Morgunblaðið - 20.01.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976
7
Baráttan verður
löng og ströng
Vlsir segir nýverið I leið-
ara: „Óiafur Jóhannes-
son, dómsmálaráðherra.
komst nýlega þannig að
orði: „Baráttan við þá
(Breta) verður trúlega
löng og ströng og kann að
krefjast margvlslegra
fóma. Sú barátta er
ekkert sport eða skop-
sjónarspil. Ég hef alltaf
sagt að hún verður ekki
unnin með neinu leiftur-
strlði. Hún verður heldur
ekki unnin með orðum
einum eða æsifregnum.
Hún verður aðeins unnin
með staðföstu úthaldi og
óbifanlegri viljafestu. sem
miðar allt við leikslok, en
ekki við einstök vopnavið-
skipti."
„Þetta er skynsamleg
afstaða. Það er rétt mat
hjá dómsmálaráðherra að
við vinnum ekki sigur á
Bretum með einni leiftur-
sókn. Engin ein aðgerð
ræður úrslitum. Sá þrýst-
ingur, sem við reynum nú
að beita innan Atlants-
hafsbandalagsins getur
haft mikla þýðingu og
fært okkur nær endanleg-
um sigri..... Brezka
verkamannaflokksstjórnin
er dæmd til þess að tapa
þessu striði. í Bretlandi
fer gagnrýni á stefnu
stjórnarinnar I þessu máli
vaxandi. Við eigum
bandamenn þar I landi
eins og vlða annars
staðar. Það er þvl óþarfi
að örvænta."
Sýnum reisn
en ekkilágkúru1
Þá segir Vlsir: „i gær
(sl. fimmtudag) gerðist
ómerkilegur atburður I
Reykjavlk, þegar nokkur
ungmenni réðust inn I
skrifstofu Upplýsinga-
þjónustu Atlantshafs-
bandalagsins. Prakkara-
háttur af þessu tagi er
ekki umtalsverður við
venjulegar aðstæður.
enda ekki mark á þeim
takandi. sem að sllku
standa.
Fram hjá hinu verður
hins vegar ekki unnt að
Ifta, að þessi ómerkilega
framkoma sýnir gleggst.
hversu æsingar geta leitt
okkur afvega I þeirri
viðureign, sem við eigum
nú I við Breta. Með þessu
er verið að ala á
sundrungu en ekki ein-
ingu.
Við eigum að sýna reisn
en ekki lágkúru. Það er
full ástæða til að harma
atburði af þessu tagi. Það
er afar mikilvægt að
menn séu vel á verði gegn
þvl að sllk öfl vaði uppi og
rjúfi samstöðu þjóðar-
innar. Þessi annars
ómerkilegi atburður ætti
þvl að vera viðvörun I
þessu efni."
Stjórnmálaslit
Enn segir Vlsir:
„Forsætisráðherra hefur
nú greint frá þvl, að
stjórnmálaslit við Breta
komi til framkvæmda
innan viku, hafi brezka
rfkisstjórnin þá ekki
kallað herskip sln út úr
fiskveiðilögsögunni. Hér
er um veigamikla yfirlýs-
ingu að ræða, og Ijóst er.
að samskipti rlkjanna eru
nú endanlega undirorpin
breyttri stefnu brezku
verkamannaflokksstjórn
arinnar.
Stjórnmálaslit hafa
legið I loftinu I nokkurn
tlma, þar sem engin breyt-
ing hefur verið sjáanleg á
þvergirðingshætti brezku
stjórnarinnar. Eðlilegt er
að setja Bretum sllka úr-
slitakosti eins og rfkis-
stjórnin hefur nú gert I
raun réttri. Hér er svipað
staðið að málum eins og
af hálfu vinstri stjórnar-
innar 1973. nema hvað
þá var óljósum orðum
rætt um slit á stjórnmála-
samskiptum. Nú er hins
vegar skýrt kveðið á um
stjórnmálaslit."
Siðar segir Vlsir:
„Atburðarásin hefur þvi
verið miklu hraðari nú,
eins og forsætisráðherra
hefur bent á, enda aðeins
tveir mánuðir frá þvl að
flotafhlutun Breta hófst.
Segja má, að Bretar hafi
gengið fram af meiri
hörku nú en áður. Með
hliðsjón af þvi er eðlilegt
að stiga þetta skref nú.
— Hinu mega menn ekki
gleyma. að baráttan getur
orðið langvinn I þetta
skipti sem hin fyrri. Láti
Bretar ekki segjast á
þessu stigi, verðum við að
þreyja þorrann. Umfram
allt megum við ekki láta
Breta taka okkur á taug-
um eins og þeir keppa að.
Bretar eru dæmdir til þess
að láta undan siga fyrr
eða seinna Vegna viss-
unnar þar um getum við
gengið fram með gát, en
þó af fullri hörku."
BRIDGEFÉLAG KVENNA: Nú
stendur yfir hraökeppni sveita,
sem er undankeppni fyrir aöal-
sveitarkeppni félagsins, spilað
verður í fimm skipti/ eftir
fyrstu umferö eru eftirtaldar
sveitir efstar:
Stig.
Guörún Bergsdóttir 645
Hugborg Hjartardóttir 645
Gunnþórunn Erlingsdóttir 577
Sigríður Jónsdóttir 575
Alda Hansen 555
Guörún Einarsdóttir 544
Aldís Schram 541
Meðalskor: 540 stig.
I hraðsveitakeppninni eru 14
sveitir, næsta umferð verður
spiluð mánudaginn 19. janúar
og hefst ki. 20 stundvíslega i
Domus Medica.
XXX
Að tveimur umferðum lokn-
um í meistarakeppni Bridgefé-
lags Reykjavíkur hefur sveit
Stefáns örugga forystu i meist-
araflokki, en sveit Gylfa er efst
i 1. flokki.
Úrslit leikja í siðustu umferð
voru þessi:
Meistaraflokkur:
Sveit Stefáns 19 —
Sveit Alfreðs 1
Sveit Hjalta 15 —
sveit Benedikts 5
Svei Einars 20 —
sveit Birgis 0
Sveit Helga 10 —
sveit Jóns 10
1. flokkur:
Sveit Gylfa 19 —
sveit Gísla 1
Sveit Sigurjóns 17 —
sveit Þórðar 3
Sveit Gissurar 20 —
sveit Estherar 2
Sveit Ólafs H. 18 —
sveit Þóris 2
Staða efstu sveita í hvorum
flokki er nú þessi:
Meistaraflokkur:
Sveit stig.
Stefáns Guðjohnsen 38
Hjalta Elfassonar 28
Einars Guðjohnsen 25
Jóns Hjaltasonar 25
1. flokkur:
Gylfa Baldurssonar 38
Gissurar Ingólfssonar 37
Ólafs H. Ólafssonar 25
Sigurjóns Helgasonar 20
Næsta umferð verður spiluð
n.k. miðvikudagskvöld kl. 20 og
spila þá saman m.a. sveitir Stef-
áns og Benedikts og sveitir
Hjalta og Einars.
XXX
Frá Bridgefélagi Suðurnesja
J.G.P.-mótinu, sem er sveita-
keppni, er nú lokið með stór-
glæsilegum sigri Boggu Steins,
sem hlaut 193 stig.
Úrslit síðustu umferðar þessi: Sveit urðu
Bogga Steins vann Þorleifs
20—4 Vals vann Óskars 20—4
Marons vann Haralds 20—2
Guðjons vann
Guðmundar 16—4
Gests A. vann Sigurðar 20—0
Röð efstu sveita varð annars
þessi:
Sveit Guðmundar Ingólfssonar 134
Guðjóns Einarssonar 127
Vals Símonarsonar 119
Gests Rósinkranssonar 113
Eins og áður sagði sigraði
sveit Boggu Steins örugglega
en hverjir eru þessir félagar
sem nefna sig svo og hvernig
varð nafnið til? Við spurðum
einn félaganna þessara spurn-
inga og sagði hann að nafn
sveitarinnar „hefði komið af
himnum ofan“, þ.e.a.s. sveitin
hefði bara verið skírð þessu
nafni. Meðlimir Boggu Steins
eru Helgi Jóhannsson, Logi
Þormóðsson, Einar Jónsson og
Jóhannes Sigurðsson.
Með þessari keppni er stjórn-
arári núverandi stjórnar lokið
og verður aðalfundur félagsins
haldinn á sunnudaginn kemur
klukkan 14 í Tjarnarlundi. Fé-
lagar eru hvattir til að fjöl-
menna.
Það mun koma i hlut hinnar
nýju stjórnar að ákveða hvað
verður spilað næst, en það verð-
ur trúlega tvímenningur.
XXX
Frá Bridgedeild Breiðfirðinga-
félagsins
Aðeins þremur umferðum er
nú ólokið i aðalsveitakeppni fé-
lagsins og er hart barizt um
efsta sætið. Staða efstu sveita:
Sveit
Ingibjargar Halldórsdóttur 172
Birgis Sigurðssonar 169
HansNielsens 165
Estherar Jakobsdóttur 155
Elísar R. Helgasonar 141
Magnúsar Björnssonar 111
Enda þótt þremur umferðum
sé enn ólokið í sveitakeppninni
er strax farið að undirbúa
næstu keppni sem verður baro-
meter og hefst skráning í þá
keppni næsta fimmtudag. Kem-
ur þetta m.a. til af mikillli að-
sókn sl. ára og að barometer
krefst nokkurs undirbúnings.
Spilað er í Hreyfilshúsinu við
Grensásveg á fimmtudögum.
A.G.R.
3] Electrolux
Eldavélar C.F. 750 (S.G. 160) 70 cm
breið með 4 hellum og klukkuborði. 2 ofnar. Sá efri
54 Itr. með grillteini og grillmótor. Einnig hraðræsir
og steikarmælir. í neðri ofninum er einnig hægt að
baka. Fáanlegir í 3 litum.
Brún kr. 115.400 — (áður 126.900)
Græn kr. 101.200 — (áður 109.800)
Hvit kr. 114.900 — (áður 126.200).
Vörumarkaöurinn hf. 1
Armúla 1A. Húsgagna og heimilisd S 86-1 1 2 Matvorudeild Q 86-11 1, Vefnaðarv d S 86-1 1 3
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna
heldur hádegisverðarfund í Kristalsal Hótel Loft-
leiða, laugardaginn 24 janúar kl. 12. Fundar-
efni: Elín Pálmadóttir, borgarfulltrúi, talar um
Sameinuðu þjóðirnar.
Allt sjálfstæðisfólk velkomið.
Uppl. í síma 82729 milli 1 0 og 1 2. f.h.
Stjórnin.
Norðurland Vestra
Alþingismennirnir Pálmi Jónsson og
Eyjólfur Konráð Jónsson boða til
aimennra stjórnmálafunda sem hér
segir.
Siglufjörður miðvikudaginn 21. jan.
I Sjálfstæðishúsinu kl. 8.30 Sauðár-
krókur fimmtudag 23. jan. kl. 9 i
Sjálfstæðishúsinu. Hófsós föstudag
23. jan. i Félagsheimilinu kl. 2.
Aðalfundur Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík
verður haldinn fimmtudaginn 22. janúar I
Súlnasal Hótel SÓgu. Fundurion hefst kl. 20:30.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar fyrir s.l. starfsár.
2. Kjör formanns og sex annarra fulltrúa i stjórn
ráðsins.
3. Kjör fulltrúa í flokksráð Sjálfstæðisflokksins.
4. Önnur mál.
Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- og félagsmálaráðherra flytur framsögu-
ræðu á aðalfundinum um stjórnmálaviðhorfið.
Fulltrúaráðsmeðlimir eru hvattir til að mæta vel og stundvislega og
vinsamlegast sýna Fulltrúaráðsskirteini 19 75 við innganginn.
Stjórn Fulltrúaráðsins.
Gunnar
Thoroddsen