Morgunblaðið - 03.02.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1976
23
Dregið í bikarkeppni HSI
Þróttur - Haukar einu 1. deildar liðin sem leika saman í 1. umferð
FYRSTA umferð bikarkeppni
Handknattleikssambands Islands
býður upp á einn stórleik, er 1.
deildar liðin Þróttur og Haukar
mætast. Eru það einu fyrstu
deildar liðin sem drógust saman I
I. umferðinni, en alls tilkynntu
22 lið þátttöku I bikarkeppni
karla og 14 lið I bikarkeppni
kvenna, sem nú fer fram 11. sinn.
Þetta verður hins vegar í annað
sinn sem bikarkeppni karla fer
fram og eru FH-ingar núverandi
bikarmeistarar.
I bikarkeppni karla voru fyrst
dregin út 10 lið, sem sitja hjá í 1.
umferð, en síðan voru 12 lið dreg-
in saman og voru það eftirtalin:
HK — IR
lA — Grótta
Afturelding — Víkingur
Þór — FH
Þróttur — Haukar
Fylkir — Leiknir
Þau 10 lið sem sitja hjá í fyrstu
umferðinni eru: Víðir, Breiða-
blik, Stjarnan, Týr í Vestmanna-
eyjum, Keflavík, Fram, Armann,
Valur, KA og KR.
Sem fyrr greinir má búast við
því að Þróttur — Haukar verði
aðalleikur 1. umferðarinnar, en
hann á að fara fram f Laugardals-
höllinni. Ætla má að úrslit í
hinum leikjunum verði nokkuð
„örugg“, þ.e. að IR, Grótta, Vík-
ingur og FH eigi visa sigra. Búast
má hins vegar við tvísýnum leik
milli Fylkis og Leiknis, en
óneitanlega er sfðarnefnda liðið
sigurstranglegra, en það komst f
undanúrslit keppninnar í fyrra.
I 1. umferð bikarkeppni kvenna
sitja tvö lið hjá, Fram og Haukar,
en önnur þátttökulið leika saman
sem hér segir:
Þór — Valur
Keflavík — FH
Grindavík — Breiðablik
Stjarnan — Ármann
ÍR — Víkingur
Njarðvík — KR
Þá fer einnig fram bikarkeppni
2. flokks karla og tilkynntu þar 17
lið þátttöku sína. Aðeins einn
leikur fer fram í 1. umferð og
leika þá saman Grótta og Aftur-
elding. I annarri umferð leika svo
saman eftirtalin lið:
KR — Njarðvík
Valur — Fram
Víkingur — FH
Haukar—IR
Armann — HK
Fylkir — Þróttur
UBK — IA
Stjarnan — Grótta/Afturelding
Þetta er f annað sinn sem keppt
er f bikarkeppni 2. flokks karla.
Benedikt Gunnarsson nær ekkí að hindra skot Sfmons Unndórssonar sem hafnar f Þórsmarkinu
hægri takast þeir Ævar Sigurðsson og Sigtryggur Guðlaugsson á.
n. -■* — 10
4l
hafði bétúr í skotkeppni fþið
EKKI var það rismikiil hand-
knattleikur sem 2. deildar liðin
KR og Þór buðu upp á f leik
sfnum í Laugardalshöllinni á
laugardaginn. Að vfsu var leikur-
inn sæmilegur af beggja hálfu til
að byrja með, en þar kom fljót-
lega að hann riðlaðist, og var
sfðan um hreina skotkeppni að
ræða. 1 henni höfðu KR-ingar bet-
ur og skoruðu 28 mörk gegn 23
mörkum Þórsara. Segja þessar
töiur mikið um hvernig varnar-
leikur liðanna var — þar gátu
menn oftast gengið f gegn af vild
og skorað.
Leikurinn var nokkuð jafn
fyrstu mínúturnar, eða til þess
tíma að KR-ingar tóku það til
bragðs að taka Þorbjörn Jensson
úr umferð. Gegndi Asgeir
Haraldsson hlutverki .ð'fir-
frakkans“ svo vel að Þorbjörn gat
eftir það lítið sem ekkert hreyft
sig í leiknum. Má mikið vera ef
það hafa ekki verið mistök hjá
Þór að svara ekki þessum að-
gerðum KR-inga með þvi að taka
Hilmar Björnsson, sem er hálft
KR-liðið, úr umferð. Það var ekki
fyrr en undir lok leiksins sem
þeir gerðu það og tókst þá
verulega að saxa á muninn, sem
orðinn var 9 mörk um tíma.
Fæstir áttu von á því við upp-
haf keppnistímabilsins í haust að
Þórsliðið myndi berjast á botnin-
um i 2. deildinni enda hefur liðið
bæði mannskap og burði til alls
annars. En það er sem mótlætið
sem Þór varð fyrir í fyrstu
leikjum sínum í deildinni, hafi
brotið liðið niður og áhugi ein-
stakra leikmanna virðist tak-
markaður. Þó hefur Þórsliðið
mannskap til þess að standa mun
betur. Vörn liðsins er ákaflega
gloppótt og gefur andstæðing-
unum of mikið svigrúm til þess að
leika sér. Farið er of seint fram á
móti mönnunum, og ef slíkt var
gert var viðkomandi varnarmaður
það seinn aftur að auðvelt var að
stinga sér inn fyrir aftan hann.
Hilmar Björnsson var potturinn
og pannan f öllu hjá KR-ingunum.
Það var ekki bara að hann skoraði
13 mörk í leiknum, heldur átti
hann hlut að miklu fleiri með
gullfallegum línusendingum, eða
þá hann dró 2—3 varnarmenn
Þórs að sér og sendi síðan á sam-
herja sinn sem var á auðum sjó.
Mörk KR: Hilmar Björnsson 13,
Ingi Steinn Björgvinsson 3, Þor-
varður Guðmundsson 3, Kristinn
Ingason 2, Ólafur Lárusson 2,
Símon Unndórsson 2, Ævar Sig-
urðsson 1, Sigurður Óskarsson 1,
Friðrik Þorbjörnsson 1.
Mörk Þórs: 'Sigtryggur
Guðlaugsson 12, Þorbjörn Jens-
son 4, Benedikt Guðmundsson 4,
Einar Björnsson 2, Gunnar
Gunnarsson 1.
Maður leiksins: Hilmar Björns-
son KR.
Dómarar: Kjartan Steinbeck og
Jón Hermannsson og dæmdu
sæmilega.
—stjl.
Landsleikir í körfuknattleik
viðBreta um nœstu helgi
N.K. LAUGARDAG og sunnudag fara
fram í Laugardalshöll tveir landsleik-
ir í körfuknattleik, og hefjast leik-
irnir kl. 14 báða dagana. Mótherji
ísl. landsliðsins I þessum leikjum
verður Ólympíullð Breta, sem er
skipað 7 Englendingum og fimm
Skotum. Brezka Ólympiuliðið er nú
að hefja lokaundirbúning sinn fyrir
forkeppni Ólympiuleikanna, en hún
fer fram í Edinborg i maí. Þar leikur
brezka liðið i mjög sterkum riðli,
m.a. með Júgóslövum og Pólverjum.
ísl. liðið mun einnig taka þátt í
forkeppni ÓL, en keppni sú sem
okkar menn taka þátt i fer fram i
Kanada í júni.
Þessir leikir eru fyrsti liðurinn i
undirbúningi isl liðsins fyrir þá
keppni Síðan verða þrir leikir hér
heima við Portúgal í byrjun apríl og
síðan Norðurlandamótið í lok april.
Landsleikir íslands í undirbúningi fyrir
ÓL í júní verða því 1 0 talsins.
ísland hefur aldrei áður leikið lands-
leik gegn sameinuðu liði af Bretlands-
eyjum. Við höfum leikið 6 leiki gegn
Skotum, unnið þrjá en tapað þremur
Við Englendinga höfum við leikið einu
sinni. Það var 1974 i Worthing í
Englandi og tapaðist sá leikur eftir
mikla baráttu lengst af.
Segja má, að allur körfubolti i Skot-
landi og Englandi i vetur hafi einkennzt
af undirbúningi ÓL-liðsins fyrir for-
keppni ÓL Liðið var valið endanlega
fyrir áramót, og ekkert er til sparað til
að árangur þess geti orðið sem beztur
Nokkrir leikmenn brezka liðsins eru
..góðkunningjar" ísl. körfuknattleiks-
manna, og er þar fremstur i flokki
Skotinn Bill Mclnnes sem hefur leikið
93 landsleiki fyrir Skotland og 31 fyrir
Bretland Mclnnes er frábær körfu-
knattleiksmaður sem m.a. hefur leikið
með Evrópuúrvali Hann hefur oft-
sinnis hlotið verðlaun í alþjóðamótum
fyrir frábæra frammistöðu. Þrír aðrir
Skotanna eru úr sama liði og
Mclnness, Boroughmuir Barr. Það eru
bakverðirnir Carmichel og Guthrie Wil-
son, og miðherjinn harði, McAlpine.
Fimmti Skotinn i liðinu er Willie
Cameron sem er 208 sm á hæð Hann
leikur með skozka liðinu Paisley.
Englendingurinn Peter Sprogis er
talinn sterkasti bakvörður á Bretlands-
eýjum i dag. Hann lék með Englandi í
landsleiknum við ísland 1 974 og skor-
aði 49 stig og hann brenndi einu
einasta skoti af allan leikinn. Þar er
frábær leikmaður á ferð sem verður að
stöðva
Þetta verða 57. og 58 landsleikur
íslands í körfuknattleik. 24 leikir hafa
unnizt — 32 tapazt Stigatalan er
óhagstæð um 587 stig.
Kolbeinn Pálsson, KR, er með flesta
landsleiki íslendinganna, sem leika
þessa leiki, og reyndar leikjahæstur
allra sem hafa leikið í körfuknattleiks-
landsliðinu með 41 landsleik. Birgir
Örn Birgirs, sem kemur nú á ný inn í
landsliðið eftir 6 ára hlé, hefur 32 leiki
að baki Jón Sigurðsson, Ármanni, 29
leiki, og fyrirliðinn Kristinn Jörunds-
son 23 leiki. Þrír nýliðar verða í isl.
liðinu, þeir Jónas Jóhannesson,
UMFN, Björn Magnússon, Ármanni,
og Gúðsteinn Ingimarsson, Ármanni.
Meðalhæð isl liðsins er 191 sm, en
meðalhæð Bretanna er ívið hærri —
eða 1 93 sm
Góðir stökkvarar í Austnrríki
SKlÐASTÖKKSMENN frá Austurrlki röðuóu sér f þrjú efstu
sætin á stökkmóti sem fram fór 1 Murau 1 Austurrfki um helgina. í
Sigurvegari varð Karl Schnabl, sem stökk 112 metra og 104
metra og hlaut 249J stig. I öðru sæti varð Willy Puerstl, sem
hlaut 245,7 stig fyrir 104 metra og 111 metrastökk, og Hans
Wallner varð þriðji með 231,3 stig fyrir 104 og 105 metra stökk. 1
fjórða sæti varð svo Norðmaðurinn Johan Sætre, sem hlaut 229,8
stig fyrir 100 metra og 104 metra stökk.
Borussia út úr bikarnum
ÞAÐ vakti mikla athvgli að Borussia Mönchengladback, vestur-
þýsku meistararnir og bikarhafar f UEFA-bikarkeppninni, mis-
tókst að komast f undanúrslit í vestur-þýzku bikarkeppninni f
knattspyrnu að þessu sinni. Liðið tapaði á faugardaginn fyrir
Fortuna Dússeldorf, sem er eitt af neðri liðunum f 1. deildinni,
með 2 mörkum gegn 3. Um 65.000 áhorfendur fylgdust með
Iciknum sem fram fór á heimavelli Fortuna, og var að vonum
gffurlegur fögnuður heimamanna að leikslokum.
Tvö heimsmet í Davos
TVÖ NÝ heimsmet f skautahlaupum litu dagsins Ijós á móti sem
fram fór f Davos í Sviss um helgina. Holfendingurinn Hans van
Helden setti nýtt heimsmet f 5000 metra hlaupi karla og banda-
rfska stúlkan Sheila Young setti nýtt met f 500 metra hlaupi
kvenna. Yfirleitt náðist mjög góður árangur f öllum keppnis-
greinum f Davos, enda voru skilyrði eins hagstæð og mögulega
geta orðið, hiti var um frostmark og fsinn var sléttur og góður.
Sheila Young hljóp 500 metra hlaupið á 40,91 sek., og bætti
eldra metið sem sovézka stúlkan Tatiana Averina setti f fvrra
um 0,15 sek. Önnur f þessu hlaupi varð Leah Poulos frá Banda-
rfkjunum sem hljóp á 41,78 sek., þannig að af þvf má sjá að
Young hafði umtalsverða yfirburði f hlaupinu, Poulos sigraði
hins vegar Young f 1500 metra hlaupinu, hljóp á 2:13,98 sek., en
Young varð þar önnur á 2:14,68 sek.
Sem fyrr greinir setti Hollendingurinn Hans van Helden nýtt
met f 5000 metra hlaupi og hann sigraði einnig f 1500 metra
hlaupi á mjög góðum tíma 1:59,38 mfn. 1 500 metra hlaupi karla
varð Peter Múller frá Bandarfkjunum hins vegar sigurvegari,
hljópá 38,48 sek.
A-Þjóðverjar unnu Breta
AUSTUR-Þjóðverjar sigruðu Breta í landskeppni f frjálsum
fþróttum innanhúss sem fram fór í Cosford f Bretlandi um
helgina. I karlagreinunum hlutu Þjóðverjar samtals 78,5 stig
gegn 48,5 stigum Breta og f kvennakeppninni hlutu þýzku
stúlkurnar 55 stig gegn 37. Agætur árangur náðist f iillum
greinum á móti þessu, en sigurvegarar f einstökum greinum
urðu:
KONUR:
800 metra hlaup:
C. Neumann, A-Þýzkal., 2:05,8 mfn.
60 metra grindahlaup:
A. Ehrhard, A-Þýzkalandi, 8,1 sek.
400 metra hlaup:
D. Maletzki, A-Þýzkalandi, 53,6 sek.
1500 metra hlaup:
W. Strotzer, A-Þýzkal. 4:12,4 mfn.
Kúluvarp:
I. Schoknecht, A-Þýzkal., 19,18 metrar.
60 metra hlaup:
A. Lvnch, Bretlandi, 7,3 sek.
Hástökk:
R. Ackermann, A-Þýzkal., 1,88 metrar
Langstökk:
A. Boigt, A-Þýzkal., 6,45 metrar.
4x200 metra boðhlaup:
Sveit Bretlands, 1:37,7 mfn.
KARLAR:
Hástökk:
E. Kirst, A-Þýzkal., 2,24 metrar.
3000 metra hlaup: J. Straub, A-Þýzkal., 7:57,8 mfn.
Langstökk:
P. Rciger, A-Þýzkal., 7,57 metrar.
4x200 metra boðhlaup:
Sveit Austur-Þýzkalands, 1:27,3 mfn.
Stangarstökk:
W. Reinhardt, A-Þýzkal., 5,30 metrar.
60 metra hlaup:
E. Ray, A-Þýzkalandi, 6,6 sek.
800 metra hlaup:
G. Stolle, A-Þýzkalandi, 1:49,6 mfn.
1500 metra hlaup:
K.P. Justus, A-Þýzkalandi, 3:46,1 mfn.
Kúluvarp:
H. J. Rothenburg, A-Þýzkalandi, 20,36 metrar.
400 metra hlaup:
A. Bennett, Bretlandi. 48,5 sek.
60 metra grindahlaup:
T. Munkelt, A-Þýzkalandi, 7,7 sek.
Tyldum í góðn formi
NORÐMAÐURINN Pal Tyldum, sem hreppti gullverðiaun í 50
kflómetra göngu á Olympíuleikunum f Sapporo 1972, sýndi það f
skfðagöngukeppni Norðmanna og Austurríkismanna, sem fram
fór f Döllach f Austurríki um helgina, að hann er f góðu formi
um þessar mundir og Ifklegur til þess að láta að sér kveða á
Olympfuleikunum í Innsbruck. Tvldum sigraði mcð nokkrum
vfirburðum f 18 kflómetra göngu í keppni þessari, gekk á
59:13,26 mín. Þó er svo stutt ganga ekki grein Tvldums. Norska
göngufólkið var mjög sigursælt f umra'ddri keppni, og bcnda
líkur til þess að Norðmenn verðí f fremstu röð i göngunni á
Ölympfuleikunum, eins og svo oft áður.