Morgunblaðið - 04.02.1976, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.02.1976, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1976 21 Ast á indverskri gangstétt VIMLA, 21 árs gömul indversk sveitastúlka (t.h.) giftist í vikunni sem leið miðaldra hnetusala i Bombay. Athöfnin fðr fram á heimili þeirra — gangstéttinni andspænis borgarskrifstofunum i Bombay. Það var félagsráðgjafi f borginni sem stóð straum af giftingarkostnaðinum, u.þ.b. 7 þúsund krónum, en hann var svo hlédrægur að hann vildi ekki vera með á myndinni. fclk í fréttum + Diana Ross hefur haft heppnina með sér öðru sinni, nú f myndinni „Mahogany“ — áður í „Lady Sings the Blues“, um líf og starf djasssöngkon- unnar Billie Ilolliday, en fyrir leik sinn f þeirri mynd var Diana m.a.s. nefnd f sambandi við Óskarsverðlaun. Og pening- arnir streymdu inn fyrir mynd ina. Gagnrýnendur hafa tekið seinni myndinni fálega, sem og hinni fyrri, en áhorfendur f bandarfskum stórborgum virð- ast vera á öðru máli, þvf að myndin er grfðarlega vel sótt þar. Virðist sagan um stúlkuna úr fátækrahverfi Chicagoborg- ar, sem getur sér frægð í tísku- heiminum, en afsalarsér sfðan frmanum til að aðstoða unn- usta sinn í pólitískri baráttu hans. Og gagnrýnendurnir fundu myndinni flest til for- áttu og brýndu kuta sfna eftir frumsýninguna. Diana Ross lét sér hvergi bregða: — Gagnrýnendur mega gagnrýna eins og þeir eru menn til, það er þeirra starf. Eg verð að viðurkenna það, að ég hefði haft margt á annan veg f þessari mynd ef ég hefði verið framleiðandi hennar og stjórn- andi. En það var mér dýrmæt reynsla að leika f henni, og ekki hef ég yfir neinu að kvarta, segir hún. Diana Ross er heldur enginn stórbokki í einkalffi sfnu. Hún býr f lftilli fbúð f Beverly Hills, og það enginn súperstjörnu- bragur á neinu. Þó virðist hún fullkomlega sátt við lífið og til- veruna. Hún er gift Robert Sil berstein, umboðsmanni lista- fólks (þó ekki hennar), og þau eiga þrjár dætur saman. Mörg verkefni bfða hennar og hún kann þvf vel; hefur unn- ið hörðum höndum frá þvf að hún var 15 ára gömul. Nú er hún 31 árs. Þegar hún gekk með þriðja barn sitt ákvað hún að rifta öllum sfnum samning- um til þess að geta verið heima fyrir og eftir barnsburðinn: — Það var kjánaskapur af mér, segir hún.— Vinnan er mér svo mikils virði, að næst verða þeir að draga mig niður af sviðinu til þess að koma mér á fæðinga- deildina, ef til þess kemur að ég eignist fleiri börn. Diana ráðgerir að fara f Evrópuferð í þann mund sem Mahogany verður frumsýnd þar. Einnig langar hana til að ferðast um Amerfku, en langt er sfðan hún hefur látið það eftir sér. En ætlar hún að leika í þriðju kvikmyndinni? Hún hefur þegar staðið f samningaviðræðum um að taka að sér hlutverk f mynd, þar sem hún á að leika Josephine Bak- er. — Mig langar að vfsu ekki til þess að einskorða leikferil minn við svartar stjörnur. En það er annað mál með Joseph- ine Baker. Hún hefur alla tfð verið mér hugstæð. Eg verð að kynna mér rækilega líf hennar og starf áður en ég áræði að taka að mér hlutverkið segir hún. BO BB & BO MUAÐA SPBRKÍNCrVR "TER 'I DÉR e>b&& !!?'. rÖsT^Í7FERrEÍ<I77jT^NA7AaÁ86Íjtí^ FERU MARG 6NÚ\N AÐ AFTAN hj --- tS/°6í/MUAJD FRÁ LEIÐ- BEININGASTÖÐ HUSMÆÐRA: Nokkur viðvörunar- orð um vindlinga- reykingar í rekkju og um börn og eldspýtur „Vindlingur er prik með glóð í öðrum endanum og fá- bjána í hinum endanum". Þannig skilgreina sumir Norð- menn sígarettUrnar. Sennilega eru ekki allir sammála þessari skilgreiningu. En flestir munu þó taka undir það, að það er asnaskapur að reykja í rúm- inu. Slíkt hátterni er vægast sagt stór hættulegt. Nokkur alvarleg slys sem urðu hér á landi í skammdeginu benda til þess að kviknað hafði í rúm- fatnaði frá vindlingum. Enginn veit nákvæmlega, hvenær hann sofnar en þá sekkur vindlingurinn ofan I sængina og rúmfötin byrja að brenna. En áður en eldurinn nær sér almennilega niðri, get- ur sá sem í rúminu er verið dáinn af völdum kolsýrueitr- unar. Ef ullarteppi eru í rúm- inu myndast blásýra þegar ull- arteppið fer að brenna og geta menn þá auðveldlega dáið af blásýrueitrun þar sem menn þola ekki að anda að sér miklu af slíkum gufum. En hvar eru eldspýturnar geymdar á heimilunum? Er eldspýtustokkurinn i eldhús- skúffu eða er hann látinn liggja í öskubakkanum á sófa- borðinu? Það er ábyrgðarleysi að geyma eldspýtur, þar sem börn ná til a.m.k. á þeim heimilum þar sem börn eru á óvitaaldri. I grein í Forbruker- rapporten sem norska Neyt- endaráðið gefur út birtist fyrir nokkru grein sem fjallar um börn og eldspýtur. I greininni segir að börn valdi að jafnaði 400—500 eldsvoðum á ári hverju í Noregi. Ennfremur er sagt að 27 börn hafi látist á 5 árum vegna þess að þau hafi leikið sér að eldi. Litlir brennuvargar eru helst að verki á vorin, segir ennfremur í greininni og hættulegasti aldursflokkurinn er 3—6 ára. Sigríður Haraldsdóttir EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Teg. 20 Litir: brúnt eða svart leður. Verð kr. 4.875 — Teg 21. Litur: antikrautt leður Verð kr. 4.875 — Teg. 22 Litur: Ijósbrúnt leður. Verð kr. 3.975,— Teg. 23 Litur: dökkbrúnt leður. Verð kr. 3.975.— Teg. 15 Litur: brúnt leður Verð kr. 4.500.— Póstsendum Skóverzlun Þórðar Péturssonar, --------1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.