Morgunblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 1
36 SIÐUR MEÐ 4 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 46. tbl. 63. árg. ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Geir Hallgrímsson í viðtali við Morgunblaðið: Yfirlýsing forsœtisnefndar eykur þrýsting á Breta Kaupmannahöfn — 1. marz — frá Pétri J. Eiríkssyni, fréttaritara Mbl. „ÉG ALIT, að við Irefðum ekki getað fengið sterkari yfir- lýsingu frá Norðurlandaráði," sagði Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra í samtali við Mbl. á þingi Norðurlandaráðs í gær, um yfirlýsingu forsætisnefndar ráðsins um fiskveiðideiluna við Breta. „Það er rétt að geta þess,“ sagði forsætisráðherra, „að til þess er ekki ætlazt samkvæmt samþykkt ráðsins, að það gefi yfirlýsingar um utanrikismál, og því síður um deilur eins ríkis við ríki utan ráðsins. Af þessum sökum kom tillaga vinstri sósíalista ekki til at- kvæða, enda of seint fram kom- in. Hins vegar vildu menn að ekki léki neinn vafi á því hvernig Norðurlandaráð liti á landhelgismálið. Þess vegna gaf forsætisnefndin út þessa yfirlýsingu." Forsætisráðherra var að því spurður, hvort hann liti á þessa yfirlýsingu forsætisnefndar- innar sem diplómatiskan sigur fyrir íslendinga. Hann sagði: „Eg tel það vera, enda benda þau ummæli þeirra Norður- landaráðsmanna, sem andvígir voru yfirlýsingunni til þess að þeir telji hana vera áfall fyrir Breta og að þeir muni að líkind- um taka hana óstinnt upp. A hinn bóginn er rétt að gera sér grein fyrir þvi, að slík yfir- lýsing leysir auðvitað ekki deil- una, þótt hún ætti að auka þrýsting á Breta til að fara með flotann." Geir hefur átt fundi með starfsbræðrum sinum á Norðurlöndum og i gærkvöldi átti hann fund með Oddvar Nordli, forsætisráðherra Noregs, og Knut Frydenlund, utanrikisráðherra Noregs. Hann vildi ekki segja, hvað hefði verið rætt á þeim fundi, annað en að fjallað hefði verið um ástand og horfur í land- helgismálinu og sameiginleg hagsmunamál landanna. „Förum ekki úr Atlantshafs- bandalaginu” — segir Gylfi Þ. Gíslason AP-simamynd Geir og Nordli ræðast við — Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra og Oddvar Nordli, forsætisráðherra Noregs, ræðast við meðan á umræðunum stóð á fundi Norðurlandaráðs á sunnudag. Gylfi Þ. Gfslason Kaupmannahöfn, — 1. marz — AP. „VIÐ förum ekki úr At- iantshafsbandalaginu og við munum ekki hætta varnarsam- starfi okkar við Bandaríkin á Keflavikurflugvelli,“ sagði Gylfi Þ. Gíslason á fundi með fréttamönnum í Kaupmanna- höfn i dag. Gylfi sagði ennfremur, að meirihluti væri fyrir því á Al- þingi að standa við skuldbind- ingar Islands gagnvart At- lantshafsbandalaginu og að ekki væri útlit fyrir neinar skyndibreytingar á afstöðu Is- lands til bandalagsins. Um yfirlýsingu forsætis- nefndar Norðurlandaráðs Framhald á bls. 34 niður á sjómönnum, sem sam- kvæmt hefð stundi veiðar við strendur annarra aðildarríkja, nái hún fram að ganga. Vestur-Þjóðverjar vilja fara bil beggja og telja tillöguna um 12 mílurgóðan umræðugrundvöll. Á fundi með fréttamönnum í dag sagði fulltrúi Ira á fundinum, Garret Fizgerald, að hann teldi tillöguna um 12 mílna einkalög- sögu ganga of skammt, en auk þess hefðu Irar áhyggjur af öðr- um atriðum í sambandi við 200 mílna lögsögu EBE, svo sem lög- gæzlu. Hann taldi ráðherrana þeirrar skoðunar, að bandalagið ætti að ljúka við mótun sameigin- legrar stefnu í hafréttarmálum, þar sem 200 milna reglan væri lögð til grundvallar, áður en haf- réttarráðstefna Sameinuðu þjóð- anna hæfist að nýju um miðjan marz. Undir þetta tók Hans- Jiirgen Wischnewski, aðstoðar- utanríkisráðherra Vestur- Þýzkalands. Hann sagði v-þýzku stjórnina styðja viðleitni banda- lagsins til að ná samstöðu fyrir hafréttarráðstefnuna. James Callaghan tjáði frétta- mönnum, að Bretar réðu yfir 55 til 60 af hundraði fiskimiða innan EBE, og með tilliti til þess nægði 12 mílna efnahagslögsaga Bretum ekki. Hann vildi ekki segja, hvar Bretar vildu draga mörkin, — það væri samkomulagsatriði. Hann lýsti sig fylgjandi þeirri tillögu framkvæmdanefndar EBE, að efnt yrði til könnunarvið- ræðna við lönd utan bandalags- ins, þ. á m. Island og Noreg, um gagnkvæmar veiðiheimildir innan 200 milna auðlindalögsögu, yrði hún niðurstaða hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Callaghan kvaðst hafa áréttað tilboð Breta um eftirlitsmenn um borð í islenzkum varðskipum og brezkum herskipum, sem hann teldi geta orðið til þess að slaka á spennu í þorskastríðinu, enda þótt Islendingar hefðu hafnað Framhald á bls. 34 Briissel — 1. marz — Reuter — AP JAMES Callaghan, utanrtkisráð- herra Bretlands, sagði i Brússel i dag, að lslendingar ættu að taka ákvörðun um raunhæft tilboð til James Callaghan handa Bretum til lausnar fisk- veiðideilunni. „Nú er þörf fyrir ákveðið tilboð lslendinga,“ sagði Callaghan. „Eg er þurrausinn." Að því er áreiðanlegar heimildir í Briissel herma, er kominn upp klofningur innan bandalagsins hvað snertir afstöð- una til 12 mílna einkalögsögu strandríkja innan 200 mílna auð- Lindalögsögu EBE. Bretar og Irar halda því fram, að 12 mílna einka- lögsaga sé ófullnægjandi með til- liti til lífsafkomu sjómanna, en aðrir, þar á meðal Frakkar, Belg- ar og Danir, segja, að tillagan gangi of langt og muni koma Callaghan um fiskveiðideiluna: »Ég er þurrausiim” EBE klofið í afstöðunni til 12 mílna einkalögsögu innan 200 mílna Yfirlýsing forsætisnefndar Norðurlandaráðs: ^ Sigur fyrir Island áfall fyrir Breta Kaupmannahöfn 1. marz. Frá fréttaritara Morgunbladsins, Pétir J. Eirfkssyni: ISLAND vann diplómatískan sigur á þingi Norðurlandaráðs á sunnudag þegar forsætisnefnd ráðsins samþykkti yfirlýsingu þar sem Bretar voru gagnrýndir fyrir að koma I veg fyrir friðsam- lega lausn fiskveiðideilunnar með því að hafa herskip á Islands- miðum. Segir í yfirlýsingunni meðal annars, að forsætisnefnd- inni sé það Ijóst, að tilvera Islcnd- inga byggist á auðæfum hafsins og að grípa þurfi til aðgerða til að koma I veg fyrir að þeim verði eytt, og að Bretar verði að draga til baka hcrskip sin ef friðsamleg lausn eigi að fást á deilunni. Mikil ánægja rikti á meðal is- lenzku Norðurlandaráðsfulltrú- anna. „Við gátum ekki fengið sterkari yfirlýsingu,“ sagði Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, í viðtali sem birtist annars staðar í blaðinu. Mikil eftirvænting ríkti á fundi ráðsins í gær þar sem búizt var við því að drægi til tíðinda vegna fiskveiðideilunnar, enda hafði hún sett mestan svip á allar um- ræður á þinginu. Sérstaklega var beðið með óþreyju eftir ræðu Geirs Hallgrímssonar, en hann komst ekki til Kaupmannahafnar fyrr en eftir hádegi á sunnudag. Eftir að hafa átt fund með for- sætisnefndinni hélt hann sína ræðu og talaði eingöngu um fisk- veiðideiluna. Hann varpaði fram þeirri hugmynd að Bretar féllust til bráðabirgða á að virða 100 mílna fiskveiðilögsögu eða þar til niðurstaða hefur fengizt af haf- réttarráðstefnunni. I lok ræðu sinnar sagði hann: „Ekkert útlit er fyrir að deilan við Breta fái skjótan endi. Þvi mun hættu- ástand rikja á íslandsmiðum. Við getum búizt við, að mannslífum verði stofnað i hættu og manns- Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.