Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 197«
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. sfmi 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Ý stjórnmálum gildir
X það sama og við skip-
stjórn. Þegar öldur rísa og
boðar brotna þurfa skip-
stjórnarmenn að sýna
hæfni og æðruleysi. Á ýf-
ingatímum eins og þeim,
sem nú ganga yfir landió,
hlýtur sú krafa að vera
gerð til þeirra, sem í for-
ystu eru, að þeir fari að
öllu með gát og láti ekki
tilfinningar sinar og
annarra ráða ferðinni.
Yfirvegun og skynsemi eru
nauösynlegir eðliskostir á
stórum stundum.
Á þetta er minnzt hér af
augljósum ástæðum, enda
hefur Morgunblaðið gert
þær kröfur til sjálfs sín, að
það láti ekki tilfinninga-
hita hlaupa með sig í
gönur, en vegi og meti stað-
reyndir stjórnmála af
kaldri skynsemi. Enda þótt
á ýmsu hafi gengið í innan-
landsmálum undanfarna
daga og úfar risið með
mönnum og flokkum vegna
ummæla um Ólaf Jó-
hannesson dómsmála-
ráðherra og ummæla
hans um þá, sem á
hann hafa ráðizt, er ekki
ástæða til að hlaupa upp til
handa og fóta og fella
endanlega dóma, heldur
ættu menn að kynna sér
rækilega öll rök og fullyrð-
ingar með og móti og reyna
svo sjálfir, að mynda sér
skoðun á þeim forsendum,
sem fyrir liggja. Morgun-
blaðið hefur birt heimildir
þessa máls og vill með því
gefa lesendum sínum tæki-
færi til að fylgjast sem bezt
með því. Þannig telur blað-
ið sig bezt gegna því hlut-
verki sínu að vera lang-
stærsta blað landsins og
mæta þeim kröfum sem til
þess eru gerðar sem slíks.
Aðalatriði þessa máls
virðist nú vera það, að
dómsmálaráðherra lagði í
ræðu sinni á Alþingi í gær
heiður sinn að veði fyrir
þvi, að engin fjárhagsleg
tengsl væru milli Klúbbs-
ins og Framsóknarflokks-
ins — og meðan annað
kemur ekki í Ijós verða
menn að taka slíka yfirlýs-
ingu góða og gilda, og
rengir Mbl. það ekki að
ráðherrann skýrir frá
þessu eftir beztu vitund.
Einnig er það kjarni þessa
máls, að rannsókn þeirra
sakamála, sem unnið er að,
leiði til þess, að hinir seku
verði fundnir, og stefna
verður að því, að öll kurl
komi til grafar. Við getum
ekki unað því, að íslenzkt
þjóðfélag sé mergsmogið af
sakamönnum, sem e.t.v.
hafa framið glæpi, sem
hingað til hafa verið tengd-
ir öðrum löndum en Is-
landi.
Hitt er svo annað mál —
og ekki veigaminna — að
lífshagsmunir íslenzku
þjóðarinnar, landhelgis-
málið, hefur að því er virð-
ist fallið í skuggann fyrir
þeim umræðum um dóms-
mál, sem hér hefur af aug-
ljósu tilefni verið drepið á.
Islenzka þjóðin ætlast til
þess, að á því máli sé tekið
af alvöru og festu og
athygli manna verði beint
að kjarna þess, því að
mikið er í húfi, að vel takist
til. Forsætisráðherra, Geir
Orðvíg og ábyrgð
Hallgrímsson, mun í dag
gefa þjóðinni skýringar á
því, hvernig það mál stend-
ur og er þess þá að vænta
að athyglin beinist að því
fyrst og síðast.
Hvernig sem því máli
reiðir nú af, er nauðsyn-
legt að landsmenn samein-
ist um, að friðunar-
áformum á miðunum verði
framfylgt, og enda þótt ný
hætta skapizt á miðunum,
verður að bægja henni frá
með þolgæði og þolinmæði,
enda má segja, að ekki sé
óeðlilegt að Bretar hafi
enn ekki áttað sig til fulls,
svo skammur tfmi sem
liðinn er frá útfærslu
okkar. En hvernig sem nú
fer, er hitt víst að mikið
hefur áunnizt með upplýs-
ingastarfsemi í Bretlandi
og öll þróunin í alþjóðahaf-
réttarmálum hnígur hægt
og bítandi í þá átt, sem við
helzt kjósum. Við eigum að
einbeita kröftum okkar að
því að flýta þeirri þróun,
en jafnframt er nauðsyn-
legt að berast ekki á bana-
spjót hér innanlands,
meðan við eigum í
hatrammri baráttu fyrir
lífi okkar á miðunum og
erlendis. Ríkisstjórn Is-
lands á því mikið verk fyrir
höndum á næstu vikum.
Lífshagsmunir þjóðar-
innar krefjast þess, að
sterk stjórn með mikinn
þingmeirihluta verði við
völd á Islandi.
Mikil leit að ræningj-
um 119 verka Picassos
Avignon 2. febrúar — Reuter
LÖGREGLAN f Frakklandi
leitar nú þriggja byssumanna
sem rændu 119 af sídustu verk-
um Pabio Picasso um helgina
úr Páfahöllinni f Avignon, þar
sem 201 verk Picassos voru til
sýningar eftir dauða hans. Eina
verulega vfsbending lögregl-
unnar um ræningjana er að
einn þeirra talaði spænsku.
Næturvörður sem byssumenn-
irnir lúbörðu segir að einn
þeirra hafi talað spænsku, en
þeir skildu ekki eftir nein
fingraför. Þetta er einhver
mesti listaverkaþjðfnaður sög-
unnar og sumir sérfræðingar
telja að málverkin séu um 20
milljón franka virði eða sem
svarar um 695,2 milljónum fsl.
kr. Talið er hins vegar að verk-
in hafi verið tryggð fyrir lægri
upphæð en þetta.
Picasso hafi ekki sett nafn
sitt á neitt hinna stolnu verl$a,
en meðal þeirra er uppáhalds-
verk hans sjálfs, „Ungi málar-
inn“, að því er embættismenn
sögðu í dag.
Lögreglan vonar að þremenn-
ingarnir muni að lokum hegða
sér á líkan hátt og þeir sem
stóðu fyrir síðasta meiri háttar
listaverkaþjófnaðinum í Frakk-
landi árið 1961, er málverkum
eftir Cezanne var stolið úr safni
í Aix-en-Provence en þau síðar
skilin eftir f stolnum bfl.
Lögreglumenn segja að ræn-
ingjarnir virðist ekki hafa haft
nokkra sérstaka áætlun um
hvaða verk þeir tækju með sér,
og stjórnandi sýningarinnar,
Paul Ruaux, sagði: ,,Ég held að
þeir hafi tekið þau verk sem
auðveldast var að ná. Þetta eru
hreinustu helgispjöli fyrir
okkur.“ Borgarstjórinn í
Avignon kallaði ránið „óskap-
Iegt áfall fyrir borgina".
Observer:
Bretar geta veitt allt að 2.2
millj. lonn á ári inniui 200 niíhia
BREZKA blaðið Observer segir
s.l. sunnudag, að sú skoðun eigi
vaxandi fylgi að fagna innan
brezka fiskiðnaðarins, að ef
rfkisstjórnin ráði ekki við Is-
lendinga, þá eigi hún að ganga f
lið með þeim. Þá skýrir blaðið
frá þvf, að eitt stærsta útgerðar-
fyrirtæki í Bretlandi, The Brit-
ish United Trawlers, hafi sent
brezka Jandbúnaðarráðuneyt-
inu áskorun þess efnis, að gera
eins fljótt og unnt er ráðstafan-
ir til að ná óskoruðum yfirráð-
um á hafsvæðum umhverfis
Bretlandsstrendur.
Blaðið segir, að gert sé ráð
fyrir yfirráðasvæði allt að 200
mílum frá ströndum landsins
eða að miðlínu, þar sem minna
en 400 sjómílur eru milli
stranda, auk þess sem gert sé
ráð fyrir því að 100 mílna fisk-
veiðitakmörk verði sett þar sem
Bretar einir megi veiða, ellegar
að miðlínu þar sem það á við.
Observer-greininni fylgdi
kort, þar sem sýnd voru mörk
hugsanlegs yfirráðasvæðis. Þar
voru sýnd fiskimið og aðskiljan-
Iegar fisktegundir merktar inn
á kortið eftir veiðisvæðum.
Blaðið hefur það eftir The Brit
ish Jnited Trawlers, að þegar
Bretar hafi náð yfirráðum á
þessum hafsvæðum geti þeir
veitt allt að 2.2 milljónir tona á
ári.
„Þetta mundi hafa í för með
sér að við gætum sjálfir veitt
allt að 90 af hundraði þess afla,
sem við þurfum á að halda, á
móti 85 af hundraði nú. Samt
sem áður væru 1.4 milljónir
tonna eftir til útflutnings og til
að semja um veiðar við aðrar
þjóðir í skiptum fyrir veiðar
Breta á fiskimiðum annarra
þjóða.“ Þá segir blaðið: „Hvað
viðkemur íslenzka þorskinum,
sem hefur numið um 10 af
Framhald á bls. 27
Amalrik í bréfi til Fords:
Sovézk yfirvöld
virða ekki
Helsinki-
yfirlýsinguna
Moskvu — 1. febr. — Reuter.
Sovézkri sagnfræðingurinn
og andófsmaðurinn Andrei
Amalrik hefur ritað Ford
Bandarikjaforseta bréf þar sem
hann segir, að sovézk yfirvöld
standi i vegi fyrir því, að hann
fái að heimsækja Bandaríkin
ásamt konu sinni. I bréfinu
kveðst Amalrik hafa fengið til-
boð um að halda fyrirlestra við
Harvard-háskóla og George
Washington háskóla í Banda-
ríkjunum, en auk þess háskól-
ann í Utrecht í HoIIandi. Hann
segir sovézk yfirvöld hafa neit-
að sér um fararleyfi á þeirri
forsendu að boð verði að berast
frá einstaklingum en ekki
stofnunum. Síðan hafi þeim
hjónum báðum borizt boð frá
einstaklingum, en konu hans sé
neitað um fararleyfi, án þess að
ástæðan fáist tilgreind, segir
Amalrik í bréfi sínu til Banda-
ríkjaforseta.
Framhald á bls. 27