Morgunblaðið - 23.01.1976, Page 15

Morgunblaðið - 23.01.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1976 19 ITN-mennina brezku á brúar- um við Leander, sem sigiir f ig skemmdum. Bvssan hreinsuð í Berufirði. Gunnar Sigurjónsson, háseti burstar hlaupið að innan undir stjórn skvttunnar, Hermanns Sigurðssonar, 2. stýrimanns. Eftir Magnús Finnsson janúar var mjög harður og varð- skipið nötraði stafna i milli. Þessi árekstur við Andromedu sýndi einnig hve hraðskreið og lipur skip freigáturnar eru. Þær geta bókstaflega snúið á punktinum eins og sagt er um lipur farar- tæki. Er allir sáu hvað verða vildi og árekstur var óumflýjanlegur — nema freigátan héldi sömu stefnu — gerði hún sér litið fyrir og beygði hart á stjórnborða, sem þýddi að skutur hennar þeyttist út á bakborðshlið og skall á stjórnborðsbóg Þórs. Að mati landkrabbans frá Morgunblaðinu voru tæknilegir yfirburðir frei- gátanna algjörir. 0 Góðar viðtökur á Seyðisfirði Næstu dagar fóru í viðgerð á Seyðisfirði og var skemmdin að viðgerð lokinni máluð, svo að sem minnst bæri á henni. Áhöfnin slappaði af og kunningjar á Seyð- isfirði voru sóttir heim, sem tóku varðskipsmönnum og þeirra fylgi- fiskum sem aldavinum, sem heimtir hefðu verið úr helju. Aðfararnótt hins 9. janúar var aftur haldið á miðin og varð þá afdrifaríkur árekstur við freigát- una Leander, en þar um borð var Tait kapteinn, sem alla viðureign- ina stóð á brúarvæng þeim er sneri að Þór í hvert sinn. Talaði hann stöðugt í hljóðnema og gaf komast um borð í Þór allt i einu i návigi við þetta skip. Ég sá menn- ina um borð, sem ég þekkti alla og þegar þeir sáu mig veifuðu þeir til mín. Mér fannst þetta óþægi- legt, en veifaði á móti, en þó svo að lítið bar á. Ég hafði setið klukkustundum saman og spjall- að við þessa menn og þetta voru góðir vinir mínir. Nú var ég allt i einu kominn yfir til hins aðilans — einnig góðra vina, en andstæð- inga í grimmilegri baráttu." • Breytti gegn sannfæringu sinni ,,Eitt sinn, er ég var upptekinn í að hljóðrita allan hávaðann í við- ureigninni sá ég skyndilega að út um glugga á stjórnpalli frei- gátunnar komhöfuð mannssem mér hafði orðið vel til vina við í Leander. Skömmu áður en ég yf- irgaf skipið hafði hann orðið fyrir því að hrasa og meiðzt á höfði. Þegar ég kvaddi hann í Bretlandi var hann með plástur á höfðinu. Nú var hann horfinn. Ég gat þó ekki stillt mig um, þegar hann horfði á mig og ég á hann, að benda á höfuð mér, svona til þess að spyrja hvernig hann hefði það f höfðinu. Hann svaraði mér með því að klappa á koll sér og lyfta síðan hendi til merkis um að sér liði hið bezta. Þessi maður, sem var skipherra freigátunnar, var nokkuð roskinn og átti ekki langt í að komast á eftirlaun. Hann sagði mér að hann ætti marga vini á Islandi, m.a. í störfum fyrir Landhelgisgæzluna. Hann sagðist bera mikla virðingu fyrir lslend- að slíkt sé ekki fyrir góðu, betra sé að dreyma skip allt fullt af sjó. En ekki held ég undirritaður að þessir draumar hafi verið forspár- draumar, heldur var þetta kvíðinn, sem menn báru í brjósti undir niðri fyrir þvi sem öllum var ljóst að gæti gérzt. Ekki þyrfti t.d. annað en að vélarbilun yrði í öðru hvoru skipanna, sem ættu í viðureign i návigi — þar með væri stjórn farin af því og menn sæju sina sæng út breidda. Alla vega varð þessi ótti ástæðulaus, en hann sækir á menn — jafnvel þótt reynt sé að bægja honum frá og heldur miklum og góðum aga um borð. 0 Lítið gert fyrir áhöfnina Það getur á stundum verið þreytandi að vera um borð í varð- skipi, t.d. þegar legið er í vari og ekkert gerist. Aðstaðan til iskemmtana um borð fyrir áhöfnina, svo að hún geti drepið tímann, er i naumasta lagi. Menn spila á spil eða leika bobb. En það eru skipverjar sjálfir sem orðið hafa sér úti um það spil. Land- helgisgæzlan sjálf hefur ekki stillum og stríði — Sagt frá .lfsmánaðar il um borð í skipinu Þór hefja aðgerðir gegn Bretum í náttmyrkri. Helgi sagði við blaða- mann Mbl., að hann teldi aðgerðir í myrkri allt of hættulegar. I fyrsta skipti í öndverðum des- ember — sagði Helgi — sem við lentum í átökum á miðunum við freigátur og dráttarbáta var það i niðamyrkri. Brighton réðst þá gegn okkur i miöjum hópi togara ásamt Lloydsman og Euroman. Brighton braut þá á okkur allar siglingareglur, en þrátt fyrir það tókst okkur að klíppa á togvira. Brighton neytti allra bragða og kastaði á okkur sterku hvítbláu —I ljósi, svo að við blinduðumst. Gerðist það eftir að okkur tókst að klippa. Við áttum fullt í fangi með að koma okkur út úr þessari skipakös, sem þarna myndaðist — og frá því er þetta gerðist hefur mér verið mjög illa við allar að- gerðir í myrkri, enda heyrðum við í talstöðvum eftir þetta er skip- herrann á Brighton sagði að nú væri hann endanlega búinn að afgreiða skipherrann á Þór, hann myndi ekki þora aftur út á meðal togaranna. Við svöruðum hins vegar strax daginn eftir og klippt- um. Brighton kom þá aftur og ® þvældi okkur innan um togarana og tókst þá Euroman að skella sér á bakborðshlið okkar. Allt varð á ný vitlaust, en okkur tókst að sleppa til lands, sagði Helgi Hall- varðsson. Þetta er skýringin á því, hvers vegna Helgi Hallvarðsson leggur , aðeins til atlögu við Bretana eftir að bjart er orðið af degi. Okkur é blaðamönnunum, sem ekki var þetta ljóst áður en við fórum um borð í Þór, var þetta að sjálfsögðu ■ mikið gleðiefni, þar sem þessari ^ reglu Helga fylgdi auðvitað að möguleikar voru til ljósmynda- töku. Áreksturinn þennan dag, 7. SKIPSHÖFNIN Á ÞÖR — aftari röð frá vinstri: Jón Helgason mat- sveinn, Birgir Guömundsson brvti, Benedikt Svavarsson 4. vélstjóri Ingvar Kristjánsson 3. vélstjóri, Sveinbjörn Erlingsson 2. vélstjóri, Óskar Indriðason yfirvélstjóri, Helgi Hallvarðsson skipherra, Friðgeir Olgeirsson 1. stýrimaður, Hermann Sigurðsson 2. stýrimaður, Halldór Gunnlaugsson 3. stýrimaður og Heiðar W. Jones loftskevtamaður. Fremri röð frá vinstri: Flosi Ásmundsson vikadrengur, Kristján Kristinsson smyrjari, Sigurður Ólafsson smvrjari Jóhann Vilhjálmsson smyrjari, Róbert M. Ragnarsson háseti, Bernharð Heiðdal háseti, Gunn- ar Sigurjónsson háseti, Jóhann Bjarnason háseti, Þór Garðarsson háseti, Magnús Guðjónsson vikadrengur, Pétur Guðmundsson bátsmaður og Steinn Kjartansson háseti. fyrirskipinir og er Helgi í eitt skiptið, er hlé varð á aðför frei- gátunnar að varðskipinu, kallaði yfir til Tait, hvort hann vildi ekki koma yfir í varðskipið og ræða málin yfir bolla af tei — svaraði sá brezki, að hann vildi heldur kaffi. Hann var þá ekki brezkari en þetta — enda sýndu allar að- farir hans allt annað en lagt hefur verið upp úr brezka orðinu ,,gentleman“. % Fyrst í freigátu síðan í va. ðskipi Hljóðupptökumaður ITN, Anthony Walsh, hafði rétt fyrir jól farið í ferð fyrir sjónvarpsstöð sína með brezkri freigátu f því skyni að ná fréttum af þorska- stríðinu. Anthony eða Tony, eins og hann var kallaður um borð í Þór, sagði mér að skipið sem hann hefði verið á hefði einmitt verið Leander. „Mér fannst það í senn skrítin og óþægileg tilfinning að ingum og því sem islenzkt væri og það var þessum manni mikil þraut að enda sinn sjómennsku- feril í hinum konunglega brezka flota með þessum hætti. En hann sagðist vera yfirmaður í flotanum og hermenn yrðu að hlýða skipun- um, jafnvel þótt svo þærbrytu i bága við sannfæringu þeirra. Hann hefði svarið stjórn hennar hátignar hollustueið og þvi yrði hann að bíta i þetta súra epli." % Draumfarir um bord í Þór Já, þannig er víst lífið þar sem her. er og heragi. Um borð í Þór gekk lifið sinn vanagang og skip- verjar voru æðrulausir og tóku þvi sem að höndum bar. Samt er ekki þar með sagt, að menn hafi verið kvíðalausir. Menn dreymdi hitt og þetta á nótt- unni, t.d. að Þór væri að sökkva. Annan dreymdi að Þór væri í þurrkví og sjómenn segja -— slikt er mannlegt og skiljanlegt i slíkri stöðu 0 Samstiilt skips- höfn á Þór Skipshöfn Helga Hallvarðssonar er einkar samstillt og andinn um borð er sérstakur. Heyrt hafði ég frá kunnugum, að Helgi Hallvarðsson skipherra væri traustur og öruggur stjórnandi, sem þekkti skip sitt og viðbrögð þess út i yztu æsar. Reynsla mín sannfærði mig ótvírætt um að hér var siður en svo um ýkjur að ræða. Helgi er svo sannarlega snillingur í að fara með skip á hættustund. Einn stýrimanna hans sagði og við mig að hann vildi með engum frekar vera á sjó — og ástæðan sagði hann vera að traust skipstjórans á áhöfninni væri ótvirætt. Allir skipverjarnir dáðu skipherrann og ég held að þeir myndu allir ganga í gegnum eld og brennistein fyrir hann. Samt sem áður er hann ákveðinn keypt slik leiktæki. Jafnframt hafa menn keypt sér i eigin reikning þrekæfingahjól, sem haft er i þyrluskýli skipsins. Þetta hjól getur verið gott að nota til þess að stæla likamann þar sem langar feröir gefa ekki tilefni til mikillar hreyfingar. I langlegum í vari er svo til eina tilbreytingin, sem menn geta leyft sér að borða. Matur um borð í Þór er góður og mikill og þar er borðað á fjögurra klukku- stunda fresti allan sólarhringinn. Tvær heitar máltiðir eru i hádeginu og á kvöldin, en þess á milli eru kaffitimar með áleggi ostum og öðru góðgæti. Brytinn, Birgir Guðmundsson, og mat- sveinninn, Jón Helgason, gera sem sagt sitt bezta. Tvisvar var á borðum þessa 14 daga soðin ýsa og tvisvar sinnum soðin og steikt lúða. Það er því ekki alveg sann- leikanum samkvæmt.sem sagt var Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.