Morgunblaðið - 04.02.1976, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.02.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1976 19 Síra Þorgrímur V. Sigurðsson júbilkenn- ari og fv. prófastur á Staðarstað sjötugur Þegar skölanna á tslandi er minnzt í þjóðarsögunni, gleymist það harðla oft, að þeir voru raunar fleiri en á biskups- stólunum. A.m.k. liggur það endranær í láginni, að á mörgum prestssetranna voru haldnir lærð- ir skólar, þar sem hæsta próf í þjóðfélaginu, stúdentsprófið, var undirbúið, og þreytt. Stór hluti lærðra manna hafði löngum þá menntun eina, sem þessir skólar veittu og var að sönnu enginn munur gerður á þvf, hvort stúd- entinn hafði numið og braut- skráðst í heimaskóla eða á stóls- skóla, þegar til framhaldsnáms erlendis kom eða starfsveitingar. Ýmsir embættismenn, er vel þóktu lærðir, höfðu aldrei á annan skóla komið en að heima- námi á prestssetri, en gjarna höfðu þeir, sem kenndu að öllu til stúdentsprófs og höfðu réttindi til að brautskrá stúdenta, numið í Hafnarháskóla, sem var að vísu háskóli íslendinga, unz embætttismannaskólarnir komu og sfðan Háskóli íslands 1911. Ekki er að efa, að prestssetra- skólarnir áttu stóran hlut að þeirri virðing og reisn, sem var á kirkjustöðunum. Af þvi að þeir fylgdu ekki setri en presti, færð- ust þeir jafnan nokkuð til, og gat svo farið, að námssveinn hlyti allan sinn lærdóm á afskekktum stað, sem nú þækti ærið einangraður og er jafnvel með öllu fallinn i auðn. Munu hin gömlu prestssetur fá, þar sem aldrei var haldinn lærður skóli, og engin, að þar væru ekki kennd- ar á tímabilum einhverjar hinna fornu fræðagreina, griska og söngur, guðfræði og saga, stjarn- vísindi og latína, ræðulist og stærðfræði. — Eftir að Presta- skólinn var stofnaður 1847 varð regla, að stúdentar, sem vildu ganga í þjónustu kirkjunnar, næmi þar, en hinir fáu útvöldu fóru enn um sinn til Hafnar. Við tilkomu Prestaskólans breyttist stúdentnámið að nokkru sem eðli- legt var, og dró þá heldur úr hinu lærða skólahaldi prestanna, en hitt færðist í vöxt, að þeir byggi pilta undir skóla og kenndi til bekkjarprófa. Löngu síðar sóktu svo bæði piltar og stúlkur að prestssetrunum og tóku þaðan gagnfræða- og miðskólapróf. En þá voru þessi kennslusetur i sveitunum orðin fá, enda almenn fræðslulög í gildi gengin og opin- ber forsjá að þessu leyti næsta yfirgripsmikil. Nema þegar eigin- leikar, sem kröfðust sjálfstæðrar mótunar, báru einhvern ungling- inn út úr kerfinu. Á fornum bautasteinum gömlu prestanna má stundum sjá titilinn júbilkennari. Hafði sá prestur kennt í 50 ár eða meir, eins og síra Jón Konráðsson á Mælifelli og sfra Jón Þorvarðsson á Breiðabólstað i Vesturhópi. Meðal núlifandi presta munu fáir júbilkennarar og enginn, sem haldið hefur heimaskóla í hálfa öld. Næst þessu marki í orðsins fullu og gömlu merkingu er síra Þorgrím- ur V. Sigurðsson fyrrverandi prófastur á Staðarstað. Hann varð sjötugur hinn 19. nóvember sl., svo að hann hefur ekki haldið heimaskóla nema f 40 ár að meira og minna leyti, en hann var ekki orðinn tvítugur, þegar hann tók að -kenna. Allt frá unglingsaldri hefur hann haft lifandi áhuga kennarans og ávallt síðan stundað kennslu. Því ber honum titillinn júbilkennari — og hefur vel til unnið. Kennarahæfileikar sfra Þorgríms eru bæði erfiðir og áunnir. Foreldrar hans voru þjóð- kunnir fyrir lýðskólann á Hvftár- bakka í Borgarfirði, Sigurður Þórólfsson skólastjóri frá Holti á Bárðaströnd og seinni kona hans Ásdís Þorgrímsdóttir frá Ytri- Kárastöðum á Vatnsnesi. Þessara merku hjóna hefur svo oft og víða verið minnzt og þá ekki sízt i bók Þorsteins Sveinssonar um Hvítár- bakkaskólann, að hér verður ekki um bætt. En hitt er hverjum þeim Ijóst, er hugsar til uppruna síra Þorgríms og æskuára hans á skólasetrinu, að eigi þarf langt að leita. Það kemur og til, að hann reyndist þegar við próf f Mennta- skólanum, sem hann las a.m.l. utanskóla, ekki aðeins mikill námsmaður, en og frábærlega jafn f greinum. Sveitaprestur, sem heldur skóla, hlýtur að kenna einn. Var síra Þorgrímur svo vel til þess fær, þegar kornungur, sem frekast gat verið, af þvf hve föstum fótum hann stóð í öllum kennslugreinum. Gildir einu fyrir hann hvort hann les latínu með nemenda til stúdentsprófs eða náttúrufræði og algebru undir miðskólapróf. Skilningur hans sjálfs er svo fljótur og gagnger, að útskýringin, kennslan, verður ljós og árangurinn sýnilegur. Aldarfarslegur aðstöðumunur á skólahaldi síra Þorgríms og hinna fyrri presta, sem getið var, er mikill. Það eitt gæti sýnt, hver samanburður hins fyrra og nýrra er, að heimaskólar prestanna eru nær úr sögunni. I þeirri veru má nefna, auk fræðslulöggjafar- innar, að áður fyrr var það hrein undantekning, að nemanda skorti námsgáfur, því að svo fáir lærðu, en áhugaleysi var óþekkt. Þetta tvennt, þó meir áhugaleysið, ein- kennir nemendur, sem nú er komið til einkakennara. Þessarar grundvallarbreytingar hljótum vér að geta, af þvi að hún færði síra Þorgrími erfiðara hlutskipti og harðla ólíkt forverum hans og kollegum. Þá er og þess að minnast, að fyrrum héldu prestarnir kapelána og gátu því helgað sig kennslu og fræðistörf- um í ríkara mæli. Hitt ber þó enn meir frá, að þótt þeir ræki stórbú þurftu þeir ekki að hafa aðra ívasan á þeim vettvangi en í mesta lagi að halda dagönn vinnu- fólksins i föstum skorðum með návist sinni á staðnum. Með þessu er ekki sagt, að allir prestar hafi verið vinnulitlir við bústörfin. Sumir sóktu m.a.s. sjó af kappi. En það voru ekki kennararnir. Hneigð þeirra var ekki til út- sjónar og atvinnurekstrar. Bók- fræðileg og húmanisk. Auk hins orðlagða, langa heimaskólahalds síra Þorgríms og skólastjórnar hans einn vetur á Reykjum i Hrútafirði og annan í Olafsvík, er aðal starfs hans að geta og raunar margvislegra félagsstarfa er hlaðast jafnan á slíka hæfuleikamenn. — En hverfum aðeins til undirbúnings- áranna. — Hann varð stúdent vorið 1924, og er þessi árgangur Reykjavíkurskóla nefndur eftir árinu: Viginti quattor. 1 hópnum voru 6 stúlkur, sem þókti svo mikið, að á orði var haft, en hins síðar iðulega getið, að 17 stúdent- anna urðu guðfræðingar. Vígðust 15 þeirra, allir nema Sigfús Sigur- hjartarson ritstj. og alþingis- maður og Þórarinn Þórarlns- son skólastj. á Eiðum. Er ekki ofsögum sagt af því hver prýði þessi stóri presta- hópur var á löngu árabili í kirkju vorri og þjóðlífi. Báru þeir allir nokkur einkenni prófessoranna, sem þá settu mestan svip á guð- fræðideildina, síra Haralds Nfels- sonar og síra Magnúsar Jóns- sonar, í frjálslyndi og víðsýni og fágun í prestsstarfi ásamt miklum vöndugleik og starfstrúnaði, sem síra Sig. P. Sívertsen mótaði. Á þeim árum var lítið lagt upp úr trúfræði, en í guðfræði sem ýms- um öðrum húmaniskum greinum eru einstakir vísindaþættir ýmist hæst metnir eða hafnað um sinn, unz nýr vitjunartími kemur og allt er orðið breytt. Síra Þorgrími þókti trúfræðin merkilegri skiln- ingstilraun og djúpsóktari en svo, að hann léti hjá líða að kynnast henni nánar. Nam hann um sinn við vildarsetur trúfræðinnar í Þýzkalandi og síðar f framhalds- námi í Lundi,. veturinn eftir að hann lauk kandidatsprófi. Var hann einn félaganna úr Viginti quattor um þenna trúfræðiáhuga og lærdóm og þvf jafnan talinn af nokkuð öðrum guðfræðiskóla en þeir. Predikanir hans, sem ég kynntist þó fyrst, er hann var kominn á miðjan aldur, virtust mér samt mjög áþekkar ræðum gömlu skólafélaganna, nema þeirra, sem höfðu hneigzt eindregið til sálarrannsóknanna. — Eftir stúdentsprófið kenndi hann einn vetur í Borgarfirði og annan, er framhaldsnámi var lokið, en vígðist hið næsta vor, 14. júní 1931, til Grenjaðarstaðar í Aðaldal. Fékk síra Þorgrímur þar, sem verðugt var, greinda og bóklesna áheyrendur og mat hvor aðilinn hinn, presturinn og sóknarbörnin, því meir, sem kynnin urðu lengri. Og þegar síra Þorgrímur fluttist vestur að Staðarstað lýðveldisvorið, var söknuðurinn gagnkvæmur, hans og þeirra, sem bezt þekktu hann f Suður-Þingeyjarsýslu. Fljótt var þvf veitt athygli nyrðra, að síra Þorgrímur var vel íþróttum búinn og vaskur á löngum ferðalögum og f harðræði á vetur. En enginn gat séð ofsjónum yfir bújörðinni á prestsetrinu Grenjaðarstað framar, því að henni var skipt f 5 býli, áður en síra Þorgrími var veitt brauðið og þessi hluti jarðar- innar. Var því þröngt um og einn- ig innan bæjar í fyrstu, en þar kom, að byggt var á hverju býli og einnig á staðnum. Var bærinn hin versta íbúð og erfiður og lítil eftirsjá ungu fólki, sem slíkum húsakynnum var alls óvant, úr að flytja. Hins vegar er Grenjaðar- staðarbærinn héraðsprýði nú, Framhald á bls. 17. HMK Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykja- víkur verður haldinn að Hótel Sögu, Súlna- sal miðvikudaginn 11. febrúar 1976 kl 20.30. Dagskrá: Samkvæmt félagslögum. IVerzlunarmannafélag Reykjavíkur.l Suðusúkkulaði með fínasta átsúkkulaðibragði mmntntntmtn >»•»•»•»•» bitterblock bitterblock bitter Bitterblock frá Víkingi, súkkulaðið i í svörtu pökkunum. Víkims kRóm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.