Morgunblaðið - 03.02.1976, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976
Sjötugur:
Geir Þórarinsson
organisti Keflavík
Við tímamót er eðlilegt að nema
staðar og líta yfir gengnar götur.
Þannig fer mér að minnsta kosti,
þegar sú óumdeilanlega stað-
reynd blasir við mér, að einn
minn kærasti vinur og nánasti
samstarfsmaður um langt skeið,
Geir Þórarinsson, organisti í
Keflavík, fyllir í dag sjöunda ára-
tug ævi sinnar.
Það eitt útaf fyrir sig, að Geir sé
allt í einu orðinn sjötugur,
bögglast nú reyndar dálítið fyrir
brjóstinu á mér. Reyndar skal það
viðurkennt, að þegar leiðir okkar
lágu allra fyrst saman, — það var
víst á söngloftinu í Keflavíkur-
kirkju, — þá var mér ljóst, að
hann var mér allmikið eldri að
áratölu. En við nánari kynni var
eins og allur aldursmunur þurrk-
aðist út eða gleymdist. Þótt þar
væri um rúma tvo áratugi að
ræða, þá hefi ég alltaf haft mesta
tilhneigingu til að líta á hann sem
jafnaldra minn. Hugðarefni
okkar féllu að mörgu leyti mjög í
sama farveg, og brátt spunnust
þeir þræðir okkar f milli, sem
urðu að traustum vináttuböndum.
Og vinátta Geirs hefir alla tíð
verið mér dýrmætt þakkarefni.
Geir Þórarinsson er fæddur að
Gerðiskoti í Sandavíkurhreppi.
Foreldrar hans voru hjónin Þór-
arinn Snorrason frá Læk í Flóa og
Ingibjörg Helgadóttir frá Stokks-
eyri. Var Geir yngstur af þremur
börnum þeirra hjóna. Snorri og
Helga eru eldri. Tveggja ára að
aldri fluttist Geir með foreldrum
sínum að Bjarnastöðum í Selvogi.
Móður sína missti hann ungur, 6
ára eða þar um bil. Nokkru síðar
kvæntist Þórarinn faðir hans
öðru sinni og var síðari kona hans
Ragnhildur Jónsdóttir frá Stíflis-
dal í Þingvállasveit. Þau eignuð-
ust 9 börn. Eldri börnunum gekk
Ragnhildur í móður stað og ólust
þau upp hjá föður sínum og stjúp-
móður að Bjarnastöðum.
Þegar Geir var 16 ára, lagði
hann leið sína austur að Eyrar-
bakka til þess að læra þar með-
ferð véla í mótorbátum. Þegar
hann kom aftur heim úr þeirri
för, stóð þannig á, að um það leyti
kom fyrsta vélin í bát frá Selvogi.
Féll það í hlut Geirs að ganga frá
henni. Leysti hann það verkefni
af hendi með mikilli prýði og
þótti frækilega gert af svo ungum
manni.
Geir fór ungur að stunda sjó-
inn. Reri hann á árabátum bæði
frá Selvogi og Herdísarvík. Atján
ára gamall fór hann til Reykjavík-
ur og gerðist sjómaður þar. Var
hann þar ýmist á vélbátum eða
togurum um 6 ára skeið. Arið
1926 eða þar um bil fluttist hann
svo til Grindavíkur. Þar var sjó-
sóknin einnig hans aðalstarf, en
auk þess var hann í 4 eða 5 ár við
bifreiðaakstur hjá Einari G.
Einarssyni í Garðhúsum i Grinda-
vík. Og um tíma dvaldist hann á
Akranesi og stundaði sjóróðra
þaðan.
Þá má geta þess, að um eitt
skeið gerði Geir og tveir menn
aðrir út eigin bát frá Grindavík.
Árið 1931 gekk Geir að eiga Mar-
gréti Eyjólfsdóttur frá Buðlung í
Grindavík. Og í Grindavík bjuggu
þau 10 fyrstu hjúskaparárin. Þau
eignuðust 5 börn, sem öll eru á
lífi. Elztur þeirra er Ingiþór, vél-
stjóri, kvæntur Laufeyju Jó-
hannesdóttur, þá er Eyjólfur Ingi-
berg, vélstjóri, kvæntur Elínu
Þorleifsdóttur báðir búsettir í
Keflavík. Þá er Sigurlaug, hús-
móðir á Akureyri gift Jóni Stein-
bergssyni, næstur er Karl Heiðar,
bifreiðarstjóri hjá Keflavíkurbæ
og yngstur er Siguróli, tónlistar-
kennari í Reykjavík.
I Grindavík tók Geir mikinn og
lifandi þátt í margs konar félags-
starfsemi, enda félagslyndur að
eðlisfari. Og þar komu listrænir
hæfileikar hans ótvírætt í ljós.
Hann fékkst m.a. talsvert við leik-
list, og f kirkjukór Grindavíkur-
kirkju var hann ein styrkasta
stoðin. Hann hafði, — og hefir
enn, — gullfallega tenórrödd,
sem vafalaust hefði, með réttri
þjálfun á réttum tfma ævinnar,
getað opnað honum leið til
glæstra söngsala. Undirstöðu-
atriði f orgelleik mun hann einnig
hafa lært á þessum árum.
Árið 1940 fluttist Geir með fjöl-
skyldu sína til Keflavíkur og þar
hefir hann átt heima upp frá þvi.
Var hann fyrst vélstjóri hjá út-
gerð Jóhanns jJuðnasonar á
Vatnsnesi. Arið 1942 var hann svo
ráðinn vélstjóri við Hraðfrystihús
Keflavíkur og því starfi hefir
hann gegnt fram á þennan dag. —
I daglegu tali fóru Keflvíkingar
brátt að kalla frystihúsið
„Milljón", sfn á milli. Hvers
vegna veit ég ekki með neinni
vissu. En af þessari nafngift or-
sakaðist það, að um Iangt skeið
þekktist Geir varla undir öðru
nafni en „Geiri í Milljón". Um
margra ára skeið átti Margrét,
kona Geirs við mikla vanheilsu að
stríða. — Sú einstaka nærgætni,
umhyggja og fórnfýsi, sem hún á
þeim löngu og þungu þrauta-
tímum, naut frá hendi eigin-
manns síns, er þáttur útaf fyrir
sig, sem hér verður látinn liggja í
þagnargildi. En hann var hvort
tveggja f senn, átakanlegur og
hrffandi fagur og gleymist ekki
þeim, sem til þekkja.
Margrét andaðist hinn 8. sept.
árið 1968.
I Keflavík varð Geir brátt
virkur þátttakandi f félagslífinu
eins og í Grindavík. Eitthvað kom
hann við sögu i leiklistinni á
fyrstu árum sínum þar. 1 kirkju-
kórnum gerðist hann félagi þegar
í stað. Hann var einn af stofn-
endum Karlakórs Keflavíkur árið
1952. Og það er áreiðanlega ekki
of djúpt tekið í árinni, og á engan
hallað, þótt sagt sé, að fáir hafi í
þeim kórum verið traustari og
betri félagsbræður.
I ársbyrjun 1960 stóð svo á, að
organista vantaði við Innri-
Njarðvíkurkirkju. Var þess þá
farið á leit við Geir, að hann tæki
það starf að sér. Hikandi var hann
i fyrstu og taldi sig lítt til þess
færan. Þó varð það úr, að hann lét
til leiðast að gefa kost á sér. Og er
þar skemmst frá að segja, að þar
með var hafinn glæsilegur og allt
að því einstæður ferill. Þá var
Geir kominn talsvert á sextugs-
aldur, með takmarkaða kunnáttu
og litla þjálfun f orgelleik. En
hæfileikann skorti hann ekki og
viljanum til að ná sem mestum og
beztum árangri, voru engin tak-
mörk sett. Með þrotlausri þjálfun
og hörðum sjálfsaga tókst honum
að ná frábærum árangri á ótrú-
lega skömmum tíma.
Ekki hafði Geir lengi starfað
við Innri-Njarðvíkurkirkju, þegar
hann og þáverandi formaður
sóknarnefndar, Guðmundur A.
Finnbogason, tóku höndum
saman um þá ákvörðun að fá
pípuorgel fyrir kirkjuna. Sú hug-
sjón leit dagsins Ijós haustið 1963.
Var þar um að ræða fyrsta pípu-
orgelið á Suðurnesjum, og þótti
minnilegt afrek, svo fámennur
sem söfnuðurinn var. Árið 1964,
þegar Friðrik heitinn Þorsteins-
son hætti organistastörfum við
Keflavikurkirkju eftir áratuga
þjónustu, var Geir ráðinn í hans
stað. Það var ekki auðvelt hlut-
skipti, hvorki að setjast í hið
vandskipaða sæti Friðriks eða
Sovétum
fjölgaði um
2,2 millj.
Moskvu, 31. jan. Reuter.
IBUAR Sovétrfkjanna voru
255.500.000 þann 1. janúar 1976
og hafði þeim fjölgað um 2.2
milljónir á árinu að þvf er segir í
opinberri skýrslu. sem birt var í
dag.
taka sig allt f einu út úr röðum
söngfólksins og gerast organisti,
stjórnandi þess og leiðbeinandi.
En Geir tókst að sigrast á öllum
byrjunarörðugleikum og var si-
vaxandi í starfi sfnu. Og ekki leið
á löngu, unz farið var að hreyfa
þeirri hugmynd — að undirlagi
Geirs — að festa kaup á pípu-
orgeli fyrir Keflavíkurkirkju. Og
orgelið kom. Það var vfgt um leið
og kirkjan sjálf var endurvígð
eftir stækkun og gagngerar
endurbætur á pálmasunnudag
1967.
Af því sem nú hefir verið sagt,
er augljóst, að tilvist hinna glæsi-
legu hljóðfæra í kirkjunum
tveimur er engum einum manni
fremur að þakka en Geir Þór-
arinssyni, þó að hitt skuli hvorki
vanmetið eða gleymt, að þar lögðu
margir drengilega og af mikilli
fórnfýsi hönd á plóginn.
— Marokkó
Framhald af bls. 1
áfram tilraunum til að koma á
friði í landinu.
Marokkómenn segjast fúsir til
að leggja deiluna undir úrskurð
Sameinuðu þjóðanna, Einingar-
samtaka Afríkuríkja og Araba-
bandalagsins en leggja um leið
áherzlu á að herlið frá Alsír verði
á burtu frá Sahara og Norður-
Máritanfu.
— Sýnið stillingu
Framhald af bls. 1
hófst. Nú hjakka fyrirmæli for-
sætisráóherra til herskipanna og
til togaranna fram og aftur líkt og
varðskip í stormi. Nú sér maður
þá, — nú ekki. Fyrst veiðir
maður, svo veiðir maður ekki.
Inn... út... inn... út með trollin,
eins og Hik lávarður kallar að-
ferðina að setri sinu í Downing-
stræti. Við munum tapa þessu
stríði. Við hefðum aldrei átt að
hefja það. Hvers vegna hikum við
áfram.“
S.l. sunnudag var aðalfrétt í
kvöldfréttatíma ITN-sjónvarps-
stöðvarinnar þess efnis,
að 80 þúsund tonna aflamagn
hefði verió lagt til grundvallar í
viðræðum við Islendinga. Fréttin
olli miklu fjaðrafoki í Bretlandi,
en hvorki sjávarútvegsmálaráðu-
neytið né utanríkismálaráðuneyt-
ið vildi tjá sig um málið, að öðru
leyti en þvf að talsmaður hins
sfðarnefnda kvað tölu þessa úr
lausu lofti gripna.
— Dómsmála-
ráðherra
Framhald af bls. 3
orðum að honum f þessu sam-
bandi. Það eru mennirnir, sem
á bak vió standa, sem bera
ábyrgðina á því, hvað birt er í
þessu blaði (Vísi)., þeir geta
ekki skotið sér undan þeirri
ábyrgð. Þeir bera ábyrgð á
þeim rógskrifum, sem þeir hafa
birt um mig og aðra, og ég hefi
leyft mér að kalla þann virðu-
lega hóp, ef virðulegan skyldi
kalla „mafíu“. Ekki i þeim
skilningi, að hann standi í sam-
bandi við þann mafiuflokk, sem
rætur á að rekja til Sikileyjar,
heldur er þetta samheiti á
mönnum og félagsskap, sem
beitir þeim aðferðum, sem
Auk kirkjukórsins var um langt
skeið starfandi við Keflavíkur-
kirkju karlakvartett undir stjórn
Geirs. Söng hann m.a. við flestar
útfarir í Keflavfk og miklu víðar.
Eftir að Ytri-Njarðvík varð sér-
stakur söfnuður árið 1968 hafði
hann sínar guðsþjónustur f
Félagsheimilinu Stapa. Frú Hlíf
Tryggvadóttir hafði þá fyrir
nokkru stofnað þar kór og stjórn-
aði honum, en lét af því starfi
skömmu eftir að söfnuðurinn var
stofnaður. Það starf tók Geir
einnig yfir á sínar herðar. Þannig
hefir hann sfðustu árin verið
organisti i þremur sóknum, og
rækt það mikla starf á þann veg,
að fáir hefðu í hans sporum
reynzt traustari og betri. Um það
get ég dæmt af eigin reynslu. Nú
mætti ætla, að hið yfirgripsmikla
organista og söngstjórastarf væri
kappnóg verkefni fyrir einn
mann. Og vissulega er það svo. En
eigi að síður hefir Geir, eins og
áður er sagt, haldið vélstjórastarf-
inu fram á þennan dag. En síð-
ustu árin er miklu minna talað
um „Geira í Milljón“, en „Geiri
organisti" þeim mun oftar nefnd-
ur meðal Keflvíkinga.
Af samstarfi okkar Geirs gæti
ég sagt langa sögu, því vissulega
er margs að minnast. En það væri
alltof langt mál að fara út i þá
sálma f stuttri afmælisgrein.
Ég veit, að margir organistar
hafa meiri lærdóm að baki sér en
hann. En á móti þeirri staðreynd
koma margir eiginleikar, sem
vega þungt á metunum. I fyrsta
lagi hefir hann, að mestu leyti af
sjálfsdáðum, náð þeirri tækni í
organleik, sem undravert hlýtur
að teljast, þegar þess er gætt, að
þessir menn telja sér sennilega
sóma að, eða leggja a.m.k. fyrir
sig.“
Þess skal getið að yfirlýsing
Vilmundar Gylfasonar er á bls.
26 í blaðinu í dag.
UM TVENNT AÐ VELJA,
AÐ RÁÐHERRA DRAGI
UMMÆLI SÍN TIL
BAKA EÐA SEGI AF SÉR
Morgunblaðið snéri sér til
Þorsteins Pálssonar ritstjóra
Vísis vegna þessa máls.
Þorsteinn svaraði:
„Við lesendur Morgunblaðs-
ins get ég ekki á þessu stigi sagt
mikið umfram það sem þeir
hafa þegar lesið í yfirlýsingu
minni í Vísi í dag. Það liggur í
augum uppi, að dómsmálaráð-
herra hefur að sjálfsögðu
heimild til að greina frá því
opinberlega að hann hafi undir
höndum sannanir á tiltekna
menn um að þeir séu mafíu-
glæpamenn. Þegar svo stendur
á, ber hann jafnframt ábyrgð á
þvf samkvæmt stjórnskipunar-
lögum, að slíkum mönnum sé
komið bak við lás og slá. Beri
hins vegar dómsmálaráðherra
fram slíkar ásakanir á tiltekna
menn að ósekju, eins og hann
hefur nú gert, sér hver heilvita
maður að hann á aðeins um
tvennt að velja, að draga um-
mæli sín til baka eða segja af
sér. Mér he^ur ávallt verið
fremur hlýtt til Ölafs Jóhannes-
sonar enda er ekki langt síðan
hann var kennari minn í
háskóla. Ekki sizt fyrir þær sak-
ir fannst mér rétt að gefa
honum kost á því að draga um-
mæli sín til baka áður en lengra
er haldið. Að því leyti til er
framvinda málsins nú undir
honum komin. En það er ekki
unnt að loka augunum fyrir
því, að hér er um mjög alvar-
legt mál að ræða. Þegar dóms-
málaráðherra lýsir yfir, að
hann ætli að láta mig svara til
saka fyrir mafíuglæpi vegna
ritstjórnar minnar á Vísi, get ég
ekki litið á það á annan veg en
ríkisstjórnin sé að ögra rétti
Vísis til sjálfstæðrar blaða-
mennsku. Þetta álit mitt stend-
ur óhaggað þar til ummælin
hafa verið dregin til baka eða
Ólafi Jóhannessyni veitt lausn
frá dómsmálaráðherra-
störfum.“
„HEF SKÖMM A
SKRIFUM VlSIS UM
DÓMSMÁLARÁÐHERRA“
Gunnar Thoroddsen félags-
hann var kominn á sextugsaldur,
er hann fyrir alvöru lagði út á þá
braut. Og svo er hann fæddur
söngstjóri. Þá kemur til greina
hin einstaka ljúfmennska hans og
lipurð í öllu samstarfi. Og síðast
en ekki sízt hlýt ég að nefna
hugarstefnu hans, sem grund-
völluð er á bjargfastri trú, sem er
allt í senn, víðsýn, éinlæg og djúp.
I ljósi þeirrar staðreyndar lít ég
starf hans við orgelið og söng-
stjórnina fyrst og fremst. Það er
ekki unnið af dauðri skyldukvöð
og ekki vegna tímanlegs hagn-
aðar. Og ekki heldur, a.m.k. ekki
eingöngu af listrænni nautn eða
tjáningarþörf. Grunntónninn er
alltaf fyrst og síðast, af trúarleg-
um toga spunninn. Það er hin
trúarlega túlkun, sem gefur öllu
tónlistarstarfi Geirs Þórarins-
sonar það gildi, sem aldrei verður
þakkað og metið svo sem vert
væri.
Hér skal nú staðar numið. Um
leið og ég þakka mínum kæra
vini, Geir Þórarinssyni, fyrir
meira en tveggja áratuga kynni
og samstarf, sem aldrei féll
nokkur skuggi á, flyt ég honum
einlægar árnaðaróskir frá mér og
fjölskyldu minni á þessum tfma-
mótum I lífi hans. Megi orgelið
óma og söngurinn hljóma enn um
langa hríð undir stjórn hans. Og
kirkjunni okkar fslenzku bið ég
þess, að hún mætti eignast sem
flesta þjóna, er feta í fótspor þín,
vinur minn, Geir, í stöðugri og
markvissri viðleitni við að miðla
söfnuðinum þvf bezta og bless-
unarríkasta, sem okkur mönnum
er gefið, — fagnaðarerindinu, — í
trúfastri trú.
Björn Jónsson.
málaráðherra gaf í gær út eftir-
farandi yfirlýsingu:
„Vegna ummæla Sighvats
Björgvinssonar vil ég að það
komi fram er nú skal greina: Á
síðastliðnu sumri var ég beðinn
að taka sæti, sem einn af fimm
stjórnarmönnum í útgáfufélagi
Vísis. Varð ég við þeirri ósk,
fyrst og fremst í þeim tilgangi
að reyna að koma á sáttum í
þeim deilum, sem þá voru uppi
í félaginu. Það varð ljóst á
fyrsta fundi að meirihluti
hinnar nýju stjórnar taldi ekki
grundvöll fyrir samkomulagi
og hef ég því ekki skipt mér
síðan af málefnum Vísis.
Ég vil taka það fram, að ég
hef skömm á skrifum i blaðinu
undanfarna daga um dóms-
málaráðherrann."
rAðherrann hefur
MÆTT A FUNDUM
REYKJAPRENTS
Vegna yfirlýsingar Gunnars
Thoroddsens félagsmálaráð-
herra, þar sem hann sagðist
ekki hafa tekið þátt í störfum
stjórnar Reykjaprents hefur
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Vís-
is, tekið fram, að ráðherrann
hafi mætt á stjórnarfundi eftir
að síðasti aðalfundur var
haldi'nn og ákvörðun um ráðn-
ingu ritstjórnarfulltrúa nú
fyrir skömmu hafi verið tekin f
samráði við hann.