Morgunblaðið - 04.02.1976, Side 11

Morgunblaðið - 04.02.1976, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1976 11 væri ekkert Palestínuvanda- mál. A vettvangi Sameinuðu þjóð- anna ráða Arabar gengi mála að mjög verulegu leyti. Það virðist sama hvað þeim dettur í hug að bera upp þar — allt er samþykkt. Það mætti segja mér að ef Arabar kæmu á Alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna og segðu að jörðin væri flöt, þá yrði það samþykkt með um 100 atkvæðum." Zrevlin var inntur eftir efna- hagsástandinu f Israel eftir að óeðlilegt ástand hefði ríkt í landinu í mörg ár. Hann sagði: „Fjárhagur okkar er mjög erfiður, enda er kostnaður við landvarnir gífur- legur, auk þess sem aðstoð við flóttamenn kostar svimandi upphæðir á ári hverju. Þrátt fyrir þessi útgjöld sem ekki er hægt að draga úr hefur hag- vöxtur orðið í landinu og út- flutningur eykst stöðugt. Þar er um að ræða alls konar iðn- varning.“ Að lokum sagði David Zrevlin: „Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika hef ég þá trú að ein- hvers staðar leynist sá siðferðisstyrkur sem mun ráða úrslitum, þannig að réttlætið beri hærri hlut að lokum. Á þessu hef ég óbilandi trú, þrátt fyrir olíudollarann, þrátt fyrir alla fordóma og það sem nefnt er anti-zíonismi, og þrátt fyrir nýkommúnisma á Vesturlönd- um og undanhald vestrænnar menningar og brenglað veð- mætamat. Það getur verið að þessi trú mín sé barnaleg en þetta er það sem ég trúi á.“ Siálfkiörið í félagi járniðnaðarmanna FRAMBOÐSFRESTUR til að skila tillögum um stjórn og trún- aðarmannaráð Félags járniðnað- armanna rann út kl. 18.00 þriðju- daginn 27. janúar s.l. Ein tillaga kom fram, borin fram af trúnaðarmannaráði fé- lagsins, og urðu því þeir sem til- lagan var um sjálfkjörnir í stjórn og trúnaðarmannaráð. Stjórn og trúnaðarmannaráð Félags járniðnaðarmanna verður því þannig næsta starfsár: Formaður: Guðjón Jónsson, Vara- formaður: Tryggvi Benediktsson, Ritari: Jóhannes Halldórsson, Vararitari: Gisli Sigurhansson, fjármálaritari: Benedikt Sigur- jónsson, gjaldkeri: Guðmundur S.M. Jónasson, Meðstjórnandi: Guðmundur Bjarnleifsson. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 Jltorgtinkljifeib r Aætlanir og námskeið í uppeldi þroskaheftra EINS OG Mbl. hefur skýrt frá, eru nú staddir á landinu sænskir sérfræðingar I, þroskaþjálfun, þær Karen Axeheim rektor og dr. Ingrid Liljeroth sálfræðingur. Hafa þær haldið fyrirlestra og nám- skeið fyrir starfslið stofnana og skóla vanheilla hér á landi. Var fjölmiðlum einnig kynnt starf þeirra. Axeheim og dr. Liljeroth hafa unnið saman hátt á annan áratug að um- bótum á umönnun og þjálfun vangef- inna í Sviþjóð Þær hafa unnið að mótun þjálfunaráætlana handa van- gefnum, sem reynt hefur verið í for- skóla, fyrir vangefna, á sjúkrahúsi og á barnahæli í Sviþjóð Þetta þjálfunarkerfi hefur verið gefið út af sænska menntamálaráðuneytinu. Hefur þetta kerfi átt miklum vinsæld- um að fagna á Norðurlöndum Þær Axeheim og Liljeroth hafa lagt drjúgan skerf til námsskránna handa skólum vangefinna, sem byrjað var að gefa út 1973. Þessar námsskrár og þau hjálpargögn, sem þeim fylgja, hafa markað timamót í þróun kennslu van- 0 Frá blm.fundi á vegum Félags þroskaþjálfara, Háskóla íslands. Rlkisútgáfu námsbóka o.fl. £ Karen Axeheim og Ingrid Liljeroth, höfundar bókarinnar „Þjálfunaráætlanir handa þroskaheftum" ásamt þýðendum, Maríu Kjeld og Þorsteini Sigurðssyni. gefinna og jafnframt allri umönnun þeirra. Þá hafa þær Axeheim og Lilje- roth hannað ýmis kennslugögn sem mikið eru notuð. Sú hugmyndafræði er liggur að baki starfi þeirra mætti kalla mannúðlegt viðhorf Felst það einfaldlega í að líta á hina vangefnu sem manneskjur með sömu tilfinningar, þarfir og reynslu- heim og aðrir þó að fábreyttari sé. Er gert ráð fyrir, að hinn vangefni búi við sömu lifshætti og tíðkast í samfé- laginu, búi innan um aðra, eigi heimili, njóti þjálfunar og eigi tómstundir eins og annað fólk. Þær Axeheim og Liljeroth hafa heim- sótt sérskóla og stofnanir fyrir vanheila og rætt við starfsfólk. Þær hafa haldið erindi í Þroskaþjálfaskólanum, Fóstru- skólanum og Kennaraháskólanum Einnig hafa þær setið fund með is- lenzkum sálfræðingum og sálfræði- nemum í Háskóla íslands. Þær hafa flutt erindi á fundum með foreldrum vanheilla og síðast en ekki sízt hafa þær flutt erindaflokka á námskeiði i kennslu og uppeldi þroskaheftra, sem sóttu 260 manns, starfslið á stofn- unum og skólum vanheilla hér á landi. Á vegum Rikisútgáfu námsbóka hefur nú verið gefin út bók þeirra Axeheim og Liljeroth og ber hún heitið „Þjálfunaráætlanir handa þroska- heftum ** Bókina þýddu Maria Kjeld, heyrnleysingjakennari, og Þorsteinn Sigurðsson, sérkennslufulltrúi. Áætlanir þær, sem bókin fjallar um, eru einkum ætlaðar þeim er annast daglega þroskaheft fólk á öllum aldri Er bókin mjög aðgengileg og auðveld í notkun Ennfremur eru gefnar ábendingar um kaup og notkun margs konar hjálpartækja. í formála bókarinn- ar segir m.a. „Nú er litið svo á, að allir geti lært eitthvað sem orðið getur þeim að gagni til að aðlagast samfélaginu.” Formála fyrir islenzku útgáfunni skrifa Haukur Þórðarson yfirlæknir og Sævar Halldórsson læknir Að heimsókn Svíanna standa nær allar stofnanir og skólar sem tengdir eru starfi fyrir vanheila á íslandi, for- eldra- og styrktarfélag þroskaheftra, ásamt ýmsum fagfélögum og fagskól- um. Allt undirbúningsstarf er unnið í sjálfboðavinnu en annar kostnaður er með þátttökugjaldi í námskeiðinu og framlagi frá Félaginu Svölunni. Einnig hafa Flugleiðir og Fræðsluskrifstofa Reykjavíkurborgar veitt verulegan stuðning 'o, þess að valda ekki fjölmörgum aðdáendum Jvonbrigðum, höld; !um við líka árlegu] rýmingarsölu okkar í dag ^g næstu dagáj á eftirtöldum/ vörum gf' Agfacolcr Fskuggamyndasýningavélar' kr. 13.900,— Utrunnar filmur af mörgum gerðum á hálfvirði — Skuggamyndaskoðarar kr. 300.— Kvikmyndaskoðarar kr. 1.800.— « >_. Leifturljósatæki fyrir perur kr. 600.—' Kvikmyndasýningavélar fyrir Super 8 og Standard 8 með lágspenntum lampa kr. 18.000. Það, sem undan er talið, er aðeins sýnishorn, en margir fleiri ihlutir eru að sjálfsögðu á< rýmingarsölunni. í. $ i/J TYLI h/f. Austurstræti 7 SÍÐASTIDAGUR KYNNINGARVIKUNNAR 20% AFSLÁTTUR tarjE km i w * llt&Iilll iti • m >« *%» • » J 4'k c I xa li mHkÆtM • SMIÐJUVEGJS-Smi-44544

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.