Morgunblaðið - 04.02.1976, Síða 3

Morgunblaðið - 04.02.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1976 3 Búnaðarbanki íslands: 32% innlánsaukning árið 1975 A FUNDI bankaráðs Búnaðarbanka Islands hinn 27. janúar s.l. gáfu bankastjórar skýrslu um starfsemi bankans á árinu 1975 og kom þar fram að árið hefur orðið hið hagstæðasta í sögu bankans í öllum greinum. Innlán Innlán í Búnaðarbankanum voru tæpir 10 milljarðar um s.l. áramót eða nánar til tekið 9.725 milljónir. Aukningin varð 2.360 milljónir á árinu eða 32%, og er það mesti vöxtur bankans nokkru sinni á einu ári, bæði í krónum og hundraðshlutum. Þar með hefur vöxturinn orðið yfir 30% þriðja árið í röð. Hér er um að ræða talsvert meiri aukningu en búizt hafði verið við, en spáð var 27% aukningii, í bankakerfinu í heild. Heildarinnlán viðskiptabank- anna námu um áramót 41.9 milljörðum og varð meðalaukn- ing 29%, á árinu 1975. Hlut- deild Búnaðarbankans í heildarinnlánum viðskipta- bankanna sjö hefur aukizt á 10 ára tímabili úr 18% í 23,2% um síðast liðin áramót. Utlán Heildarútlán Búnaðarbank- ans námu 8.922 miilj. um ára- mót. Jukust þau um 2.157 millj. á árinu eða 32%. t þessari heildartölu eru endurseld lán i Seðlabankanum, sem að lang- mestu leyti eru afurðalán land- búnaðarins, svo og verðbréfa- kaup bankans vegna fram- kvæmdaáætlunar ríkisstjórnar- innar. Afar mikil breyting hefur orðið á útlánaskipan síðustu árin, þar sem afurðalánin hafa aukizt mjög verulega umfram önnur útlán. Nema þau nú 1/3 af öllum útlánum bankans og jukust um 81% á liðnu ári á sama tima og önnur útlán jukust um 16%. Til að sporna við hinni taum- lausu þenslu í efnahagsmálum átti bankinn aðild að sérstöku útlánatakmarki, sem sett var i marz byrjun og síðan framlengt tvívegis i litið breyttri mynd til áramóta. Tókst bankanum að standast þetta markmið að fullu enda voru afurðalán og lán til Framkvæmdasjóðs undanþegin útlánatakmörkun- um. í heild náðu viðskiptabank- arnir verulegum árangri í þess- um þætti peningamálanna. Útlánaflokkun Búnaðarbank- ans sýnir að 6.775 millj. eða 76% er lánað til atvinnuveg- anna, 1.277 milljónir eða 14% til opinberra aðila og 920 milljónir eða 10% til einka- aðila. Af lánum til atvinnuveg- anna er hlutur landbúnaðarins lang stærstur, en næstir koma, iðnaður og síðan verzlun. Staðan við Seðlabankann Lausafjárstaða bankans var mjög góð allt árið og myndaðist aldrei yfirdráttarskuld við Seðlabankann. Á áiamótum var innstæða á viðskiptareikningi I Seðlabankanum að upphæð 1.037 milljónir kr. vegna ákvæða um 23% bindiskyldu innlána. Jókst þessi innstæða á árinu um 529 milljónir. Endur- kaup Seðlabankans, voru 2.810 milljónir. Að mestu leyti er hér um að ræða afurðalán land- búnaðarins, en einnig að hluta — Mesti vöxtur bankans á einu ári afurðalán sjávarútvegsins og rekstrarlán til iðnaðarins. Af þessu er ljóst að inneignir í Seðlabankanum námu hærri fjárhæð en heildarendurkaup hans voru af Búnaðar- bankanum. Rekstrarafkoma Rekstrarafkoma bankans var hagstæðari en nokkru sinni í sögu bankans en tekjuafgangur til ráðstöfunar varð 124 milljónir. Heildarkostnaður við rekstur varð 372.5 millj. og er það 42% aukning, á móti 56% aukningu árið áður. Starfsmannafjöldi var um áramót 217, en var árið áður 211. Er það meðtalið starfslið Stofnlánadeildar landbúnaðar- ins og Veðdeildar Búnaðar- bankans. Útibú bankans Búnaðarbankinn rekur nú fimm útibú f Reykjavík og er Austurbæjarútibúið við Hlemm stærst þeirra með 1.090 millj. kr. innlán. Utan Reykjavikur eru úti- búin orðin 11 og frá þeim eru svo reknar afgreiðslur á fimm stöðum. Útibúið á Sauðárkróki er stærst utan Reykjavíkur með 780 millj. kr. i innlán. Vöxtur útibúanna hefur verið mjög mikill og eiga þau sinn stóra þátt i velgengni bankans bæði að því er varðar innlánsaukn- ingu og rekstrarafkomu. A s.l. ári varð innlánsaukning þeirra 40% og nema innlán í þeim öllum 4.4 milljörðum. Nýtt útibú bankans tók til starfa 1. nóvember s.l. í Vík í Mýrdal á grundvelli samnings við Sparisjóð Vestur- Skaftafellssýslu. Afgreiðsla frá hinu nýja útibúi er á Kirkju- bæjarklaustri. Innlán útibúsins voru 260 millj. um áramót. I undirbúningi er stofnun nýs útibús í Garðabæ, og standa vonir til að það geti tekið til starfa í vor. Stofnlánadeild landbúnaðarins Stofnlánadeild landbúnaðar- ins er helzti fjárfestingarsjóður þessarar atvinnugreinar og deild í Búnaðarbankanum. Heildarútlán deildarinnar í árs- lok voru 4.209 millj. kr. og juk- ust um 1.214 millj., eða41%. Lánveitingar á árinu námu 1.385 millj., sem var 31% aukn- ing. Mestur hluti lánveitinga fór til ræktunarframkvæmda og útihúsabygginga eða 738 millj. Til íbúðarhúsa var lánað 185 millj., til vinnslustöðva 162 millj., til dráttarvéla- og vinnu- vélakaupa 154 millj. og til annarra framkvæmda voru lánaðar 146 millj. Lánveitingar deildarinnar hafa stóraukizt á liðnum árum og hefur geta deildarinnar til að lána úr eigin sjóði minnkað vegna óhagstæðra lánskjara. t þessu sambandi má geta þess að vextir og afborganir af útlánum deildarinnar námu407 millj. en Framhald á bls. 27 Stór áfangi í jafnréttisbaráttu karlmanna: Karlmaður fær inngöngu í kvenfélagið á Dalvík Fær nú að sækja saumanámskeið félagsins í vetur KARLMENN náðu nýlega mikil- vægum áfanga í jafnréttisbaráttu kvnjanna, þegar kvenfélagið á Dalvík samþykkti að taka fyrsta karlmanninn í félagatölu sfna. Áður hafði stjórn kvenfélagsins gengið úr skugga um að hvergi væri fyrirstaða í lögum félagsins né Kvenfélagasam- bands tslands fyrir því að karl- maður yrði félagi í þessum samtökum kvenna. Raunar tjáði Sigrfður Thorlacius formaður Kvenfélagasam- bandsins Morgunblaðinu að for- dæmi væru fyrir þvf að karl- menn ættu aðild að sambandinu, VIKUNA 7. til 13. febrúar verður haldin í Árósum í Danmörku ár- leg tónlistarhátíð norræns æsku- fólks, Ung Nordisk Musikfest. Munu þar norrænir hljóðfæra- leikarar innan þrftugs flytja tón- list eftir norræn tónskáld á sama reki. Gert er ráð fyrir að þátt- takendur verði um 150, þ.ám. 40 tónskáld og verður flutt sitt verkið eftir hvert þeirra. Tón- smiðarnar og hljóðfæraskipan eru mcð ýmsu móti, svo sem hljómsvcitar-, kammer-, einleiks- og elektrónfsk verk. Tvær fslenzkar tónsmiöar veröa fluttar. Eru það Sonata X, sem er fyrir 2 flautur, 2 óbo, 3 klarinett þar eð innan Bandalags kvenna í Reykjavfk sem aftur væri aðili að Kvenfélagasambandinu, væru nokkur líknarfélög sem hefðu karlmenn innan sinna vébanda en félög þessi ættu það þó sam- merkt að konur skipuðu stjórn þessara félaga. Hins vegar er ekki vitað til þess að karlmaður hafi áður fengið að ganga i hrein kvenfélög. Karl- maðurinn sem hér um ræðir er Sæmundur Andersen á Dalvík, og er hann raunar einnig fréttaritari Morgunblaðsins þar um slóðir. „Það stóð þannig á þessu,“ tjáði og 3 horn eftir Jónas Tómasson og Beatriz Clara Coya, sem er fyrir einleiksfiðlu eftir Rikharð Páls- son. Islenzkir hljóðfæraleikarar á hátíðinni verða: Agústa Jónsdóttir, vfóla, Hrefna Hjalta- dóttir, víóla, Júlfana Elín Kjartansdóttir, fiðla, en hún mun flytja verk Ríkharðs, Ólöf Sesselía Óskarsdóttir, selló, og Sigríður Hrafnkelsdóttir. fiðla. Þátttakan er kostuð af Menn- ingarsjóði Norðurlandanna og menntamálaráðuneyti Islands. Ung Nordisk Musikfest er fyrir- huguð næsta ár á Islandi. Sæmundur okkur, „að ég hafði fyrir um tveimur árum sótt sníða- námskeið sem haldið var á vegum kvenfélagsins. Nú í vetur stendur hins vegar til að kvenfélagið gangist fyrir saumanámskeiði og mér fannst þá tilvalið að sækja það, því að það er ekki mikið gagn í þvf að kunna að sníða ef maður getur ekki sett saman líka. Hins vegar fylgdi sá böggull skammrifi að saumanámskeiðið átti aðeins að vera fyrir konur sem væru félagar í kvenfélaginu. Ég sá því ekki önnur úrræði til að komast á námskeiðið en þau að sækja um inngöngu i kvenfélagið. Skrifaði ég stjórn félagsins bréf, þar sem ég vitnaði m.a. til jafnréttis- baráttu kvenna á síðasta ári, og var það lagt fram á fundi sem haldinn var í kvenfélaginu sl. sunnudag. I gær fékk ég svo bréf þar sem mér var tilkynnt að ég væri samþykktur sem félagi í því.“ „Jú, þetta er áreiðanlega sögu- legur viðburður og algengt er það vafalaust ekki að karlmaður gangi f kvenfélag," sagði Friðrika Óskarsdóttir, formaður kven- félagsins á Dalvík, þegar Mbl. hafði samband við hana. „Ég held, aó okkur konunum lítist öllum vel á það að fá karlmann í okkar raðir, því að erum við ekki alltaf að tala um jafnan rétt? Það er þvi sjálfsagt að koma einnig eitthvað til móts við karlmennina, enda þótt ég eigi nú varla von á því að það verði mikill fjöldi karl- manna sem sækja muni um inngöngu í kvenfélögin. En sem sagt — mér finnst þetta bara jákvæð þróun.“ Tónlistarhátíð norræns æskufólks Keflavíkúrflugyöllur: 2 af 3 varnarliðs- mönnunum lausir úr gæzluvarðhaldi RANNSÓKN hins mikla fíkni- efnamáls á Keflavíkurflugvelli er á lokastigi, að sögn Sævars Lýðssonar fulltrúa við embætti lögreglustjórans á vellinum. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu, er þarna um að ræða innflutning á 25—30 kg af fíkniefnum I fyrra og á fyrstu dögum þessa árs og hafa banda- rfskir hermenn staðið að þess- um innflutningi. Sævar tjáði Morgunblaðinu i gær að tveir af þeim þremur Bandaríkjamönnum, sem setið hafa í gæzluvarðhaldi undan- farið vegna rannsóknar málsins væru nú lausir en þriðji maðurinn sæti ennþá inni. Er þar um höfuðpaur fikniefna- smyglsins að ræða og hefur sá maður setið inni síðan um miðj- an desember. Maóur þessi er rúmlega tvítugur að aldri. Hann mun væntanlega fara til yfirheyrslu hjá ffkniefnadóm- stólnum á næstu dögum, en dómstóllinn á að taka við þessu máli. Sævar Lýðsson sagði, að nokkuð öruggt væri, að mál þessara varnarliðsmanna yrðu tekin fyrir hjá islenzkum dóm- stólum en ekki bandarískum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.