Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 40
AUGLÝSENGASÍMINN ER:
22480
3H«r0un(>Uiíii&
ttgnnftliitoffr
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
}n«r0nn(>Ubib
ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1976
Alþýðusamband Islands:
Allsherjarverk-
febrúar
fall 17.
— hafi samningar ekki
BAKNEFND Alþýðusambands Is-
lands ákvað í gær, að stjðrn sam-
bandsins færi þess á leit við
aðildarfélog sfn, að þau boðuðu
verkföll frá og með þriðjudegin-
um 17. febrúar næstkomandi,
hafi ekki samningar tekizt fvrir
þann tíma. Eins og áður hefur
komið fram í fréttum hefur Sjó-
mannasamband Islands þegar
farið þess á leit við aðildarfélög
sín að þau boði verkföll frá og
með 14. febrúar. Náist því ekki
samningar, skellur brátt á alls-
herjarverkfall f landinu.
tekizt fyrir þann tíma
Á baknefndarfundi ASI í gær
gerði forseti sambandsins, Björn
Jónsson, grein fyrir stöðunni í
samningamálunum. Flutti hann
ítarlega skýrslu um málið og
spunnust umræður um skýrsluna,
er Björn hafði lokið máli sfnu. Að
umræðum loknum var samþykkt
með atkvæðum allra fundar-
manna tillaga samninganefndar
ASI til allra verkalýðsféiaga, að
þau lýsi yfir vinnustöðvun frá og
með þriðjudeginum 17. þessa
mánaðar, hafi samningar ekki
tekizt fyrir þann tíma.
Herra Kristján Eld-
járn gefur kost á sér
næsta kjörtímabil
(Ljósm. Mbl. Frlðþjófur)
FRÁ ALÞINGI I GÆR — Ráðherrarnir Einar Ágústsson, Gunnar Thoroddsen,
Ólafur Jóhannesson og Geir Hallgrímsson hlýða á ræðu Sighvats Björgvinssonar í
umræðum utan dagskrár í neðri deild.
Klippt aftan úr brezk-
um „sjóræningjatogara”
VARÐSKIPIÐ Týr klippti f gær á togvfra brezka togarans Ross
Kharthoum GV 120 um 40 sjðmflur austnorðaustur af Dalatanga. A
miðunum fyrir austan voru f gær 30 togarar á svæðinu út af Glettinga-
nesi og allt suður undir Hvalbak. Fjðrir togaranna voru mjög djúpt
FORSETI Islands, herra
Kristján Eldjárn tilkvnnti I
gær þá ákvörðun sfna, að hann
ætlaði að gefa kost á sér f for-
setaembættið áfram næsta
kjörtfmabil, sem hefst hinn 1.
ágúst næstkomandi með þeim
Forseti tslands, herra Kristján
Eldjárn, á blaðamannafundin-
um f gær. — Ljðsm.: Frið-
þjðfur.
fyrirvara að honum takist að
afla meðmælenda, sem lög gera
ráð fyrir.
Á blaðahiannafundi í gær
sagði herra Kristján Eldjárn,
að hann hefði tekið þá ákvörð-
un að tilkynna þetta með þess-
um fyrirvara, þar sem margir
hefðu verið að inna hann eftir
því, hvort hann gæfi kost á sér.
Auglýst verður eftir
framboðum fyrir 1. marz.
Þetta verður þriðja kjörtíma-
bil herra Kristjáns Eldjárns.
Forsetinn sagði, að starf forseta
væri nákvæmlega hið sama og
þegar hann hefði tekið við því
— hann hafi þar engu breytt,
enda kvað hann breytingar á
embættinu þurfa að koma fram
við stjórnarskrárbreytingu.
Nefnd ynni að endurskoðun
stjórnarskrárinnar, og kvaðst
forsetinn búast við þvi að þar
yrðu allir þættir endur-
skoðaðir. Forsetinn kvaðst
engar persónulegar óskir hafa
um breytingu embættisins.
Kristján Eldjárn sagði, að
Framhald á bls. 38
undan landi.
Á því svæði, sem klippt var á
Ross Khartoum voru 14 togarar að
veiðum. Er varðskipið kom að
þeim, fyrirskipaði það togurunum
að hífa inn veiðarfæri sín. Allir
togararnir hlýddu fyrirmælum
varðskipsins, nema Ross
Khartoum. Er varðskipið nálgað-
ist togarann kom í ljós að hann
hafði uppi sjóræningjafána. Var
togaranum skýrt frá því að ef
hann ekki hífði inn vörpuna, yrði
umsvifalaust klippt á togvíra
hans. Togaraskipstjórinn sinnti
engu viðvörunum og missti því
vörpuna.
Atburður þessi átti sér stað um
klukkan 13 i gær, en togararnir
ALLAR þrær á Austfjörðum eru
nú fullar, og f gær sigldu fyrstu
voru þá nokkuð dreifðir um
miðin. Á meðal togaranna voru
verndarskipin Lloydsman,
Statesman og aðstoðarskipin
Othello og Hausa. Við gæzlustörf
fyrir austan voru varðskipin Týr,
Ægir og Baldur.
loðnubátarnir áleiðis til Vest-
mannaeyja með aflatil löndunar.
Fremur dræm veiði var f gær en
þá tilkynntu* 11 skip um samtals
2700 tonn frá miðnætti sunnu-
dags. Loðnan veiddist um 8—10
sjm. suðaustur af Hvalbak en var
dreifð.
Skipin sem tilkynntu um afla
voru Örn KE með 260 tonn, Hrafn
Sveinbjarnarson GK 200, Skógey
SF 140, Magnús NK 270, Ásgeir
RE 320, Höfrungur III. AR 230,
Gunnar Jónsson VE 130, Þórður
Jónasson EA 380, Vonin KE 50
tonn, en síðdegis í gær tilkynntu
siðan Skírnir um 300 tonn og Arni
Sigurður um 420 tonn.
Sem fyrr segir eru allar þrær
Framhald á bls. 38
Skýrsla for-
sætisráðherra
væntanleg í dag
GEIR HALLGRlMSSON, for-
sætisráðherra, mun væntan-
lega gera Alþingi f dag grein
fyrir viðræðum sfnum um
landheigismálið f Lundúnum
á dögunum. Sameiginlegum
fundi utanrfkismálanefndar
og landhelgisnefndar, sem
halda átti f gær var frestað þar
tíl kl. 11 fyrir hádegi í dag.
Ólafur Jóhannesson:
Engar greiðslur til
Framsóknarflokksins frá Klúbbnum
Hverjum og einum frjálst að skoða reikninga flokksins
ORÐRÓMUR um fjárhagsleg
tengsl Framsðknarflokksins og
veitingahússins Klúbbsins kom
til umræðu á þingsölum f gær,
og neitaði Ólafur Jðhannesson
dðmsmálaráðherra þvf þar f
svarræðu til Sighvats Björg-
vinssonar að um nokkur slfk
tengsl væri að ræða.
,,Ég læt mér í léttu rúmi
liggja það, sem látið er að liggja
í þessum rógsskrifum (Vísis),
að tengsl Framsóknarflokksins
eða þá mín við Klúbbinn séu
fjárhagslegs eðlis. Ég er nú sem
betur fer bjargálna, og þarf
ekki að vera í húsmennsku hjá
einum eða neinum, kemst af,
þarf ekki að leita á annarra
náðir, hvorki Sigurbjarnar í
Klúbbnum né annarra auð-
jöfra. Og ég leyfi mér að full-
yrða það, að Framsóknar-
flokkurinn hafi ekki fengið
neinar greiðslur frá Klúbbnum.
Það er hverjum og einum
frjálst og sjálfsagt að skoða í
reikningum Framsóknarflokks-
ins. Það er þessum háttvirta
þingmanni (Sighvati
Björgvinssyni) jafnfrjálst og
öðrum, má meira að segja hafa
bókhaldsfróðan mann í fylgd
sinni.“
Þá sneri Morgunblaðið sér
einnig til Þráins Valdimars-
sonar, framkvæmdastjóra
Framsóknarflokksins, og bar
þetta atriði undir hann. Kvaðst
Þráinn hafa starfað á vegum
Framsóknarflokksins í 30 ár og
á þeim tíma aldrei tekið á móti
einum eða neinum greiðslum
frá aðstandendum Klúbbsins til
Framsóknarflokksins eða
félaga hans. Hins vegar hefðu
sömu aðilar um tfma leigt
Glaumbæ af Framsóknar-
flokknum þar til húsið brann,
og væri honum kunnugt um að
leigan hefi runnið í húsbygg-
ingarsjóð Framsóknarflokks-
ins. Um önnur skipti þessara
aðila við Framsóknarflokkinn
væri honum ekki kunnugt.
Þá sneri Morgunblaðið sér
einnig til Kristins Finnboga-
sonar, sem er formaður Fram-
sóknarfélagsins í Reykjavík og
á sæti í húsbyggingarsjóði.
Hann fullyrti, að engin tengsl
væru milli húsbyggingarsjóðs-
ins og aðstandenda Klúbbsins
og ennfremur að ekkert fé
hefði komið frá þessum aðilum
til framsóknarfélaganna í
Reykjavík. Hins vegar kvað
hann það rétt, að Sigurbjörn
Eiríksson og kona hans er nú
stæðu að rekstri Veitingahúss-
ins við Lækjarteig hefðu um
tíma leigt Glaumbæ af
Framsóknarflokknum, en
þegar það hús brann hafi með
öllu tekið fyrir viðskipti hús-
byggingarsjóðsins við Sigur-
björn. Síðan hafi engin tengsl
né neinar greiðslur farið fram
þar á milli, enda kvaðst
Kristinn ekki sjá að Sigurbjörn
væri aflögufær um fjármuni,
eins og fjárhag fyrirtækis hans
væri háttað samkvæmt síðustu
upplýsingum er fram hefðu
komið. Hins. vegar staðfesti
Kristinn að leigan fyrir
Glaumbæ á sínum tíma hefði
runnið óskipt í húsbyggingar-
sjóðinn.
Allar þrær fullar á
Austfjarðahöfnum