Morgunblaðið - 02.03.1976, Síða 3

Morgunblaðið - 02.03.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 3 Kristfén Rsgnarsson v/oru miðaðar við að fiskverð hækkaði um 24%. Þorskur hækkaði d. um allt að 36%, þ e. stóri iskurinn, sem t.d allir netabátar fá og allir sjómenn á netabátum fá því iillir sérstaka 12% launahækkun vegna fiskverðsákvörðunarinnar " Þá sagðj Kristján: ,,Það hefur komið fram hjá mörgum sjómönn- um, að vegna þess að hlutaskipti lækka, þá muni þeirra laun lækka einnig Það er ekki rétt Það fá allir sjómenn umtalsverða launahækkun við þessa samninga 24% fiskverðs- hækkun gefur frá 8—16% launa- hækkun. Varðandi loðnuveiðarnar er einnig um að ræða 8—10% hækkun. í því sambandi verða menn að athuga þegar þeir bera saman „Kemur í Ijós á næstu dögum hveriir vilia vera a •/ 1 •• J 1 1 a sjo og hverjir ekki - segir Kristján Ragnarsson form. L.Í.Ú. „Þessir nýju samningar eru sérstaks eðlis að þvi ieyti að þeir breyta mjög þessu margumtalaða sjóða- kerfi i þá átt að fella niður oliusjóð og hluta vátrygg- ingarsjóðs. Það sem þarna er um að ræða eru um 4000 milljónir króna og vegna þess verður útgerðin að greiða þennan hluta sjálf, oliuverð upp á 25.30 kr. hvern lítra, i staðinn fyrir 5.80 kr., og 2/3 vátryggingarkostnaðar af skipum i staðinn fyrir nánast ekkert. Af þessum sökum verður að nota þessa fjármuni fyrst og fremst til að greiða þennan kostnað," sagði Kristján Rangarsson, formaður Landssambands íslenzkra útvegsmanna, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Kristján sagði, að eigi að siður hefðu sjómenn fengið hluta þessa fjármagns i sinn hlut. „Sem dæmi i þvi efni er, að á minnstu bátum undir 60 rúmlestum fá sjómenn 16—20% launahækkun, á bátum sem eru 100 rúmlestir um 10% og síðan minna niður í 6 — 8% á stærstu bátunum. Á skuttogurunum nemur hækkun sjómannanna hins vegar ekki nema um 2%. Ástæðan til þess er að launakjör sjómanna á minni skuttogurunum voru afskap- lega góð fyrir og svo hitt að olíu- kostnaðarhlutfall togaranna er meira en annara skipa og þvi þurfa þeir I ríkari mæli á þessu fjármagni að halda fil viðbótar við þetta kemur siðan fiskverðshækkun, sem er umfram 24% Fyrri launahækkunartölurnar núverandi verð og fyrra verð á ver- tiðinni, að verðið hefur undanfarin ár lækkað, eftir þvi sem liðið hefur á loðnuvertiðina vegna minnkandi fituinnihalds fisksins, þvi er ekki hægt að bera saman það verð sem nú er i gildi og það sem var fyrr á vertiðinni Ef sjóðakerfisbreytingin hefði ekki orðið, þá hefði loðnu- verðið orðið miklum mun lægra " ,,Um kauptrygginguna er það að segja, að hún hækkar eins og aimennt kaupgjald, verður 90—100 þúsund krónur Siðan er nýtt ákvæði, sem kveður svo á, að á aflahlut sem er umfram hálfa kaup- tryggingu greiðist 25% álag, þann- ig að þeir sjómenn sem eru komnir yfir hálfa kauptryggingu i tekjum fá þarna sérstaka launauppbót upp eftir kauptryggingarstiganum, en ef hlutur verður meiri en þessi saman- lagða kauptrygging og álag þurrkast -þetta út Þetta getur þýtt t.d. að ef aflahlutur er rétt um 90 þúsund krónur, fá sjómenn 10 þúsund króna álagsbætur, og getur þvi kauptryggingin farið hæst i 105 þúsund krónur," sagði Kristján. Að lokum sagði Kristján, að hann teldi, að það sem skorti á i sambandi við þessa viðtæku samninga væri, að þá hefði þurft að kynna miklu betur en gert hefði ver- ið opinberlega. Þreyttir menn eft- ir langar fundarsetur, hefðu þurft að skýra þessa samninga og hann hefði orðið var við, að menn hefðu misskilið samningana. þar sem þeir hefðu ekki verið lagðir nógu vel fyrir menn, og kæmi það bersýnilega i Ijós i atkvæðagreiðsl unum. Þátttaka í atkvæðagreiðslun- um væri dæmalaust léleg. Það hefði verið eindregin afstaða fundar stjórnar L í Ú i gær, að ekki kæmi til nýrra samningaviðræðna við þá sjómenn á næstunni, sem fellt hefðu samningana og það yrði að koma i Ijós næstu daga hverjir vildu vera á sjó og hverjir ekki Peningaskápur bæjarfögetaskrifstofunnar á Seltjarnarnesi fékk ómjúka meðferð hjá þjðfunum eins og sjá má. Þeir hirtu úr honum 520 þúsund krónur en litu ekki við 3 milljónum i ávisunum. Aftur stórinnbrot í sama hús: Hálfri milljón stolið á Seltjarnarnesi Flugfreyjur sömdu t3 okt. 77 MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkvnning frá Flugieiðum og Flugfreyjufélagi Islands: Kl. 20.00 í gærkvöldi, hinn 29. febr. 1976 var undirritaóur nýr kjarasamningur milli Flugfreyju- félags Islands og Flugleiða h.f. vegna Loftleiða og Flugfélags Is- lands, en eldri samningur milli aðila rann út hinn 1. febr. s.i. Samningar voru undirritaðir eftir um það bil 55 klst. sáttafund með litlum hléum undir hand- leiðslu Torfa Hjartarsonar ríkis- sáttasemjara og sáttasemjara Loga Einarssonar hæstaréttar- dómara. Hinn nýundirritaði samningur gildir frá 1. þ.m. til 15. okt. 1977. 1 öllum meginatriðum er stuðst við nýgerða heildarsamninga milli Alþýðusambands Islands og Vinnuveitendasambands Islands, og bilið frá 1. maí 1977 til 15. október sama ár er brúað með hliðstæðum kjarabótum. Mótmæla- aðgerðir ÚTVEGSMENN og sjómenn á Suðurnesjum og Hornafirði mót- mæltu þróuninni i landhelgis- deilunni f siðustu viku með því að loka ákveðnum aðgönguleiðum að Keflavíkurflugvelli og svæðum sem varnarliðið hefur aðstöðu á við Grindavik, Sandgerði og Hornafirði. Mótmælin við Grindavík og Rockville stóðu yfir i liðlega 2 daga með því að lokað var með stórgrýti leíðum að athafnasvæð- um varnarliðsins og á milli kl. 7—10 á föstudagsmorgun var lokað með bílum aðalhliðunum að Kefiavíkurflugvelli. Aðgerðir þessar fóru friðsamlega fram, en eftir að Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra hafði boðað for- svarsmenn aðgerðanna á sinn fund s.l. föstudag og óskað eftir þvi að aðgerðum yrði hætt, urðu menn við þeirri beiðni og voru grjót- og malarbingir fjarlægðir þá þegar. 1 LOK sfðustu viku var brotist inn i gamla Mýrarhúsaskólann á Sel- tjarnarnesi, en þar hafa ýmsar opinberar stofnanir bæjarins að- setur. Unnu þjófarnir mikil spjöll á skrifstofum í húsinu í leit sinni að peningum og höfðu þeir upp úr krafsinu 520 þúsund krón- ur í beinhörðum peningum, sem voru eign bæjarfógetans á Sel- tjarnarnesi. Stórþjófnaður var framinn i þessu sama húsi fyrir jólin og þá stolið um 300 þúsund krónum í peningum og á aðra milljón króna í ávfsunum. Þeir þjófar, sem nú voru að verki, virtust engan áhuga hafa á ávísunum, þvi þeir litu ekki við ávísunum að upphæð um 3 milljónir króna, sem voru i sama skáp og peningarnir. Þjófarnir, sem brutust inn fyrir jólin reyndu þá við þennan sama skáp en tókst ekki að opna hann, en nú varð skápurinn að láta undan. Margar skrifstofur eru í húsinu m.a. lögregluvarðstofan og var rótað í þeim öllum og mikið skenimt en þar var enga peninga að finna og létu þjófarnir önnur verðmæti eiga sig. Þjófnaðurinn var framinn aðfararnótt s.l. föstu- dags. Bæði þessi innbrot eru til rann- sóknar hjá rannsóknarlögregl- unni í Hafnarfirði. Sveinn Björns- son yfirlögregluþjónn sagði við Mbl. i gær, að hann hefði eftir fyrra innbrotið óskað eftir því að vakt yrði höfð i húsinu, en því hefði ekki verið sinnt. Prentarar sömdu BÖKAGERÐARMENN, þ.e. Hið íslenzka prentarafélag, Grafiska sveinafélagið og Bókbindarafélag tslands, sömdu við prentsmiðju- eigendur eða Félag íslenzka prentiðnaðarins á laugardags- morgun. Samningar þessara aðila eru hliðstæðir kjarasamningi milli ASI og vinnuveitenda. Hefur því verkfalli verið af lýst. Ölafur Emilsson, formaður Prentarafélagsins, sagði að prentarar hefðu utan heildar- kjararammans fengið leiðréttingu á veikindadagaákvæðum. Hefðu veikindadagar nú fengizt 39 í stað 33 áður og ennfremur hefðu fengizt ákvæði i sambandi við aukna tækni í prentsmiðjum. Þá kvað hann 1.500 króna láglauna- uppbótina aðeins hafa farið á einn flokk í töxtum prentara. Brezki sendi- herrann farinn Brezki sendiherrann, Kenneth East, hélt af landi brott í gær til Lundúna, en franska sendiráðið i Reykjavík gætir nú hagsmuna Bretlands á íslandi með sérstakri hagsmunadeild er Brian Holt, starfsmaður brezka sendiráðsins, veitir forstöðu. Feröamiðstöðin hf. Aðalstræti 9, simar 28133 og 11255 COSTA BLANCA— benidorm Kaupmannahöfn Tískusýning (Scandinavian fashionweek) Brottför 1 7. marz (ath. breytta dagsetn.) Gull og silfur Vörusýning Brottför 30. aprll Húsgagnasyning Brottför 11. mal 0 Leipzig Alþjóðleg vörusýning. Brottför 13. april. Ódýru Spánarferðirnar eru að hefjast aftur. Costa Blanca Benidorm 2ja og 3ja vikna ferðir Brottfarardagar: 9 apríl 28 iúní 19. júlí 9. ágúst 23. ágúst 1 3. sept. Meðaltalshiti á Costa Blanca: Benidorm er 10.000 manna bær við tvær bestu sólarstrendur Spðnar, Playa de Levante og Playa de Poniente. dálltið sunnar en Mallorka. Bærinn er um- kringdur fjallahring á þrjá vegu, sem orsakar að þar er hæstur meðalhiti ð allri spænsku ströndinni 22° C. allt árið. Loft Vatn Jan. 13 17 Feb. 15 18 Marz 17 19 Apr. 20 20 Maf 23 20 Jún. 26 21 Júlí 29 22 Agúst 31 23 Sept. 29 22 Okt. 23 20 Nóv. 18 18 Des 14 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.