Morgunblaðið - 20.01.1976, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976
GEORGE BEST — samkvæmt skoðunum margra bezti knattspyrnumaður er
Bretlandseyjar hafa nokkru sinni eignast — er nú kominn á bókamarkaðinn
og gæti nafn hennar útlagst á islenzku „Best segir af sjálfum sér — og lýgur
fáu". Bókin er full af sannkölluðu sprengiefni, eins og maður gat átt von á
frá knattspyrnumanninum frá Belfast I N-írlandi, er bæði byrjaði og endaði
stjörnutímabil sitt í knattspyrnunni með Manchester United. í bók sinni
segir hann ekki svo mikið frá hinum stóru sigrum á knattspyrnuvellinum,
heldur leyfir hann lesandanum að skyggnast um bak við tjöldin. Hann segir
frá ástarævintýrum sinum með fögrum konum rétt áður en alvarlegur
knattspyrnuleikur átti að hefjast, hann segist i bókinni hafa kastað fúlum
eggjum i stóra mynd af „félaga" sinum Bobby Charlton og að sjálfsögðu er
greint frá kærumáli alheimsfegurðardrottningarinnar, er hún ákærði Best
fyrir að hafa stolið flikinni, og að sjálfsögðu mörgum fleiri atburðum. En sem
sagt þetta er líf George Best, endursagt af blaðamanninum og vini Bests,
Michael Parkinson, og fara hér á eftir glefsur úr bók Bests, sem gert hefur
mikla lukku, ekki síður en snillingurinn meðan hann var og hét.
Best segir af sjálfum sér
— Ég sezt oft niður og velti því
fyrir mér hvaða stefnu lif mitt hefði
tekið ef ég hefði haft pabba og
mömmu hjá mér er ég kom til
Manchester frá Belfast 16 ára
gamall, ef ég hefði verið enskur, en
ekki n-írskur og hefði getað leikið
með Englendingum í HM, ef ég
hefði verið öðru vísi skapi farinn og
ekki litið út eins og ég gerði
— Ég er sannfærður um að lífið
hefði orðið allt öðru visi fyrir mig, en
það hefði alls ekki orðið skemmti-
legt Ég hef lifað 1 2 ótrúleg ár hjá
Manchester United, verið á toppn-
um og einnig neðst niðri, en ég hef
lifað stórkostlegu lífi og hefði ekki
viljað breyta neinu — sama hvað
hefði verið í boði
Þannig svarar George Best
spurningunni sem þúsundir hafa
spurt, hvers vegna hann hafi ekki
gætt meira hófs og farið aðrar leiðir
Derek Dougan, félagi Bests í n-írska
landsliðinu og leikmaður með
Úlfunum, hefur eftirfarandi um Best
að segja: — Cryuff leikur á jörðinni,
Best í skýjunum
REKINN ÚR
SKÓLA
Enginn hefur verið i vafa um að
Best var (er?) snillingur á knatt-
spyrnuvellinum Ferill hans byrjaði
raunverulega i öngstrætum Belfast-
borgar Best hafði alltaf meiri hæfi-
leika en félagar hans og er hann var
15 ára gamall kom njósnari frá
Man Utd auga á kauða og setti sig
samstundis í samband við Matt
Busby, sem þó sýndi ekki áhuga fyrr
en að ári liðnu í millitíðínni var Best
rekinn úr skóla og hóf nám í einum
af lélegri skólum borgarinnar þar
sem piltarnir fengu nægan tima til
að leika knattspyrnu. Aftur þóttu
hæfileikar Bests athyglisverðir, en
honum var bent á að hann skyti ekki
nógu fast með vinstri fætinum —
Ég ákvað að bæta úr þessu, segir
Best i bókinni, og næstu viku æfði
ég vinstri löppina með tennisbolta. (
leik næsta laugardag notaði ég svo
bara vinstri og skoraði 12 mörk i
leik sem við unnum 21:0
LENTI Á VITLAUSUM
VELLI
Það var svo heitan júlidag 1961
að George Best sigldi með ferjunni
yfir til Manchester. en aðems
tveimur dögum seinna var
hann kominn heim aftur. Best
var sjóveikur á leiðinr.i, missti
af bilnum sem átti að aka hon-
um til Old Trafford, loks komst
hann þó þangað en lenti á krikk-
etvellinum og er hann loks
dauðþreyttur fann fótboltavöllinn
var hann húðskammaður fyrir að
koma of seint „Daginn eftir sá ég
leikmenn a-liðsins á æfingu og hélt
að ég gæti aldrei orðið eins góður
og þeir Pakkaði saman og kom mér
heim til Belfast "
Matt Busby varð fokvondur er
hann frétti þetta, hringdi i föður
Bests og sagðist heimta strákinn
aftur til Manchester, hann hefði ekki
einu sinni séð hann leika Best var
sendur til baka og áhorfendur undu
glaðir við að sjá þennan skemmti-
lega leikmann i baráttunni með emu
bezta liði Englands næstu 12 árin.
Best gat þó ekki skrifað undir at-
vinnumannasamning strax, hann
varð að bíða i eitt ár enn, eða þar til
hann varð 17 ára launin voru
heldur ekki kræsileg til að byrja
með, aðeins 1 pund á viku
Um fyrsta heimaleik sinn með
aðalliði Manchester United hefur
Best þetta að segja: — Við áttum að
leika gegn West Bromwich fyrir
framan nefið á 50 þúsund áhorfend-
um þennan laugardag og auðviiað
biðu allir spenntir eftir að sjá
hvernig ég stæði mig í fyrsta leikn-
um I búningsklefanum fyrir leikinn
gerðu leikmennirnir grin að mér og
sögðu að bakvörður WBA, Graham
Williams, myndi tæta mig i sig með
húð og hári. Ég hef mætt honum oft
síðan og ári eftir fyrsta stefnumót
okkar á knattspyrnuvellinum sagði
hann við mig. — George, viltu gera
mér þann greiða að standa kjur eitt
einasta augnabiik, svo ég geti séð
hvernig þú litur út — Hvers vegna,
spurði ég — Ég hef spilað margoft
á móti þér, en hef eiginlega aldrei
séð framan i þig, aðeins hrygginn á
þér þar sem þú þýtur i átt að marki
mínu
KASTAÐI EGGJUM
í CHARLTON
Kvenréttindakonur munu tæplega
taka bók Bests með sérlegri gleði
Og þeir eru fleiri, sem setja örugg-
lega upp svip er þeir renna í gegn-
um frásögn Bests. Bobby Charlton
til dæmis. Þrjú siðustu ár Bests með
United töluðu þeir ekki saman svo
heitið gæti. Best hefur orðið —
Honum likaði ekki við mig þvi hon-
um fannst hegðun mín skaða félagið
okkar. Mér fannst reyndar að geta
hans sem knattspyrnumanns væri
margfalt ýkt. Hann hafði að vísu
skapað sér nafn, en löngu eftir að
hann var orðinn lélegur flaut hann á
fornri frægð. Einu sinni kastaði ég
tylft af fúlum eggjum i „plakat'' með
mynd af honum Ég var fullur þegar
það gerðist.
Um þær mundir er Best naut hvað
mestrar hylli fékk hann send um
10 000 bréf vikulega og umboðs-
menn hans urðu að ráða þrjár stúlk-
ur til að annast bréfaskriftir fyrir
kappann. Já, vel á minnst, stúlkur.
— Þetta var hræðilegt, segir Best.
— Ég hef aldrei dregið dul á að ég
er kvensamur, en þegar þær voru
farnar að skrifa mér í hundraðatali
og segja að þeirra heitasta ósk væri
að sofa hjá mér, þá fannst mér nóg
komið. Ég neita því ekki að margoft
átti ég ástarævintýri aðeins einum
tíma fyrir leik. Þeir sem halda þvi
fram að slíkt komi niður á knatt-
spyrnugetunni vaða i villu og svima.
I bók Best eyðir hann mörgum
siðum i að segja frá sambandi sínu
og dönsku stúlkunnar Evu
Haraldstad, sem á sínum tlma var
búizt við að yrði eiginkona hans.
Auk þess greinir hann frá því að
hann hafi alltaf verið sérlega veikur
fyrir „skandinaviskum'' stúlkum. —
Þær eru hnellnar og auk þess sér-
lega „viljugar", einkum þær sem
leggja leið sina til Mallorca I sumar-
leyfum, segir Best
EKKI EINN
EINASTI GÓÐUR
Kvenlýsingar Bests taka mikið
rúm i bók hans. Hann segir frá því
hvernig hann fór að þvi að plata
framkvæmdastjórann, hvað eftir
annað til að komast á stefnumót
með þessari og hinni stelpunni.
Hann segir frá því þegar hann var
kærður fyrir að hafa stolið kápu
„ungfrú alheims." Sjálfsagt vekja
þessar lýsingar athygli einhverra, en
fyrir íþróttaunnendur vekja lýsingar
hans á enskum knattspyrnumönn-
um mun meiri athygli
Best segir: — Á öllum Bretlands-
eyjum finnst ekki einn einasti al-
mennilegur knattspyrnumaður Þeir
geta að vísu hlaupið endalaust, en
enginn þeirra kann að sparka knett-
inum eins og á að gera.
Best reynir þessa dagana að leika
knattspyrnu með 4. deilda liði og
þykir standa sig allvel Hann hefur
þar að auki fengið tilboð um að leika
knattspyrnu með milljónafélögum í
Bandarikjunum og einnig segir sag-
an að nokkur ensku 1. deildar lið-
anna hafi áhuga á kappanum, því
þótt geta hans hafi minnkað kemur
fólk enn á knattspyrnuvellina til að
sjá hann leika Hvað sem verður um
Best i framtíðinni, þá verður hann
varla framar sú stjarna, sem hann
áður var. Hið Ijúfa lif hefur tekið
sinn toll af hæfileikum þessa vin-
sæla knattspyrnumanns