Morgunblaðið - 03.02.1976, Side 26

Morgunblaðið - 03.02.1976, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976 Yfirlýsing frá Vilmundi Gylfasyni vegna greinargerð- ar dómsmálaráðuneytisins BLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Vilmundi Gylfasyni vegna greinargerðar dómsmálaráðuneytisins, sem birtist I blaðinu s.l. sunnudag ásamt skýrslu og umsögn Hallvarðs Einvarðssonar, aðalfull- trúa, sem saksóknari rfkisins sendi dómsmálaráðuneytinu um hið svonefnda Klúbbmál. Yfirlýsing Vilmundar Greinargerð sú, sem dómsmála- ráðuneytið sendi fjölmiðlum í gær í tilefni af blaðagrein, sem ég ritaði í dagblaðið Vísi síðast lið- inn föstudag, er einsdæmi í sögu fréttatilkynninga frá ráðuneyt- inu, bæði hvað snertir efni og orðbragð. Er nauðsynlegt, vegna þess sérstaka aðgangs sem ráðu- neyti virðast eiga að fjölmiðlum, og þá ekki sízt opinberum fjöl- miðlum, útvarpi og sjónvarpi, að það verði upplýst hvort það er embættismaður eins og Baldur Möller, sem ber ábyrgð á slíkum fréttatilkynningum, efni og orð- bragði, eða hvort yfirmaður hans, Ólafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra, hefur samþykkt þær. I fréttatilkynningunni er með ýmiss konar orðalengingum, upp- hrópunum, rangfærslum og með frásögnum af aukaatriðum, reynt að draga athygiina frá tveimur meginstaðreyndum, sem ég hef bent á og hef öruggar skjalfestar heimildir fyrir: I fyrsta lagi: Dómsmálaráðu- neytið fyrirskipaði, gegn vilja lögreglustjórans í Reykjavík, ríkissaksóknara og þeirra rann- sóknarmanna sem að málinu Washington 30. jan. Reuter. í GÆRKVÖLDI samþykkti full- trúadeild Bandaríkjaþings með 246 atkvæðum gegn 126 að stöðva birtingu þingskýrsiu varðandi leynistarfsemi CIA-bandarísku leyniþjónustunnar. Ford forseta eru þar með gefnar frjálsar hend- ur um sfðasta orðið í þá veru, hvort þær upplýsingar verða unnu, að láta opna aftur Veitinga- húsið Klúbbinn hinn 20. október, 1972, eftir að dóms- og lögreglu- yfirvöld höfðu talið nauðsynlegt að loka húsinu tii þess að rann- saka alvarlegt afbrotamál. Embætti ríkissaksóknara, sem þá var Valdemar Stefánsson, mót- mælti þessu með greinargerð, og taldi það ganga gegn réttarvörzlu- hagsmunum í landinu. Það var embætti ríkissaksóknara sem með fyllsta rétti gagnrýndi ósæmileg afskipti dómsmálaráðuneytis af rannsókn sakamáls, en á þeim af- skiptum ber dómsmálaráðherr- ann sjálfur ábyrgð. I öðru lagi: Tveir aðstandendur Klúbbsins snúa sér til dómsmála- ráðuneytisins i febvúar 1975 og kvarta undan illu umtali, sem þeir telja sig verða að þola vegna nýrra sakamála, sem séu í rann- sókn, og stórfelldra mistaka sem þeir telja að hafi átt sér stað við rannsókn þeirra mála. Þetta telja þeir að skaði sig og viðskipti sín. Dómsmálaráðuneytið skrifar þeim, sem rannsóknina hafa meö höndum, á þann veg, að þeir skilja það þannig að ætlazt sé til að þeir hætti að yfirheyra þann aðila, sem þeir þó töldu að varpað gæti ljósi á málið. Lögreglu- mönnunum var enda kunnugt um fyrri afskipti ráðuneytisins af gerðar heyrin kunnar, sem i skýrslunni felast. Reuter fréttastofan segir að líta megi svo á að niðurstöður þessar- ar atkvæðagreiðslu megi túlka sem meiriháttar sigur fyrir Ford, sem hefur hvað eftir annað tjáð þá skoðun sína, að enda þótt ekki eigi að liggja á upplýsingum um misbeitingu valds CIA sé þó frá- leitt að skjöl séu birt er kynnu að varða öryggi þjóðarinnar og ef til vill skaða það. málum Kiúbbsins. Alla vega hættu þeir að yfirheyra þennan aðila. Það vissi dómsmálaráðu- neytið mæta vel, og lét gott heita. Nú hefir þessi sami aðili verið hnepptur í gæzluvarðhald. Varla hefur það verið að ástæðulausu, þó svo hann hafi sjálfur áfrýjað því til Hæstaréttar. Tvennt er ljóst: I fyrsta lagi það, að dómsmálaráðuneytið hefur gerzt sekt um athæfi, sem ekki verður þolað í siðuðu réttar- ríki. I öðru lagi það, að það er áreiðanlega iangt frá því að öll kurl séu komin til grafar í þessu máli. Þetta læt ég duga að sinni, með- fram vegna þess að alþingismenn hafa komið að máli við mig og óskað eftir því að ég léti þeim í té gögn og aðrar upplýsingar sem ég hefði undir höndum um þessi mál. Ég tel borgaralega skyldu mína að verða við þeim óskum. Mér er kunnugt um að málið verður tekið fyrir utan dagskrár á Alþingi á morgun, mánudag. (Ég játa að ég tel forsvarsmenn islenzkra dómsmála lítt öfunds- verða um þessar mundir.) Hjálagt sendi ég fjölmiðlum ljósrit af greinargerð þeirri, sem embætti ríkissaksóknara, sem þá var Valdemar Stefánsson, sendi dómsmálaráðuneytinu í október, 1972. I greinargerð embættis ríkissaksóknara, Valdemars Stefánssonar, sem Hallvarður Einvarðsson, nú vararíkissak- sóknari, tók saman fyrir hönd embættisins, sagði meðal annars að aðgerðir dómsmálaráðuneytis- ins hefðu verið „allsendis ótima- bær og ástæðulaus og ekki studd opinberum almennum réttar- vörzluhagsmunum". Það, að þetta sé greinargerð embættis ríkissak- sóknara, er staðfest með undir- skrift Valdemars Stefánssonar á titilsíðu. Sú tilraun dómsmála- ráðuneytisins að reyna að láta líta svo út að hér sé um að ræða einkaskoðun undirmanns Valde- mars Stefánssonar, Hallvarðs Einarðssonar, og ekki skoðun embættisins, með öðrum orðum og ráðuneytislegri, að verið sé að ljúga skoðunum upp á látinn mann, er svo auvirðilegt yfirklór að það er ósamboðið Ölafi Jóhannessyni og Baldri Möller. Virðingarfyllst, Vilmundur Gylfason. Bréf saksóknara ásamt skýrslu um Klúbbmálið Reykjavlk, 23. október 1972. Hér með sendi ég hinu háa dómsmálaráðuneyti til athugunar afrit af skýrslu og umsögn Hall- varðs Einvarðssonar, aðalfull- trúa, er hann hefir lagt fyrir mig um mál það, er þar um ræðir. Valdimar Stefánsson SKÝRSLA og umsögn Hallvarðs Einvarðssonar, aðalfulltrúa, til saksóknara ríkissins um mál nr. 2686/72. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefir með bréfi, dagsettu 20. þ.m., sent embætti saksóknara afrit af bréfi er hann að fyrirlagi dóms- málaráðuneytisins hefir sent Sigurbirni Eiríkssyni, veitinga- manni. Kemur þar fram, að bann það gegn áfengisveitingum í veit- ingahúsinu við Lækjarteig 2 hér I borg, sem gilt hefir frá 14. þ.m. samkvæmt ákvörðun lögreglu- stjóra, hefir verið feilt niður. Vegna þessa þykir óhjákvæmi- legt að taka fram eftirfarandi. „Með bréfi rannsóknadeildar rfkisskattstjóra, dagsettu 12. þ.m., til sakadóms Reykjavíkur, sbr. meðfylgjandi ljósrit, var greint frá grunsemdum skattrannsókna- stjóra um ýmiss konar misferli í sambandi við starfrækslu veitingahússins að Lækjarteig 2 hér i borg, sem rekið væri af hlutfélaginu Bæ. Var beiðst rann- sóknar á máli þessu og jafnframt vakin athygli á tilteknum rann- sóknaraðgerðum, sem nauðsyn- legar þættu til upplýsinga í máli þessu, enda þótti þá þegar sýnt, að rannsókn málsins myndi verða all umfangsmikil. Um upphaf rannsóknar málsins voru samráð milli skattrannsóknastjóra, ríkis- endurskoðanda, tollgæzlustjóra, rannsóknardómara og fulltrúa saksóknara auk þeirra lögreglu- manna, sem unnið höfðu að frum- athugun lögreglu i málinu. Dóms- rannsókn málsins hófst svo í saka- dómi Reykjavíkur laugardaginn 14. þ.m. Þótti fljótlega sýnt að þær grunsemdir, sem uppi höfðu verið um misferli 1 þessu efni, Beinbrota- faraldur í borginni SlÐUSTU daga eða eftir að hlákan kom hafa læknar á slysa- deild Borgarspítalans haft ærinn starfa við að annast um bein- brotið fólk. Leifur Jónsson læknir sagði í gær að helzt væri um fram- handleggs og ökklabrot að ræða. Þá væri það áberandi hvað börn á snjóþotum slösuðust oft. Á stutt- um tíma á föstudaginn hefði verið komið með 4 börn um og innan við 10 ára sem brotnað hefðu á snjóþotum. Þá væri ekki úr vegi að minna fólk á að nota mann- brodda meðan færðin væri eins og í dag. höfðu við veigamikil rök að styðj- ast. Er svo var komið skýrði fuil- trúi saksóknara sem fyigdist með rannsókn málsins, lögreglu- stjóranum í Reykjavík frá rann- sókn þessari og jafnframt gerði rannsóknardómari lögreglu- stjóranum stuttlega grein fyrir því, sem þá virtist fram komið varðandi fyrrgreind kæruefni í sambandi við starfrækslu þessa veitingahúss. Ákvað lögreglu- stjóri þá að leggja þegar bann við frekari áfengisveitingum i þessu veitingahúsi unz annað yrði ákveðið, og mun hann í því efni hafa stuðst við ákvæði 2. mgr. 14. gr. áfengislaga nr. 82, 1969. Sú ákvörðun lögreglustjóra var að áliti saksóknara sjálfsögð og eðli- leg eins og á stóó. Var það bæði á ýmsan hátt ótvírætt í þágu rann- sóknar málsins auk þess sem áframhaldandi starfræksla þessa veitingahúss eins og málum þá var komið var alls endis óvið- eigandi frá sjónarmiði almennrar réttarvörzlu. Var tvímælalaust nærtækast að beita fyrrgreindri heimild lögreglustjóra samkvæmt 2. mgr. 14. gr. áfengislaganna enda hæpið, að unnt hefði verið að grípa jafnskjótt til annarra réttarheimilda til slíkra sviptinga eins og málum var háttað i upp- hafi rannsóknar. Eðlilegt var að tekið væri fyrir frekari áfengis- veitingar I þessu veitingahúsi meðan rannsókn málsins stæði yfir, eða a.m.k. á meðan hin eigin- lega sakadómsrannsókn, svo sem yfirheyrslur, stæði yfir. Efni kynnu hins vegar að hafa getað oröið til endurskoðunar á þessu banni á síðara stigi rannsóknar- innar, t.d. óvíst að bíða hefði þurft loka skattsvikarannsóknar skattrannsóknarstjóra eða loka bókhaldsrannsóknar. “ „Er ráðuneytið aflétti þessu banni hinn 20. þ.m. var sakadóms- rannsókn málsins hvergi nærri Iokið, rannsóknargögn um rann- sókn málsins höfðu eigi heldur borizt embætti saksóknara eða dómsmálaráðuneyti og frum- skýrslum ríkisendurskoðanda og skattrannsóknarstjóra um þeirra athugun eigi heldur lokið. Að sögn rannsóknardómara og skatt- rannsóknarstjóra eru hins vegar þegar fram komin veigamikil gögn, sem benda til þess, að upp- lýst verði í málinu um veruleg söluskattsvik og ófullnægjandi launaframtöl, ennfremur um verulega bókhaldsóreiðu svo og um brot á ákvæðum 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 118, 1954, sbr. reglugerð nr. 121, 1966, um sölu og veitingar áfengis, og í því sam- bandi beinist rannsóknin einnig að þvi hvort um hafi verið að ræða brot í opinberu starfi af hálfu tiltekinna starfsmanna áfengisverziunarinnar. Þá er og líklegt, að rannsóknin muni bein- ast að því að kanna hvort reglur hlutafélagalöggjafar hafi verið haldnar við stofnun og rekstur Bæjar h.f. Þykir þvi næsta ein- sýnt, að saksóknara beri að lok- inni rannsókn málsins að stefna því til dóms, þ.á m. með þeirri kröfu ákæruvalds, að þeir aðilar, sem ábyrgir kynnu að reynast yrðu sviptir þeim opinberu leyf- um, sem Iiggja kunna til grund- vallar rekstri þessa veitingahúss, þ.m.t. leyfum til áfengisveitinga. Fyrrgreind niðurfeliing dóms- málaráðuneytisins hinn 20. þ.m. á umræddu banni lögreglustjóra frá 14. þ.m. þykir því af hálfu saksóknara hafa verið alisendis ótímabær og ástæðulaus og ekki studd almennum opinberum réttarvörzluhagsmunum. “ Hvort nú sé ástæða til endur- skoðunar á þessari afstöðu ráðu- neytisins — úr því sem komið er — skal ósagt látið en af ástæðum þeim, sem nú hafa verið raktar, tel ég rétt að gera embættislega grein fyrir viðhorfum saksóknara til þessarar hliðar málsins vegna þessarar ákvörðunar ráðuneytis- ins að þessu leyti enda þótt það hefði reyndar þegar verið reifað nokkuð munnlega hinn 20 þ.m. við skrifstofustjóra ráðuneytisins er hann hafði samband við skrif- stófu saksóknara vegna athug- unar ráðuneytisins á þessu máli. Skrifstofu saksóknara ríkisins, 23. október 1972. Vilmundur Gylfason R-11D veró kr.:59.600 PRENTAÐUR STRIMILL m a MINNI 5/4: AFRÚNNUN □ PRÓSENTUREIKNINGUR O GRAND TOTAL H DEILING I □ MARGFÖLDUN S SAMLAGNING H FRÁDRÁTTUR ADD SAMLAGNINGARSTILLING 6, 4, 2, 0: AUKASTAFIR O TOTAL KmimmöS© kjaraini D=ai^ - TRYGGVAGÖTU 8, REYKJAVÍK SlMI 24140 Fulltrúadeild USA: Samþykkt að stöðva birtingu leyniskýrslna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.