Morgunblaðið - 20.01.1976, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÖAGUR 20. JANUAR 1976
23
Útfœrsla í200mílur
nú á Baiidaríkjaþmgi
ÉG vænti þess að hitta Josep
Sisco varautanríkisráðherra
strax á mánudag, til að túlka
sem best fyrir honum alvöru
landhelgismálsins og deilunnar
við Breta, sagði Haraldur
Kroyer, sendiherra Islands I
Bandaríkjunum, í stuttu viðtali
áður en hann hélt aftur til
Washington eftir vikudvöl á
Islandi. Og hann bætti við: Eg
mun væntanlega fara með
skilaboð frá ríkisst jórninni
með ósk um allan þann
stuðning, sem Bandarfkjamenn
telja sig geta veitt okkur. Þetta
verður f sama dúr og erindi það
sem Pétur Thorsteinsson ráðu-
neytisstjóri er að reka f höf-
uðborgum Evrópu á vegum
ríkisstjórnarinnar. Það er fvrst
og fremst að skýra málstað Is-
lands og fara fram á þann
stuðning, sem þjóðirnar geta
veitt okkur innan Atlantshafs-
bandalagsins.
Haraldur Kroyer var spurður
um það, hvað Bandaríkjamenn
hygðust fyrir varðandi eigin
landhelgismáli. Hann svaraði:
— Fulltrúadeild Bandaríkja-
þings samþykkti frumvarp um
útfærslu í 200 milur sl. sumar. í
haust fjallaði öldungadeildin
svo um framvarp Magnússons
og fleiri öldungadeildarþing-
manna um sama efni, sem þó
var ekki alveg samhljóða. Það
kom loksins til umræðu á þing-
fundi síðasta kvöldið áður en
þingmenn fóru í jólaleyfi og
kom því ekki til atkvæða-
greiðslu. Það verður því eitt af
fyrstu málunum, sem tekin
verða fyrir eftir jólaleyfi og
greidd um það atkvæði. M.a. er
búist við því að samþykkt verði
breytingartillaga við frum-
varpið, þar sem gert er ráð fyrir
að útfærslan komi ekki til
framkvæmda fyrr en 1. janúar
1977. En var áður tímasett á
miðju ári 1976. Sumir þeir sem
voru hikandi, hafa frekar kosið
að það verði eftir fund haf-
réttarráðstefnunnar á þessu
ári. En þeir efast um að hún
muni ljúka sínum störfum og
vilja þá færa út.
— Fastlega er búist við því að
frumvarpið verði samþykkt
með talsverðum meirihluta,
Haraldur Kroyer sendiherra
hélt Haraldur áfram, Þegar
frumvörp beggja deilda hafa
verið samþykkt en eru ekki
alveg samhljóða, þá fara þau til
samvinnunefndar, svokallaðrar
Conference Committe, sem leit-
ast við að samræma textann og
hefur til þess umboð frá báðum
deildum. Síðan er frumvarpið
sent í endanlegu formi til for-
setans til undirskriftar. Og
sterkar Ifkur eru taldar á því að
forsetinn muni beita neitunar-
valdi.
— Þá getur öldungadeildin
tekið það til atkvæðagreiðslu
aftur innan 10 daga. Og ef %
hlutar greiða þá atkvæði með
frumvarpinu, hefur þingið
hnekkt neitunarvaldi forsetans
og frumvarpið verður að lögum.
En það er talið mjög ólíklegt að
flytjendur muni fá nægilegt at-
kvæðamagn í þeirri lotu. Sumir
sem styðja frumvarpið í fyrstu
lotu eru republikanar, flokks-
menn forsetans. En þeir munu
hika við að stuðla að því að
hnekkja neitunarvaldi forset-
ans. Það eru álitshnekkir fyrir
hann og sérstaklega óheppilegt
á kosningaári.
— Er forsetinn alveg and-
snúinn útfærslunni?
— Já forseti og ríkisstjórn
hafa verið algerlega á móti ein-
hliða útfærslu. Telja að það
gæti alvarlega spillt fyrir því að
— Viðtal við
Harald Kroyer,
sendiherra
árangur náist á hafréttarráð-
stefnunni. Það hefur alltaf
verið stefna Bandaríkjanna að
hafréttarmálin beri að leysa
með samningum. Þeir hafa
þvi átt erfitt með að styðja
okkur i einhliða útfærslu. En
þeir hafa alltaf forðast að gera
nokkuð, sem gæti spillt fyrir
okkur og viðurkennt að ísland
hafi algera sérstöðu vegna þess
hve mikið lifsspursmál vernd-
un fiskstofnanna er fyrir okkur
bæði á hafréttarráðstefnunni
og gagnvart öðrum rikisstjórn-
um.
— Hefur almenningur í
Bandarikjunum fylgst nokkuð
með landhelgismálinu á
Islandi?
— Ákaflega lítið þar til nú
síðustu vikuna þegar málið var
komið á það stig að þátttaka
íslands i störfum Atlantshafs-
bandalagsins virtist vera komin
í hættu. Þá loks var landhelgis-
málið áberandi fréttaefni í
ameriskum fjölmiðlum. Annars
virðist málinu hafa verið veitt
meiri athygli i þeim ríkjum
Bandarikjanna sem liggja að
sjó og eiga sinna eigin hags-
muna að gæta svo sem i Nýja
Englandi, Alaska, Washington-
ríki, Oregon og Kaleforníu. Þar
hefur meira verið skrifað í blöð
og sagt frá gangi landhelgis-
málsins heldur en í höfuðborg-
inni og stórborgum eins og New
York.
— Svo við víkjum aðeins að
öðru, hvernig er útlitið um for-
setaframboð?
— Hvað republikanaflokkinn
varðar þá virðist vera orðið
tvísýnna en fyrir nokkrum
mánuðum hvort Ford hlýtur
framboðið. Þó eru enn taldar
meiri likur á því að hann verði
hlutskarpari en Ronald
Reagan. En i liði demokrata eru
frambjóðendur orðnir svo
margir að enginn þorir að spá
hver verði þar ofan á. Þó er
Hubert Humphrey nú talinn
líklegastur, því hann á væntan-
lega mestum vinsældum að
fagna í flokknum og á fæsta
óvildarmenn. Ford forseti
hefur sjálfur spáð því að
Humphrey muni verða í fram-
boði á móti sér í haust.
— Er hann talinn honum
hættulegur keppinautur?
— Já, menn telja hann
skæðan keppinaut og alls ekki
óhugsandi að Hubert
Humphrey verði næsti forseti
Bandarfkjanna, svaraði
Haraldur Kroyer síðustu
spruningunni. — E.Pá.
□ llöfundur: M. Tal.
[] Bókarheiti: Hvernig ég
varð heimsmeistari.
□ tltgefandi:
Tfmaritið Skák 1975.
[[] Þýðari:
Bragi Halldórsson.
tslenzk skákbókaútgáfa
hefur fram til þessa verið harla
fátækleg. Nokkuð birti þó til í
svartasta skammdeginu á því
herrans ári 1975. Örskömmu
fyrir jól kom út ágæt skákbók
eftir Mikhail Tal fyrrverandi
heimsmeistara. Þar segir hann
frá einvígi sinu gegn M.M. Bot-
vinnik árið 1960, en þá sigraði
Tal og vann þar með titilinn.
Bókin hefst á inngangi þýð-
andans, þar sem hann fjallar í
stuttu en skýru máli um M. Tal
og gerir stutta grein fyrir skák-
ferli hans. Er sá kafli lipurlega
ritaður og skemmtilegur, þótt
ein bagaleg missögn komi þar
fyrir. Þessu næst hefst þáttur
höfundarins á stuttum formála,
en því næst rekur hann aðdrag-
anda einvígisins og skýrir frá
undirbúningi sinum og hugar-
fari til hinnar miklu glimu.
Þessi kafli er afar skemmti-
legur og skýr. Skal ungum
skákmönnum ráðlagt að lesa
hann vandlega. Þeir geta mikið
Bókmenntlr
eftir JÓN Þ. ÞÓR
M. Tal.
Skemmtileg
skákbók
lært af frásögn Tals um undir-
búninginn, og kannski sérstak-
lega af því, að jafnvel Tal tekur
ekki skákina svo hátíðlega að
ekkert annað komist að.
Þessu næst taka við sjálfar
einvigisskákirnar, skýrðar af
Tal. Er skemmst frá þvi að
segja, að þetta er það langbezta,
sem ég hef séð ritað um þessar
skákir. Einvígið var að vísu
ekki sérlega vel teflt, en þó
hvorki verr né betur en önnur
heimsmeistaraeinvigi. Mikið
hefur verið um einvigið ritað
og margir hafa eytt mörgum
stundum við að reyna að finna
betri leiðir í ýmsum stöðum.
Þetta lætur Tal lönd og leið.
Hann þreytir lesandann aldrei
með löngum, tilgangslausum og
misjafnlega vitlausum leikja-
röðum heldur skýrir frá einvíg-
inu eins og það kom honum
fyrir sjónir, segir frá hugrenn-
ingum sínum á einstökum
augnablikum og reynir að finna
sálfræðilegar skýringar mis-
taka og bardagaaðferða. Fyrir
þessa sök er þessi kafli bókar-
innar svo afbragðsgöður sem
raun ber vitni.
Að skákkaflanum loknum
tekur Tal við að reyna að skýra
úrslit einvfgisins og eru niður-
stöður hans mjög forvitnilegar.
Siðan tekur við kafli, sem ber
heitið „Bókarauki" og eru þar
birtar ýmsar skákir, sem hafa
„teóretiska“ þýðingu fyrir
byrjanirnar, sem tefldar voru í
einviginu. Næst kemur viðauki
I þar sem birtar eru einvigis-
skákir þeirra Botvinniks og
Tals 1961 þegar Botvinnik
endurheimti titilinn og loks er
viðauki II, grein eftir S. Gli-
goric, þar sem hann birtir skák
er þeir Tal og Botvinnik tefldu
árið 1966.
Að þessari bók er mikill
fengur fyrir islenzka skákunn-
endur. Hún er mjög skemmti-
leg aflestrar og mikið er af
mjög góðum og skemmtilegum
baráttuskákum i henni. Af
þeim geta allir eitthvað lært.
Timaritið Skák hefur sýnt lofs-
vert framtak með þessari út-
gáfu og sem betur fer mun ekki
verða látið hér við sitja. Þýð-
andanum, Braga Halldórssyni,
ber einnig að þakka, hann
hefur unnið sitt verk vel, þótt
ekki sé þýðingin með öllu
hnökralaus. Bókin er prentuð i
prentsmiðju Skákar og er allur
frágangur hinn vandaðasti.
Mættum við fá meira af slikum
bókum.