Morgunblaðið - 13.01.1976, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976
Rólegur mánudag-
ur í sendiráðinu
í Lundúnum Ágústsson
MBL. hafði samband við Helga
Ágústsson í íslenzka sendiráðinu í
Lundúnum í gær. Hann sagði, að
fremur rólegt hefði verið í sendi-
ráðinu þá um daginn og minna
um fyrirspurnir og hringingar en
flesta daga aðra að undanförnu.
Helgi kvað töluvert skrifað í
mánudagsblöðin um landhelgis-
málið. Þar væri um að ræða
fréttaskrif, en ekki væri um málið
fjallað í forystugreinum eða
fréttaskýringum blaðanna.
Moro forsætis-
ráðherra aftur?
Róm 12. janúar — Reuter
GIOVANNI Leone, forseti
ítalíu, mun sennilega biðja
Aldo Moro, fráfarandi for-
sætisráðherra úr Kristi-
lega demókrataflokknum,
um að mynda nýja ríkis-
stjórn. Leone hóf viðræður
um stjórnarmyndum í dag
og þar eð flokkurinn hefur
útnefnt Moro forsætisráð-
herraefni sitt er varla um
annað að ræða en að forset-
inn snúi sér til hans, að þvi
er stjórnmálaskýrendur
töldu. Forsætisráðherra á
að vera útnefndur fyrir
miðvikudag eða fimmtu-
Stjórnarskipti
í Ecuador
Duran líklegast-
ur til forystu
Quito, Ecuador —
11. jan. — Reuter — AP
BÚIZT er við því, að Guillermo
Duran Arcentales reynist valda-
mestur innan herforingjaklík-
unnar, sem tók völdin f Eeuador í
dag, eftir að stjórn Guillermo
Rodriuez Lara fór frá.
Duran hefur orð fyrir
harðfylgi. I ráðherratíð
sinni á árunum 1973 til
1975 fór hann með stjórn
menntamála og batt þá
enda á stúdentaverkfall
með því að loka háskólan-
um. Duran hershöfðingi
dag. Áður mun Leone
þurfa að hlýða á sjónarmið
allra flokka. Sósíalistar,
sem ollu stjórnar-
kreppunni með því að
hætta stuðningi við stjórn
Moros á þingi hafa fyrir
sitt leyti tilkynnt, að þeir
vilji að mynduð verði ný
stjórn frá grunni undir for-
sæti Mariano Rumors, sem
var utanríkisráðherra í
síðustu stjórn. Útlit er fyr-
ir að mynduð verði stjórn
Kristilegra demókrata,
sósíalista og sósíaldemó-
krata að því er talið var í
dag.
var innanríkismálaráð-
herra um hálfs árs skeið,
en tók við yfirstjórn hers-
ins eftir misheppnaða
byltingartilraun í septem-
ber s.l. Aðrir herforingjar,
sem nú sitja við stjórnvöl
landsins, eru Alfredo
Poveda Burbano og Luis
Leoro Franco, en talið er
að einn þessara þriggja
manna taki við forseta-
embætti innan tíðar.
Tatyana Plyushch við komuna til Parfsar á sunnudaginn. Hún
ræddi þá við fréttamenn, en maður hennar var of lasburða til að
eiga við þá orðastað að sinni.
og meðferðarinnar f geð-
veikrahælinu.
Franskir stuðningsmenn
Plyushch, sem fóru til móts við
hann í Vín, sögðu batamerkin
á honum ótvíræð. Þeir kváðu
hann mundu dveljast i ná-
grenni Parísar fyrst um sinn.
Plyushch kom til Parísar í
gærkvöldi og var þá enn undir
áhrifum lyfja, sem honum
voru gefin í geðsjúkrahúsinu í
Úkraínu, en þar var honum
haldið i tæp þrjú ár. Honum
var sleppt þaðan s.l. fimmtu-
dag, en Maria Sinyavski hefur
staðfest, að þann sama dag
hafi verið sprautað i hann lyfj-
um. Síðan var honum tjáð, að
honum yrði sleppt og var hann
þá fluttur um borð í lest í Chop
á landamærum Sovétríkjanna
og Ungverjalands. Þaðan hélt
hann með lest ásamt eiginkonu
sinni og börnum til Vínar.
Við komuna til Parísar
fengu fréttamenn ekki tæki-
færi til að ræða við hann, en
kona hans svaraði nokkrum
spurningum. Hún sagði hann
enn vera undir áhrifum lyfja,
og væri það ástæðan fyrir því,
að hann gæti ekki talað við þá.
Hún þakkaði frelsun eigin-
Plyushch sleppt
undir áhrifum lyfja
París — 12. jan. Reuter.
SALFRÆÐINGAR, sem skoð
uð Leonid Plyushch, sovézka
stærðfræðinginn og andófs-
manninn, við komuna til Aust-
urríkis, sögðust ekki verða var-
ir við minnstu merki geðtrufl-'
dvelst nú í París
ana hjá honum, og gagnrýndu
•yfjagjöf þá, sem hann sagðist
hafa fengið. Þeir sögðu, að
Plyushch væri örþrevttur og
bæri glögg merki einangrunar
manns síns öflugri, alþjóðlegri
baráttu fyrir málstað hans, en
hún vildi ekki tjá sig um hvort
árangurinn væri að þakka at-
beina leiðtoga franska komm-
únistaflokksins, Georges
Marchais, öðru fremur.
Yfirmaður Andrómedu um varðskipsmenn:
„Frábærir sjómenn
á frábærum skipum”
A FUNDI, sem Robert Gerken,
vfirmaður brezku freigátunnar
Andromedu, hélt ásamt frétta-
mönnum, er freigátan kom til
hafnar f Devonport í gær, lét
hann í Ijös áðdáun sfna á áhöfn-
um varöskipanna.
„Þeir eru frábærir sjómenn á
frábærum skipum. Ég dái þá, og
því fer fjarri að ég hafi andúð á
þeim,“ sagði Robert Gerken. „Ég
lít svo á, að þeir framkvæmi
stefnu samkvæmt fyrirskipun-
um.“
„Skipherra Ægis [Þröstur Sig-
Robert Gerken á blaðamanna-
fundínum
tryggsson] er skipherra að minu
skapi. Hann kann að notfæra sér
víðáttuna og gerir okkur þannig
erfitt um vik. Hann bíður síns
tíma, en veður ekki fram með
þrumugný og blóðþorsta.“ sagði
Robert Gerken, og hélt síðan
áfram:
„Helgi Hallvarðsson, skipherra
á Þór, er öðruvísi — hann er
árásargjarn (aggressive),“ sagði
Robert Gerken, og bætti við að
endingu: „Við erum í varnarað-
stöðu og ef átökin harðna enn, þá
er það íslendingum að kenna.“
DAME Agatha Christie var tvf-
mælalaust einn þekktasti og
vinsælasti rithöfundur levni-
lögreglusagna, og auk þess sá
afkastamesti, en alls hafa verið
gefnar út vfir 80 bækur eftir
hana á fjölda tungumála.
Sögusvið hennar var oftast
umhverfi brezkrar yfirstéttar,
og söguþráðurinn morð og
lausn gátunnar um glæpa-
manninn.
Eitt þekktasta verk hennar er
leikritið Músagidlran sem nú
hefur verið sýnt óslitið í
Lundúnum í 23 ár. Leikritið
hefur slegið öll aðsóknarmet,
en það hefur verið sýnt í 40
löndum utan Bretlands.
Tvær þekktustu söguper-
sónur Agöthu Christie eru án
efa Hercule Poirot og fröken
Marple. Þau voru ólíkar
persónur, en stóðu jafnfætis í
því að leysa morðgáturnar.
Poirot — Iitli belgíski heims-
borgarinn, siðfágaður fagur-
keri sem hélt virðingu sinni við
ótrúlegustu aðstæður, drakk
piparmintulíkjör að lokinni
máltíð og gekk brilljantín-
greiddur í gegnum lífið.
Fröken Margle var elskuleg
roskin kona, en glúrin. Hún bjó
í litlu þorpi, þar sem allir
þekktu hana og hún alla, og
lifði dæmigerðu millistéttarlffi.
En hún var ekki öil þar sem
hún var séð, og leysti úr flókn-
um morðgátum, m.a. vegna þess
að ódæðismönnunum var
gjarnt að vanmeta. hana.
Agatha Christie var fædd í
Torquay í Devonshire 15.
september 1890. Faðir hennar
var bandarfskur, en móðirin
ensk. Sir Arthur Conan Doyle,
höfundur sagnanna um
Sherlock Holmes, hafði áhrif á
ritstörf Agöthu, að þvf er hún
sagði sjálf. Hún sló í gegn árið
1920. Það var „The mysterious
affair at Styles“ og aðalpersón-
an var Hercule Poirot.
Ferli hans lauk árið 1975, er
Agatha Christie ákvað að gefa
út bók sem hún hafði reyndar
skrifað 30 árum áður, en það
var „Poirots last case“
Hún skrifaði nokkrar skáld-
Dame
Agatha
Christie
sögur, sem ekki fjölluðu um
morð eða lausn glæpamála, en
þá skrifaði hún undir nafninu
Mary Westmacott. Þá hefur
komið út eftir hana bók með
sögum og ljóðum fyrir börn.
„Star over Bethlehem" og
höfundurinn var þá Agatha
Christie Mallowan.
Hún var eitt sinn að því
spurð, hvað fyrir henni vekti
með ritstörfunum, og sagði þá:
„Ég lít svo á að ritstörf mín
skipti Iitlu máli. Tilgangur
minn er aðeins að hafa ofan af
fyrir lesendum minum.“
Agatha Christie var tvígift.
Með fyrri manni sinum, Archi-
bald Christie, eignaðist hún
dóttur. Þau skildu árið 1928 og
tveimur árum síðar giftist hún
virtum fornieifafræðingi, Sir
Max Mallowan. Hún tók oft þátt
í fornleifarannsóknum ásamt
honum, og var þá fullgildur
þátttakandi í leiðangrinum,
m.a. í Miðausturlöndum.
Agatha Christie hlaut aðals-
nafnbót fyrir ritstörf sín árið
1971 og var eftir það titluð
Dame, en sá titill jafngildir
riddaranafnbót.
Kvikmyndir hafa verið
gerðar eftir mörgum bóka
hennar, m.a. „Murder on the
Orient Express“ sem sýnd var
hér í Háskólabíói ekki alls fyrir
löngu.