Morgunblaðið - 20.01.1976, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976
Enn um stærð og aíköst
fiskiskipaflotans
LÚÐVfK Jósepsson hefur bætt við
tveimur greinum ! Þjóðviljann um
stærð islenska f iskiskípaflotans
og afkastagetu hans. Þessar
greinar birtust 20.12. 1975 og
4.1. 1976 og eru nokkurskonar
framhald greinar frá 6.12. 1975,
en þeirri grein hefur starfshópur
Rannsóknaráðs rtkisins um þróun
sjávarútvegs svarað nokkuð ítar-
lega. Greinin frá 4.1. 1976 fjallar
að vísu um mörg önnur atriði,
bæði skyld og óskyld. Þar sem
Lúðvtk er við sama heygarðshorn-
ið I báðum umræddum greinum og
áður ! grein sinni frá 6.12. 1975
og fjallar um málið á mjög að-
finnsluverðan hátt, gerist nauð-
synlegt fyrir starfshópinn að láta
fara frá sér þessa grein.
í stuttu máli sagt. heldur Lúðvlk
þv! enn fram, að islenski fiski-
skipaflotinn sé ekki of stór nú. og
halda beri áfram „endurnýjun"
hans. Hann fer enn á mis við
aðalatriði málsins, sem er ástand
helstu fiskstofna við landið. Lúð-
v!k reynir á lúmskan hátt að
byggja upp hugsunargang, sem
fer út I breiddina og ! hring um
kjarna málsins eins og köttur um
heitan graut. Meðölin, sem notuð
eru, eru sumpart óvönduð og jafn-
vel ósvifin.
Rangfærslur eða
þekkingarskortur
1. Lúðvik segir starfshópinn
telja afkastagetu fiskiskipaflotans
vera margfalda miðað við þarfir.
— Þetta eru þarflausar ýkjur. í
skýrslu starfshópsins er áætlað.
að afkastagetan sé rúmlega tvö-
falt meiri en nauðsyn getur talist.
Niðurstaðan er rökstudd.
2. i sömu setningu segir hann.
að starfshópurinn skilgreini fiski-
skipaflotann ekki á annan hátt en
þann að nefna rúmlestatölur og
verðmæti á núgildandi verðlagi.
— Annaðhvort eru þetta vis-
vitandi blekkingar eða staðfesting
á þvi. að Lúðvik hafi enn ekki
skilið skýrsluna um þróun sjávar-
útvegs.
Þessu atriði hefur starfshópur-
inn svarað ! blaðagrein um miðjan
desember siðastliðinn. Auk þess
má geta þess, að „verðmæti á
núgildandi verðlagi" á flotanum
var ekki notað beint til að meta
afkastagetu hans. Hærri fjár-
festing bak við hverja rúmlest
skipa nú miðað við eldri tlma er
eitt af mörgum atriðum, sem
benda til þess. að gæði skipanna
hafi farið vaxandi og gera megi
svipaðar kröfur til afkasta fiski-
skipanna nú og áður var þrátt fyrir
vaxandi kröfur um aðbúnað fyrir
sjómenn o.fl.
3. fslendingar áttu aldrei 60
togara „fyrir nokkrum árum" eins
og Lúðvik segir. Þeir urðu flestir
fyrir aldarfjórðungi (árið 1951) en
þá voru þeir 56. Meðal þessara
togara voru 1 5 skip. sem smiðuð
voru milli 1916—1929 og voru
flest um 300 lestir, en þau eru
ekki sambærileg við nýtlsku skut-
togara eða jafnvel gömlu slðu-
togarana. sem enn eru við lýði.
Skip þessarar stærðar eru ekki
flokkuð sem togarar nú. Með
þessari framsetningu er Lúðvlk að
gera þvl skóna, að hin miklu skut-
togarakaup undanfarið sé aðeins
„endurnýjun" en ekki „aukning"
á afkastagetu eins og starfshópur
inn heldur fram.
4. „Það er lika jafnfráleitt að
miða afla bátaflotans nú við afl-
ann 1970 hjá þeim 15% bátanna.
sem þá veiddu mest og álykta
siðan. að tæknilega ætti bátaflot-
inn i heild að geta aflað þess
magns að meðaltali, ef fiskmergð i
sjónum er nægileg o.s.frv.", segir
Lúðvik. Hér er að finna eina merki
þess, að Lúðvik hafi litið i skýrsl-
una um þróun sjávarútvegs eftir
blaðagrein starfshópsins um miðj-
an desember siðastliðinn. —
Þetta er ekkert annað en ósvifni.
Með hluta af þvi orðalagi, sem að
ofan greinir, var starfshópurinn að
velta fyrir sér efri mörkum tækni-
legrar afkastagetu fiskiskipa-
flotans miðað við ákveðnar for-
sendur. Enda hefði niðurstaða
starfshópsins um afkastagetu orð-
ið miklu hærri en raun varð. ef
byggt væri á þessu. — Það er
raunar sárgrætilegt að sjá, hve
sumir menn eru lauslátir i meðferð
sinni á heiðarlega unnum skýrsl-
um. Er það nokkur furða, þótt
margir íslendingar haldi þvi fram,
að skýrslur séu að verða gagns-
lausar hérlendis. Óprúttnir stjórn-
málamenn taka ekkert mark á
þeim nema nota megi þær til að
styðja eitthvað, sem þeir sjálfir
hafa haldið fram áður. Hvenær
skyldi að þvi koma. að það verði
pólitiskur vegsauki fyrir stjórn-
málamenn að viðurkenna, að þeir
hafi haft rangt fyrir sér t.d. veqna
skorts á upplýsingum ef ekki ann-
að.
5. Starfshópurinn gerði ekki
„auðlindaskatt" að sinni tillögu
eins og Lúðvik heldur fram. Hins-
vegar taldi hópurinn að þessi að-
ferð hefði fæsta galla af þeim
stjórnunaraðferðum, sem fjallað
var um i skýrslunni. Þegar sótt er f
takmarkaðar náttúruauðlindir,
endar það alltaf með ósköpum
nema virk stjórnun komi til. Slik
stjórnun, sem hlýtur að hafa að
markmiði takmörkun á sókn.
verður ætið óvinsæl. Hjá þvi verð-
ur ekki komist. Það er aftur á móti
ábyrgðarleysi að leitast við að
koma i veg fyrir stjórnun fiskveiða
með því að gagnrýna bara einstak-
ar leiðir, sem verða aldrei galla-
lausar, án þess að benda á nýjar
og betri i staðinn. Það væri það
eina. sem Lúðvik gæti lagt fram
um þetta atriði til þess að verða
Islenskum sjávarútvegi til góðs.
Allt annað er niðurrifandi en ekki
uppbyggjandi gagnrýni. — Þeir,
sem þekkja til sjávarútvegs, vita,
að sjávarútvegur hefur verið
skattlagður i gegnum árin umfram
aðrar atvinnugreinar með ýmsum
dulbúnum hætti. Þetta gat orðið
vegna yfirburða sjávarútvegs.
Með þvi að halda þvi fram, að
starfshópurinn vilji auka skatt-
lagningu á sjávarútvegi er Lúðvik
aðeins að reyna að gera skýrslu
starfshópsins óvinsæla i augum
sjómanna og útgerðaraðila án
þess að gera minnstu tilraun til að
bera saman valkosti og benda á þá
bestu. — Að segja, að einhverjir
séu reynslulitlir skrifborðsmenn
eða saumastofuforstjórar eru að-
eins lítilfjörlegar tilraunir til að
gefa högg fyrir neðan beltisstað.
Hvaða lærdóm hefur Lúðvik sjálf-
ur dregið af reynslunni? Hvenær
mun hann skynja ástand fiskstofn-
anna islensku? Hvað snertir hug-
myndina um auðlindaskatt. upp-
haf hennar og feril, má benda
Lúðvfk á erindi Bjarna Braga Jóns-
sonar, sem flutt var á ársþingi
Félags islenskra iðnrekenda 1975
og fjölritað siðan. Hugmyndina
má rekja til 1961.
Hér verður látið staðar numið
þótt af meiru sé að taka.
Um rekstrarerfiðleika
fiskiskipa og breyttar
aðstæður
Lúðvik vikur mörgum sinnum
orðum sinum að atriðum eins og
eftirfarandi: „kröfum um gjör-
breytta útgerðarhætti " „þessi
skip er erfitt að reka eins og nú er
komið málum ", „á þau (skipin)
fást ekki vanir menn " „afköst
þeirra (skipanna) verða litil ",
„endurnýjun gamla bátaflotans er
orðin knýjandi nauðsyn i mörgum
fiskibæjum, ef þeir eiga ekki að
dragast aftur úr og missa alla
góða sjómenn og allt vant fisk-
vinnslufólk ", „grundvallarskilyrði
. . ,er að rannsaka gerð og ástand
hans (flotans) við núorðnar
rekstraraðstæður ", „fiskiskipa-
flotinn er enn gamall og litt hæfur
til rekstrar við núverandi aðstæð-
ur ", Svona má lengi telja. Þessar
glefsur eru teknar út úr mjög
svipuðu samhengi yfirleitt og köfl-
um, sem hafa það að markmiði að
sýna fram á, að flotinn sé ekki of
stór og halda verði áfram „endur-
nýjun". Vitanlega er þetta allt
meira eða minna rétt nema niður-
staðan, og Lúðvik telur sig
væntanlega ná til eyrna sjómanna
með svona sönnum orðum. Þar
sem hann er fyrst og fremst að
gagnrýna skýrslu starfshópsins.
má lesa út úr greinum hans. að
starfshópurinn sé á öðru máli um
allan sannleikann, sem öllum við
sjávarsiðuna er Ijós. — Hér snýr
Lúðvik staðreyndum alveg við.
Megnið af upptöldum vandkvæðum
á rætur sínar að rekja beint til lélegs
ástands fiskstofna
Til þess að mæta rekstrarerfið-
leikum vegna minnkandi afla fyrst
og fremst á að kaupa meiri og
öflugri skip! — Staðreyndin er
þvert á móti sú, að minnkuð sókn
og aukin stjórnun veiði nú mun,
þegar til lengdar lætur (nokkur ár)
auka afla en ekki minnka hann. Ef
sóknargeta er aukin um of og
skipin látin veiða að vild, minnkar
það heildarafla en eykur hann
ekki. Lúðvik þarf að breyta um
formerki á erindum sinum og inni-
haldi. Hvernig stendur annars á
þvi. að heildarbotnfiskafli á
islandsmiðum var töluvert meiri á
árunum 1953—1958 en hann er
nú þrátt fyrir stórkostlega aukna
sókn á seinni árum og fullkomnari
skip?
Vitanlega eru allir sammála um
það. að losna verði við útlendinga
af fslands.niðum og rekstrarerfið
leikar islenskrar útgerðar minnki
þá. Hinsvegar er fiskiskipaflotiitn
nú það stór. að hann er nægilegur
til að veiða hámarksafla eftir að
fiskstofnarnir komast (vonandi) i
besta afrakstursástand að nýju. en
það tekur mörg ár. Ef flotinn fær
aftur á móti nú að veiða óhindrað-
ur, komast stofnarnir ekki f það
ástand jafnvel þótt útlendingar
hverfi af miðunum innan skamms.
Lúðvík reynir að telja mönnum trú
um, að óþarfi sé að tala um niður-
skurð þorskafla islendinga nú
miðað við árin 1972—1974
(230—240 þ. tonn) og ráð-
leggingar Hafrannsóknastofnunar,
og þessvegna sé ekki nauðsynlegt
að minnka sókn íslendinga, ef út-
lendingar fara af miðunum. Benda
má á, að vitanlega verður afli
Íslendinga miklu meiri en umrædd
ár, ef útlendingar hætta veiði við
island og Islendingar halda uppi
sömu sókn og áður. Það er ekki
bara á einum stað i greinunum,
sem Lúðvik ruglar saman afla og
sókn. Auk þess var þorskafli þessi
ár orðinn mjög lélegur á úthalds-
dag skipa miðað við það sem áður
var. Þessi ár eru þvi óhæf til
viðmiðunar. Allt ber að sama
brunni. Fiskiskipaflotinn er of
stór. Það felst stórkostleg ábyrgð i
þvi að reyna að hindra, að fisk-
stofnar fái að rétta við og fs-
lendingar fái i náinni framtið há-
marksarð af fiskimiðum sinum,
bæði með hámarksafla og hófleg-
um útgerðarkostnaði. Við skulum
bíða i nokkur ár og sjá hvernig til
tekst. Sú staðreynd blasir við. að
botnfiskafli hefur farið þverrandi á
fslandsmiðum þrátt fyrir stórauk
inn flota. Vissulega er það ákveðin
stefna að stunda fiskveiðar að
mestu á skuttogurum. sem hafa
tæknilega yfirburði einkum i treg-
fiski, en þá verða að fylgja tillögur
um það, hvaða öðrum skipum
verður að leggja.
Stjórnvöld hafa ekki markað
neina heildarstefnu varðandi
stærð flotans og samsetningu
með hliðsjón af heildarmarkmið-
um. Aðgerðir þeirra hafa byggst á
skyndilausnum, sem færa má rök
fyrir að gangi á snið við raunveru-
lega hagsmuni útvegsins og
þjóðarheildarinnar.
Reykjavik, 16.1. 1976.
Gylfi Þórðarson
Jón Ingvarsson
Jakob Jakobsson
Jónas Bjarnason
Jónas Blöndal.
Starfshópur Rannsóknaráðs ríkisins
svarar tveimur greinum Lúðvíks Jósepssonar
Vel heppnaðir
tónleikar á
Sauðárkróki
Tónlistarfélag Skaga-
fjarðar og Tónlistar-
skólinn á Sauðárkróki
efndu til tónleika í Safna-
húsinu hér s.l. sunnudag.
Þar komu fram Einar
Jóhannesson klarinett-
leikari og Philip Jenkins
píanóleikari. Við þetta
tækifæri var formlega
tekinn í notkun vandaður
flygill, sem hingað er
keyptur fyrir tilstuðlan
sjóðs er Þormóður
Eyjólfsson söngstóri og
kona hans Guðrún
Björnsdóttir frá Kornsá
stofnuðu á sínum tíma til
minningar um foreldra
Þormóðs þau Eyjólf
Einarsson og Margréti
Þormóðsdóttur er lengst
bjuggu á Mælifellsá á
Efribyggð í Skagafirði.
Sjóðnum er ætlað að
styrkja tónlistarlíf Skag-
firðinga.
Áður en tónleikarnir
hófust minntist Eyþór
Stefánsson tónskáld með
nokkrum orðum, þeirra
Mælifellsárhjóna og
barna þeirra, sérstaklega
Þormóðs söngstjóra og
Sigurðar Birkis söng-
málastjóra Hann færði
ættingjum Þormóðs og
Guðrúnar þakkir Skag-
firðinga, og þó sérstak-
lega Eyjólfi Konráði
Jónssyni alþingismanni
fyrir forgöngu hans í
þessu máli, en Eyjólfur
bóndi á Mælifellsá var afi
hans.
Tónlistarmönnunum
var framúrskarandi vel
tekið og urðu þeir að
leika aukalög. Jón Karls-
son forseti bæjarstjórnar
þakkaði gestunum
komuna og flutti þakkir
áheyrenda.
Með þessum tónleikum
er hafinn nýr þáttur í
starfi Tónlistarfélagsins
og Tónlistarskólans sem
miklar vonir eru bundn-
ar við.
— jón.