Morgunblaðið - 03.02.1976, Síða 22

Morgunblaðið - 03.02.1976, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976 'STÁÐAN Ármann 8 8 0 785:659 16 ÍR 9 7 2 817:688 14 KR 7 5 2 621:543 10 UMFN 9 5 4 733:708 10 ÍS 9 4-5 729:785 4 Valur 9 2 7 729 785 4 Fram 8 2 6 534:612 4 Snæfell 7-0-7 432 617 0 Stighæstir: Jimmy Rogers Á 226 Carter „Trukkur" KR 199 Bjarni Gunnar ÍS 205 Kristinn Jör . ÍR 183 Það er Ijóst, að í uppsiglingu er mikið einvígi milli þeirra Jimmy og Carters um efsta sætið i stiga- skorun. Carter er með bezt meðaltal, 33,2 stig i leik, og Jimmy 32,3 stig. Bezt meðaltal þeirra ,,hvitu" hefur Þórir Magnússon, 23,2, og Bjarni (Skipper). Gunnar, ÍS, er með 22,8 stig að meðaltali. — Carter á inni einn leik á Jimmy og vantar 27 stig til að ná honum, svo auðséð er að í hörkubaráttu stefnir milli þeirra félaga um titil- inn: Stighæsti leikmaður íslands- mótsins 1 976. BEZT VÍTASKOTANÝTING: (Miðað við 23 skot sem lágmark) Stefán Biarkason UMFN 24:20 = 83% Jón Jörundsson ÍR 42:33 = 79% Kári Maríss. UMFN 42:32 = 76% Jón Sigurðsson Ármanni 34:26 = 76% Ríkharður Hrafnkelss. Val 41:29 = 71% Steinn Sveinss. ÍS 55:37 = 67% hgk-. Möguleikar Snœfells úr sögunni NÚ MÁ segja að lið Snæfells hafi ekki lengur möguleika á að halda sér uppi í 1. deild. Liðið hefur tapað öllum leikjum sínum með miklum mun, og Valur og Fram hafa nú 4 stig og það bil vinnur Snæfell aldrei upp. Um helgina léku Snæfell og Fram, og sigruðu Framarar með miklum yfirburðum, skoruðu 73 stig gegn 54. Þeir höfðu ávallt forustu í leiknum, 35:18 i hálf- leik, og sigur þeirra var aldrei í hættu. Helgi Valdimarsson var stighæstur Framara með 20 stig, Eyþór Kristjánsson skoraði 10 stig, Jónas Ketilsson 9, Ómar Þráinsson og Þorvaldur Geirsson 8 hvor. Kristján Ágústsson var að venju langstighæstur Snæfells- manna, og skoraði 22 stig, Bjart mar Bjarnason 16 stig. Rétt einu sinni hefur „trukkurinn“ betur f viðureign sinni við Valsmenn í leik KR og Vals a laugardaginn. Valsmennirnir sem eru til varnar eru þeir Hafsteinn Hafsteinsson Lárus Hólm og Torfi Magnússon. > Ldkíð í Iráir áfóipn í NjariHnn Ármann vann L\IF\ í framlenginp eftir að ritarar höfðu gert slæm mistök og smala varð leikmönnum nr baði til að Ijúka leiknum EINHVER sögulegasti leikur sem leikinn hefur verið I mörg ár var leikinn I Njarðvíkum á laugardag. Eftir venjulegan leiktíma stóð 97:96 á toflunni fyrir Ár- manni, og áhorfendur, sem höfðu fyllt húsið og hvatt sfna menn, sneru vonsviknir heim, og sumir leikmann- anna voru komnir I bað. En þegar dómarar leiksins höfðu farið yfir leikskýrsluna kom í Ijós, að skýrsla ritara var vitlaus, leikurinn hafði endað með jafntefli 96:96. En þar sem jafntefli er ekki til i körfuknattleik ákváðu dómarar leiksins að framlenging skyldi leikin í 1x5 mln. Og nú gerðust margir hlutir í senn. Áhorfend- um var „smalað" saman á ný, leikmenn klæddust svitastorknum búningum sínum og leita varð uppi nýja menn til að taka að sér störf ritara og tímavarðar, því þeir hinir fyrri voru báðir horfnir á braut. Og fram- lengingin gekk þannig fyrir sig í stuttu máli: Jimmy og Guðsteinn skoruðu 4 stig fyrir Ármann, staðan 100:96 þeim f vil. Kári skorar fyrir UMFN (98), Jimmy fyrir Ármann (102), Jónas fyrir UMFN (100), Jón Sig. fyrir Ármann 104. — 100:104 Ármanni i vil og ain mínúta til leiksloka. Næst skorar Jónas úr einu vítaskoti fyrir UMFN og Sigurður Hafsteinsson úr öðru. Sigurður hitti ekki síðara skotinu en Jónas tók frákastið við körfu- hring og „tróð" boltanum f körfuna — jafnt 104:104 og áhorfendur voru að sleppa sér á pöllunum. En fjögur siðustu stigin skoruðu Jón Sigurðsson og Haraldur Hauksson fyrir Ármann, og þeir sigruðu því 108:1 04. TITILLINN BLASIR NÚ VIÐ: Nú eygja Ármenningar íslandsmeistara- titilinn í fyrsta skipti, og eru sumir þeirra orðnir ansi langeygðir eftir hon- um t d. Birgir Örn sem leikur sitt 18. keppnistímabil „Já það er meistaraheppni með Ár- menningum," sagði Gunnar Þorvarðar- son fyrirliði UMFN eftir leikinn, „enda leikur Ármannsliðsins í mótinu mjög góður," bætti Gunnar við „Við áttum mJÖg góðan leik, en það bara dugði ekki til. Þeir hljóta að vinna mótið " Svæðisvörn UMFN í upphafi leiksins var hreint út sagt hörmuleg, og Ár- mann breytti stöðunni úr 6:6 í 23:8 sér í vil Þetta var sá kafli leiksins sem gaf Ármanni þá forustu sem nægði. Svæðisvörn UMFN var sem gatasigti gegn skyttum Ármanns, og þegar UMFN skipti loks yfir í maður gegn manni í vörninni fór strax að ganga betu*. Ármann hafði yfir í hálfleik 49 39, og í síðari hálfleiknum saxaði UMFN hægt en bítandi á það forskot. Ármenningar hefðu þó e.t.v. sigrað í leiknum án framlengingar hefði færsla ritara verið rétt því Jimmy Rogers átti rétt á tveim vitaskotum 3 sek fyrir leikslok En þar sem stigataflan sagði 97:96 fyrir Ármann völdu þeir fremur að taka innkast, og héldu boltanum það sem eftir var leiksins Þetta sýnir mikilvægi þess að ritari fylgist vel með, en það geta allir gert sín mistök (jafn- vel unglingalandsliðspiltarnir, sem eru starfsmenn allra leikja í 1 deild nema í Njarðvík, en þar var þeim úthýst sök- um mistaka, sem þelm urðu á). Burðarásar Ármanns i þessum leik voru að venju þeir Jimmy Rogers og Jón Sig Þá var Guðsteinn Ingimars- son mjög góður á köflum, en þeir Birgir Örn og Björn Magnússon voru báðir eitthvað miður sin. Jónas Jóhannesson var langbezti maður UMFN, og átti reyndar stórleik — sinn bezta með UMFN frá upphafi Stefán Bjarkason og Gunnar Þor- varðarson áttu sæmilegan leik, Stefán sótti sig mjög er á leikinn leið eftir slaka byrjun. Og sömu sögu má segja um Brynjar. Kári var í daufara lagi Stighæstir hjá Ármanni: Jimmy 36, Guðsteinn 21, Jón Sig. 20. Hjá UMFN: Stefán 24, Brynjar Sig- mundsson 21, Jónas 20, Kári 13, Gunnar Þorvarðarson 10 Mjög góðir dómarar voru Jón. S Ólafsson og Hilmar Viktorsson. — Badmintonmót OPIÐ mót í badminton verður haldið í KR-húsinu 7. febrúar n.k. og hefst kl. 13.00. Keppt verður í tvíliðaleik karla og kvenna. Þátt- tökutilkynningar þurfa að berast til Friðleifs Stefánssonar, sími 12632, fyrir 4. febrúar n.k. NaumthjáKRgegn Val MEÐ sigri sínum yfir Val um helgina eygja KR-ingar enn smávon um sigur í 1. deild. Sú von er þó veik, því Ármann er með mjög góða stöðu og ekkert má fara úrskeiðis hjá KR til að þessar vonir verði endanlega að engu. Sigur KR yfir Val var aðeins 88:83 eða fimm stig, og leikurinn í heild mjög slakur og leiðinlegur á að horfa þr Jtt fyrir spennu undir lokin. KR sLoraði fyrstu körfu leiksins, en Valur svaraði strax með 6 stigum Fram eftir öllum fyrri hálfleik var leikur- inn mjög jafn, og mikil harka var í honum á köflum Kom það mest til af því að dómgæzla var yfir höfuð mjög slök, og samræmi ekki til í dómum Var oft á tíðum engu líkara en eitthvert „uppbótarkerfi" væri notað við dóm- gæzluna Þetta æsti leikmenn greini- lega upp, og stundum virtist sem sum- ir þeirra væru hreinlega að missa stjórn á sér En upp úr miðjum síðari hálfleik kom eini virkilega góði kafli KR í leiknum og þá náði liðið sér í 10 stiga forskot fyrir hálfleik 43 33. Og það var þungt i mörgum á leið til búningskléf- anna í hálfleik KR hélt ávallt forustunni í síðari hálfleiknum, og munurinn á liðunum var mestur 1 2 stig en fór niður í fimm stig Undir lokin tókst Valsmönnum þó að minnka muninn í 3 stig, 80:77 Þá voru tvær mín. til leiksloka og Valur hafði tækifæri á að minnka muninn í eitt stig, en þeir misstu boltann á mjög klaufalegan hátt Og þá var engu líkara en liðið gæfist upp og „Trukkur" og Kolbeinn Pálsson sáu um að innsigla sigur KR Það er óhætt að segja að mikill tröppugangur sé í leik KR Liðið nær skínandi góðum köflum, en þess á milli dettur allt niður. „Trukkur" Carter var að venju drjúgur, og skoraði mikið fyrir KR, en virtist samt ekki alveg sáttur við það sem var að gerast i leiknum. Oft var hann með 2 og 3 menn á bakinu og ekki var dæmt, og hélt ég að hann ætlaði í eitt skiptið að leggja til atlögu við annan dómarann. Og svo fékk hann á sig sóknarvillur sem hann tók mjög illa. Árni Guðmundsson og Eiríkur Jóns- son áttu báðir mjög góða kafla Sömu sögu má segja um Bjarna Jóhannesson og Birgi Guðbjörnsson sem gerði marga mjög laglega hluti í varnarleiknum. Þórir Magnússon og Torfi Magnús- son voru beztu menn Vals í þessum leik, en annars hefur maður það á tilfinningunni (gamla tuggan) að Vals- liðið eigi að geta betur. Og þegar leikmaður sem segir eftir leikinn að hann „gutli" bara með, er ekki von á góðu, og ekki hvað sízt þegar um er að ræða leikmann í fremstu röð Stighæstir hjá KR: „Trukkur" Carter 35, Jóakim Jóakomsson 12, Árni Guðmundsson og Bjarni Jóhannesson 10 hvor Kolbeinn Pálsson skoraði 6 stig, öll í lok leiksins þegar Valur virtist vera að komast í sigurham Hjá Vai: Þórir 25, Torfi Magnússon 19, Þröstur Guðmundsson 16. Dómarar voru Sigurður Valur Halldórsson og Hólmsteinn ÍJgurðs- son. — gk—. ÍS olli voárigðnm og ÍR vann anðveldlega ÞAÐ er líkt á komið með gomlu erkifjendunum í körfuboltanum, KR og tR. Bæði liðin halda í smávon um Islandsmeistara- titilinn, en mikið er horft á hina gððu stöðu sem Ármannsliðið er húið að koma sér upp. Bæði lR og KR mæna vonaraugum til and- stæðinga Ármanns, en fram að þessu er Ármannsliðið ósigrað — KR og IR hafa tapað 4 stigum. Bæði KR og IR eiga eftir leikinn gegn Ármanni f sfðari umferð — og svo er innbyrðisleikur KR og IR sem útilokar endanlega annað liðið. ÖII þessi lið sigruðu í leikjum sfnum um helgina, og þeir sem nú lágu fyrir tR voru lið stúdenta, IS. IR þurfti ekki stórleik tii að vinna þennan sigur. IS-liðið sem lék á heimavelli var ömurlega lé- legt, og varla hægt að tala um nema tvo leikmenn sem eitthvað sýndu. Það voru miðherjar liðsins þeir Bjarni Gunnar og Jón Héðinsson. Aðrir leikmenn voru í aukahlutverkum og virtust kunna þvf vel. — Og enginn skilur neitt í því hvað veldur þessari tregðu á góðum leikjum hjá iS-liðinu, liði sem hefur mannskap til að vera í fremstu röð. Þeir bræður Kristinn og Jón Jörundssynir voru beztu menn IR í þessum leik ásamt Þorsteini Hallgrímssyni. Góðir kaflar komu einnig hjá Agnari, Kolbeini og Birgi, en yfir höfuð má segja að ÍR hafi dottið niður í þessum leik, enda mótstaðan ekki þannig að mikið þyrfti að hafa fyrir hlutun- um. I stuttu máli gekk leikurinn þannig fyrir sig: IR tók strax for- ustuna og komst í 14:6, og þeim mun hélt liðið út fyrri hálfleik sem endaði 45:34. — I síðari hálf- leik varð munurinn mestur 26 stig, 76:50 fyrir IR á 11. mfn. Á þessu sést að sigur IR var aldrei í hættu, og naumast formsatriði að ljúka leiknum. Lokatölur 98:78. Stighæstir hjá IR: Kristinn og Kolbein Kristinsson 19 hvor. Jón Jörundsson 17, Agnar Friðriksson 13. Hjá IS: Jón Héðinsson 28, Bjarni Gunnar 25.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.