Morgunblaðið - 03.02.1976, Qupperneq 30
3Q MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976
Egill Ólafsson
Minningarorð
Fæddur 19 marz 1892.
Dainn 26. janúar 1976.
D«yr fé,
deyja fraendur,
deyr sjálfur hið sama.
En ordstír
deyr aldreígi
hveim er sér gódan getur.
Með afa mínum, Agli Ólafssyni,
er til moldar gengin ein merkasta
og eftirminnilegasta persóna í lífi
minu.
Bernskuár okkar svstkinanna
bjó hann hjá okkur og vakti yfir
okkur á sinn óeigingjarna og
trausta hátt, allt til enda. A kvöld-
in svæfði hann okkur með sögum
og söng vísur, jafnt sjómannavís-
ur sem vögguljóð með sinni
hrjúfu rödd. Ætíð er eitthvert
okkar gat ekki fest blund var far-
ið til afa. Oft kom það fyrir að
ekkert okkar gat sofnað og þá var
þröng á þingi í afa-herbergi. Þeg-
ar mamma og pabbi komu inn gat
að líta gamlan mann, hokinn í
baki með fimm krakkagrislinga í
kringum sig.
Þó árin liðu og við eltumst
sleppti hann aldrei verndarhendi
sinni af okkur. Margsinnis á dag
hringdi síminn. Var það afi til að
grennslast fyrir um fjölskylduna
og ef einhver kom seint heim eða
eitthvað var úr lagi, hafði hann
sífelldar áhyggjur. Alltaf vorum
við velkomin til hans hvort sem
var til að fá kandís, ráðleggingar
eða til að létta á hjarta okkar.
Afi fæddist 19. marz 1892 í Ytri-
Njarðvík. Foreldrar hans voru
Ólafur Jafetsson og Elín Þor-
steinsdóttir. Ólafur var sjómaður
að atvinnu, bæði á opnum skip-
um og þilskipum. Elín kona hans
var mikil myndarkona og forkur
dugleg til allrar vinnu jafnt inn-
anhúss sem utan.
Afi ólst upp í stórum systkina-
hópi og lifa fimm þeirra en fjögur
eru látin.
Allir sem til þessara tíma
þekkja, vita hversu bág lífskjörin
voru oft. Varð afi að fara snemma
til sjós til að kosta sig til náms.
Lauk hann prófi frá Stýrimanna-
skólanum 1917 og vélaprófi
nokkru seinna. — Hinn djúpblái
sær átti hug hans allan enda
varð hann dugandi sjómaður. Var
hann ýmist yfirmaður eða háseti
á þeim skipum sem hann starfaði
á, þar til hann fór i land og gerðist
verkstjóri hjá Rafmagnsveitu
Reykjavfkur.
Einn mesti hamingjudagur i lífi
hans var þegar hann kvæntist
ömmu, Ragnheiði R. S. Stefáns-
dóttur, 23. desember 1921. Sam-
búð þeirra varð farsæl þvi amma
var dugleg og átti hina rfku kær-
leikslund sem alltaf var reiðubú-
in til að rétta fram höndina, þeim
sem á hjálp þurftu að halda.
Börn þeirra eru Ólafur, Sigrfð-
ur og Guðmundur. Tvö börn tóku
þau i fóstur, Sigurð R. Blomster-
berg og Valgerði Jónsdóttur, sem
kom til þeirra tæpra tólf ára.
Hinn 6. júlí 1949 Iést amma
eftir langa og stranga sjúkdóms-
legu. En afi gafst ekki upp, hélt
áfram sem fyrr og mætti öllu mót-
læti með óbilandi kjarki.
Síðustu árin bjó hann á Hrafn-
istu, dvalarheimili aldraðra sjó-
manna, og stóð hann ævinlega i
mikilli þakkarskuld við allt
starfsfólkið. Það endurnýjuðust
kynni gamalla vina frá sigl-
ingaárunum. Afi var ætíð mjög
hraustur og vann við netagerð og
annað fram á síðasta dag.
Þó hann sé lagstur í hina
hinstu gröf munum við systkinin
ætíð minnast hans með þakklæti
og gera okkur far um að likjast
honum. Munu ljóðlínur þessar
eftir örn Arnarson oft koma okk-
ur f hug f náinni framtíð.
„Það var svo Ijúft, þvf lýsir engin tunga
af litlum hert>um tókstu harnsins þunga.“
Þegar litið er til baka yfir lífs-
starf hans að ævidegi hans lokn-
um á ég aðeins þá ósk ættjörðu
minni til handa, að hún eignist
sem flesta menn á borð við hann
afa minn.
1 dag er til moldar borinn merk-
ismaðurinn Egill Ólafsson fyrrum
verkstjóri hér í Reykjavík. Hann
var fæddur 19. marz 1892 i Ytri-
Njarðvík sonur hjónanna Elínar
Þorsteinsdóttur og Ólafs
Jafetssonar. Egill var einn af níu
systkinum og eftir lifa fimm.
Egill ólst upp í foreldrahúsum
unglingsárin. Arið 1917 fer Egill i
Stýrimannaskóla tslands og út-
skrifast þaðan'. Egill stundaði sjó-
mennsku í mörg ár á allskonar
skipum, fyrst á kútterum og síðar
á togurum. Hann hafði ávallt
heppni með sér við störfin á sjón-
um og var með í því að bjarga
mönnum úr sjávarháska. Hann
var lengi stýrimaður á togaranum
Þórólfi með aflaskipstjóranum
Guðmundi frá Nesi. Egill var einn
af stofnendum Hásetafél. Reykja-
víkur síðar Sjómannafélagi
Reykjavíkur og var hann þar
heiðursfélagi.
Mesti hamingjudagur í lifi hans
var 23. desember 1923 er hann
kvæntist konu sinni Ragnheiði
Stefánsdóttur frá Varmadal á
Rangárvöllum. Ragnheiður var
mesta myndar-og sæmdarkona og
bjó hún manni sinum myndar
heimili sem var þeim til sóma
fyrir myndarskap og snyrti-
mennsku. Avallt var gestkvæmt á
heimili þeirra. Það var mikill
söknuður þegar Egill missti konu
sína 7. júlí 1949. Eftir það bjó
Egill með börnum sínum og fóst-
ursyni sem þá var ungur. Þau
Egill og Ragnheiður eignuðust
þrjú börn. Ólafur er elstur þeirra,
giftur Erlu Guðmundsdóttur, Sig-
ríður gift Þórólfi Ólafssyni, og
Guðmundur giftur Hervöru Guð-
jónsdóttur. Einnig ólust upp hjá
þeim Valgerður Jónsdóttir, gift
Einari Eiríkssyni, og Sigurður
Ragnar Blomsterberg giftur
Ólafíu Ólafsdóttur.
Við bróðurdætur Ragnheiðar
sem þessar línur ritum, bjuggum
lengi I sama húsi með foreldrum
okkar og var sú sambúð eins og
eitt heimili sem aldrei féll skuggi
á og var okkur tekið eins og
þeirra börnum. Það er mikil eftin-
sjá að slíkum mönnum sem Egill
var. Hann var einn af þeim sem
settu svip á Reykjavik.
Margir samferðamenn sóttu til
hans ráðleggingar á lausn sinna
mála enda var hann ráðagóður og
hvers manns hugljúfi. Þeir eru
margir samverkamenn hans sem f
t tlmaritinu Friendship Bullet-
in, sem gefið er út af Fokkerverk-
smiðjunum í Hollandi, er allöng
grein um tsland. Greinin heitir
F27 þarfasti þjóninn 1 fslenzkum
flugmálum. Er hún 6 sfður og
prýdd ágætum myndum frá Is-
landi.
Nokkuð er minnzt á útfærslu
íslenzku landhelginnar í 200 míl-
dag minnast hans með söknuði og
líta með lotningu til liðinna sam-
verustunda. Eftir að Egill hætti
störfum á sjónum vann hann
lengst af hjá Rafmagnsveitum
Reykjavíkur og vann þar sem
annarsstaðar störf sín af ein-
skærri trúmennsku og dugnaði.
Siðustu árin sem hann lifði var
hann vistmaður á Dvalarheimili
aldraðra sjómanna, Hrafnistu, og
líkaði honum vistin þar vel, því
enn rann sjómannsblóð í æðum
hans. Þar v]ánn hann við sjóvinnu-
störf og andaðist með verkefni í
höndum sér.
Við kveðjum Egil hinstu kveðju
með þakklæti og vitum að vegur-
inn yfir móðuna miklu verður
honum greiðfær. Við vottum
börnum, fósturbörnum, tengda-
börnum og barnabörnum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
ur og sagt er frá, að 1952 hafi
landhelgin verið 4 mílur, 1958
varð hún 12 mílur og 1972 var
landhelgin færð út i 50 mílur.
Síðan segir að svarið sem Islend-
ingar gefi sé að þeir séu einfald-
lega að berjast fyrir tilveru sinni
með þvi að reyna að vernda fiski-
miðin í kringum landið frá að
verða hreinsuð af „ryksuguskip-
um.“
I greininni er sagt nokkuð frá
íslenzkum flugmálum og viðtal er
við örn Johnson forstjóra og
Einar Helgason yfirmann innan-
landsflugs. Einnig er sagt frá
notkun Landhelgisgæzlunnar á
Fokker-vélum og rætt við Pétur
Sigurðsson, forstjóra Landhelgis-
gæzlunnar.
Afmælis-
. °?
minning-
argreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og ipinningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
lfnubili.
útfarasKreytlngar
blómouol
Groðurhúsið v/Sigtun simi 36770
BRYNDtS
t
Faðir minn,
VALDIMAR ÞORVALDSSON,
frá Suðureyri, Súgandafirði,
lézt á Landspítalanum 1. febrúar sl Fyrir hönd systkina og annarra
vandamanna,
Þorvaldur Valdimarsson.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
WALTER BOURANEL,
1801 Albany Avenue,
Brooklyn,
New York 11210.
andaðist að heimili sínu 28. 1. '76
Útför hans hefur farið fram.
Margrét Lára Bouranel og börn.
Eiginmaður minn, sonur og ^.v/w..,
STEFÁN INGIMUNDARSON,
kaupmaður,
Vogagerði 8, Vogum,
verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju miðvikudaginn 4 febrúar kl
Guðríður Sveinsdóttir,
Abigael Halldórsdóttir,
Guðrún Ingímundardóttir.
t
RÍKHARÐUR REIMAR JÓHANNSSON,
frá Hofsósi,
andaðist 1 febrúar að heimili sínu, Sogavegi 1 52, Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda
Ingibjörg Jóhannesdóttir.
Systir mírt. t
MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR,
Flfuhvammsvegi 25, Kópavogi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, i dag, þriðjudag kl 3.
Guðjónína Jóhannesdóttir.
t
Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi
EGILL ÓLAFSSON,
Hrafnistu,
verður jarðsunginn þriðjudaginn 3. febrúar frá Fríkirkjunni kl, 1 3.30.
Blóm og kransar afbeðið en þeir sem vildu minnast hans láti Dvalar-
heimili aldraðra sjómanna njóta þess.
Ólafur Egilsson, Sigríður Egilsdóttir,
Guðmundur Egilsson, Sigurður Blomsterberg,
Valgerður Jónsdóttir
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andtát og
jarðarför föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa,
ÞORSTEINS JÓNASSONAR,
Vtri-Kóngsbakka,
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahússins I Stykkishólmi
Sigurður og Jónas Þorsteinssynir,
Þórleif Hauksdóttir,
börn, og barnabörn.
S.S.
Ur ritinu Friendship Bulletin.
ísland í riti Fokk-
erverksmiðjanna