Morgunblaðið - 03.02.1976, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1976
31
UMHOftF
Umsjón: Haraldur Blöndal
Að hasla ungu
fólki vöD tíl að vinna
að málum sínum
STJÖRN Heiindallar 1975—1976. Talið frá vinstri, standandi: Þorvaldur Mawby, Helena Alberls-
dóttir, Árni Þ. Árnason, Hreinn Loftsson, frkv.stj. Heimdallar, Einar Oddur Ólafsson, Arni B.
Eiríksson og Skafti Harðarson.
Sitjandi: Júlfus Hafstein gjaldkeri, Björn Hermannsson varaformaður. Jón Magnússon formaður,
Elfnborg Jónsdóttir og1 Gústaf Níelsson.
Rœtt við Jón Magnússon, formann Heimdallar
Þann fyrsta nóvember sl. var
haldinn aðalfundur Heimdall-
ar. Þessi fundur var óvenju
fjölmennur, enda fór fram
kosning um formann félagsins.
Jón Magnússon var kjörinn for-
maður með 135 atkvæðum, en
Þorvaldur Mawby fékk 85 at-
kvæði. Þar sem aðalfundurinn
var haldinn seint, var ekki að
vænta mikils starfs fyrir ára-
mót, því að alltaf tekur tfma að
undirbúa félagsstarf nýrrar
stjórnar. Þó hafa verið haldnir
nokkrir fundir.
Umhorf hafði nú um ára-
mótin stutt viðtal við Jón
Magnússon:
Þvf hefur verið haldið fram,
að starf Heimdallar hafi stöð-
ugt farið minnkandi undanfar-
in ár og félagatalan hafi dregist
saman?
— Heimdallur hefur átt sin
mögru ár og sín feitu. Starf
síðustu stjórnar var á margan
hátt meira en mörg ár þar á
undan. Mér virðist, ef litið er
yfir söguna, að pólitfskar svipt-
ingar í þjóðfélaginu hafi mest
áhrif á starf félagsins á hverj-
um tíma, enda eðlilegt um póli-
tískt félag. Vitanlega eiga svo
stjórnirnar sinn þátt. Ef litið er
hins vegar tii þess hvernig starf
Heimdallar er, borið saman við
starf æskulýðssamtaka annarra
stjórnmálaflokka, þá er saman-
burðurinn okkur i hag. Heim-
dallur hefur löngum verið
stærsta stjórnmálafélag ungra
manna, og félagatala hans
hefur ekki minnkað, en ef
miðað er við fjölgun Reykvík-
inga, hefur félagatalan ekki
fylgt þeirri fjölgun.
— Aðalfundurinn er þó alla-
vega sá fjölmennasti, og því
verið haldið fram í einu dag-
blaðanna, að æsingar hafi verið
með mönnum:
— Ég held að þessi aðal-
fundur sé fjölmennasti aðal-
fundur Heimdallar um langa
hríð. Hitt er ekki rétt að
æsingar hafi verið með
mönnum. Agreiningur var
um kosningu formannsins
og voru atkvæði Iátin ráða.
Slíkt er ekkert einsdæmi
í sögu félagsins og eðlilegt
í svo stóru félagi. Nú voru
hóparnir fjölmennari en
áður. Ég hef heyrt því hald-
ið fram að menn hafi gengið
af fundi í reiði m.a. kom þetta
fram í Dagblaðinu, þar var
ákaflega frjálst farið með
staðreyndir og óháð því, sem
raunverulega gerðist. Því er til
að svara, að allir, sem þekkja til
félagsmála, vita, að í kosning-
um koma oft fleiri til fundar en
þeir, sem ætla sér að sitja allan
fundinn. Menn gefa sér stund
til þess að kjósa sinn mann og
bíða úrslita, en fara síðan heim,
eða til vinnu. Menn taka vitan-
lega ósigri misjafnlega, en
slfkt er eðlilegt.
— Því var haldið fram gegn
þér, að þú værir i miðstjórn
flokksins, og gegndir þannig
einni af æðstu stöðum innan
hans. Öþarfi væri að kjósa slíka
menn til formennsku i Heim-
dalli enda í ósamræmi við vald-
dreifingarkenningu ungra
sjálfstæðismanna, sem þú
hefur verið mikill talsmaður
fyrir.
— Það er vitanlega æskilegt,
að völd safnist ekki á fárra
hendur, — en ég get ekki
fundið, að nein völd séu í sjálfu
sér því samfara að vera for-
maður Heimdallar, eða þá f
miðstjórn flokksins. Menn
verða hins vegar að hafa í huga,
að ungir sjálfstæðismenn hafa
ætíð talið nauðsynlegt að efla
sem mest áhrif sfn innan
flokksins og auka sér þannig
áhrif til þess að koma hug-
myndum sínum á framfæri. Ég
hef tvívegis verið kjörinn í mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins
fyrir atbeina ungra sjálf-
stæðismanna og hef ætíð litið á
mig sem talsmann þeirra þar.
Sem formaður Heimdallar hef
ég sterkari stöðu þar.
— Og að lokum. Hvert er
helsta áhugamál þitt sem for-
manns Heimdallar ?
— Að sem flest ungt fólk vilji
tengjast félaginu og berjast
fyrir stefnumálum þess. Heim-
dallur á að vera vettvangur
skoðanaskipta og margvíslegrar
félagsstarfsemi. Með því verður
félagið öflugt, og tekið verður
tillit til skoðana þess, bæði f
þjóðfélaginu og innan flokks-
ins. I islensku þjóðfélagi er við
mörg vandamál að etja, sem
ráðandi kynslóð sinnir ekki.
Þeim verður ekki sinnt, nema
ungt fólk komist til aukinna
áhrifa. Þeim áhrifum nær ungt
fólk ekki nema með vinnu og
starfi. Fjöldi ungs fólks vill
leggja á sig vinnu og starf til
þess að ná þessum markmiðum.
Ég keppi að þvf, að Heimdallur
verði vettvangur þessa fólks.
— Að skilja ekki sagnfræðina
Framhald af bls. 29
hleður utanum sig, og
komin er í þá buðlandi
flækju, sem enginn
ræður við.
Að geta borgað kýrverð
eftir nokkur ár með
lambsverði er í sjálfu sér
ræningjasaga. Að ræna
sparifjáreigendur verð-
gildi fjármuna sinna, svo
sem gert hefir verið hér
s.l. 45 ár, er aldeilis
„Tyrkja“-ránssaga, og að
ætla að láta atvinnuþætti
þjóðarinnar bera það rán
uppi með okurvöxtum er
alger barnaháttur ráð-
villtra manna, sem í
hvorugan fótinn kunna
að stíga til staðfestu
þeirra hluta, sem lögmál
lífsins býður að ekki
verði um flúið. Það breyt-
ir engu, þótt mörgum
þyki þessi leið léttfær í
bili, þyrnarnir skjóta
ávallt rótum áður en
leiðarenda er náð, og það
sýnir sig að gerzt hefir.
Að vísitölutryggja
eitt en ekki allt er ekki
hægt, þá fer allt úr skorð-
um. Vísitala er ekkert
annað en mælir, rétt eins
og frostmælir hitamælir
og vog. Ef við hættum að
vikta eina vöru, en mæl-
um alla aðra er allt komið
úr reipunum. Að vfsitölu-
tryggja kaupmátt launa
er heldur ekki hægt. Til
þess þyrfti að mynda
óhemjusjóð. Við getum
ekki keypt fyrir meira en
verðgildi þess sem í bátn-
um er hverju sinni, nema
að taka til þess lán, sem
við verðum að borga með
næsta afla. Ef við gætum
vísitölutryggt kaupmátt
launa, væri alveg sama
hvað varan kostaði, þá
mætti sykur pokinn allt
eins fara uppí 50 þúsund
eins og tuttugu. Þetta er
auðskilið mál öllum
sæmilega gefnum mönn-
um, og eftir því ættu þeir
að vinna, sem ráða vilja
högum lands og þjóðar,
en ekki eftir pólitískum
vitleysum. Hins vegar
geta orðið sveiflur á
kaupmætti launa eins og
öðru, oft í stórkostlegan
hag eins og stundum f
óhag.
Óverðtryggðu lífeyris-
sjóðirnir eru skýrt dæmi
uppá þessa kenningu
mfna, þeir eru svo gott
einskis virði, og sanna
hér mál mitt. Hinir lærðu
spekingar brjóta nú höf-
uð sfn um það, hvernig
með skuli fara. Það er svo
kapítuli útaf fyrir sig, en
meðan þetta lögmál er
ekki leiðrétt verður eng-
in fjármálastjórn í lagi.
Þetta eru blákaldar
staðreyndir.
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JW*rflunbInbib
128
Bíllirm, sem fullnægir kröfum flestra
Fiat 128 er framhjóladrifinn með framúrskarandi
Fiat 128 er kjörinn bíll fyrir þá sem vilja fá mikið
fyrir peininginn.
Verö frá
kr. 1030.000.-
aksturseiginleika í snjó og á slæmum vegum.
Fiat 128 er hlýr og notalegur bíll. G/æsilega innréttaður
með mjúkum stólum frammíogrúmgóðuaftursæt
Fiat 128 er óvenju hár undir lægsta punkt og minnir
stundum á jeppa þegar ekið er í ófærum.
Fiat 128 er með stóra glugga sem gera bílinn bjartari að
innan með mikið og gott útsýni sem tryggir öryggi
FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
Dav/tf Sigurdsson h.f.
SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888.