Morgunblaðið - 20.01.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976
29
fólk í
fréttum
+ British Airways sýndu f sfðustu viku búninga þð er flugfreyjur og flugþjónar eiga að klæðasi i
Concord-þotum félagsins, er farþegaflug með þeim hefst á morgun. Tfskuhönnuðurinn Hardy Amies
hafði umsjón með gerð búninganna fyrir flugfélagíð. Eru þeir úr dacrónpólyester-efni, Ijós- og
dökkbláir.
+ Hér sýnir Jack Cover hina umdeildu Taser-
byssu. Hún ku vera — eftir þvf sem Cover tjáði
bandarfskri stjórnarnefnd fyrir skömmu — eitt
„áhrifarfkasta" skotvopn, sem nú er völ á, en
skeyti hennar eru hlaðin rafurmagni.
+ DRAUMUR RAUÐSOKKUNNAR? Ekki
hvarflar það að okkur, en einhver gárunginn gæti
látið sér slfkt til hugar koma og jafnvei um munn
fara. I alvöru talað er þetta mynd af gamansömu
jólakorti sem fjölskylda f Silkiborg f Danmörku
sendi vinum og kunningjum f tilefni kvennaárs-
ins.
BO BB & BO
+ Eftirfarandi bréf birtist f
ensku blaði rétt fyrir áramótin:
A aðfangadagsmorgun vakti ég
börnin mfn tvö, sex ára gamla
dóttur og sjö ára gamlan son, og
spurði þau: „Hver er það sem
kemur f heimsókn f kvöld?“
„Jólasveinninn,** var svarað
einum rómi.
En svo spurði litli snáðinn:
„En mamma, hvernig fer jóla-
sveinninn að þvf að komast frá
fslandi, fram hjá varðskipun-
um?“
Aldrei hefði slfkrar spurn-
ingar verið spurt f inínu ung-
dæmi, og ég verð að segja það
eins og er, að ég fyliist skelf-
ingu, þegar ég hugsa til þess,
hvers konar heimur það er, sem
bfður barnanna, þegar þau
vaxa úr grasi.
Christine Freeman
Cusworth Lane,
S“G-Ml/aJD Doncaster.
Fagnað á sínum
fyrstu tónleikum
LAUGARDAGINN 17.
þ.m. hélt Már Magnússon
sína fyrstu sjálfstæðu tón-
leika fyrir fullu húsi í Fé-
lagsheimili stúdenta við
Hringbraut, við undirleik
Jónasar Ingimundarsonar.
Flutt voru verk eftir inn-
lenda og erienda höfunda.
Var söngvaranum af-
bragðsvel tekið, og varð
hann að syngja aukalög.
Már Magnússon er Reyk-
víkingur að ætt, fæddur ár-
ið 1943. Hann stundaði tón-
listarnám jafnhliða
menntaskóla og voru söng-
kennarar hans Sigurður
Demetz Franzson, María
Markan og Einar Krist-
jánsson. Frá 1968 hefur
hann stundað söngnám við
Tónlistarskólann í Vínar-
borg.
Loöfóöruö leöurstígvél
meö hrágúmísóla fyrir
kvenfólkiö á 12.200 kr.
SKÓBÚÐIN SUÐURVERI GRÁFELDUR HF
Stigahlíö 45 simi 83225 Ingólfsstræti 5 simi 26540
Rýmingarsala
frá og með 20.—24. janúar
Allt nýlegar vörur
Buxur — Pils — Mussur — Skokkar — Kápur
o.m.fl. Komið, gerið góð kaup
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU