Morgunblaðið - 03.02.1976, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976
Halldór E. Sigurðsson um skattamál Klúbbsins:
Skattar f>TÍrtiekisins ákveðnir — og
tiltækum innheimtuaðferðum beitt
HALLDÓR E. Sigurðsson sam-
gönguráðherra, sem gegndi em-
bætti fjármálaráðherra á árinu
1972, svaraði í neðri deild Al- ,
þingis i gær þeim þáttum i ræðu
Sighvats Björgvinssonar (A) al-
þingismanns um svonefnt klúbb-
mál, er féllu undir hans þáver-
andi ráðuneyti, efnislega á þessa
lund:
Skattrannsóknarstjóri hóf þeg-
ar afskipti af máli viðkomenda, er
ekki höfðu skilað framtölum fyrir
árin 1971 og 1972, og kvað upp
úrskurð í máli þeirra þann 18.
september 1973. Síðar lögðu við-
komendur fram framtöl ásamt
uppgjöri fyrirtækis síns, viðkom-
andi ár, og var hliðsjón af þeim
höfð við siðari úrskurð máls, sem
upp var kveðinn 29/1 1974. Þeim
úrskurði var síðan áfrýjað til rík-
isskattanefndar og hennar úr-
skurður upp kveðinn 26/11 1975.
Endanlegir skattar, þar með tal-
inn söluskattur, voru ákveðnir 14
m.kr. Þar af hefur þegar verið
greitt um 2.7 m.kr. Lögtak hefur
farið fram i viðkomandi húseign,
sem starfsemin fer fram í uppboð
auglýst, sem ákveðið hefur verið
að fram fari hinn 13. þessa mán-
aðar.
Niðurstöður þessa máls, að
því er varðar þessa hlið þess,
liggja Þvl fullkomlega fyrir.
Olafur:
Nær enginn grundvöD-
ur til samkomulags
I útvarpsþættinum „bein lína“
sl. sunnudagskvöld svaraði
Ólafur Jóhannesson, dóms-
málaráðherra fyrirspurn um
landhelgismálið:
Fréttamaður spurði Ólaf
Jóhannesson fyrst að því hver
væri stefna Framsóknarflokksins
í hugsanlegum samningum við
Breta í landhelgismálinu. Ólafur
svaraði:
„Mfn persónulega skoðun er sú,
að það sé enginn grundvöllur eða
nær enginn grundvöllur fyrir
samkomulagi. Framsóknar-
flokkurinn hefur ekki tekið form-
lega ákvörðun um þetta efni en ég
geri ráð fyrir því að stefna hans
fari ekki langt frá skoðunum
mínum í þessu efni. Ástæður
mínar fyrir þessari skoðun eru
þær, að Bretar hafa fengið
umsaminn réttmætan umþótt-
unartíma. Þeir hafa komið þannig
fram síðan samningurinn rann út
með hernaðarárás og öðrum
hætti, að ekki er ástæða til þess að
sýna þeim sérstaka linkind. Og í
þriðja lagi, þá er ekkert i raun og
veru afgangs fiskmagn sem um er
að semja.“
Ólafur um
' stjórnar-
samstarfið
I útvarpsþættinum „Bein lfna“
sl. sunnudagskvöld svaraði
Ólafur Jóhannesson, dóms-
málaráðherra spurningu um
stjórnarsamstarfið á eftirfar-
andi hátt:
Spurning hlustanda. „Mig
langaði til að vita sem kjósandi
Framsóknarflokksins fram að
þessu, hvað Framsóknarflokkur-
inn ætlar að verða lengi í ríkis-
stjórn undir forsæti Geirs Hall-
grímssonar?
Ráðherra svarar hlæjandi:
„Þetta var góð spurning. „Og
hann hélt áfram: „Ég er nú ekki
spámaður og það er ómögulegt að
segja um það hversu langvarandi,
langlíf þessi stjórn verður, það
breytist nú oft.. . það er ekki gott
að segja um það.“
Fréttamaður greip inn í og
kvaðst vilja spyrja í framhaldi af
þessari spurningu hvort það væri
ekki erfitt fyrir Ólaf Jóhannesson
sem forsætisráðherra vinstri
stjórnarinnar sálugu að sitja nú í
stjórn með sjálfstæðismönnum
sem hefðu barizt hatrammlega
gegn vinstri stjórninni á sínum
tíma. Ráðherrann svaraði:
,,Nú, þessi seta mín í þessari
ríkisstjórn er ekki neinn dans á
rósum en ég get svarað eins og
þingmaðurinn sagði þegar hann
var að kyssa kjósendurna með
tóbakslöginn i skegginu „að það
verður stundum að gera fleira en
gott þykir.“ Nú, ég á góðar minn-
ingar um vinstri stjórnina. Mér
féll vel við samstarfsmenn mína
þar, alla, alla án undantekningar,
en þeir höfðu sinar skoðanir auð-
vitað og börðust hart fyrir þeim.
Ég hefi mikla aðdáun, sérstaklega
á kempunni Hannibal, þó að hon-
um yrði það á síðustu dagana að
hlaupa í bland við tröllin.“
Sýslumaður
um bréfið
Morgunblaðið ræddi í gær við
Jón Eysteinsson sýslumann Gull-
bringusýslu og bæjarfógeta í
Keflavík, en hann var settur
bæjarfógeti þegar dómsmálaráðu-
neytið skrifaði embættinu bréf
hinn 11. marz 1975 en bréfaskipti
þessi eru nú mjög til umræðu.
Morgunblaðið spurði Jón hver
hefði verið túlkun hans á um-
ræddu bréfi. Jón svaraði:
„Túlkun min á bréfi dómsmála-
ráðuneytisins var sú með tilliti til
simtals við ráðuneytisstjórann að
ekkert væri hægt að gera vegna
bréfa þeirra tveggja aðila sem
höfðu ritað ráðuneytinu, og það
eina sem myndi leysa þetta mál
væri það að málið, þ.e. Geirfinns-
málið, upplýstist með þá áfram-
haldandi rannsókn."
Þá ræddi Morgunblaðið enn-
fremur í gær við Hallvarð Ein-
varðsson vararíkissaksóknara,
sem var aðalfulltrúi saksóknara
þegar rannsókn Klúbbmálsins fór
fram 1972 og Sigurjón Sigurðsson
iögreglustjóra í Reykjavík, en í
báða þessa menn er vitnað í
greinargerð dómsmálaráðuneytis-
ins. Hvorugur þeirra vildi tjá sig
um málið, en Sigurjón sagði að
skýring á afstöðu sinni til Klúbb-
málsins kæmi fram i greinargerð
ráðuneytisins, sem birtist í Mbl. á
sunnudaginn og þyrfti því engu
þar við að bæta.
Loks hugðist Morgunblaðið ná
tali af Þóri Oddssyni, aðalfulltrúa
Sakadóms Reykjavíkur þegar
Klúbbmálið var í rannsókn 1972.
Þórir dvelur nú við störf og fram-
haldsnám í Osló og reyndist ekki
unnt að ná símasambandi við
hann i gær.
Kallaður fyrir einu sinni
1 RÆÐU sinni á Alþingi í gær, um
svonefnt „Klúbbmái", sagði Ólaf-
ur Jóhannesson dómsmálaráð-
herra, að frekari lokun þessa vín-
veitingahúss á sinum tíma „hefði
enga þýðingu haft fyrir frekari
rannsókn þess máls“, er þá var til
meðferðar, tengt húsinu. „Ég hefi
aldrei fellt niður lokun veitinga-
hússins," sagði ráðherrann. „Það
var nefnilega ekki beðið eftir
mínum úrskurði." Síðan gat ráð-
herra þess að það hefði verið lög-
reglustjórinn, sem lokunina af-
nam, og að það væri „að gera lítið
úr frábærum og heiðarlegum em-
bættismanni“ að slíkt hefði ekki
verið gert samkvæmt „eigin sann-
færingu“, heldur vegna álits
starfsmanna í dómsmálaráðu-
neyti.
Þá sagði dómsmálaráðherra að
Magnús Leópoldsson, hefði aðeins
„einu sinni verið kallaður fyrir“,
til þess að gefa skýrslu um „bif-
reiðar og þess háttar". „Sigur-
björn Eiríksson var aldrei kallað-
ur fyrir,“ sagði ráðherrann. (sjá
ræðu ráðherra á bls 12 í Mbl. i
dag)
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
,Það er alveg ófært að fólk sé sf og æ að fótbrjóta sig f hálkunni
Ljósm. Friðþjófur.
— Allar þrær
Framhald af bls. 40
orðnar fullar á Austfjörðum. Síð-
ast fyiltust þrær á Höfn í Horna-
firði en fyrsta þróarrýmið losnar
ekki fyrr en á miðvikudag — ár-
degis opnast um 2000 tonna rými
á Raufarhöfn og síðdegis um 1100
tonn á Reyðarfirði og 500 tonn á
Fáskrúðsfirði, en þar af hefur
þegar verið ráðstafað um 510
lestum til Reyðarfjarðar og full-
ráðstafað er í rýmið á Fáskrúðs-
firði. Fyrstu bátarnir — Asgeir og
irni Sigurður eru því lagðir af
stað til Vestmannaeyja til að
landa þrátt fyrir langa siglingu
fremur en að bíða eftir rými á
Austfjarðahöfnum.
— Jarðskjálfti
Framhald af bls. 2
skjálftafræðing, og eins og fram
kemur í upphafi staðfesti hann að
talsverð ókyrrð hefði verið á
þessu svæði á sunnudag og í gær.
Stærsti kippurinn kom kl. 13.17
og mældist 5.0 stig á Richter, kl.
14.07 kom kippur sem mældist 4.5
stig og um 4ra stiga kippur kom
kl. 14.42.
Ragnar sagði, að á þessu svæði
hefði verið rólegt allt frá 26.
janúar en á laugardagskvöld
hefði þó mælzt um 4.6 stiga
skjálfti nálægt Kröflu. Síðan hafi
ókyrrðin færst norður yfir og
verið mjög mikil þar í gær.
Ragnar vildi ekkert segja á þessu
stigi hver þróunin yrði, en sagði
að fylgzt yrði áfram mjög
nákvæmlega með þessari hrinu.
— Afmæli
Framhald af bls. 28
Kunnur fiðluleikari.
Ævisaga Sigurjóns er margbrot
in og hann verðskuldar að eftir
honum sé munað heima á tslandi
á merkum tímamótum.
Kona Sigurjóns er Magnea S.
Ölafsdóttir, húnvetnskrar ættar.
Magnea hefir búið manni sínum
mjög snoturt heimili og alið
honum þrjá mannvænlega sonu.
Frú Magnea hefir nú i 48 ár verið
organisti lúthersku kirkjunnar og
þekkt sem pianókennari. Forseti
kvenfélags kirkjunnar.
Vinir þeirra hjóna senda þeim
alúðarkveðjur og heillaóskir í
tilefni tímamótanna. v
Helgi Vigfússon
— Þarabreiða
Framhald af bls. 2
lega hvað þarna var á ferð —
ekki olíubrák heldur þara-
breiða. Gizkaði Þórður á að
breiðan hefði verið um 3 km á
lengd efi um 100 m á breidd.
Kvað Þórður þetta ekki eins-
dæmi heldur bærist þarinn
iðulega út úr Breiðafirði um
þetta leyti árs, þegar Isa leysti.
Þarinn færi þá út úr firðinum
með straumum en siðan tæki
röstin við honum, og þar væri
hann oft að velkjast fram og
aftur töluverðan tíma.
— Kristján
Eldjárn
Framhald af bls. 40
hann hefði í frístundum sínum
stundað sérfræðigrein sína,
menningarsögu og fornleifa-
fræði. Þegar hann fyrst kom i
embættið hefði hann átt nokk-
ur verkefni, sem honum hafði
ekki tekizt að Ijúka við. Sumt af
því hefði hann lokið við. Þó
sagði Kristján Eldjárn, að það
sem hann teldi, að hanu hefði
aðallega gert fræðigrein sinni
gagn — eða svo vonaði hann
a.m.k. — með því að hafa verið
ritstjóri timarits Fornleifa-
félagsins, en því starfi hefur
hann gegnt í hartnær 30 ár.
Forseti íslands, herra
Kristján Eldjárn, sagði að-
spurður að hann hafði tekið sér
góðan umhugsunar'íma, áður
en hann ákvað að gefa kost á
sér næsta kjörtimabil. „Þetta er
í hvert skipti mikil ákvörðun og
engin furða þótt menn hugsi sig
um,“ sagði forseti tslands.