Morgunblaðið - 20.01.1976, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976
Kolagerðar-
maðurinn
er í krúsinni, á geturðu frætt mig um hitt
líka“, sagði konungur og hélt um lokið.
Kolagerðarmaðurinn bar sig illa og
stundi: „Æ, þú óhamingusamasta skepna
og vesælasti krabbi jarðarinnar, hvað
hefirðu nú fyrir allt þitt strit og stríð“,
sagði hann.
„Já, þarna sérðu, hvort þú ekki vissir
hvað er í krúsinni“, sagði konungur, því
hann var með stóran krabba í henni. Svo
varð kolagerðarmaðurinn að fara inn til
drottningarinnar. Hann tók stól og sett-
ist á hann, en stólinn hafði hann sett á
mitt gólfið, en drottningin gekk fram og
aftur í stofunni.
„Maður á ekki að búa óbornum kálfum
bása, og ekki rífast um nafnið, fyrr en
barnið er fætt“ sagði kolagerðarmaður-
inn, „en slíkt og þvílíkt hefi ég hvorki
heyrt né séð“, bætti hann við, ,,því þegar
drottningin gengur í áttina til mín, þá
held ég endilega að það verði drengur og
erfðaprins, en þegar hún snýr sér frá
mér, þá get ég ekki betur séð, en það
verði prinsessa".
Hann pabbi mínn, — hann Bobbv — getur
ekki mætt í kvöld.
I_______________________________________/
Það urðu tvíburar, svo kolagerðar-
maðurinn gat líka rétt í þetta skiptið. Og
vegna þess að hann gat skýrt frá því, sem
ómögulegt var að vita, fékk hann hauga
af peningum og varð æðsti ráðgjafi kon-
ungsins. — Hann varð meira en hann
vildi.
Risafuglinn
EINU sinni var konungur, sem átti 12
dætur, og honum þótti svo vænt um þær,
að þær urðu alltaf að vera einhversstaðar
nálægt honum, en um hádegisbilið á
hverjum degi, meðan konungurinn svaf
eftir matinn, fóru dætur hans út og
gengu sér til skemmtunar. En einu sinni
meðan konungur svaf og dætur hans
voru úti á göngu, hurfu þær allar og vissi
enginn hvað af þeim hafði orðið. Þá varð
mikil sorg um allt ríkið, en konungurinn
var sorgmæddastur allra. Hann leitaði
fregna hvar sem hann gat, lét lýsa eftir
stúlkunum við allar kirkjur, en þær voru
horfnar og ekkert spurðist til þeirra. Þá
fannst öllum sýnt að tröll hefðu tekið
þær.
Það leið ekki á löngu uns þessi sorgar-
fregn spurðist til margra landa, og hún
barst líka í land eitt, þar sem konungur-
inn átti 12 syni. Þegar þeir heyrðu um
konungsdæturnar, báðu þeir föður sinn
að leyfa sér að leggja af stað og leita
þeirra. Hann var tregur til þess, því hann
var hræddur um að þeir hyrfu lika, en
þeir féllu á kné fyrir föður sínum og
báðu hann vel og lengi og loksins leyfði
hann þeim að fara. Hann lét búa þeim
skip og fékk þeim Svart ráðgjafa sinn
fyrir stýrimann, þar sem hann hafði áður
verið farmaður mikill.
Þeir sigldu lengi, og allsstaðar þar sem
þeir komu að landi, spurðu þeir eftir
konungsdætrunum tólf, en enginn, sem
þeir hittu, hafði heyrt þær né séð. Nú
voru aðeins nokkrir dagar eftir, þangað
til þeir voru búnir að vera á þessu flakki í
sjö ár, og þá skall á ofsarok, og héldu þeir
helst að þeir myndu aldrei framar ná
landi. En er óveðrið hafði staðið í þrjá
daga, tók því að slota og loks kom
dúnalogn. Allir á skipinu voru svo þreytt-
ir eftir stritið við að verja skipið að þeir
steinsofnuðu, er vindinn lægði, nema
yngsti konungssonurinn, hann gat
ómögulega sofnað.
— Kirkjubrúðkaup. Veiztu
hver er að gifta sig?
— Já, það er maður, sem er
nýsloppinn út eftir tveggja ára
fangelsi.
— Já, einmitt það. Hvað
margir hafa brenglaðar hug-
mvndir um frelsið.
X
— Þetta er I fimmta skiptið,
sem ég bið þig um að borga
mér peni.ngana, sem ég iánaði
þér.
— Góði vinur, þú ert svni-
lega alveg búinn að gleyma,
hve mörgum sinnum ég þurfti
að biðja þig um þessa peninga
áður en ég fékk þá.
X
Veitingastúlkan: — Maður-
inn þarna segir, að það hafi
verið tvö hár I súpunni, sem
hann fékk.
Veitingamaðurinn: — Tvö
hár! Hann ætlast þó Ifklega
ekki til þess að fá heila hár-
kollu fyrir skitinn hundrað
kall.
X
Kæra frú, þessi hattur gerir
vður tíu árum yngri, sagði
snjall verzlunarmaður.
— Það eru nú vafasöm með-
mæli. Ég verð samkvæmt því
tfu árum eldri, þegar ég tek
hann af mér.
X
Læknirinn: — Það er að
sjálfsögðu leiðinlegt, að þú
verður að liggja í rúminu á
afmælisdaginn þinn. Kn nú
hef ég hellt meðalinu á viskí-
flösku, svo að það verður dálít-
ið hátíðlegra.
X
— Ég trúi reyndar ekki orði
af þessari hneykslissögu um
hana Ástu.
— Hvers vegna I ósköpunum
ertu þá að segja mér hana.
— Ja, mér datt í hug að þú
vissir kannski eitthvað meira
um hana.
Með kveðju frá hvrtum aesti
J v VJ dóttir þýddi
25
fvrir eða frú Missal hefur gefið
rétt svör. Að minnsta kosti frá
hans sjónarmiði séð.
— Ég spurði hann um þriðju-
daginn. Ilann sagðist hafa verið í
réttinum alian daginn. Sagði að
við hefðum hitzt þar. Ég man ég
sá hann þar nokkrum sinnum —
en hvenær dagsins, það man ég
ekki.
Wexford stundi þungan.
— Sama hér, sagði hann. — Ég
sá hann líka, en ég get ekki sagt
ég hafi fvlgzt sérstaklega með
honum. Hann var verjandi fyrir
ökumanninn sem ók undir áhríf-
um áfengis og varð valdur að slysi
á dögunum. Við skulum hugsa
okkur um. Það var gert hlé klukk-
an eitt og svo hófst réttur að nýju
klukkan tvö.
— Við fórum I Carossel að
borða.
— Það gerði hann líka. Ég sá
hann þar. En svo fórum við upp.
Burden. Hann gæti líka hafa gert
það. Ég veit svei mér ekki hvað
maður á að halda. Ég er nokkurn
veginn viss um að hann var
kominn aftur klukkan tvö og var
ekki á hílnum. Hann skilur hann
eftir þegar ekki er lengra að fara.
— Missal ætti að læra af
honum, sagði Burden. — Hann
ætti að hafa betri stjðrn á skapi
sfnu. Hann er óvenjulega ógeð-
felldur maður.
— Svo bætti hann við:
— Hvers vegna ætli hann vilji
ómögulega segja okkur hvar hann
var á þriðjudaginn.
— Hamingjan ein má vita það.
Hitt er vfst að dekkin á bflnum
hans voru algerlega hrein.
— Hann gæti hafa skilið bflinn
eftir á Pomfret Road.
— Til er það í dæminu.
— Frú Missal gæti hafa fengið
þá hugmvnd að Quadrant væri
eitthvað að flökta með frú
Parsons.
Wexford leitúrillur á hann.
— Nei, hættið nú, sagði hann.
— Douglas Quadrant og frú Pars-
ons. Hann hefur haldið framhjá
konunni sinni árum saman. Það
veit hver maður. En hafið þér
ekki séð I hvaða áttir smekkur
hans hneigist? Ég skal segja vður
að High Street morar á hverjum
degi af stúlkum sem hafa haldið
við hann. Frú Parsons var
einfaldlega ekki hans manngerð.
Og frú Missal hefði aldrei framið
morð hans vegna. Hann er bara
stundargaman fyrir hana og að-
eins skárri afþreying en sjón-
varpið.
— Ég hélt það væru bara karl-
menn sem litu á málið á þennan
hátt.
Burden horfði vandræðalega á
yfirmann sinn og ekki laust við
hann færi hjá sér af þessu
hispurslausa tali hans.
— Það er nú samt sem áður
heilmikil áhætta sem hún tekur
ef þetta er henni einskis virði.
— Þér verðið að komast nær
samtfmanum, Burden, sagði Wex-
ford stríðnislega. — Þér -eruð I
stfl við bækurnar sem Doon var
stöðugt að gefa henni Minnu. Þér
ættuð að fá þær lánaðar.
Burden tók bókina „Oxford
Book of Vicforian Verse" og
blaðaði í henni annars hugar.
Hvernig mátti það vera að þessi
bók stæði f einhverjum tengslum
við Minnu, sem hafði legið kyrkt
undir trénu eða við Missal sem
var æstur og trylltur og óróman-
tfskari en hann hafði búizt við að
nokkur gæti verið. Astúð, svnd og
pfna — það var aðalinntakið f
hverju ljóði.
Einhver tengsl, Burden, sagði
Wexford. — Það er nú það sem
okkur vantar.
Og þetta kvöld urðu þeir engu
nær. Wexford tók þrjár af hinum
hókunum og skoðaði þær ef vera
kvnni að Doon hefði strikað undir
einhverjar setningar eða sett ein-
hvers konar merki. Þegar þeir
gengu út f svalt kvöldloftið sáu
þeir að bfll Quadrants var enn
hinum megin við brúna.
8. KAFLI.
Uti fyrir skrifstofuglugganum
sat fugl á grein og söng. Burden
hlustaði hugfanginn. Hann hafði
setið mest alla nóttina í stól og
lesið Ijóðabókina og hann var satt
að segja engan veginn viss um að
nein tengsl væru milli þessara
gjafa Doon og andláts frú Pars-
ons.
Veðrið lofaði góðu og Wexford
sat viö skrifborðið sitt þegar
Burden kom inn. Hann vnr að
blaða f einni bókanna.
— Hafið þér orðið nokkurs
vfsari? spurði Burden.
— Ég get ekki sagt það, svaraði
Wexford. — En ég hef þó fengið
hugmynd. Ég skal segja vður frá
henni, þegar þér hafið lesið
skýrsluna sem var að koma frá
Balham.
Skýrslan var upp á nokkrar vél-
ritaðar sfður og Burden tyllti sér
niður og fór að lesa.
Margaret Iris Parsons, fædd
Godfrey, var dóttir Arthurs
Godfrey, hjúkrunarmanns, og
eiginkonu hans, Iris Drusillu
Godfrey, búsett við Holderness
Koad 213 f Balham. Hún var fædd
21. marz 1933 og hafði verið f
leikskólanum f Holderness Road
frá árinu 1938 til 1940. Sfðan f
barnaskóla á sama stað næstu
fjögur árin. Foreldrar hennar