Morgunblaðið - 03.02.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976
15
Pétur Guðmundsson
Kjarri í Ölfusi 80 ára
Pétur Guðmundsson Kjarri í
Ölfusi er áttarfu ára í dag. Pétur
er fæddur í Kollafirði 3. febr.
1896 á heimili afa síns, Kolbeins
Eyjólfssonar. Foreldrar Péturs
voru um það leyti í Kollafirði en
fluttu stuttu síðar til Reykja-
víkur. Pétur dvaldi á sumrin í
Kollafirði til fermingaraldurs en
ólst að öðru leyti upp i Reykjavík
í foreldrahúsum. Þegar Pétur
komst af æsku- og unglingsárun-
um, tók alvara lífsins við og
vinna, sem ekki þótti vel borguð i
byrjun. Hann vann lengi í Slippn-
um í Reykjavik, sem var þá ekki
síður en nú þjóðþrifafyrirtæki. Á
tímabili vann Pétur á eyrinni og
var vinnutíminn að jafnaði 60
stundir á viku. Var kaupið með
þessum vinnutíma 15 kr. á
viku. En forstjóri Slippfé-
lagsins hafði augástað á Pétri
og vildi fá hann aftur til
þess að vinna hjá fyrirtæk-
inu. Var hann beðinn að taka
að sér verzlunina í Slippnum og
það gerði hann. Var Pétur þar
verzlunarstjóri í rúmlega 10 ár.
Að þeim tfma Ioknum réðst hann í
sjálfstæðan atvinnurekstur og
opnaði verzlunina Málarann í
Lækjargötu 2, en skömmu seinna
var verzlunin flutt í Bankastræti
7. Málningarvöruverzlunin gekk
vel undir stjórn Péturs, sem var
allt í senn fyrstu árin, forstjóri,
afgreiðslumaður í búð, bókari og
pakkhúsmaður. Þá var vinnudag-
ur Péturs lartgur og strangur.
Árið 1935 stofnaði Pétur
Málningaverksmiðjuna Hörpu
h/f og byrjaði rekstur verk-
smiðjunnar 3. febr. 1936. Var það
fyrsta fyrirtæki þeirrar tegundar
hér á landi. Það var vissulega
brautryðjendastarf að hefja fram-
leiðslu á málningu i landinu.
Vrnsir byrjunarerfiðleikar gerðu
vart við sig, sem tókst að yfir-
vinna, eftir að efnafræðingur var
fastráðinn að fyrirtækinu.
Verzlunin í Bankastræti gekk vel
og málningarframleiðslan komst í
gott horf. Pétur sá góðan árangur
af erfiði sínu og var orðinn vel
efnaður á hérlendan mælikvarða.
Hann hefði því getað unað vel hag
sínum áfram í höfuðborginni. En
frá þvi Pétur var ungur i sveit og
naut fegurðarinnar í Kollafirði,
geymdi hann þá von i brjósti að
geta búið í sveit, gengið á grasi,
unnið að ræktunarmálum og
horft á búpening i húsi og haga.
Æskudraumurinn rættist fyrir 25
árum, þegar hann keypti Þóru-
staöi í Ölfusi. Þar byggði Pétur og
ræktaði eins og hugurinn stóð til.
Margir komu að Þórustöðum, sem
vildu sjá fyrirmyndarbýli, bæði
erlendir gestir og innlendir. Að
því kom að bóndinn á Þórustöðum
fann, að starfsþrekið var ekki
eins mikið og áður og að hann
þoldi ekki það umfangsmikla
amstur, sem stórum búrekstri
fylgir. Var því ekki um annað að
ræða en hætta umfangsmikilli
búsýslu. Þar byggði Pétur snoturt
íbúðarhús sem hann býr i með
konu sinni Rögnu Sigurðardóttur.
Er nýja heimilið nefnt Kjarr. Þar
vinna bæði hjónin að hugðarefn-
um sínum og prýða heimilið eins
og bezt má verða. Skógur er rækt-
aður í kringum húsið og hefir
hann dafnað vel á stuttum tíma. A
sumardögum er blómaskrúð
mikið og margs konar plöntur,
sem prýða umhverfið í
Kjarri. Er umgengni öll úti
og inni húsráðendum til mik-
ils sóma. Ræktunin i
Kjarri sýnir hvað gera má í
islenzku umhverfi, þegar menn
hafa auga fyrir fegurð og nægi-
legan tíma og kunnáttu i garð-
rækt og margþættu ræktunar-
starfi. En það hafa þau bæði
hjónin i Kjarri. Pétur nýtur þess
að sjá alla ræktunina í kringum
nýja heimilið ásamt víðfeðmu og
mikilfenglegu útsýni þaðan.
Línum þessum fylgja beztu af-
mæíisóskir.
Ingólfur Jónsson
Öllum tæknilega-hugsandi bíleigendum hefur
löngum veriö Ijóst, aö vanstilltar og brunnar
platínur, svo og þéttir, sem ekki eru í lagi, eru
algengasta orsök gangtruflana og óhóflegrar
benzíneyðslu.
Báöir þessir veiku hlekkir eru úr sögunni meö
tilkomu platfnulausu transistorkveikjunnar.
Fyrsta platínulausa transistorkveikjan í heim-
inum var smíðuð af LumenÉtton LTD.
Sex ára þróun og sjö einkaleyfi á tæknilegum
lausnum er kaupendum trygging fyrir því
Þessi viðurkenning er
aðeins veitt einum
aðila ár hvert fyrir
framúrskarandi tækni-
nýjung.
BEZTA SEM VOL ER A
Lumenition
Platínulaus transistorkveikja er nú-
tíma lausn.
Ef benzínvélin hefði verið fundin upp á því
herrans ári 1975 er það öruggt mál, að engum
hefði dottið í hug að nota platínur og þétti. Þess
í stað væri notaður elektrónískur rofi eins og nú
færist í vöxt.
Búnaðurinn samanstendur af magnara, sem
hækkar spennuna, púlsgjafa, sem skrúfaður er í
kveikjuna þar sem platínurnar voru áður og
neistaskammtara sem þræddur er upp á
kveikjuöxulinn og kemur undir kveikjuhamar-
inn. Neistaskammtarinn er með jafnmörgum
blöðum og strokkafjöldi viðkomandi vélar. í
púlsgjafanum er díóða sem sendir frá sér infra-
rautt Ijós og Ijósnæmur transistor nemur þann
geisla. Neistaskammtarinn snýst með kveikju-
öxlinum og í hvert skipti sem blöð hans skera
geislann rofnar straumurinn á háspennukeflið
og neisti hleypur á viðkomandi kerti Einfaldara
— og jafnframt öruggara — getur það ekki
verið.
Kostirnir eru augljósir.
I platínulausri transistorkveikju eru Magnari
engir hlutir, sem eyðast eða'breyta sér.
Eftir ísetningu er kveikjan stillt í eitt skipti fyrir
öll og síðan þarf ekki að hafa frekari afskipti af
tímastillingu. Missmíði á knöstum, jafnvel slit í
fóðringum, hefur engin áhrif á kveikjutímann.
Kostnaöarsöm skipti á platínum og þétti, svo og
kveikjustilling eru úr sögunni. Start, gangmýkt,
viðbragð og benzínnýting verður mun betri.
Kerti endast lengur, því neistinn verður miklu
sneggri, þannig aö sótug kerti og jafnvel
benzínblaut skapa ekki vandamál.
Kaldakstur með innsogi er nánast úr sögunni
og er það eitt ekki svo lítið atriði í stuttum
snattakstri, bæði hvað snertir benzíneyðslu, sót-
myndun og endingu vélarinnar.
Bílaframleiðendur eru sannfærðir.
Allir amerískir bílar af árgerð 1975 eru með
platínulausum kveikjubúnaði. Ástæðan er sú,
að þessi búnaður veldur minni mengun, einfald-
lega vegna þess að benzínbruninn verður full-
komnari, sem að sjálfsögðu eykur orkuna og
sparar benzín.
Nlðurstöður af tilraunaakstri.
Fulltrúum frá Royal Automobil Club í Englandi
var fengið það verkefni að gera samanburð á
vél með venjulegri kveikju annars vegar og
IdMDSOÉSKO platínulausri transistorkveikju hins
vegar. Tilraunin fór fram í janúar og febrúar
1972 og fyrir valinu varö Ford Cortina 1600 L.
Útdráttur fer hér á eftir.
Benzínspamaður:
Tilraun 1: Vegalengd 282 mílur.
Meðalhraði 34,53 mílur/klst.
Benzíneyðsla 31.33 mílur/gallon.
Tilraun 2: Vegalengd 281,2 mílyr.
Meðalhraði 36,28 mílur/klst
Benzíneyðsla 32,14 mílur/gallon.
Báðar tilraunirnar endurteknar — en nú með
ÍAHDSDÍfiSD í stað platina:
Tilraun 1: Vegalengd 281,2 mílur.
Meðalhraði 35,30 mílur/klst.
Benzíneyðsla 34,08 mílur/gallon
í stað 31,33 áður.
Niðurstaða: 8,77% betri benzínnýting.
Tilraun 2: Vegalengd 281 míla.
Meðalhraði 35,72 mílur/klst.
Benzineyðsla 34,85 mílur/gallon
í staö 32,14 áður
Niðurstaða: 8,43% betri benzfnnýting.
Viðbrögð vélar: Með plattnum: Uimenition
0—30 mílur/klst 4,4 sek 4,0 sek.
0—40 mílur/klst 7,0 sek 6.6 sek
0—50 milur/klst 10,4 sek 9,2 sek
0—60 mílur/klst 14,0 sek 13.4 sek.
0—70 mílur/klst 19.6 sek 19.2 sek
Ofanskráðar tölur eru mðurstöður af tilraunum
hlutlausra aðila og er skýrslan í heild öllum
aögengileg hjá framleiðendum.
í fyrri tilraunum miðast við nýjar platínur og
hárrétt stillta vél — þannig, aö samanburður
verður mun hagstæðari fyrír LwnenHlon.
þegar áferð á platínum eða platínubil breytist.
Allir, sem eitthvert vit hafa á vélum, vita að
benzíneyðsla og afköst vélar eru í beinu hlutfalli
við ásigkomulag og stillingu á platínum. Flestir
ökumenn gera sér enga rellu út af þessu — fyrr
en vélin fer aö verða treg í gang — án þess að
hugleiða, að þá þegar hafa tugir, jafnvel hundr-
uð lítra af bensíni runniö ónýttir út í gegnum
útblástursgreinina.
Línuritið hér að ofan gefur nokkra hugmynd um
benzíneyðsluna Bíleigandi sem hirðir ym að
stilla og hreinsa platínur á 4 þús km fresti getur
gert sér vonir um aö afköst og eyösla fylgi
tenntu línunni. Hjá hinum, sem ekkert gera,
gildir bogalínan Meó Lumenétton næst strax
8% betri nýting, sem helzt óbreytt upp frá því.
Sparnaðurinn í fyrra tilfellinu er rauólitaði flötur-
inn en í því síðara allur skástrikaði flöturinn, frá
efri brún rauðu línunnar að bogalinunni.
I prósentum þýðir þetta annars vegar ca
8—15% en hins vegar 8—25% Miðað við
benzínverð kr. 57 pr. Itr liggur sparnaðurinn í
öðru tilfellinu milli kr. 4,50—8,50 en i-hinu kr.
4,50—14,20. Erlendis er reiknað með 15%
meðaltals-sparnaði á ársgrundvelli. sem í dag
eru kr. 8,55 fyrir hvern greiddan bensínlítra
8-20% BEIMZÍNSPARNAÐUR
er adeins einn avinningur af mörgum eftir
isetningu platinulausu transistorkveikjunnar
Lumenition
Platínulausa transistorkveikjan er
eina raunhæfa
endurbótin á
kveikjukerfinu
frá því benzínhreyfillinn var fundinn upp
Loksins geta bíleigendur losnað við
peningaaustur í benzín sem ekki nýtist
og óhjákvæmiiegan kostnað við endur-
nýjun og stillingu á kveikjukerfinu.
Einkaumboð á íslandi.
■— HABERG ht
Skeifunni 3e*Sinú 3*33‘4S
Háberg h.f. er sérverzlun fyrir varahluti i
rafkerfi þýzkra og sænskra bifreiða.
Ennfremur bjóðum við spennustilla (cut-
out) og siur i flestar geröir bifreiða. svo
°g hleðslutæki og urval mælitækja fyrir
bifreiöaverkstæði
Umsagnlr ökumanna um Lumenítioi]
Ný umferðarljós
við Grensásveg
KVEIKT verdur á umferðarljós-
um á gatnamótum Grensásvegar
og Fellsmúla-Skeifunnar nk.
þriðjudag kl. 14, að þvf er segir f
fréttatilkynningu frá gatnamála-
stjóranum f Reykjavfk:
Umferðarljósin eru sett upp
vegna þess, að umferð hefur
aukizt um þessi gatnamót síðustu
ár og talsverð brögð verið að því,
að aðalbrautarréttur væri ekki
virtur. Þá hefur miðsvæði gatna-
mótanna margoft fyllst skipulags-
lítið af ökutækjum og gert um-
ferðarstjórn lögreglunnar erfiða.
Ennfremur er' vaxandi umferð
fótgangenda um gatnamótin
vegna stórverzlana þarna í nánd.
Umferðarljósin eru tímastýrð
og tengd umferðarljósum á
Miklubraut og Suðurlandsbraut.
Þau eru að þvi leyti frábrugðin
umferðarljósakerfi Miklubrautar,
að þau hafa engan sérstakan
vinstri beygjutíma, enda ekki um
sérstakar beygjureinar að ræða.
Vinstri beygja úr suðri og upp
Fellsmúla hefur þó verið auðveld-
uð þannig, að grænt ljós slokknar
nokkrum sekúndum fyrr á um-
ferð úr norðri en suðri, jafnframt
því sem græn ör logar með græna
ljósinu móti umferð úr suðri. Er
þetta m.a. gert vegna strætis-
vagna, en leið 6 fer um Fellsmúla.
Umferð inn í gatnamótin að
degi til er að meðaltali um 1300
ökutæki á klst., en yfir 2000 á
klst. á mestu umferðartímum.
Mest er umferðin eftir Grensás-
vegi.
Arekstrar á gatnamótunum
hafa verið tíðir á undanförnum
árum. Árið 1973 urðu þar 24
árekstrar, 29 á árinu 1974 og 22 á
árinu 1975. Árekstrarnir hafa
flestir orðið undir réttu horni og
því með miklu eignatjóni.
Nokkrar aðrar tillögur hafa
komið fram um lagfæringu á um-
ferð um þessi gatnamót, svo sem
bann við vinstri beygjum,
einstefnuakstur á Skeifunni til
norðurs og tenging frá Skeifunni
til austurs i Suðurlandsbraut eða
Skeiðarvog. Uppsetning um-
ferðarljósa á gatnamótin varð þó
niðurstaðan að lokum.
eynir Kristjánsson skrifstm.
íjá J. Þorláksson & Norðmann.
Bifr. Cortina 1300 L ’71:
Cg setti búnaðínn f þ. 15. nóv.
Bíllinn er augljóslega gangþýð-
ari og gangsetning er öruggari.
Vegna umhleypingasamrar
veðráttu frá þeim tíma, er erfitt
að gera samanburð á bensfn-
eyðslu en hún er allavega ekki
meiri. Þó ég feginn vildi get ég
ekki fundíð þessu neitt til for-
áttu, ég veit ekki hvort þetta er
framtfðin en það er mikil fram-
för að losna við platfnurnar sem
vilja gera manni grikk. Hvort
ég mundi hafa platfnur með til
vara í langferð? Nei, ég treysti
þessu fullkomlega.
Jón Þorgrímsson bifvélavirki og
eig. bifr.verkst. á Húsavík.
Bifr. Volvo 144 G1 74:
Ákaflega jákvætt, setti sjálfur f
mínn bfl og 25—30 aðra, er þar
að auki með marga á bíðlista.
Alveg klár á þvf að þetta er
framtfðin hvað varðar kveikju-
kerfið.
Egill óskarsson forstj. véla-
verkst. Egils Óskarssonar.
Bifr. Blazer 8 cyl. 71:
Þetta er það sem kemur. Ég
setti þetta f Blazerinn f ágúst sl.
og fór þá I reynsluferð. Eyðslan
var um 10% minni, hann er
miklu hressari og öruggari en
áður og kertin endast betur.
Munurinn er ekki svo mikill
þegar platfnurnar eru nýjar, en
mikill munur er að þurfa
ekkert að hugsa um þær.
Enginn galli hefur ennþá komið
f Ijós.
Gunnar Gunnarsson eig.
varahl.verzl. á Egilsstöðum:
Reynslan hefur sýnt og sannað
ágæti þessa kerfis á þeim stutta
tfma sem þetta hefur verið f 3
Broncojeppum hér á Egilsstöð-
um frá þvf í sept sl. Set þetta
alveg hiklaust f minn bfl þegar
það kemur til landsins. Að mfnu
áliti er þetta ábyggilega fram-
tfðin.
Geir Óskarsson bifrstj.
Bifr. Cortina 1600 sjálfs. '68:
Eg las um þetta f ensku bfla-
blaði fyrir um tveimur árum og
fékk þá áhuga á þvf og setti f
bílinn minn fyrir rúmu ári. A
þessum tfma hef ég ekki orðið
var við einn einasta galla og
ekki þurft að hreyfa við neinu.
Fer með um 14—2 lítr. minna á
hundraðið. Stuttu eftir fsetning-
una fór ég í langferð og hafði
platfnur með mér en ég er fyrir
löngu búinn að henda þeim. Ég
tel þetta tvfmælalaust framtfð-
ina.
Eirikur Asgeirsson forstj.
S.V.R.
Bifr. Volvo 144 DL 74:
Eg er löngu búinn að gleyma
platfnum og kertum þar sem ég
hef engar áhyggjur þurft að
hafa af slfkum hlutum frá þvf f
sumar, en þá skipti ég yfir f
þennan búnað. Miðað við kost-
ina sem er betra viðbragð og að
hann er alltaf rokinn f gang við
fyrsta snúning, væri mér alveg
sama þó bensfneyðslan væri
óbreytt, þó mér finnist á budd-
unni að hann eyði minna.
Stefán Agnarsson, bifv.virki
VW 1302 71:
Mágur minn setti þennan búnað
í „rúgbrauðið" hjá sér og var
svo ánægður, að ég ákvað að fá
mér þennan búnað Ifka. Við-
bragð og vinnsla gjörbreyttist
og það albesta er, að nú, 7
vikum sfðar er það alveg
óbreytt. Aður þurfti ég alltaf að
fylgjast með platfnubilinu.
Eyðslan? Mér finnst hann eyða
svipað og áður en fór að snjóa,
svo eyðslan hlýtur að vera tölu-
vert minni.
Grétar Björnsson, bókari
VW 1600 70
Ég hef ekkert vit á vélum, en ég
vildi að ég hefði eignast þetta
fyrr. Ég hef ekkert fylgst með
bensfneyðslunní en hún mætti
gjarnan vera meiri, þvf svona
vil ég hafa hflinn.
Bjarni Lárusson, vélstjóri
Landrover ’69:
Ef ég héldi að ég fengi helmingi
betri árangur með þvf að setja
tvö tækí f bflinn, þá myndi ég
ekki hika við að gera það.
Haraldur Þórðarson bifrsm. hjá
S.V.R.
Bifr. Bronco 8 cyl. 73.
Mér fannst rétt að prófa
búnaðinn eftir að ég hafði lesið
um hann og varð ekki vonsvik-
inn. Ég skipti yfir f júlf, daginn
áður en ég fór á Sprengisand,
hann varð alveg ómögulegur
fyrst en ég fékk þá bifvéla-
virkja til að stilla kveikjuna og
eftir það hefur hann verið eins
og hugur manns. Kaldstart er L
flokks og viðtökur við gasgjöf
jukust að mun sem þýðir að
bensfneyðsla hlýtur að vera
minni. Ég álft að raki f kveikju-
kerfi hafi minni áhrif með
húnaðinum, þvf ég hef sullazt
óvenjulega mikið á bflnum f
vatni og snjó og þrátt fyrir það
er gangurinn alltaf jafngóður.
Hlýtur að vera framtfðin.
Guðbjartur Sturluson framlstj.
hjá Halldóri Jónssyni h/f.
Bifr. Bronco 6 cyl. '66:
öll atriði sem ég merki eru
jákvæð og þessi búnaður á að
mínu áliti allan rétt á sér. Það
að þetta skuli vera komið f alla
bandarfska bfla frá árinu 75,
ber uppfinningunni bezta
vitníð.
ólafur Pálsson afgrm. hjá BP.
Bifr. Saab 99 75.
Ég frétti um þetta í haust fyrir
5 mán. og ákvað að prófa það.
Ctkoman varðgeysileg breyting
á bflnum hvað gang og gang-
setningu snerti, ég er ekki alveg
viss með eyðsluna en allavega
er nýtnin betri. Hef ekki orðið
var við galla eða ókosti á
búnaðinum og tel hann stórt
skref fram á við.
Friðþjófur Hraundal eftirlitsm.
hjá rafmeftirl. ríkisins.
Bifr. Blazer 6 cyl 74:
Ég hef haft þennan búnað í
Blazernum í 2 mánuði og þóttist
strax merkja áberandi þýðari
gang, hann er fljótari f gang f
kuldum, en ég hef ekki haft
aðstöðu til að mæla bensfn-
eyðslu. Ég ætla að búnaðurinn
sé þess virði að hafa hann og
geri ráð fyrir að þetta sé
framtfðin. Þegar ég hafði ekið
nokkurn tfma með þessu kom
fram einkennilegt hljóð frá vél-
inni, það var af þvf að neista-
skammtarinn hafði strokizt við
snertlana f lokinu, en ég strauk
af endum rofans með ffnni þjöl
og síðan hefur allt gengið eins
og f sögu.
Jón H. Sigurðsson, forstj. Slipp-
félagsins h/f.
Bifr. Volvo GL 72:
Ég setti þennan búnað f bflinn
minn fyrir tveimur mánuðum
með aðstoð kunningja mfns,
Kolbeinn f Hábergi stillti
kveikjuna, og síðan hef ég ekki
hreyft við neinu. Bfllínn gjör*
breyttist þannig að hann er
mikið viðbragðssneggri, fer
alltaf f gang á fyrsta snúningi,
jafnvel f mestu frostum. Ég hef
ekki mælt bensfneyðsluna en
mér finnst hann eyða minna.
Konan mfn er sérstaklega
ánægð.
Bjarni Steingrímsson múrari.
Bifr. Saab 96 74:
Þetta er alveg frábært. Ég setti
búnaðinn f bflinn f júlf sl. og
fann strax jákvæða breytingu,
t.d. f kaldstarti. hann fer alltaf f
gang á fýrsta. Ég treysti þessu
fullkomlega og vildi ekki skipta
yfir á platfnur fyrir nokkurn
pening. Vélarhúsið fylltist af
snjó um daginn en hann fór f
gang eins og að sumarlagi. Það
er viss lýftrygging fólgin í þvf
að aka gangöruggum bfl.