Morgunblaðið - 03.02.1976, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.02.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976 Myndin var tekin á fundi framkvæmdastjórnar Isl, er Jón Þorsteinsson veitti móttöku viðurkenningu þess að hann hefði verið kjörinn heiðursfélagi ÍSÍ. Jón Þorsteinsson heiðursíélagi ÍSÍ IÞRÓTTASAMBAND Islands hefur kjörið Jón Þorsteinsson fþróttakennara heiðursfélaga sambandsins. Var frá þessu greint á fundi framkvæmda- stjórnar sambandsins s.l. mið- vikudag, 28. janúar, en þann dag var ÍSÍ stofnað fyrir 64 árum. Iþróttasambandið hefur ein- róma staðið að þessu kjöri f þakk- lætis- og virðingarskyni fyrir frá- bært starf og framlag Jóns Þor- steinssonar til eflingar alhliða íþróttastarfsemi og heilsurækt. Jón Þorsteinsson er fæddur í Örnólfsdal í Þverárhlíð í Mýra- sýslu árið 1898. Hann stundaði nám í Alþýðuskólanum á Hvitár- bakka og síðar í Samvinnuskól- anum. Siðan stundaði hann nám við Iþróttaháskólann í Ollerup í Danmörku 1922—1923 og sótti enn fremur ýmis sérnámskeið bæði í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Aður en Jón hélt utan til náms kenndi hann leikfimi, glímu og sund víða á Vesturlandi og Vest- fjörðum. En að loknu námi erlendis kenndi hann einkum leikfimi og glímu hjá Armanni og einnig IR og KR. Hann fór margar sýningarferðir innanlands og utan með fimleika- og glimu- flokka við mjög góðan orðstír. Erlendir og innlendir aðilar hafa sýnt Jóni Þorsteinssyni margvís- legan sóma af því tilefni. Arið 1924 stofnaði Jón eigin iþróttaskóla í Reykjavík og hefur rekið hann siðan. Jafnframt því hefur hann kynnt sér æfingar til að ráða bót á hryggskekkju og fékk takmarkað lækningaleyfi árið 1934 til að taka á móti sjúkl- ingum með bakveiklun og hrygg- skekkju. Margvisleg rit liggja einnig eftir Jón Þorsteinsson um íþróttir og likamsrækt. Af framansögðu má sjá, að Jón Þorsteinsson á langan og giftu- drjúgan feril að baki til eflingar almennri iþróttastarfsemi og heilsurækt hér á landi. Iþróttasamband Islands metur og virðir mikils þetta mikla fram- lag Jóns Þorsteinssonar í þágu lands og lýðs og er það sérstakt ánægjuefni að útnefna hann heiðursfélaga Iþróttasambands tslands. (Frétt frá ISt) Sundknattleikur Sundknattleiksmeistaramót Reykjavíkur hefst i Sundhöll Reykjavíkur 1. febrúar n.k. kl. 14.00 með leik KR og Armanns. Aðrir leikdagar eru: 9. febrúar en þá Ieika Ægir og Ármann, 17. febrúar en þá leika KR og Ægir. Leikdagar í seinni umferðinni eru 25. febrúar, 1. marz og 9. marz. Skólamót KSÍ SKÓLAMÖT í knattspyrnu hefst á næstunni. Þurfa þeir skólar sem hyggja á þátttöku að senda til- kynningar þar að lútandi til skrif- stofu KSl fyrir 15. febrúar n.k. 19 Aðalum- rœðuefni sambands- þings STAÐA Ungmennafélagshreyf- ingarinnar og fjármál hennar voru aðalmálin á sambands- ráðsfundi UMFl, sem haldið var að Varmalandi í Borgar- Staða HFt og íiármál firði fyrir nokkru. — Menn voru sammála um að UMFt- hreyfingin hefði svo mikla sér- stöðu að ekkert annað samband gæti leyst hana af hólmi, sagði Sigurður Geirdal, fram- kvæmdastjóri UMFl, í viðtali við Morgunblaðið, en I þvf er aðallega fjallað um þingið að Varmalandi. — I UMFl-samtökunum er fjöldi fólks, sem ekki er beint í íþróttastarfinu, sagði Sigurður, — og þar af leiðandi nær ung- mennafélagshreyfingin yfir stærra svið en ÍSÍ. Hins vegar er það skoðun okkar og ósk aó samstarf milli UMFl og ISl í íþröttum geti verið sem mest og sem bezt. Um fjármálin sagði Sigurður Geirdal m.a.: — Menn voru mjög uggandi um stöðu UMFl á þeim vett- vangi. Síðasta ár var landsmóts- ár hjá okkur, og vegna mótsins lögðu öll samböndin fram mikla og kostnaðarsama vinnu vió undirbúninginn og standa því mörg hver fremur illa fjárhags- lega. Kostnaðurinn hefur aukizt gífurlega nú á nokkrum árum, og þá ekki sízt ferða- kostnaðurinn, sem er verulega stór liður í rekstri flestra sam- bandanna. Kostnaður við rekst- ur UMFI á árinu 1975 var um 12 milljónir króna, en stuðning- ur hins opinbera nam 2,7 milljónum króna. Samt sem áður náðust endar nokkurn veginn saman, en það liggur fyrir að alltof mikill tími fór í fjáröflun hjá þeim mönnum sem vinna fyrir sambandið, og það kostaði auðvitað að aðrir þættir starfsins urðu stundum að sitja meira á hakanum en æskilegt hefði verið. Þrátt fyrir þessa erfiðu fjárhagsstöðu ætl- um við ekki að láta deigan síga né slaka á starfinu. Það er erfitt að þurfa að byrja öll verk á núlli og afla til þeirra fjár eftirá, en það verður að ganga meðan stjórnvöld hafa ekki meiri skilning á þessum málum en raun ber vitni. Sigurður sagði, að þjóðmál hefðu verið mikið til umræðu á fundinum, en þau hefðu verið rædd á breiðari grundvelli en oft áður. Var m.a. samþykkt tillaga um landhelgismálið, hvatt var til áframhaldandi öflugrar þátttöku í land- græðslustarfi, hvatt til varð- veizlu hvers konar sögulegra minja og sér í lagi gamalla húsa, og einnig' var fjallað um það ófremdarástand sem nú ríkir í áfengismálum þjóðarinn- ar. Þá var á þinginu tekin mjög athyglisverð ákvörðun um aug- lýsingaherferð. Er tilgangur herferðar þessarar sú að vekja athygli og efla islenzka fram- leiðslu. Er ætlunin að auglýsa í útvarpi í 232 daga samfellt undir kjörorðinu tslandi allt. Er kostnaður við herferð þessa greiddur bæði af Ungmenna- félaginu og einstökum sam- bandsfélögum þess. Sigurður Geirdal sagði að skipulagsmál hreyfingarinnar hefðu einnig komið töluvert til umræðu á þinginu. Sagði hann, að mikil þörf væri á að vera vel á verði í þeim málum, þar sem gifurleg fjölgun félaga í ungmennafélagshreyfingunni hefði orðið að undanförnu. Þannig hefði t.d. fjölgað i UMFI um 8000 manns á síðustu 6 árum. — Það fylgja þessu auðvitað ákveðnir vaxtarverkir, sagði Sigurður. Þessi fjölgun á að geta leitt til framþróunar hreyfingarinnar, en ekki verða henni fjötur um fót. Að lokum var svo kjörin ný stjórn UMFI, en félagið hefur tekið upp mjög athyglisverða reglu við slíkt kjör, sem tryggir að alltaf kemur til kosninga. Hafsteinn Þorvaldsson var endurkjörinn formaður UMFI en aðrir í stjórn voru kjörnir: Þóroddur Jóhannsson, Guðjón Ingimundarson, Jón Guð- björnsson, Ólafur Oddsson, Björn Agústsson og' Bergur Torfason. I varastjórn voru kjörnir: Guðmundur Gíslason, Arnaldur Bjarnason, Diðrik Haraldsson og Ingólfur Stein- dórsson. Endurskoðendur voru kjörnir Gestur Guðmundsson og Kjartan Bergmann. Þá var kosin nefnd til þess að endurskoða landsmótsreglur og hlutu eftirtaldir kosningu: Þór- oddur Jóhannsson, Sigurður Geirdal, Guðjón Ingimundar- son, Ófeigur Gestsson og Hauk- ur Steindórsson. I skipulags- nefnd æskulýðsviku voru kjör- in Sveina Sveinbjörnsdóttir, Sveinn Vilhjálmsson og Ágústa Gfsladóttir og I sambandsdóm voru kjörnir Pálmi Gíslason og Gísli Halldórsson. Að lokum látum við svo fljóta með tvær vísur sem fram komu á þinginu og prentaðar voru i þinggerðina: Kjalnesinga kappalið kom í hóp á landsmótið, skalf á beinum Skarphéðinn skelfdist allur lýðurinn. Ekki vantar oflætið, þeir unnu að vísu landsmótið, en Skarphéðinn ei skelfdist hót við skulum vinna næsta mót. Knattspyrna í Kínaveldi Markvörður Kwantung-liðsins bjargar snarlega góðu skoti miðherja Liaoning f úrslitaleiknum f knattspyrnu á 3. kfnversku þjóðarleikunum. ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem hingað til lands berast fréttir af gangi knattspyrnu- mála í Kína, og reyndar er lítið um íþróttafréttir frá því landi í íslenzkum fjöimiðlum. Knatt- spyrna er þó mjög vinsæl fþróttagrein i þessu fjölmenna landi og áhugi var mikill á knattspyrnunni á þriðju Þjóðarleikunum í Kina, sem fram fóru síðastliðið haust. Til úrslita léku lið Liaoning frá Norður-Kína og lið Kwantung, sem kemur frá suðurhluta landsins. Lið Liaoning-manna lék fasta knattspyrnu, þar sem leik- gleðin sat f fyrirrúmi — ef til vill ekki ósvipað því sem ís- lenzkir knattspyrnumenn hafa oft verið sagðir leika. Liðið frá Kwantung lék á hinn bóginn sem ein heild, en framherjar liðsins brutust þó oftsinnis einir i gegn, en fyrir það eru þeir frægir í heimalandi sínu. Urslitin urðu 1:1 eftir harðan og skemmtilegan leik, sem hinir 80.000 áhorfendur á Verkamannaleikvanginum í Peking höfðu góða skemmtun af. Stöðugt fleiri iðka knatt- spyrnu í Kína, ekki aðeins í þeim héruðum, sem liggja að sjó, heldur einnig i fjallahéruð- unum. Til dæmis hafa nú verið byggðir 30 góðir knattspyrnu- vellir í fjallahéraðinu Lhasa, en þar búa 100.000 íbúar. Margir leikmenn frá þessu svæði voru valdir til að leika með liði Tíbets á Þjóðarleikunum en þar tóku 59 lið þátt og var leikið f 9 riðlum í 9 borgum. 12 lið úr eldri flokki og 6 úr yngri komust sfðan f úrslitakeppnina, sem fram fór i Peking. I úrslitakeppninni þótti það ekki fara milli mála að knatt- spyrnan er f mikilli framför i Kfna. Þó svo að ef til vill eigi þarlendir knattspyrnumenn ýmislegt ólært, þá gæti farið svo að Kinverjar yrðu stórveldi i knattspyrnu innan fárra ára. Aragrúi af mjög efnilegum leikmönnum kom fram f úr- slitakeppninni og meðalaldur leikmannanna í knattspyrnu- keppni þriðju Þjóðarleikanna var aðeins rúmlega 22 ár, eða tveimur árum lægri en á öðrum Þjóðarleikunum. Þessir menn eru framtíð knattspyrnuiþrótt- arinnar f Kína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.