Morgunblaðið - 23.01.1976, Síða 1

Morgunblaðið - 23.01.1976, Síða 1
17.tbl.64. árg. FÖSTUDAGUR 23. JANUAR 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Viðræður milli Geirs Hallgrímssonar og Wil- sons hefjast á morgun EINN svipmesti stjórnmálamaður hérlendur, á síðari áratugum, Hermann Jónasson, fyrrv. forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lézt hér í Reykjavík í fyrrinótt, 79 ára að aidri. Hermann heitinn Jónasson var fæddur að Syðri-Brekkum i Blönduhlíð i Skagafirði, 25. desember 1896, sonur Jónasar Jónssonar, smiðs og bónda þar, og konu hans Pálinu Guðnýju Björnsdóttur. — Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1920 og lögfræðingur frá Háskóla Islands 1924. Fulltrúi hjá bæjarfógetanum i Reykjavík 1924—29. Kynnti sér löggæzlumál á Norðurlöndum og í Þýzkalandi 1928. Lögreglustjóri i Reykjavík 1929—34. Lögfræðilegur ráðu- nautur Búnaðarbanka íslands 1942. Hermann Jónasson var fyrst kjörinn á Alþingi Islendinga sem þingmaður Strandamanna 1934, og sat á þingi sem slíkur til 1959, er hann var kjörinn á þing sem þingmaður Vestfirðinga, eftir kjördæmabreytingu það ár. Þing- maður Vestfirðinga var hann GEIR Hallgrfmsson, forsætisráðherra, hefur ákveðið að þiggja boð Wilsons, forsætisráðherra Breta, um að koma til viðræðna við hann f Lundúnum og mun forsætisráð- herra væntanlega halda utan á morgun, laugardag, ásamt fyigdarmönnum, en ekki hefur endanlega verið ákveðið hverjir það verða. Um þessa ákvörðun hefur forsætisráðherra haft samráð við utanrfkismálanefnd, landhelgisnefnd og rfkisstjórn. Búast má við, að Geir Hallgrfmsson dvelji f Lundúnum fram á mánudag eða jafnvel þriðjudag. Af hálfu forsætisráðherra mun litið á þessar viðræður sem könnunarviðræður til þess að kanna hvort samkomulagsgrundvöllur er fyrir hendi, en í kjölfar viðræðna hans mun tekin afstaða til þess, hvort svo sé. Hermann Jónasson, fyrrum forsœtisráðherra, látinn London 22. janúar AP— Reuter. ÁREIÐANLEGAR heimildir i London hermdu í dag, að Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra tslands, hefði þegið boð Harolds Wilsons, forsætisráðherra Bret- lands, um að koma til Lundúna til viðræðna um hugsanlegar leiðir til að leysa fiskveiðideilu land- anna. Mun islenzki forsætisráð- herrann koma flugleiðis til Lund- úna á morgun, laugardag, en ekki hafði I kvöld verið tilkynnt um hvenær viðræður þeirra hæfust, en gert er ráð fyrir að þær fari Framhald á bls. 31. meðan hann átti sæti á Alþingi eða til ársins 1967. Hermann Jónasson myndaði fyrsta ráðuneyti sitt 28. júní 1934. Auk forsætisráðherraembættis gegndi hann dóms- og kirkjumála- ráðherraembætti. Ráðuneytið fékk lausn 7. nóvember 1941, en gegndi störfum til 18. nóvember 1941, er það var endurskipað. í öðru ráðuneyti Hermanns Jónassonar, sem sat að völdum frá 18. nóvember 1941 til 16. maí 1942, gegndi hann embættum for- sætis- dóms- og kirkjumálaráð- herra. Framhald á bls. 31. Chequers, sveitasetur Wilsons, forsætisráðherra Breta, þar sem viðræður hans og Geirs Hailgrfmssonar munu væntanlega fara fram um helgina. WILSON Gerald Ford Bandaríkjaforseti svarar fyrirspurn Morgunblaðsins: ..Beili sennilega ekki neitunar- valdi gegn 200 mílna frumvarpinu” Endanleg atkvæða- greiðsla eftir helgi FORD Bandarfkjaforseti sagði f gær í svari við fyrirspurn frá Morgunblaðinu, að hann mundi sennilega ekki beita neitunarvaldi sfnu gegn frum- varpi því, sem liggur fyrir öldungadeild Bandarfkja- þings um 200 mflna fiskveiðilögsögu, en lét f ljós von um að samkomulag tækist á hafréttarráðstefn- unni áður en útfærslan f 200 mflur kæmi til fram- kvæmda um næstu áramót. Forsetinn sagði orðrétt i svari við fyrirspurn frá Morgunblað- inu, sem blaðafulltrúi hans kom á framfæri við hann: „Ég hef sagt nokkrum sinnum, að ég styð eindregið hugmyndina um 200 mflna fisk- veiðitakmörk. Jafnframt hef-ég sagt, að við reynum að sýna fram á á hafréttarráðstefnunni, í samningaviðræðunum, sem hefjast að nýju í New York i marz, að betra væri að fara þá leið að leysa öll vandamál haf- réttar með samningum, þar með talin fiskveiðiréttindi, og Gerald Ford þess vegna hef ég hvatt til þess að Þjóðþingið fresti endanlegri afgreiðslu frumvarpsins þar til við höfum aftur reynt að ná samkomulagi um víðtækan haf- réttarsamning." Aðspurður hvort þetta ætti að túlka sem hótun um að hann beitti neitunarvaldi sinu sagði Ford forseti: „Mér skilst, að samkvæmt frumvarpinu i öldungadeild- inni, verði gildistakan 31. desember. Ef svo er ekki verður samþykkt breytingartil- laga sem Stevens öldunga- deildarþingmaður leggur fram þannig að hún fari fram 31. desember. Ef gera má ráð fyrir að öll önnur ákvæði séu viðun- andi mundi ég sennilega ekki beita neitunarvaldi gegn því. En jafnframt vil ég vona, að okkur takist að ná samkomu- lagi á hafréttarráðstefnunni." Eins og frá var skýrt í Morgunblaðinu í gær, samþykkti öldungadeildin í gær tillögu frá Ted Stev- ens, öldungadeildarþingmanni repúblikana frá Alaska, um að gildistaka 200 mílna auðlinda- lögsögunnar, er hún hefur endanlega verið afgreidd frá öldungadeildinni, verði 1. janúar 1977 og er það að líkind- um tillagan, sem forsetinn nefnir i svari sinu, þótt þar sé talað um 31. desember 1976. Umræður um breytingartillög- ur héldu áfram í öldungadeild- inni í dag og að sögn Þorsteins Ingólfssonar sendiráðsritara i islenzka sendiráðinu í Washington I samtali við Mbl. i gær, er gert ráð fyrir að frum- varpið verði tekið til endan- legrar atkvæðagreiðslu strax eftir helgi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.