Morgunblaðið - 20.01.1976, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976
27
hákarlaskip. Skemmst er frá því
aó segja, að Kristján lagði gjörva
hönd á flestar greinar veiðiskapar
á flestum tegundum skipa og
báta, allt frá árabátum upp í
togara. Einnig var hann frábær
skytta og færði i ótalin skipti
björg í eigin bú og annarra, bæði
hnísur, seli og sjófugi. Eftir um
það bil fimmtán ára sjómennsku
tók Kristján skipstjórapróf og þar
með hafði að nokkru leyti ræst
gamall draumur. En hann var
maður hógvær og hlédrægur og
sóttist ekki eftir að ráða yfir eða
stjórna öðrum mönnum. En það
skipti engu máli hvort hann
starfaði sem háseti, stýrimaður
eða skipstjóri, alls staðar var
hann eftirsóttur og allir vildu
hafa hann í skiprúml, enda frá-
bær fiskimaður og vann öll störf
af þeirri miklu atorku og sam-
viskusemi sem honum var lagið.
Og margir voru þeir af yngri
mönnum sem námu af honum
hvernig taka skyldi til höndunum
á sjónum.
Arið 1927 kvæntist Kristján
eftirlifandi konu sinni, Þóreyju
Friðbjarnardóttur frá Efstakoti á
Dalvík. Þau eiga þrjú fullorðin
börn, sem öll eru gift, son, búsett-
an á Dalvík, og dóttur og son,
búsett í Reykjavík. Öllum er
kunnugt að menn, sem hafa sjó-
mennsku að aðalstarfi, þurfa oft
að dveljast langdvölum fjarri
heimilum sinum, og átti það ekki
síst við fyrr á þessari öld. Svo var
og í þessu tilfelli. En þótt stund-
um væri skortur á veraldlegum
efnum og heimilisfaðirinn víðs
fjarri var heimili og börnum vel
borgið i höndum hinnar myndar-
legu og miklu húsfreyju, sem
kann flestum konum, er ég hef
kynnst, betur þá list að gera
mikið úr litlu. Og andlega að-
hlynningu lét hún börn sín held-
ur ekki skorta.
Þau hjónin voru frábærlega
gestrisin, eins og best gerist
meðal íslenskrar alþýóu, og
hvergi er eins gott að koma og
þar, sem tekið er á móti manni af
hlýju hjarta og allt látið í té sem
til er.
Kristján var ákaflega til-
finningaríkur og viðkvæmur
maður eins og oft er um þá sem
gæddir eru miklum músíkhæfi-
leikum. Hann lék meðal annars
listavel á harmóníku og það veitti
honum meira yndi en flest annað
að leika á það hljóðfæri og hlusta
á góða harmóníkumúsík. Og
marga ánægjustund veitti hann
Dalvfkingum og öðrum með list
sinni. Ég efa ekki að hann hefði
náð langt á tónlistarbrautinni
hefði hann haft tækifæri til að
mennta sig í þeim fræðum.
Þegar við Kristján kynntumst
fyrst var hann um hálfsextugt.
Mér fannst hann vera kornungur
og hefur alltaf fundist það siðan.
Þeir sem eru ungir i anda og
fylgjast með tímanum eldast
aldrei. Því betur sem ég kynntist
tengdaföður mínum því fleiri
urðu þær ánægjustundir, sem við
áttum saman — stundir sem ég
aldrei mun gleyma. Við erum
sprottnir upp úr svipuðum jarð-
vegi. Á þeim grundvelli áttum við
óþrjótandi umræðuefni. Og þótt
við fetuðum ólíka stigu á lífsleið-
inni breytti það engu um, því
lengi býr að fyrstu gerð. Kristján
var einn i hópi þess unga fólks
sem Davíð Stefánsson hreif með
Ijóðum sínum og munu hann og
Matthías Jochumsson hafa verið
eftirlætisljóðskáld hans. Það
hefur oft vakið aðdáun mína hve
íslenskir alþýðumenn til sjávar og
sveita búa yfir mikilli þekkingu
þótt þeir hafi litla sem enga skóla-
göngu að baki og vinni hörðum
höndum fyrir daglegu brauði.
Kristján var einn af þeim. En
þetta tekst því aðeins að eftirtekt-
in sé ævakandi og þorstinn eftir
þekkingu og visku óslökkvandi.
Kristján undi sér aldrei til
lengdar í Reykjavik. Til þess er
hún of ólfk því umhverfi þar sem
rætur hans standa dýpst. Síðast
liðið sumar hitti ég hann á Dalvík.
Þá sat hann i hlíðinni fyrir ofan
bæinn og horfði yfir það sem hon-
um var kærast. Og nú er hann
sestur að fyrir fullt og allt þar
sem hann hefur ávallt kosið að
dveljast. Eiginkona hans og börn
hafa mikið misst. Ég votta þeim
dýpstu samúð mfna.
FIosi Sigurbjörnsson.
Halldór Helga-
son bankastjóri
Kveðja frá bekkjarsystkinum
Haustið 1938 settist ég i 2. bekk
B í Menntaskólanum á Akureyri.
Þar hitti ég fyrir grannan pilt,
fremur smávaxinn, sem bauð af
sér einkar góðan þokka. Hann var
hógvær með afbrigðum, en hafði
þó næmt skopskyn og ríka félags-
kennd. Hann var hjálpsamur að
eðlisfari, en gersneyddur allri
sýndarmennsku, bar aldrei á torg
hæfileika sína, heldur beið þess
oftast, að til hans væri leitað.
Hann var greindur vel, ritaði
fagra rithönd og gekk svo snyrti-
lega frá öllum verkefnum, að ein-
stakt þótti. Þannig voru fyrstu
kynnin af Halldóri Helgasyni,
Drengurinn granni tók út vöxt og
varð meðalmaður að burðum, og
ekki spillti aldurinn eðliskostum.
Hann settist i stærðfræðideild
eins og sá er þetta ritar. Það var
fámenn bekkjardeild og aðeins
piltar. Kynni okkar urðu því
nokkuð náin. En svo mun reynst
hafa fleirum, að þvi nánari sem
kynni urðu, því ljósari urðu kostir
mannsins. Þar var engin brota-
löm.
Vorið 1943 lukum við stúdents-
prófi fyrir norðan. Að stúdents-
prófi loknu skildu leiðir, þó að við
hittumst alltaf öðru hvoru, og allt-
af var gott að sjást. Það hlóðust
engir múrar kringum Halldór.
Efnaleysi mun hafa ráðið mestu
um, að Halldór fór ekki í Háskól-
ann. Þá voru auraráð margra lítil
og námsstyrkir af skornum
skammti. En eðliskosti sína ávaxt-
aði Halldór við þau kjör, sem hon-
um buðust, og auraleysið hamlaði
ekki því, að honum var vel treyst
til ábyrgðarmikilla starfa í sam-
bandi við fésýslu, þegar fram liðu
stundir. Auk þess var hann mikil-
virkur félagi í mörgum félögum,
sem starfa að mannræktar- og
mannúðarmálum. Læt ég öðrum
eftir að rekja betur æviferil Hall-
dórs.
Þar að kom, að heilsa hans
brast, en ekki þekki ég til þess
dýpri rökin. Kannski var hann
þetta lengra kominn í undirbún-
ingi að prófinu mikla. Honum var
ljóst hvert stefndi, þó að hann
segði fátt. Og ekki spurði hann.
Ef til vill var það af tillitssemi.
Spurningar varðandi umbreyting-
una miklu, sem við nefnum
dauða, eru mörgum feimnismál.
Einn fyrsti sjúklingurinn, sem ég
sinnti var 19 ára piltur með
berkla í hrygg. Ég skipti um um-
búðir á honum daglega. Oftast
spurði hann: „Hvenær batnar
mér?“ Spurningin snart mig illa.
Ég vissi, að hann átti skammt
eftir ólifað, vildi þó hvorki segja
ósatt né ræna hann vonir.ni. Svar
mitt var þvf óákveðið og mig sveið
í sálina undan vonbrigðum hans.
Þetta var um sumar. Haustið
eftir hvarf ég aftur til náms i
Háskólanum. Eina nóttina vakn-
aði ég við að hann stóð við rúm
mitt. Hann var hraustur og patt-
aralegur, ólgandi fjör f augunum.
Hann sagði: „Sjáðu, nú er mér
alveg batnað!" Svo var hann horf-
inn.
Það þarf varla að segja þeim,
sem þekkja til slíkra fyrirbrigða,
að pilturinn skildi við þá um nótt-
ina.
Halldór hitti ég sfðast rétt fyrir
áramótin, gamla árið að renna i
tímans haf. Þá var hann þungt
haldinn og vissi sjálfur, að stutt
yrði til umskiptanna. Hugurinn
virtist algerlega æðrulaus, en sár-
lega var lfkaminn kvalinn. Samt
var hógværa brosið hans þarna
enn. Hlýtt þakklæti streymdi frá
honum. Þó var svo, að við hinir
áttum honum mest að þakka.
Á níunda degi hins nýja árs var
hann allur á vettvangi tfmans.
Hann náði þvf að verða 53 ára
þann 4. janúar. En við viljum trúa
þvf, vinir hans, að nú sé honum
alveg vantað, að hann fagni eilífð-
inni á víðáttunni miklu, sem við
öll hljótum að kanna, þó síðar
verði.
Áfram lifir minningin um
óvenjuhjálpfúsan, hreinlyndan
mann, sem lauk æviprófi með feg-
urstu einkunn íslenskrar tungu:
Hann reyndist drengur góður.
Fyrir hönd bekkjarsystkina í
M.A.
Ulfur Ragnarsson.
Þórarinn Leópold
Jensson — Kveðja
F. 8. desember 1914.
I). 16. desember 1975.
Verið glaðir, verið ávallt glaðir.
Ég held að guðirnir hafi sér-
stakar mætur á þeim sem þeir
gefa gleðina í vöggugjöf.
Einn þessara glöðu góðu manna
var Þórarinn Leópold Jensson,
jafnaldri minn og leikbróðir f
æsku er lézt með sviplegum hætti
þ. 16. des. sl.
Leópold var sonur hjónanna
Guðrúnar Jensdóttur og Jens
Guðmundssonar frá Víganesi.
Hann var fæddur f Arneshreppi á
Ströndum, 8. des. 1914. Ég held að
hann hafi fæðst i Arnesi. Bar
hann nöfn prestsdætranna þar,
Þcrunnar og Leópoldínu Eyjólfs-
dætra. Þórunn var gift Marinó
Hafstein sýslumanni, bróður
Hannesar Hafsteins ráðherra.
Leópold ólst upp i sárri fátækt
eins og svo margir i þá daga. Ég
man fyrst eftir honum á heimili
foreldra minna sem ungum dreng
ásamt móður sinni og föður, sem
þá var alveg rúmfastur. Guðrún
móðir Leópolds var hin mætasta
kona sérlega snyrtileg og var haft
á orði hve vel henni fórust öll
verk úr hendi. Sérstaklega man
ég hvað hár hennar var mikið og
fagurt, dökkt að lit og svo var hún
alltaf svo góð við mig þegar ég var
lítil. Eins og fyrr segir vorum við
Leópold jafngömul og kom okkur
vei saman eins og öllum börnum
sem þá voru að alast upp á þess-
um slóðum, en þau voru nokkuð
mörg.
Þegar Leópold var enn barn að
aldri fluttist hann með móður
sinni úr Árneshreppi vestur til
Isafjarðar; þá held ég að faðir
hans hafi verið látinn.
Svo liðu árin — mörg ár. Þá
vitjar Leópold æskustöðva sinna
að nýju, þá kvæntur Ásu Þórólfs-
dóttur, áttu þau 1 dreng, Gunnar.
Um tíma bjuggu þau í litlu býli,
Gfslabala, sem nú er í eyói, sá bær
var skammt frá heimili mínu, en
ég var þá hjá föður mínum.
Það var gaman að fá Leópold í
heimsókn og rifja upp gömul
kynni bernskuáranna, hann bar
gleðina með sér hvar sem fiann
kom, stundum söng hann gaman-
vísur okkur til ánægju. Ég vil
þakka Leópold hjáipsemi hans við
föður minn sem þá var orðinn
aldinn að árum og þurfti oft á
hjálp að halda. Aldrei brást það
að Leópold kæmi ef til hans var
leitað.
Nú er Þórarinn Leópold horf-
inn á annað svíð, konu hans, syni
fjölskyldu og vandamönnum
sendi ég samúðarkveðjur.
Eg kveð Leópold og bið sjálft
almættið að blessa hann á strönd
eilifðarinnar.
Inga.
Jensína Jóns-
dóttir — Kveðja
Ég ætla aðeins að skrifa fáein
orð til að þakka Jensínu okkar
mörgu og kæru samverustundir.
Er mér þá efst í huga, þegar við
vorum að flytja á vorin f sumar-
bústaðina okkar, þar sem við vor-
um nágrannar í yfir 25 ár. Alltaf
var hún á fyrstu vormánuðunum
tilbúin með sín blóm og tré, sem
hún vildi gróðursetja. Alltaf
horfðum við báðar jafnhrifnar yf-
ir árangurinn af starfi okkar; fall-
eg blóm og tré. Jensína var jafnan
vongóð um gróðurinn, þp kuldi og
frost kynni að skella á viðkvæman
gróður.
Bæði f sumarbústaðnum og á
hinu fallega heimili Jensínu og
Björns sást, hver haíði farið
höndum um allt var svo vel gert
og jafnfagurt.
En hún var einnig heppin. Fáar
konur hef ég þekkt, sem hafa átt
eins góðan eiginmann og Jensfna
og sem kunni að meta hina góðu
hæfileika.
Það er mikill söknuður fyrir
mig og mann minn að missa þenn-
an kæra vin — eina af beztu vin-
konum mfnum. Aldrei mun ég
gleyma lífsfjöri hennar og góðu
skaplyndi, sem varð til þess, að
öllum þótti vænt um hana.
Ég og fjölskylda mín, vottum
Birni og börnum þeirra okkar
innilegustu samúð, og biðjum góð-
an Guð að blessa þau öll og hug-
hreysta.
Ella M. Einarsson.
Eins og áður hefur verið
skýrt frá varð svæðamót nr. II.
mun veikara en til stóð í upp-
hafi, þar sem austurevrópsku
þátttakendurnir neituðu að
mæta til leiks. Vildu þeir með
því sýna andúð sína á ríkis-
stjórn Francós sáluga, en mótið
fór fram í Barcelóna. Þátttak-
endur í mótinu urðu þannig að-
eins átta og urðu úrslit sem hér
segir: 1. Sosonko (Holland) 5,5
v., 2. Diez del Corral (Spánn) 5
v., 3. Pachman (V-Þýzkal.) 4,5
v„ 4. Keene (Engl.) 4 v„ 5.
Jacobsen (Danm.) 3,5 v. 6.
Hutshings (Wales) 2 v„ 7.
Eslon (Sviss) 2. v„ 8. Janet-
schek (Austurríki) 1,5 v.
Það mun vafalaust hafa kom-
ið ýmsum á óvart, að Ludek
Pachman skyldi ekki ná að
vinna sér réttindi til milli-
svæðamóts. En Pachman er nú
tekinn að reskjast og teflir ekki
eftir JÓN Þ. ÞÓR
af sama krafti sem fyrr. Hol-
lenzki stórmeistarinn Sosonki
er mjög vaxandi skákmaður og
hefur náð ágætum árangri á
árinu 1975. Hann er sovézkur
Gyðingur, en fluttist til Hol-
lands fyrir nokkrum árum.
Spánski meistarinn Diez del
Corral hefur oft náð ágætum
árangri og verður gaman að
fylgjast með þessum tveimur í
millisvæðamótunum. Hér fylg-
ir nú ein af skákum sigurvegar-
ans.
Hvítt: G. Sosonki
Svart: Ilutchings
Ben — Oní vörn
I. d4 — Rf 6, 2. c4 — c5, 3. d5 —
e6, 4. Rc3 — exd5, 5. cxd5 — d6,
6. Rf3 — g6, 7. Bf4 — a6.
(Til álita kom einnig 7. —
Bg7 eða 7. — Rh5).
8. e4!?
(Algengast er 8. a4).
8. — b5, 9. Bd3 — Bg7, 10. 0—0
— 0—0, 11. h3
(Þrýstingurinn á d6 er svört-
um erfiður. 11. — He8 myndi
hvitur svara með 12. Hel og
eftir 11. — Dc7 vofir framrás
hvíta e- peðsins stöðugt yfir).
II. — Db6, 12. a4 — c4.
(Eða 12. — b4, 13 a5!)
13. Be2 — b4, 14. a5 — Dc7, 15.
Ra4.
(Svartur á við erfið vanda-
mál að strfða. Ef nú 15. — Rxe4
þá Rb6 — Ha7, 17. Rxc4 og
hvítur stendur mun betur).
15. — Rbd7, 16. Hcl
(Sterkara en 16. Dc2 — He8,
17. Rd2 — Rxd5).
16. — Rxe4, 17. Hxe4 — Rec5,
18. Rxc5 — Rxc5, 19. Rd4!
( Mun sterkara en 19. Hxb4.
Nú hótar hvítur 20. Rc6 og ekki
dugir 19. — Bd7 vegna 20. Rc6
— Bxc6, 21. Hxc5).
19. — De7, 20. Hxb4 — Bd7, 21.
Re6 — Df6, 22. Dd2 — Hfe8, 23.
Bf3 — h5 (?)
(Svarta staðan er töpuð, en
23. — Bf8, 24. Bg5 — Dg7 hefði
veitt meiri mótspyrnu).
24. Bg5 — Df5, 25. Re7+ —
Hxe7, 26. Bxe7 — Bb5, 27. Hxb5
og svartur gafst upp.