Morgunblaðið - 23.01.1976, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1976
23
. . ...
Saab 1976
Minning:
Þóra Guörún
Kris tjánsdó ttir
F. 27.7. 1891
D. 17.1. 1976
Þóra Guðrún fæddist í Bygggarði
á Seltjarnarnesi 27. júlí 1891,
næstelzt níu barna hjónanna
Kristjáns Guðnasonar og Pálínu
Egilsdóttur. Ættir þeirra standa
djúpum rótum í hinum breiðu
byggðum Arnesþings, og skal um
ætt föður Þóru vitnað í ritið
Nokkrar Árnesingaættir, er
frændi hennar, Sigurður Hliðar
dýralæknir, tók saman.
Enginn vafi er á því, að yndi
Vitni vantar
að 4 ákeyrslum
SLYSARANNSÓKNADEIED
lögreglunnar hefur beðið
Morgunblaðið að lýsa eftir vitn-
um að 4 ákevrslum þar sem tjón-
valdar hurfu af vettvangi án þess
að láta til sfn vita.
Laugardaginn 10. janúar var
ekið utan í bifreiðina A-6073, sem
er Ford Bronco jeppabifreið.
Gerðist þetta við húsið Granaskjól
1. Vinstra frambretti bifreiðar-
innar dældaðist.
Fimmtudaginn 15. janúar var
ekið á bifreiðina R-9855, sem er
Taunus station, blá að lit. Þetta
Þóru af blómarækt, litagleði
hennar og listfengi verður allt
rakið minnsta kosti að nokkru tii
þeirra áhrifa, er hinar fagur-
grónu sveitir Árnessýslu höfðu á
fólkið þar, og þeir eiginleikar
fylgdu því, þótt flutzt væri á
gróðursnauðari slóðir.
Kristján Guðnason gerðist
ungur mikill sjósóknari og fór
þá tíðum stað úr stað, var um hríð
á Seltjarnarnesi, síðar í Garða-
hverfi og Hafnarfirði, brá sér
raunar eitt ár suður í Leiru. Kom
þetta aó vonum nokkuð hart nið-
ur á heimilinu og hinum stóra
barnahópi, en Pálína hélt öllu
saman og gangandi af miklum
dugnaði og þrautseigju. Þó kom
svo, að Þóra fór 13 ára gömul til
Þorsteins Egilssonar móðurbróð-
ur sins, er þá bjó á Laugavegi 45 í
Reykjavík. En leið hennar lá
nokkrum árum síðar aftur heim
til foreldranna, er þá höfðu setzt
að í Hafnarfirði.
Arið 1912 fór Þóra vestur um
haf til Kanada, þangað sem tveir
bræður hennar, Eyþór og Guðni,
voru farnir á undan henni, og
dvaldist hún i Winnipeg um
tveggja ára skeið. Munaði
minnstu, að hún héldi allt vestur
að Kyrrahafi til frambúðardvalar
þar, en atvik réðu þvi, að hún
sneri aftur til íslands 1914 og
slapp heim rétt um það bil er
heimsstyrjöldin fyrri brauzt út.
Við heimkomuna tók hún að
vinna á afgreiðslu Bifreiðarstöðv-
ar Reykjavíkur i Hafnarfirði og
annaðist þá m.a. greiðasölu í
tengslum við afgreiðsluna. Einn
vetur var hún á Akureyri á
heimili Sigurðar Hlíðar.
Þegar hún koth suður aftur —
og hafði nú svalað útþrá sinni
með förinni vestur um haf og
jafnframt skoðað sig nokkuð um
innan lands — giftist hún Helga
Ólafssyni trésmið 29. september
1918, og bjuggu þau alla tíð i
Hafnarfirði, lengstum að Austur-
götu 45, þar sem hún lézt sl.
laugardag, 17. janúar, 84 ára að
aldri.
Framan af árum var Þóra virk-
ur félagi í kvenfélaginu Hringn-
um og starfaði að auki í kirkjunni
en þegar fram í sótti, dró hún sig í
hlé og helgaði heimilinu alla
krafta sína.
Þau Þóra og Helgi eignuðust
fjórar dætur, og eru þær Þórunn
Kristín, gift Sveini Þórðarsyni
skattstjóra Reykjanesumdæmis,
Kristjana Pálína læknir, gift
þeim, er þetta ritar, Ólafía, gift
Ragnari Björnssyni húsgagna-
bólstrara í Hafnarfirði, og Sólrún
Katrín, gift Jóni Óskarssyni hús-
gagnabólstrara í Reykjavík.
Á heimili þeirra Þóru og Helga
var jafnan gestkvæmt og þá ekki
sízt á skólaárum dætranna, þegar
félagarnir leituðu þangað margt
vetrarkvöldið og sátu þar í glað-
værð og góðu yfirlæti; en andinn
á heimilinu og sambúð hjónanna
var slík, að öllum hlaut að líða vel
i návist þeirra. Munu nú ýmsir
minnast með þakklæti samveru-
stundanna á Austurgötu 45.
Þóra var að eðlisfari mjög bók-
hneigð og hefur eflaust á yngri
árum þráð lengri skólavist, en
ferð hennar vestur um haf jók
henni útsýni, og stuðlaði hún og
þau hjónin bæði að því síðar, að
dætur þeirra fengju sem bezt
uppeldi og þá menntun, er þær
kysu sér, og ættu þess jafnframt
kost að ferðast og víkka þannig
sjóndeildarhring sinn. Þeim hjón-
um var það mikil gleði — og siðar
ómetanlegur styrkur í ellinni —
að næstelzta dóttirin varð læknir,
en hún mun víst hafa verið fyrsta
stúlkan, fædd í Hafnarfirði, er
lauk stúdentsprófi. Svo skammt
er raunar siðan, að stúlkur jafn-
vel úr nágrannabæjum Reykja-
víkur færu þá leið.
Þegar ég nú rifja upp meira en
tuttugu ára kynni við Þóru
Kristjánsdóttur, koma mér i hug
fáein brot úr einu erfiljóði
Stephans G. Stephanssonar, er
nefnist Landnámskonan, en þau
geta eins vel átt við tengdamóöur
mína:
<)« af því aA sinna heimilishaM
hún hlúði með árvekni sérhvern da«.
varð bærinn a* hjarlari og hlýrri.
alllaf var heimilið héraðshói.
þó húsaskjól f jölguðu og veKamól
ok b.vgsð væru ná/<renni nýrri.
Hver býr sír til fundar við
lærdóm ok lisl
f landi. sem heimlar öll búverkin fvrsl?
Kn bros hennar leil ég því lýsa.
að það álli í sál hennar a*llgenKÍ alII.
sem örl var ok djarfmannleKl.
frjálsleKl of> snjallt.
skarpl gaKnyrði. vel kveðin vísa.
En skáldið lýkur kvæðinu með
þessu erindi:
ftg kveó ei fil frægdaros fa-sf
ei um það,
en framtfðar söguna spvr þessu að:
Var kröftum þeim kaslað á nla*inn.
sem uppvexti lýðþroskans léðu sinn vörð.
sem landauðnir «erðu að móðurjörð,
að heimili búlausa bæinn?
Finnbogi Guðmundsson.
gerðist um nóttina milli klukkan
24 og 9.15, þar sem bifreiðin stóð
á bifreiðastæði við Espigerði 4.
Hægra frambretti var dældað og
stefnuljós brotið.
Föstudaginn 16. janúar var ekið
á bifreiðina X-2625, sem er fólks-
bifreið af Toyota-gerð, svört að
lit. Gerðist þetta á bifreiðastæði
við Hátún lOa. Hægra frambretti
bifreiðarinnar dældaðist.
Miðvikudaginn 21. janúar var
ekið á bifreiðina 1-2119, sem er
Austin mini fólksbifreið blá að
lit. Þetta gerðist á auðu svæði við
Tækniskólann á Artúnshöfða
milli klukkan 8.30 og 15.30.
Vinstra frambretti bifreiðarinnar
er beyglað.
Allir þeir sem einhverjar
upplýsingar geta gefið um þessar
ákeryslur eru beðnir að hafa sam-
band við slysarannsóknadeild
lögreglunnar, sima 10200.
— Fiskiskipaflotiriri
Framhald af bls. 10
tækjum, skipum sem auðvelt er
að reka í samræmi við hagsmuni
fiskverkunar i landi, skipum sem
bjóða upp á góðan aðbúnað og
mikið öryggi.
Gamlir síðutogarar hæfa ekki
lengur. 20—30 ára eikarbátar
40—80 rúmlestir duga yfirleitt
ekki lengur, og mikill hluti
smærri bátanna þ.e.a.s. undir
12—30 rúmlestum gagna aðeins
nokkra mánuði á ári.
Stór hluti okkar bátaflota er of
gamall og þarfnast endurnýjunar.
Útgerðarbæjum sem standa
höllum fæti vegna gamalla skipa
verður ekki neitað um kaup á
nýjum.
Útreikningar, sem byggjast
meir á talnalcik, eða hugmyndum
þeirra sem litla revnslu hafa af
útgerðarrekstri, breyta ekki stað-
reyndum lífsins. Slíkir útreikn-
ingar eru tii iítilsgagns.
Starfshópur Rannsóknaráðs
getur sparað sér öll stóryrði í
minn garð og allar dylgjur um það
að ég vilji láta fiskiflotann veiða
óhindrað úr veikum fiskistofnum,
og að ég sé að reyna að hindra að
fiskistofnarnir fái að rétta sig við.
Allar slikar fullyrðingar eru út
í bláinn og marklausar. Starfs-
hópurinn þarf ekki að vera með
sífk gífuryrði þó að ég hafi
stungið nokkrum títuprjónum i
auma bletti þeirra góðu manna,
sem starfshópinn skipa. Vissulega
mættu þeir skilja að ég hefi farið
mjúkum höndum um skýrslu
þeirra, miklu mýkri en ástæða
væri til, þvi hún er ekki vel unn-
in, svo ekki sé meira sagt.
Nákvæmni, tæknikunnátta og yfirveguó
formskynjun ásamtfyllstu kröfum um
akstursöryggi, standa að baki hverjum
SAAB bíl.
Allt frá 1934 þegar hönnuöir Svenska
Aeroplan AB (SAAB) hófu aó leggja drög aö
gerö SAAB bílsins, hefur öryggi farþega og
ökumanns ásamt aksturseiginleikum ávallt
setiö í fyrirrúmi.
Þessi atriði — og háþróuð verkmenning
flugvélaiönaöarins gera SAAB aö þeim
glæsilega farkosti sem hann er í dag.
SAAB 99 GL er fallegri og öruggari:
SAAB 99 GL er með höggvarnarstuðara framan
og aftan. Með öryggislista á hliðunum.
Gjörbreitta fjöðrun að framan,
demparafestingum breitt.
Sjálfstillandi kúplingu.
Breiöari felgur, 5“.
50% aukið Ijósmagn á lága geislarium
Glæsilega klætt farþegarými.
Breittan hraðamæli, fyrir 200 km.
Upphitaða afturrúðu.
Ökumannssæti upphitað.
Rúllu-öryggisbílbelti og hnakkapúðar í öllum bílum.
2 nýir litir: Tópasgulur og Ópalgrænn.
SAAB 99 GL, T-gerð, er með
tvöfaldan blöndung, (2ja karboratora vél),
sem gefur hreinni útblástur og aukna orku.
það er saga á bak
viÖ SAAB 99GL
SAAB árg 1950 fyrir framan SAAB 21 orustuvél.
Saab 99GL EMS
Saab 99GL Combi Coupé
„ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU‘'
B7ÖRNSSON Aco
SKEIFAN 11 REYKJAVÍK SlMI 81530
Verkstæðisþjónusta og varahlutaþjónusta.