Morgunblaðið - 23.01.1976, Síða 11

Morgunblaðið - 23.01.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANUAR 1976 11 Herra ritstjóri Mjög þætti mér vænt um, ef þér gætuð greint frá efni þessa bréfs, sem sent er fjölmiðlum að gefnu tilefni. Að undanförnu hefur nokkuð borið á þvi að eigendur einkabíla hafa kvartað undan „yfirgangi" strætisvagna Reykjavíkur í um- ferðinni. Þessum almennings- vögnum hafa verið valin ýms nöfn, eins og til dæmis „forgangs- flotinn“ og fullyrt að strætisvagn- stjórar leyfi sér ýmislegt sem öðrum liðist ekki. I tilefni þessara ummæla um akstur strætisvagna Reykjavíkur er rétt að það komi fram, að í hinni miklu slysaöldu sem gekk yfir í umferðinni á s.l. ári, voru strætisvagnsjórar svo lánssamir að eiga þar ekki hlut að. 50 þúsund farþegar á dag. Strætisvagnar Reykjavíkur flytja um 50 þúsund farþega á hverjum virkum degi. Þessi hópur fólks á sama rétt og eig- endur einkabíla til að komast áfram í umferðinni. Þar talar enginn' um forgang, aðeins óskað eftir tillitssemi. Ökumenn strætis- vagnanna verða að halda áætlun; á því byggist stundvísi tugþús- unda manna í vinnu og fólks i skóla. Séu vagnar ekki á áætlun, baka vagnstjórar sér óánægju far- þega. Auðvelt er að gera sér grein fyrir því álagi, sem á ökumönnum er, einkum í færð eins og hefur verið að undanförnu. Strætisvagnar þurfa oft að stöðva á leiðum sínum, og stund- um gengur þeim mjög örðuglega að komast út i umferðina aftur, það eð í löngum röðum einkabila sitja fáir menn, sem gefa vögnunum tækifæri til að komast út frá viðkomustöðum. Getur tekið allt að 5 minútum að komast af stað. Dæmi um erfiðleika strætis- vagnanna mætti nefna. Aður en gerðar voru nauðsynlegar breyt- ingar við Hlemm, gat það tekið allt að 5 mínútum fyrir strætis- vagn að komast inn í nær órjúfan- lega röð bifreiða. Skilningur einkabifreiðastjóra á nauðsyn reglulegra og öruggra strætis- vagnaferða virðist þó vera að aukast og er það þakkar vert. Fleiri og fleiri láta sig ekki muna um örfáar sekúndur, sem það tekur að hleypa strætisvagni frá biðstöð og út í umferðina. En til eru menn, sem finna strætisvögn- um allt til foráttu. Kalla þá „for- gangsflota" og ganga svo langt að bera þá saman við breskar frei- gátur i ofbeldi þeirra gagnvart íslenskum varðskipum. En hver er forgangsflotinn? I augum þeirra 50 þúsund far- þega, sem nota strætisvagna á degi hverjum, má vafalaust nota orðið „forgangsfloti" um aðra bíla en strætisvagnana. Eða hafa þetr menn sem bölva strætisvögn- um Reykjavikur hugleitt aðstöðu þess fólks, sem þarf að klöngrast yfir skafla á gagnstéttum, sem þangað hefur verið rutt svo bílar komist óhindrað leiðar sinnar. Þetta sama fólk getur þurft að bíða úti í hvaða veðri sem er, ef vögnum seiknar vegna þess að þeir komast ekki áfram sökum mikiilar umferðar. Við skulum ekki gleyma því að á meðal þessa fólks er gamalt fólk og öryrkjar. Vart nefnir þetta fólk strætis- vagna „forgangsflota". Reynsla erlendis I mörgum löndum vestur- Evró'pu hefur forgangur strætis- vagna af viðkomustað út i umferð verið lögleiddur. Auk þess rikir víðast hvar sú hefð, að bílstjórar einkabíla víkja og stöðva fyrir strætisvögnum, þegar unnt er að koma því við og þörf gerist.Þar er góð og örugg umferð almennings- vagna mikils metin.Gagnkvæmur skilningur á gildi almennings- vagna er mikilvægur. Þeir efna- minni; þeir sem ekki hafa fjárráð til að festa kaup á einkabíl eiga engan annan kost en að ferðast með strætisvögnum. Réttur þessa fólks til að komast áfram í um- ferðinni verður ekki fyrir borð borinn. Það er hlutverk forráða- manna SVR að hlúa að þessu fólki þeir geta því ekki tekið því með þegjandi þögninni þegar að stofn- uninni er ráðist með skömmum og óréttlátum aðdróttunum. Brosið horfið. Eftir að hægri umferð tók gildi var mikið um það rætt, að nú skyldu íslendingar brosa i um- ferðinni. Ekki er loku fyrir það skotið, að þetta bros sé horfið af andlitum margra og í þess stað komin gretta. Væri nú ekki rétt að endurvekja þetta bros og hafa i huga, aó því betur sem strætis- vögnunum gengur að flytja sína 50 þúsund farþega á -degi hverjum, því meiri ástæða er til að brosa! Eirikur Ásgeirsson Alta.ÝSlMiASIMINN KR: 22480 JW*t0tmbIat>it> Utsala — Bútasala Terelynebuxur frá 1 975 kr. Vattst. nylonúlpur kr. 2675 kr. dömu og herra. Nærbuxur 1 50 kr. Terelynefrakkar 3575 kr. Skyrtupeysur litil nr 675 kr. o.fl. Terelynebútar 670 kr. i herra- buxur. ANDRÉS, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22 A. 3T Q) [.■IB i Skagfirðingafélagið i Reykjavík heldur almennan félagsfund sunnudag- inn 25. janúar kl. 1 5 að Síðumúla 35, 3. hæð. Fundarefni: Húsbyggingarmál félagsins. |(Q Væntanleg húsakaup fyrir félagsstarf- v Qj semina. Stjórnin. C t X' hefst l dag handklaedi™etr*vara, °9^r9tf/e|.Þ^kUr Selt fyrir ótrúlega lágt verð. Egill 3acobsen Austurstræti 9 HÚSGAGIMA- DEILD \f rifk^ / f I/ ■ _ Skrifborð Kommóður Stakir hvíldarstólar bænsk sófasett miög ódýr Svefnbekkir með skuffu Járnrúm, svört eða hvít ÍrUPPÞV0^Vétrr' skapar og frystj ?ó"rlitir Brunt’ raut, /■• gult f' l°sgra3nt VEFNAÐAR- VÖRUDEILD SÍIVfl^86-1l3----__ Saengurfatnaður. sængur og koddar. Vörumarkaöurinn hf. Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-112 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-11 3 £ BIÍTASALA ITSALA mikið niðursett verð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.