Morgunblaðið - 03.02.1976, Side 13

Morgunblaðið - 03.02.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976 13 úrræðum, sem I réttarfarslögum eru, lögum við meðferð opinberra mála við rannsóknina. En einmitt samkv. þeim ákvæðum var ekki talið heimilt að beita lokun og ekki þörf á þvi fyrir þýðingu rannsóknarinnar, eins og sá dómari sagði, sem með rannsókn málsins fór. Svo segrr: „En rn. aflétti þessu banni hinn 20. þ.m." o.s.frv. Ekki viðeigandi að orði komizt, verð ég að segja þvl miður hjá aðalfulltrúa saksóknara, annars ágætum embættismanni að segja það, að rn. hafi fellt niður bann- ið. Það er einn aðalkostur á embættis- mönnum, að þeir séu nákvæmir, bæði I orðum og hugsunum En eins og ég hef tekið fram, þá var það ekki dómsmrn., sem felldi niður bannið, heldur lögreglustjórinn sjálfur Það hefði verið viðkunnanlegra að segja nákvæmlega frá þessu, I skjali, sem gert er af varasaksóknara rlkisins. TENGSL FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS OG „KLÚBBSINS" Ég ætla nú alveg að láta mér I léttu rúmi liggja það, sem að er látið liggja I þessum rógsskrifum, að tengsl Framsfl., eða þá mfn, við Ktdbbinn séu fjárhagslegs eðlis. Ég er nú sem betur fer það bjargálna, að ég þarf ekki að vera I húsmennsku hjá einum eða neinum, kemst af, þarf ekki að leita á annarra náðir, hvorki Sigurbjarnar I Klúbbnum né annarra auðjöfra. Og ég vil leyfa mér að fullyrða það, að Framsfl. hafi ekki fengið neinar greiðsl- ur frá Klúbbnum. Það er hverjum og einum frjálst og sjálfsagt að fara og fá að skoða reikninga Framsfl. og sjá það. Og það má þessi hv.þm. gera, og hann má meira að segja hafa bókhaldsfróð- an mann með sér. ALVARLEGRI ÁSÖKUN Hitt er náttúrlega miklu alvarlegri aðdróttun, sem hv. þm. fór þó svolltið hjá sér að minnast á, eins og eðlilegt er, sem sé sú, að ég hafi komið I veg fyrir rannsókn eða lagt hömlur I veg fyrir rannsókn á mannshvarfi og jafnvel gerzt sekur um það að reyna að koma I veg fyrir það, að hugsan- legt morð upplýstist og halda þannig verndarhendi yfir mönn- um, sem hefðu fengizt við sllkt. Þessu atriði eru nú gerð ærið greinileg skil I grg dómsmrn Þar var nú I fyrsta lagi ákveðið, að þeim aðal- rannsóknarmanni i Keflavík, sem fór með rannsókn þessa máls, var gefið leyfi, orlof frá öllum öðrum störfum I 5 mánuði, til þess að geta gefið sig að þessum störfum eingöngu. Það var skipaður sérstakur umboðs- dómari, ágætur maður, Ásgeir Friðjónsson, dómari I fíkniefnamálum, sem þar með fékk vald til að rannsaka málið, hvar sem var á landinu og setja rétt I þvl hvar sem var á landinu. Bæjarfógetanum I Keflavik var skrifuð bréf, sem að ég held að engir venjuleg- ir menn geti skilið öðruvisi en á þá lund, að þar sé verið að ýta á að gera rannsóknina, sem gagngerasta og ýtar- legasta. Það getur kannski verið að óvenjulegir menn, eins og hv. siðasti ræðumaður, geti skilið það á eitthvað aðra lund. En hann hefur þó eitthvað öðruvísi skynfæri en venjulegir menn Nú er það rétt, að I grg. dómsmála- ráðuneytisins, er ekki birt þetta bréf frá lögmanni þeirra, þar sem að þeir kvört- uðu yfir þeim miska, sem þeir höfðu orðið fyrir i sambandi við gróu- sögur, er um þá hefðu verið dreift. Þar er drepið á ýms atvik til sönnunar þessu. Eina ástæðu fyrir þvi að þetta bréf var ekkl birt, sem vissulega hefði styrkt greinar- gerðina, var sú, að það er það langl. Bréfið er frá Inga Ingimundarsyni hæstarréttarlögmanni, og ef ég man rétt er um það getið i greinargerðinni. Það er jafnframt sagt i grg. að hverj- um og einum þar á meðal hv. þm. Sighvati Björgvinssyni, er heimilt að koma I ráðuneytið og sjá öll skjöl, sem þar liggja fyrir og þetta mál varða Og ef til vill hefði verið skynsamlegt fyrir hann að að fara þangað, áður en hann flutti þessa ræðu hér áðan. En hann getur gert þetta síðar, er alltaf velkom- inn. Hann má dvelja við i marga daga. Ég veit ekki, hvort það væri út af fyrir sig neinn skaði, þó að hann verði einhverjum tima frá öðrum „ónytsam- legri" störfum. GRÓUSÖGUR Þetta er ákaflega ógeðfellt að þurfa að tala um þetta mál opinberlega og þurfa að vera að nefna nöfn I þvl sambandi. Það er svo ógeðslegt, að maður undrast alveg það lundarfar. sem getur lagt sig niður við slikt. Hvort menn eru saklausir eða sekir, þá eiga margir um sárt að binda I sambandi við svona mál, og það væri gott fyrir þessa menn, sem gera slikt að iðju sinni, að bera út svona gróusögur, að leggja sér á minnið spakmælið: „aðgát skal höfð I nærveru sálar." Þær eru margar gróu- sögurnar I gangi, hafa verið I gangi um hin ýmsu tilvik, sem hafa átt sér stað. Það er ekki vist að allir yrðu glaðir, ef upp i þvi yrði farið að hræra. Það gæti komið nálægt einhverjum. Og yfirleitt eru þessar gróusögur ósannar en góm- sætar að smjatta á fyrir Gróu á Leiti og hennar lika. Það hafa verið nefnd hér nöfn, svo að ég verð að gera það lika Því er haldið fram, að ég hafi komið I veg fyrir rannsókn I sambandi við hvarf Geirfinns Einarssonar, koma I veg fyrir það, að rannsókn ætti sér stað á Magnúsi Ledpoldssyni og Sigurbirni Eirlkssyni. Hver er nú sannleikurinn um rannsókn á þessum mönnum af hálfu þeirra lögreglumanna, sem með þetta mál fóru? Magnús Leópoldsson var einu sinni kallaður fyrir á lögreglustöðina i Reykjavík til þess að gefa skýrslu um bifreiSar og þess háttar. Þetta átti sér stað I janúarlok 1975. Sigurbjörn Eirlksson var aldrei kallaður fyrir. VEITT AÐSTOÐ Athuganir á þessum efnum, sem hér um ræðir stóðu aðallega I jan. og febr. Rannsóknarmennirnir frá Keflavik höfðu húsnæði lánað i Lögreglustöð- inni i Reykjavik og lögreglumann Rúnar Sigurðsson sér til aðstoðar Það húsnæði og aðstoðarmanninn höfðu þeir a.m.k. fram í maílok frá 10. des. og húsnæðið e.t.v. eitthvað lengur. Ekki bendir þetta nú til þess, að yfir- völd hafi viljað leggja hömlur á þessa rannsókn eða koma i veg fyrir hana eða draga úr henni með þvi að greiða á þennan hátt fyrir henni, að lána hús- næði i Reykjavík undir hana og fá rannsóknarmönnunum úr Keflavik til aðstoðar alveg einn lögreglumann úr Reykjavlk. Lögreglumaðurinn Rúnar Sigurðsson, sem var þeim til aðstoðar þarna fullyrðir, að það hafi aldrei verið ýjað að þvi við sig, að rannsóknin mætti ekki lengur greina af Magnúsi Leópoldssyni og Sigurbirni Eirlkssyni. Þannig, að rannsóknarmönnunum úr Keflavik virðist það ekki hafa verið ofarlega í huga eða þá að þeir hafi verið þögulir sem gröfin um það. Að þvi er Haukur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður sagði Jóni Eysteinssyni í síma frá Reykjavik, þar sem hann er til aðstoðar Sakadómi svo og allar skýrslur, sem að málinu sneru og voru i hans höndum, minnir í þessu viðtali við Jón Eysteinsson, að siðasta athugun sem beinst hafi að þeim Klúbbmönnum hafi gerst 5. mars. Ég held nú, að þá sé nú Ijóst af þvl, sem ég hef litillega rakið hér ( — hef enga löngun til þess, að vera að velta mér upp úr þessu máli meira en nauðsyn- legt er) —, að ég hef ekki reynt að torvelda rannsókn þess, enda er ég nú satt að segja hissa á því af nokkrum hv. alþm dettur það I hug i raun og veru. En þó veit maður aldrei hvað leynist i hugum manna. Lengi skal manninn reyna. VÍSIR TILGREINIR HEIMILDARMANN Haukur Guðmundsson, rannsóknar- lögreglumaður, kannast nú heldur ekki við það, að vera heimildarmaður af þessum rógsskrifum Vlsis. Það væri ákaflega æskilegt, að sá sem staðið hefur að þessum Visisskrifum tilgreindi heimildarmann sinn Ég get kannski vitað hver það er, en það er hans að segja til hans Það væri ekkert slæmt að leiða þann kauða fram I birtuna. Hver veit nema hann hafi eitthvað á samvizkunni. Ég hefi þá gert efnislega nokkuð grein fyrir þessu máli og skal láta útrætt um þá þætti þess og mér er mikil raun af þvi I sjálfu sér, að hafa þurft hér á Alþ., að fara að tala um slðari þátt málsins. Hitt er svo ákaflega létt og kemur ekki við mig að tala um lokun Klúbbsins og niðurfellingu lok- unar hans. En að fara að hefja á Alþ. umr um jafnviðkvæmt sakamál og hér er um að tefla og um þannig mál yfirleitt. Það er alltaf varhugavert. Við byggjum á þeirri þýðingarmiklu grund- vallarreglu, að maður skuli talinn sak- laus þangað til hann hefur verið sak- felldur og við ættum að gæta okkar, að hverfa ekki frá henni. AÐ SKRIFA TIL AÐ LIFA Nú, ég hef nú ekki ætlað mér að nota þennan dag til þess að skjóta á þúfutittlinga. Vilmundur Gylfason er i þessu sambandi ekki nema eitt stórt núll. Gildi hefur núll þvi ekkert ef það stendur út af fyrir sig. Gildi þess er alveg eftir þvi, i hvaða aðstöðu það stendur til annarra talna. Vilmundur Gylfason skrifar til að lifa. Hann er verkfæri — verkfæri i annarra höndum. Ég ætla ekkert að fara að eyða orðum að honum frekar I þessu sambandi. Það eru mennirnir sem á bak við standa, sem ábyrgðina bera. Það eru mennirnir sem standa að VIsi, sem bera ábyrgð á þvi, hvað birt er I þvi blaði. Þeir geta ekki skotið sér undan þeirri ábyrgð. Þeir bera ábyrgð á þeim rógsskrifum, sem þar hafa birst um mig og aðra, og ég hef leyft mér að kalla þann virðulega hóp, ef virðulegan skyldi kalla, „mafíu". Ekki I þeim skiln- ingi, að hann standi i sambandi við mafiuflokkinn, sem á rætur á Sikiley, heldur er þetta samheiti á mönnum og félagsskap, sem beita þeim aðferðum, sem þessir menn telja sér sennilega sóma að, eða leggja a.m k. fyrir sig. Kannski eru það aurarnir sem einhverju ráða. Það eru þessi skrif sumra blaða, sem hafa verið þess háttar, að þau hafa beinst að þvi, eins og ég áðan sagði, að grafa undan lýðræði I þessu landi DÝRMÆTASTA STOFNUN ÞJÓÐARINNAR Hvernig hafa þessi blöð, eins og Vísir, skrifað um þessa virðulegu stofn- un, Alþ. íslendinga, dýrmætustu stofn- un íslensku þjóðarinnar, nefnt hana hvers konar ónefnum og óvirt hana á allan hátt. Eru með þvi seigdrepandi að grafa undan traustinu á þjóðfulltrúa- samkomu þjóðarinnar. Samkomu, þar sem þjóðkjörnir menn sitja, menn sem hafa orðið að sækja traust sitt til kjós- enda, traust, sem þessir menn, sem hjá Visi starfa, mundu aldrei fá, aldrei. Þeir mega þykjast góðir, að hafa kom- ist í krafti peninga i stjórn Visis. Jú, jú, ráðherrar eru náttúrulega „landráða- menn" upp og ofan, meira og minna. Huggulegur vitnisburður Ég er ráð- herra I dag, annar á morgun. Það eiga margir eftir að verða, en hvaða traust verður borið til þeirra manna, sem skipa þessar stöður þegar þannig er búið að grafa undan því og hvernig hefur verið talað um framkvæmdar- valdið yfirieitt Er það'ekki allt á sömu leið og nú á að byrja á dómstólunum og dómstólakerfinu. Grafa undan þeim, grafa undan dómsmrn.j veikja traust almennings á þessum stofnunum, sem eru hyrningarsteinar i Isl. þjóðfélagi, hyrningarsteinar undir Isl. lýðræði. Þetta er óþrifa- og óþverra- verk, sem þessir menn standa að. Þeir mega hafa skömm fyrir og það þýðir ekkert fyrir þessa menn að ætla að skjóta sér á bak við Vilmund Gylfason. Það er bara lltilmannlegt hjá þeim Þeir bera ábyrgðina og sjálfur ritstjóri Vísis skrifar á forslðuna ! Visi i dag og setur mér kostinn, dómsmrh. gefinn kostur á að draga ummæli sin til baka, já. . annars. . , náttúrulega það, sem á eftir fer o.s.frv. Kannast menn við svona vinnubrögð. Ja, það skyldi aldrei vera að „Mafian" viðhefði svona vinnu- brögð nokkuð víða, sendi hótanir I blöðunum eða hótunarbréf ef á þarf að halda. Mafia er hún og Mafia skal hún heita. HJÁLEIGUBÓNDI VÍSIS Ég geri ekki ráð fyrir þvi, að ég eyði meiri tima i að ræða um þessi mál. Ég vorkenndi Sighvati Björgvinssyni að þurfa að ganga hér upp I ræðustólinn. Ég sá fyrir mér röðina af erlendum og innlendum hjáleigubændum þegar þeir hafa staulast i gegnum aldirnar og bognað meira og meira með hverju árinu sem hefur Iiðið þangað til þeir hafa verið komnir i keng af þvi að hlýða húsbændunum á höfuðbólinu og ganga I skltverkin fyrir þá Þessi hv. þm er hjáleigubóndi orðinn, þvi miður vil ég segja, hjá Dagblaðinu Visi. Þess vegna varð hann að takast á hendur þessa skyldu að ganga hingað upp I ræðupúltið og flytja inn I sali Alþ rógsskrifin, sem I Vísi hafa staðið Þau verða minnisvarði yfir honum hér á Alþ. og i þingtiðindum en ég vil þó vona hans vegna, að hann losni úr hjáleigubúskapnum áður en hann verður orðinn tvöfaldur af þrældóms- okinu, sem á hann er lagt. PÓSIKR'OFU AUGL'ÍSING FRIMERKII FERÐAR í B LEVÍS GALLABUXUR SNIÐ 522 Vinsamlegast sendið mér Levi’s gallabuxur í beirri stærð sem merkt er við.— MITTIS- MÁL 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 36 Q Q 34 UL UJ QC 36 NAFN: HEIMILISF: ævis ÁLevis laugavegi 89-37 hafnarstræti 17 10353 12861 13303

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.