.s. KÖTLU, en var siðan um skeið á togurum Alliance h.f. Guðmundur kvæntist 6. október 1944 eftirlifandi konu sinni Jó- hönnu Helgu Stefánsdóttur og hófu þau sinn búskap í Revkja- vík. Börn þeirra hjóna eru: Ölina. gift Kristófer Valdimarssyni. húsasmiði. þau búa í Garða- hreppi. Júliana. gift Markúsi Hjaltesteð bifreiðaréttingamanni. þau búa i Sviþjóð. Hulda. gift Þór Magnússyni rafvirkja. þau búa i Keflavik. Páll Gunnar nemandi. hann býr hjá móður sinni. Haustið 1946 skráðist Guð- mundur sem matsveinn á vélbát- inn Önnu frá Ytri-Njarðvik. en ahustið 1947 fluttust þau hjón til Ytri-Njarðvíkur þar sem þau hafa búið síðan, f.vrst í Önnuhúsi. en siðan i íbúð þeirri sem Guðmund- ur byggði þeim að Hólagötu 3. og hver sem til þeirra hefur koniið hefur cinatt mætt þeim hjónum fagnandi nteð útréttar hendur til Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.