Morgunblaðið - 03.02.1976, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976
17
Margrét Baldvinsdóttir sigraði I svigi og stórsvigi kvenna á Skálafells-
mótinu.
Margrét og Hafþór
nrðn signrvegarar
Hafþór Júlfusson frá tsafirði og
Margrét Baldvinsdóttir frá Akur-
eyri urðu sigurvegarar I fyrsta
punktamóti vetrarins ( alpagrein-
um, en það fór fram ( Skálafelli
um helgina. Svip sinn á mót þetta
setti auðvitað fjarvera nokkurra
af beztu skfðamönnum landsins,
sem nú eru komnir til keppni á
Olympfuleikunum f Innsbruck f
Austurrfki. Báðir sigurvegararnir
á Skálafellsmótinu, Hafþór og
Margrét, æfðu með fslenzka
Ólympfuliðinu s.l. haust, en urðu
ekki fyrir valinu til ferðarinnar.
A ýmsu gekk á mótinu i Skála-
felli og reyndust brautirnar hinar
örðugustu fyrir keppendurna.
Þannig luku t.d. aðeins 7 af 30
keppendum keppni í svigi karla
sem fram fór á sunnudaginn, og í
stórsvigi karla fengu líka margir
byltu og urðu úr leik.
Hafþór Júlíusson sigraði bæði í
stórsvigi og svigi. I stórsviginu
hlaut hann tímann 140,84 sek.
Gunnar B. Ölafsson frá Isafirði
varð annar á 140,89 sek. og í
þriðja sæti varð Böðvar Bjarna-
son frá Húsavík á 141,05 sek.
I svigi var samanlagður tími
Hafþórs 107,44 sek. Þar varð Is-
firðingurinn Valur Jónatansson í
öðru sæti á 108,66 sek. og þriðji
varð Arnór Magnússon frá ísa-
firði á 109,56 sek.
I svigi kvenna hlaut Margrét
Baidvinsdóttir tímann 134,51 sek.
önnur varð Kristín Ulfsdóttir frá
ísafirði á 141,02 sek. og þriðja
varð Guðrún Frímannsdóttir frá
Akureyri á 156,60 sek. I stórsvig-
inu fékk Margrét Baldvinsdóttir
tímann 135,89 sek. önnur varð
Katrín Frímannsdóttir frá Akur-
eyri á 141,63 sek. og þriðja varð
Guðrún Frímannsdóttir frá Akur-
eyri á 156,60 sek.
Malmberget vann
sinn fyrsta sigur
SÆNSKA liðið Malm-
berget sem Ágúst Svavars-
son, fyrrum ÍR-ingur,
hefur gengið til liðs við,
vann sinn fyrsta sigur í
sænsku 1. deildar keppn-
inni í handknattleik á
þessu keppnistímabili um
helgina, er liðið vann
Ystad með 26 mörkum
gegn 22. Er þessi sigur liðs-
ins þeim mun betri, að
Ystad-liðið er í einu af
efstu sætunum f deildinni.
Hefur Malmberget alls hlotið 4
Agúst Svavarsson reynist Malm-
berget drjúgur liðsmaður.
stig í deildinni til þessa og öll
eftir að Agúst kom til þess. Hins
vegar er liðið enn langneðst og
kemst varla hjá því að lenda í
aukakeppni þeirri sem fram á að
fara um sæti það sem fjölga á um
í deildinni næsta vetur.
Lugi, liðið sem Jón Hjaltalín
leikur með, tapaði hins vegar leik
sinum um helgina, en það keppti
við Drott. 16—13 fyrir Drott urðu
úrslit leiksins. Skoraði Jón
Hjaltalín 5 mörk fyrir Lugi í
leiknum.
Staðan 1 sænsku 1. deildar
keppninni er nú sú, að Heim
hefur forystu með 20 stig, en
síðan koma Ystad með 18 stig,
Lugi með 18 stig, Hellas með 16
stig og Malmö IF er með 15 stig.
Fjögur efstu liðin í deildinni
keppa síðan um sænska meistara-
titilinn og á Lugi góða möguleika
á að vera með í þeirri keppni.
I Þýzkalandi fóru leikar svo hjá
liðunum sem Islendingarnir leika
með, að Dankersen sigraði
Wellinghofen 12—8 og Göpp-
ingen tapaði leik sínum við
Rintheim 17—19.
Donzdorf, liðið sem Ólafur
Einarsson leikur með vann sinn
leik um helgina, en það gerðu
einnig liðin sem eru fyrir ofan
það i deildinni, þannig að staðan
breyttist ekki. Er Donzdorf liðið
einu stigi á eftir þeim tveimur
liðum sem forystu hafa í
riðlinum.
GnðnwnÉr náði lágmarkinn
GUÐMUNDUR Sigurðsson lyft-
ingamaður úr Ármanni náði
Ólympfulágmarkinu f sfnum
þyngdarflokki á opnu lyftinga-
móti sem fram fór f Sjónvarpssal
á laugardaginn. Virðist svo sem
að lyftingamenn kunni vel við sig
í þessum sal, þar sem hann hefur
verið vettvangur hinna ágætustu
afreka f þessari fþróttagrein.
Guðmundur byrjaði á að snara
Celtic aftur
í forystu
CELTIC, liðið sem Jóhannes Eð-
valdsson leikur með I Skotlandi,
náði að nýju forystu I skozku
úrvalsdeildarkeppninni á laugar-
daginn, er liðið bar sigurorð af
Dundee United, 2—1, á heima-
velli. Glasgow Rangers, sem ver-
ið hefur I forystuhlutverkinu að
undanförnu, varð hins vegar að
gera sér jafntefli að góðu I leik
slnum við Dundee, en Rangers
lék reyndar á útivelli. Baráttan er
þó afar hörð, þar sem Celtic er
aðeins með einu stigi meira en
Rangers.
j leik Dundee United og Celtic
náði Dundee Utd. forystunni með
marki Hall, en Kenny Daglish
jafnaði siðan, og fyrir leikhlé
hafði Celtic náð forystu með
marki Poul Wilsons. í seinni hálf-
leiknum sótti Celtic-liðið síðan án
afláts, en Dundee Utd. varðist vel
og fékk ekki fleiri mörk á sig.
Staðan I Skotlandi. þegar
leiknar hafa verið 23 umferðir,
eru sú, að Celtic hefur hlotið 32
stig, Rangers er með 31 stig.
Motherwell er I þriðja sæti með
29 stig. en síðan koma Hibernian
með 28 stig, Aberdeen með 25 |
stig, Hearts með 22 stig, Dundee
með 21 stig, Ayr United með 20
stig, Dundee United er með 14
stig og St. Johnstone er á botnin-
um með 6 stig og virðist dæmt til
falls að þessu sinni.
145 kg í milliþungavigtarflokkn-
um og síðan jafnhattaði hann 190
kg þannig að samanlagt lyfti hann
335 kg. Má get þess til gamans að
Andon Nikolov frá Búlgaríu, sem
sigraði í þessum þyngdarflokki á
Ólympiuleikunum í Múnchen
1972, lyfti þá samtals í þessum
tveimur greinum, snörun og jafn-
höttun, 355 kg, og Svíinn Hans
Bettembourg, sem varð í þriðja
sæti, lyfti samtals 330 kg. Ætti
Guðmundur því góða möguleika á
að verða framarlega i keppninni í
Montreal, jafnvel þótt um unitals-
verðar framfarir hafi verið að
ræða frá síðustu Ólympíuleikum.
Guðmundur er annar Islending-
urinn sem nær Ólympíulágmark-
inu í lyftingum. Hinn er Gústaf
Agnarsson, sem einnig var meðal
keppenda á sjónvarpsmótinu og
náði mjög góðum árangri með þvi
að jafnhatta 190 kg.
Birgir Örn Birgis sem þarna skorar fyrir Ármenninga, lék sinn fyrsta
landsleik þegar sumir núverandi landsliðsmanna voru þriggja til
f jögurra ára.
Ilandsliðið eftir
sex ára fjarveru
„NESTOR“ ísl. körfuknatt-
leiksmanna, Birgir Örn Birgis,
lék sína fyrstu landsleiki árið
1959, og voru þeir leikir jafn-
framt fyrktu landsleikir Islands
f körfuknattleik. Þá var Birgir
örn aðeins 16 ára gamall, og sá
sem þessar línur ritar gekk í
barnaskóla. Síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar, og enn er
Birgir örn i fremstu röð í ísl.
körfuknattleik, og undirritaður
kominn af skólaaldri. Birgir lék
32 fyrstu landsleiki Islands,
missti aldrei úr leik, og lék
sfðast í landsliðinu á Polar Cup
1970 i Osló. En „sá gamli“ er
ekki alveg búinn að segja skilið
við landsliðið, og um helgina
leikur hann á ný með því eftir 6
ára hlé. Birgir hefur hæft mjög
vel í vetur, og aðspurður sagðist
hann stefna að Islandsmeistara-
titli í fyrsta skipti á sinum ferli,
auk þess sem hann væri
tilbúinn að taka á með þeim
yngri í landsliðinu ef þörf væri
fyrir sig þar.
„Já, það er mjög gaman að
vera kominn í landsliðshópinn
á ný eftir 6 ára hlé. Þetta er
mjög frábrugðið því sem áður
var hvernig liðið er æft upp,
það er miklu meira skipulag á
öllum hlutum bæði hvað varðar
varnar- og sóknarleik. Og svo er
breiddin mun meiri. “
Við spurðum Birgi um hans
eftirminnilegustu landsleiki.
„Ætli fyrsti landsleikurinn sé
ekki minnisstæðastur þrátt fyr-
ir að hann tapaðist. En leikur-
inn við Svíþjóð 1961 er einnig
ofarlega í huga manns. Þann
leik áttum við að vinna en
töpuðum með 3 stigum eftir
mikil villuvandræði. Og svo
leikurinn gegn Dönum á Polar
Cup 1966 þegar Kolbeinn Páls-
son tók vítaskotin frægu eftir
að venjulegum leiktíma lauk og
skoraði úr báðum og tryggði
sigurinn. Það var ógleymanlegt
að sjá fögnuð fararstjóranna,
þeir dönsuðu um allan völl við
mikla kátínu áhorfenda."
Þú hefur leikið á móti Bill
Mclnnes fyrirliða brezka lands-
liðsins?
„Já, ég hef leikið nokkra leiki
gegn honum og þekki hann vel.
Hann er geysilega sterkur leik-
maður, en orðinn gamall," sagði
Birgir og hló mikið. „En mig
langar að segja þér eina
skemmtilega sögu svona í lokin,
og hún sýnir vel hversu gamall
ég er orðinn sjálfur. Þegar ég
var að leika mína fyrstu lands-
leiki 1959 voru yngstu leik-
mennirnir sem leika núna i
landsliðinu aðeins þriggja ára
og voru rétt að byrja að ganga
— og sögðu bara da da da“
gk—