Morgunblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 5 Veitingamenn Glaumbæjar og Klúbbsins ákærðir fyrir van- skil að upphæð tæpar 38 millj. RlKISSAKSÓKNARI hefur með ákæruskjali, dagsettu 27. þ.m., höfðað opinbert mál á hendur þeim Sigurbirni Eiríkssvni, veit- ingamanni, Stóra-Hofi, Rangár- völlum, og Magnúsi Leopoldssyni, 44 mál hafa verið lögð fyrir Búnað- arþingið A BÚNAÐARÞINGI hafa nú verið haldnir 9 fundir. Samtals hafa verið lögð fram 44 mál. Þetta eru mun fleiri mál en komið hafa fyrir Búnaðarþing á undan- förnum árum. Mjög mikið er starfað í nefndum, en reiknað er með að Búnaðarþing standi yfir á 3. viku, ef afgreiða á öll þau mál sem þar hafa verið lögð fram. Búnaðarþing hefur afgreitt nokkrar ályktanir á síðustu dög- um. Ber þar fyrst að nefna álykt- un vegna hins stórfellda tjóns, sem bændur hafa orðið fyrir vegna verkfalla. 1 ályktuninni segir að bændur eigi engan bein- an hlut að verkföllum, en samt hafi þeir í nýloknu verkfalli orðið fyrir 100—200 milljóna króna tjóni vegna þess að þeir hafi orðið að hella niður mjólk eða hún stór- spillst. Segir þar énnfremur að smjörlaust gæti orðið i landinu strax í næsta mánuði vegna verk- fallsins. Segir að finna þurfi leiðir til að afstýra þvi að slíkt tjón verði i verkföllum eins og að framan greinir. Af öðrum ályktunum má nefna ályktun um afléttingu söluskatts af flutningsgjaldi á vörum innan- lands, ályktun um að jafnan verði tryggt nægilegt fjármagn á fjár- lögum til að greiða ríkisframlag samkvæmt jarðræktarlögum sama ár og framkvæmdio er tekin út, ályktun um eflingu safns land- búnaðarverkfæra og ályktun frá allsherjarnefnd um breytingu á lögum Búnaðarfélags Islands, en þar er lagt til að húsfreyjur í sveit hafi jafnan rétt á við bændur um kosningu og kjörgengi til Búnaðarþings. Ökukennarafélag r Islands með umferðarfræðslu NORÐURLANDASAMBAND ökukennara hélt stjórnar- og félagsfund í Finnlandi ekki alls fyrir löngu. Island er aðili að sam- bandinu og voru fulltrúar landsins á fundinum þeir Jón Sævaldsson og Jóhann Guðmundsson. Mörg mál voru á dagskrá, þ.á m. samræming ökukennslu á Norðurlöndum, kennsluaðferðir, endurnýjun ökuskírteina, öku- kennsla í hálku, myrkri og þjóð- vegaakstri, leiðir til slysavarna og mörg fleiri mál. Ökukennarafélag Islands hefur ákveðið að bjóða félögum og starfshópum kost á umferðar- fræðslu án greiðslu. Þá vill félag- ið gefa þeim sem óska kost á að halda slíka umferðarfræðslu í húsakynnum starfshópa eða félaga og kemur með fræðslugögn á staðinn á þeim tima sem óskað er. Frekari upplýsingar má fá hjá Ökukennarafélagi Islands. framkvæmdastjóra, Lundar- brekku 10, Kópavogi, fvrir brot á lögum um söluskatt, lögum um tekjuskatt og eignarskatt og bók- haldslögum við rekstur veitinga- húsanna Glaumbæjar og Lækjar- teigs 2 (Klúbburinn) í Reykja- vík. Er ákærðu gefið að sök að hafa frá 1. janúar 1970 til 1. október 1972 dregið undan við framtöl til söluskatts söluskatt samtals að fjárhæð kr. 3.484.694.-. Þá er Sigurbirni gefið að sök að hafa vanrækt skil til skattstjóra á lög- boðnum skýrslum (launaframtöl- um) um starfslaun í veitinga- húsunum, sem á skattárunum 1970 og 1971 námu samtals kr. 18.771.469,- auk launa fram- reiðslumanna, sem 'á sömu árum námu a.m.k. kr. 10.827.136.-. Ennfremur er Sigurbirni gefið að sök að hafa vanrækt að telja fram til tekjuskatts og eignarskatts fyrir skattárin 1970 og 1971 og komist með þvi hjá greiðslu tekju- skatts að fjárhæð samtals kr. 3.226.809.- og jafnframt með sama hætti komist hjá greiðslu útsvara fyrir sömu skattár að fjárhæð samtals kr. 1.518.690.-. Loks er Sigurbirni gefið að sök stórfelld vanræksla og óreiðusemi i bók- haldi vegna fyrrgreinds veitinga- reksturs. Máli þessu hefur verið vísað til dómsmeðferðar við sakadóm Reykjavíkur, og eru dómkröfur ákæruvalds þær, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, sviptir leyf- um til vínveitinga og veitingasölu og til greiðslu alls sakar- kostnaðar. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU i F I A T 1 gædabílinn frá Fiat mmmmmmmmm 132 er með óvenju stórt farangursrými, gott loftræst/kerf/ og frábæru útsýni, atriði sem skipta máli á ferðalögum. AÐ INNAN ER /32 sérlega rúmgóður, vel hljóðeinangraður, allur teppalagður og með glæsilegu áklæði. sæta- Aferöafallegt og aögengilegt mæliborö 132 er með stá/styrkt farþegarými, sem tryggir aukið öryggi. 132 er með færanlegum sætisbökum og stýri til að uppfylla kröfur ökumannsins um þægindi. FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Þavitt Sigurtísson h.f. SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.