Morgunblaðið - 23.01.1976, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANUAR 1976
| atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Stúlka óskast
til skrifstofustarfa á lögmannsskrifstofu.
Vinnutími 1—5 e.h. Tilboðum merkt:
Jögmannsskrifstofa — 2384", sé skilað
til Mbl. fyrir 29. janúar n.k.
Í
Háseta vantar
á netabát sem stundar veiðar við Breiða-
fjörð Uppl í síma 93-6697
Stúlka
25 — 35 ára óskast nú þegar í sérverzlun
við Miðbæinn frá kl. 1 —6 e.h.
Tilboð með uppl. um fyrri störf sendist
Mbl, fyrir mánudagskvöld merkt: Af-
greiðslustarf 3507
Matsveinn
og hásetar
óskast á Skarðsvík S.H 305, til neta-
veiða frá Vestmannaeyjum. Upplýsinqar i
síma 98-1927
Háseta vantar
á Lunda S.H.1 Grundarfirði. Uppl í síma
93-8694
Starf
leikmyndateiknara
Starf leikmyndateiknara við Þjóðleikhúsið er laust til umsókn-
ar Laun samkv. launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknarfrestur
er til 5. febrúar. Umsóknir sendist skrifstofu Þjóðleikhússins. '
II. vélstjóra og
vanan háseta
vantar á góðan netabát.
Uppl. í síma 92-8035 og 92-8062,
Grindavík.
Deildarstjóri
Staða deildarstjóra hjá okkur er hér með
auglýst laus til umsóknar.
Æskilegt er að umsækjendur séu við-
skiptafræðingar, verkfræðingar eða
rekstrartæknifræðingar og hafi þekkingu
og reynslu í stjórnun.
Umsóknarfrestur er til 28. þ.m.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á
skrifstofu okkar, Háaleitisbraut 9.
Skýrsluvélar ríkislns
og Reykjavíkurborgar
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar
fundir — mannfagnaöir
húsnæöi í boöi
óskast keypt
Vinnuveitendasamband Islands heldur
almennan félagsfund
í fundarsal sambandsins Garðastræti 41
kl. 1 6 00 þriðjudaginn 27 febrúar n.k.
Dagskrá:
1 Yfirlrt um samningamálin.
2. Tekin ákvörðun um heimild til verk-
sviptingar i yfirstandandi kjaradeilu.
3. Önnur mál.
Aðalfundur
1
farfugladeildar Reykjavíkur og B.I.F. verða haldnir að Laufás-
vegi 41 fimmtudaginn 5. febrúar kl. 20.00.
5 tjórnirnar.
landbúnaöur
Jörð óskast
Ung hjón vön búskap, óska eftir góðri
jörð til kaups eða leigu, með bústofni og
vélum nú þegar eða sem allra fyrst. Skipti
á íbúð í Hafnarfirði koma til greina.
Uppl. í síma 13150 kl. 9 — 5 og 41600
á kvöldin.
Til leigu
90 fm verzlunarhúsnæði við Langholts-
veg. Upplýsingar í síma 20326.
Til leigu
Nýleg 5 herb. íbúð í háhýsi í Breiðholti.
Laus næstk. mánaðamót. Uppl. í sima
26277.
nauöungaruppboö
að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs verða bifreiðarnar Ö-
3184, Ö-3447, G-6685 og R-1881 seldar á nauðungarupp-
boði sem haldið verður að Víkurbraut 42, Grindavík (lögreglu-
stöðin) miðvikudaginn 28. janúar 1 976 kl. 1 6.
Bæjarfógetinn í Grindavik.
bátar — skip
2 bátar til sölu
m.s. Sóley IS-225. — Byggð í Noregi |
1 966. — Stærð 1 88 tonn.
m.s. Vísir ÍS-171 — Byggð i Stálvik
1967. — Stærð 1 49 tonn.
Allar upplýsingar um bátana hjá Hjálmi
H/F Flateyri — Simi 94-7700.
Notuð vél
Notuð dieselvél ca 450 hö, helst með
vökvagir óskast. Uppl í síma 363 1 3.
tilboð — útboð
Tilboð
Tilboð óskast i loftstrengi fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur.
Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 24. febrúar
1976, kl. 1 1,00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 ‘ *
Útboð
Seglagerðin Ægir og Segull h.f., óska
eftir tilboðum i að steypa upp 1 . áfanga
iðnðarhúsnæðis að Eyjargötu 7, Reykja-
vík.
Utboðsgagna má vitja á verkfræðistofu
Stefáns Ólafssonar h.f., Suðurlandsbraut
4, Reykjavík, gegn 8000 kr. skilatrygg-
ingu. Opnun tilboða fer fram kl. 1 1 þann
6 febrúar á sama stað.
— I stórsjó
Fram hald af bls. 19
í einu blaöanna, að þorskur hefði
verið í annað hvert mál. En Bret-
ununt um borð ITN-monnunum
þrentur, fannst fiskur ekki góður.
beir sögðu: „Islendingar mega
eiga allan þann fisk, sem til er
fyrir okkur.“ Þeim var þá í gamni
bent á hversu skökku sk.vti við í
hegðan þeirra — þeir kæmu á
íslandsnnð hrytu islenzk lög og
veiddu allan þann fisk sem þeir
kæmust höndum yfir. Þegar svo
þeim vau i hoðinn fiskur, sem þeir
gætu fengið með löglegum hætti
— segðu þeir nei takk. Af þessu
var mikið hlegið um horð í Þór.
• Örugg stjórn
varðskipsins
Ferðirnar á miðin í þessari 14
daga ferð varðskipsins Þórs urðu
aðeins þrjár — en allar viðburða-
ríkar. I tveimur hinum fyrri urðu
árekstrar og ásiglingar en i hinni
síðustu lenti Þór í návígi við frei-
gátuna Bacehante og að mati land-
kí'abbans var sú viðureign sú
hættulegasta, þar sem sjór var þá
þyngri en í hin tvö skiptin. En
öruggri stjórn varpskipsmanna
var það að þakka að árekstrum
var afstýrt. Þessi atburður varð
sunnudaginn 11. janúar og þrátt
fyrir að togarar á svæðinu væru
búnir að hífa, færðist freigátu-
herrann allur í aukana, rétt eins
Og hann hefði reiðzt vantrausti
togaraskipstjóranna, þegar þeir
tóku inn trollið. Eftir þessa ferð á
miðin versnaði veður og Þór
lagðist í var á Reyðarfirði rétt
fyrir utan Hólmaborg og Hólma-
tind. Þar var legið í tvo langa
sólarhringa. Slíkir sólarhringar
geta orðið æði langir, þegar
aðeins er beðið eftir því að tíminn
líði og lítið sem ekkert er til
dægrastyttingar. Annan daginn
af þessum tveimur kom fiskibátur
og sigldi í kringum okkur, svona
rétt til þess að sýna sig og sjá
aðra. Þetta var eina tilbreytingin,
þegar frá er talið að menn notuðu
kíkja til þess að fylgjast með bil-
ferðum á ströndinni.
% Haldið heim.
En áhöfnin lét þó ekki verk úr
hendi falla. Hásetarnir tóku upp
penslana og málningu og dyttað
var að skipinu. Hermann Sigurðs-
son, 2. stýrimaður um borð
hreinsaði og fór yfir byssuna, svo
að hún væri tilbúin ef á þyrfti að
halda. Þannig leið dagurinn og
loks stilltist Kári og var þá
ákveðið að fimmtudagsmorgun-
inn 15. janúar skyldi haldið á
miðin úti fyrir Hvalbak. Við vor-
um rétt að komast I slaginn ef svo
má að orði komast, er stefnu
skipsins var skyndilega snúið og
haldið var í vesturátt. Hvers
vegna Helgi Ilallvarðsson breytti
svo skvndilega fékk blaðamaður
eigi að vita en upp úr því var
haldið I átt til Reykjavíkur og
þangað var komið laugardaginn
17. janúar.
Fulltrúi Morgunblaðsins um
borð, blaðamaðurinn, sem var í
raun svo heppinn aðfá farmeð
varðskipinu Þór vill hér í lokin
þakka öllum í áhöfn Þórs fyrir
samveruna. Hún var eins og segir
I upphafi þessarar greinar i senn
spennandi og ævintýraleg og von-
andi eiga menn ekki eftir að
upplifa slíka ferð á ný. Varðskipið
Þór kom i land úr þessari ferð
með skipshöfn sína heila á húfi og
því má um þessa sjóferð segja:
Allt er gott þegar endirinn er
góður.