Morgunblaðið - 20.01.1976, Side 25

Morgunblaðið - 20.01.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976 25 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Skattframtöl Fyrirframgreiðsluskrifstofan, Vesturgötu 1 7 (Andersen og Lauth húsið). Sími 16223. Húseigendur Tökum að okkur allar við- gerðir og breytingar á fast- eignum. Gerum bindandi til- boð. 5 ára ábyrgð á ýmsum greinum viðgerða. Vinsam- legast gerið verkpantanir fyrir sumarið. Sími 41 070. Framtalsaðstoð Tímapantanir í síma 1 7938. Haraldur Jónasson, lögfræð- ingur. Skattframtöl — reikningsskil Þórir Ólafsson hagfræðingur s. 23017 og 86824. Skattframtöl Ingvar Björnsson. Héraðs- dómslögmaður, Strandgötu 1 1, Hafnarfirði, sími 53590. Skattframtöl Haukur Bjarnason, lögfræð- ingur Bankastræti 6, símar 26675 og 30973. Skattframtöl Fyrir greiðsluskrifstofan, Vesturgötu 1 7 (Andersen og Lauth húsið). Sími 16223. Verkfæraleigan Hiti Rauðahjalla 3, sími 40409. Múrhamrar, steypuhrærivél- ar, hitablásarar og málninga- spr. Skattframtöl Aðstoða við gerð skattfram- tala. Vinsamlega pantið tíma sem fyrst. Sími 1 7221. Brotamálmur er fluttur að Ármúla 28, sími 37033. Kaupi allan brota- málm, langhæsta verði. Stað- greiðsla. VT- til sölu Verðlistinn Munið sérverzlunina með ódýran fatnað, Laugarnes- vegi 82, simi 31 330. Útsala, Útsala Rauðhetta, Iðnaðarhúsinu. Ódýrt — Ódýrt Stuttir og stðir kjólar. Oragt- in, Klapparstíg 37. húsnæöi í boöi Iðnaðarhúsnæði Til leigu ca. 200 fm. Uppl. i sima 82420 og 22471 á kvöldin. Námskeið í hjálp í viðlögum hefst fimmtud. 22. jan. í Tjarnar- bæ kl. 20.30. Kennslan er í samráði við Rauða krossinn. Kennari Jón Oddgeir Jóns- son. Kennslugjald kr. 1200. Námsflokkar Reykjavíkur. félagslíf i [_aA______hA-AA____«__i I.O.O.F. 8 = 1571218 'h = 9. I. I .O.O.F. Rb 4 =1251 208'/2 1.0.0.F. = Ob. 1P = 1571208% E.l. □ Edda 59761207 — 1 ATKV. □ HAMAR 59761208 = 5 Filadelfía Almennur Bibliulestur í kvöld kl. 20.30 Ræðumaður: Einar J. Gislason. K.F.U.K. Reykjavík Bibliulestur i kvöld kl. 20.30. Benedikt Arnkelsson talar Allar konur velkomnar. Stjórnin. Keflavik kristniboðsfélagið i Keflavik heldur fund i Kirkjulundi, þriðjudaginn 20. jan. kl. 20.30. Reidar Albertsson og Ingólfur A. Gissurason, sjá um efni fundarins Allir eru velkomnir. Kvenfélag Breiðholts Fundur verður fimmtudaginn 22. janúar kl. 20.30 í sam- komusal Breiðholtsskóla. Fundarefni: Sýndar kvik- myndir frá ferðalögum fé- lagskvenna undanfarin ár. Félagsvist. Fjölmennum. Stjórnin. Kvenfélag Hallgríms- kirkju Fundur i félagsheimili kirkj- unnar fimmtudaginn 22. jan- úar kl. 8.30. Eyjólfur Mel- sted, flytur erindi um tónlist til lækninga. Stjórnin. Sveinn Guðmundsson: Áramótaspjall með ívafí / Miðhúsum, 4. jan. Árið 1975 er orðið að minningu og getur verið bjart eða dimmt yfir henni eftir atvikum. Þegar tímar iíða verður þetta ár aðeins ártal í aldasögunni, en einn og einn atburður stendur þó upp úr sem skráður verður á spjöid sög- unnar svo sem 200 mílna land- helgin. Reykhðlar Á Reykhólum tók Þörunga- vinnslan til starfa og mun hún valda byltingu í lífi fólks hér um slóðir. Hún kemur til með að veita um 30 manns atvinnu og ef flestir yrðu búsettir á Reykhólum, þá yrði hér risinn upp allsterkur byggðarkjarni, sem veita mun sveitunum í kring betri þjónustu. Ef til vill er það óskhyggja, að um næstu aldamót verði íbúar Reykhóla orðnir úm 1000 manns. Ég hygg að fáir staðir hér vestan- lands hafi upp á meiri möguleika að bjóða en einmitt Reykhólar, vegna þeirra náttúruauðæfa sem þar eru. Ef þessi spá ætti fram að ganga yrðu frjálslyndir og fram- sýnir forustumenn að vera til staðar og þeir yrðu að halda vel á spilum sínum. Þó að verksmiðjan á Reykhól- um sé tekin til starfa á hún mörg tæknileg vandamál óleyst og erfiðast hygg ég að verði að hanna sláttulallana þannig að þeir skili þeim afköstum, sem þeim er ætlað og hefði þurft að veita fjár- magni til þeirra rannsókna. Einnig þyrfti að nýta frárennsl- ið sem gæti farið upp i 50 til 60 sek/litra af um 50 til 60 stiga heitu vatni. A þessu ári mun höfnin á Reyk- hólum verða tilbúin en unnið hefur verið aðjóenni tvö síðustu ár og munu þa 1000 lesta skip geta athafnað’ sig þar. Höfnin skapar aðstöðu til frekari mögu- leika. Fjögur íbúðarhús á vegum Reykhólahrepps voru fullgerð á árinu og lögð í þau hitaveita. Þau eru ætluð starfsmönnum Þörungavinnslunnar. Tvö íbúðar- hús á bænd’ábýlum voru byggð á árinu, en annars eru framkvæmd- ir hjá bændum í lágmarki. Reyk- hólakirkju hefur borizt 35 þús. kr. gjöf frá kvenfélaginu til þess að auka við lýsingu f kirkjunni og tíu þúsund frá ungmennafélaginu til hreinlætisáhaldakaupa. Tíðarfar og kirkjusókn. Eins og kunnugt er var tiðarfar ekki hagstætt bændum. Gras- spretta var sæmileg þrátt fyrir lágan sumarhita og mjög lítið sólfar. Vætan í sumar gerði nýtingu heyja og fóðurgildi þeirra lélegt og er hætt við að það segi til sín er vorar hvað bú- pening snertir. Veðráttan hefur verið um- hleypingasöm. Um hátíðarnar greip svo á hörðu frosti, en þrátt fyrir kulda og erfið ytri skilyrði var kirkjusókn góð, en hinn aldni kirkjuhöfðingi séra Sigurður Pálsson vígslubiskup þjónar öll- um kirkjum Austur- Barðastrandarsýslu. Kvenfélagið og Ungmenna- félagið gengust fyrir sínum ár- lega jólatrésfagnaði í samkomu- húsi sveitarinnar að Mjólkurvöll- um. Samgöngur Flugsamgöngur hafa aukizt mikið við Reykhóla á árinu þrátt fyrir að ekkert sé gert fyrir flug- völlinn og kemur flugvél frá Vængjum h/f þangað tvisvar í viku. Á mánudögum þegar „veður- guðirnir“ lofa kemur flugvél frá Búðardal um hádegisleytið með lækni og sækir hann aftur um fjögurleytið. Heilbrigðismálaráðuneytið er ekki að spara gjaldeyri með þess- um ráðstöfunum sínum og það er ekki heldur að þjóna vilja fólks- ins sem hér býr. Við vitum aðeins hvar valdið er. 1 haust sagði ég frá þvf að aðbúnaður væri lélegur fyrir sjúklinga á læknabiðstof- unni og ennþá hefur ekkert verið gert til úrbóta, en heyrzt hefur að það standi til bóta. Stundum verða læknar að koma á bíl frá Búðardal og í vondu veðri og erfiðri færð er þetta eng- in skemmtiferð. Hvernig sem um þessi mál verður rætt og farið er eitt víst að til þess að mál fái farsæla lausn verður læknir að verða búsettur á Reykhólum. Við hér sem búsettir erum f Vest- fjarðakjördæmi finnum ekki fyrir því að eiga heilan skóg af þingmönnum og mættu þeir gera eitthvað til þess að koma þessum málum í viðunandi horf. Rúta kemur f Króksfjarðarnes tvisvar í viku og aðallega með póst að vetrinum en þá er færð oft hæpin yfir veturinn og þess vegna er ekki ferðazt eins með rútunum og skyldi. Enginn kærir sig um að vera skilinn eftir á miðri leið. Hvers vegna er ekki endastöðin Iátin vera Reykhólar yfir veturinn, en mig minnir að Hannibal hafi ætlað að leysa þetta mál, en horfið úr stjórn áður en því var hrundið i framkvæmd. I haust byrjaði Mjólkursamsal- an að nota tankbíl til mjólkur- flutninga. Það sparar ferðir og meiri líkur fyrir betri flokkun á mjólk, en aftur á móti hefur þjónusta versnað, því að mjólkur- bíllinn gamli var nokkurskonar pakkabíll frá Króksfjarðarnesi, en engar fastar ferðir hafa verið teknar upp og hefur þó pökkun- um fjölgað sem greiða eiga þessa þjónustu. Gufudalssveit Fréttaritari hafði samband við Kristin Bergsveinsson bónda í Gufudal og fékk hjá houm þær upplýsingar sem stuðzt verður við hér á eftir. Á árinu 1975 var byrjað á lagningu raflínu í hreppinn. Hún á að liggja í sæstreng yfir Þorska- fjörð að Gröf. Þaðan yfir Hjalla- háls í Djúpadal; yfir Ódrjúgsháls og í Skálanes. Sjö heimili fá raf- magn í þessum áfanga svo og verzlun Kaupfélags Króksfjarðar á Skálanesi. t vegamálum var unnið veru- lega að nýbyggingu í Kollafirði og lokið við um 500 m. Ekki bólar samt á neinu í sambandi við endurbyggingu yfir Hjallaháls eða útfyrir Hallsteinsnes, en eins og kunnugt er, er Hjallaháls aðal farartálminn f samgöngum við sveitina. Búskapur er í svipuðu formi og áður. Þó má geta þess að stórt skarð kom í íbúatölu hreppsins. Ekkja Haralds Sæmundssonar hreppsstjóra á Kletti brá búi á árinu, en það heimili var fólkflest og hafði stærsta búið. Haraldur lézt af slysförum haustið 1974 og var traustur og mikilhæfur bóndi og verður skarð hans vandfyllt. í vor komu svo þrír stúdentar og hófu búskap á Kletti og er einn þeirra jafnframt kennari sveitar- innar en það er alþekkt kona úr skemmtanaheiminum, Sigrún Harðardóttir að nafni, og svo er systir hennar Sara Harðardóttir, og sá þriðji er Jón Sigfús Sigur- jónsson og hitti fréttaritari hann að máli í haust og sagði hann að bændur í Gufudalshreppi hefðu fært þeim bændum á Kletti yfir 20 Iömb að gjöf sem bætast skal við bústofnseign þeirra. Múlahreppur fór í eyði á árinu og í Flateyjarhreppi eru aðeins þrír bændur í tveimur eyjum. Hvallátur fóru i eyði i haust, en Skáleyjar fyrir nokkrum árum. 1 Gufudalshreppi eru nú aðeins níu jarðir í bvggð af tuttugu og þrem- ur skráðum jörðum í hreppnum. Af framkvæmdum hjá bændum má nefna að byrjað er á íbúðar- húsi í Djúpadal, en þaðan var Björn Jónsson, ritstjóri, faðir Sveins Björnssonar forseta. Byrj- að var á útihúsum og hlöðu á Skálanesi. Auk þessa vann skurð- grafa á nokkrum bæjum í haust og verður framhald á þeirri vinnu að vori. Blandaðir ávextir Sumar fréttir í fjölmiðlum fest- ast betur í minni en aðrar og eru til dæmis umræður um gengis- leysi þingmanna hjá almenningi enn ferskar. Orsakir geta verið margar. Sú þróun hefur verið að gerast á undanförnum árum að völd alþingismanna færast í hend- ur ríkisstjórnar sem situr hverju sinni. Alþingismenn virðast vera aðeins til þess að rétta upp hönd með stjórnarfrumvörpum séu þeir í stjórnaraðstöðu en á móti séu þeir i stjórnarandstöðu. Svo virðist sem þingmannafrumvörp séu að verða tilgangslaus í sölum Alþingis. Ráðuneytisstjórar þurfa annað tveggja að vera pólitískt ráðnir og fylgja þá ráðherrum, eða kosnir eftir vissum reglum samanber kosningu rektora háskólanna. Á meðan þessi skipan helzt sem nú er virðist vera sama hvort stjórnin heitir vinstri- eða hægri- stjórn því að hún sér öll mál með gleraugum ráðuneytisstjóranna, sem eru eins og lénsherrar og hafa völd sfn ævilangt. Yfirstjórn peningamála verður að vera i höndum rikisstjórnar og Alþingis, en ekki í höndum bankastjóra Seðlabankans, en hann virðist vera orðinn að ríki i ríkinu, sem ráðherrar og alþingis- menn verða að knékrjúpa. Við munum öll bera virðingu fyrir alþingismönnum, þegar þeir hafa hrist af sér værðina og sýnt í verki að þeir ráði ferðinni, enda eru þeir til þess kosnir. Við sem hlustum og horfum mikið á fjölmiðla erum misjafn- lega ánægðir með dagskrá hverju sinni. En ekki er víst að hægt sé að gera öllum til hæfis. Mér finnst sjónvarps barnatímanum hafa hrakað nú um skeið og er ég ekki sáttur við „ffgúru“ þá er stjórn- andi hefur við hlið sér. Hún minn- ir of mikið á vangefið barn og þó það hafi verið f heiðnum sið skemmtan að henda gaman að vanheilu fólki, samanber Ingjaldsfíflið úr Gfsla sögu Súrs- sonar, þá tilheyrir það ekki krist- inni þjóð á tuttugustu öld að halda við þeim sið. Ég er ósáttur við það hve út- varpið hefur gert þátt þeirra orða- bókarmanna að hornreku í dag- skrá sinni og er nú hending að hægt sé að hlusta á hann. Af hverju mega þeir ekki vera í kvölddagskránni svo að fleiri geti notið þessara ágætu þátta. Miðhúsum, 4. janúar 1976 Sveinn Guðmundsson Sveinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.