Morgunblaðið - 02.03.1976, Side 12

Morgunblaðið - 02.03.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 KOLMUNNINN Ýmsir nýtingar- möguleikar Þaö sem dregið hefur kjark úr mönnum við kolmunnaveiðar er það, að fiskurinn hefur ekki nýtzt nema til bræðslu en verð á bræðslufiski og honum fremur fiturýrum, hefur verið lágt undanfarið og veiðarnar af þeim sökum ekki þótt borga sig. Þetta gæti breytzt ef verðlag á mjöli hækkaði. 1 fróðlegu erindi, sem dr. Björn Dagbjartsson, forstöðumaður rannsóknarstofnunarfiskiðnaðar- ins, flutti á Fiskiþingi í haust, og birt er í 2. tbl. Ægis, ræddi hann leiðir til hagkvæmari nýtingar kolmunnans. Hann sagði m.a., að fituefnainnihald kolmunna væri líkt og þorsks, enda af þorskætt- inni, holdið væri magurt en eggja- hvíturíkt, og hann safnaði fitunni í lifrina en fituinnihaldið væri misjafnt eftir árstimum, mest 10% haust og vetur. Geymsluþol óaðgerðs fisks sem geymdur væri í ís, væri litið ef áta væri i maga, ekki nema 2 dagar eða minna, en átulaus fiskur geymdist i ís a.m.k. eina viku. Dr. Björn sagði að kolmunninn væri hinn ágætasti matfiskur að allra dómi, litlu siðri en þorskur, ef þá nokkru verri til átu og mætti matreiða hann á ýmsa vegu líkt og þorskinn, hann væri til dæm- is ágætur í fiskbollur, sem fish and chips réttur. Hann er og ágætur verkaður í skreið. Dr. Björn gaf Fiskiþingsfulltrúum að smakka á kolmunnaskreið verkaðri á Rannsóknastofnun- inni, og virtist mönnum það hinn ágætasti matur. Möguleikar eru einnig á að flaka kolmunnann, sagði dr. Björn en til þess þyrfti að smíða sérstakar vélar og væri þegar farið að vinna að því með árangri af tveimur erlendum fyr- irtækjum, sem hann vissi um, en eins og stæði litist mönnum betur á marningsvinnsluna. Þá er kol- munninn hausaður og slægður i sérstökum vélum og síðan marinn. Um þennan þatt málsins nýtinguna, má lesa ýtarlegar í grein dr. Björns í 2. tbl. Ægis, sem áður segir. 10 milljóna tonna hrygningarstofn Kolmunninn er 30—35 sm að stærð og 120—150 grömm á þyngd, þó að dæmi séu um stærri fisk, allt upp í 500 grömm á þyngd og 40 sm á lengd. 1 12. tbl. Ægis 1972 er grein um kolmunnarann- sóknir Norðmanna samfara til- raunaveiðum sem þá höfðu farið fram, og segir þar að allt bendi til áð stofnstærð kolmunna sé mest allra fisktegunda i Norðaustur- Atlantshafi og hrygningarstofn- inn einn saman, það er kynþroska kolmunni, Sé um 10 milljónir tonna. Aðalhrygningarsvæði kol- munnans á Norð-austur Atlants- hafi er vestur af Orkneyjum og þaðan á belti suður um og suður undir Irland. Þarna er hann þéttur á hrygningartímanum, sem er á þessum slóðum i marz/apríl. Hann heldur sig þá miðsævis, svo sem á 400 metra dýpi þarna, þar sem botndýpið er 6—1100 metrar. I maí/júní gengur fiskurinn að lokinni hrygningu norður eftir milli Hjaltlandseyja og Færeyja og inn í Islandshaf. Hann nálgast þá yfirborðið og heldur sig á 100—200 metra dýpi og er þá farinn að dreifa verulega úr sér og skipta sér í tvær megin göngur. Önnur þeirra held- ur í átt til Islands, en hin meir norðaustur í höf og nær Noregsströndum. Nú getur það verið að hluti af þessum mikla hrygningarstofni hrygni eitt- hvað nær Islandi en Norð- mennirnir gera ráð fyrir og þá máski nokkru seinna en sá hlutinn sem hrygnir sunnar til dæmis í apríl/maí. Þetta hefur ekki verið rannsakað það ég veit nægjanlega. Og síðan sé það þessi hluti hrygningarstofnsins, sem sé hér við Austurlandið upp úr miðju sumri árlega fremur en göngufiskur af hrygningar- stöðvunum vestur af Orkneyjum Það gæti breytt dálítið dæminu, hvort hann hrygnir nær Islandi en ætlað er því að þá gæti verið um það að ræða fyrir okkur að taka hann í flotvörpu meðan hann er þéttastur en um leið dýpstur en það er þegar hann er að hrygna og áður en hann fer að dreifa sér. Kolmunninn er hér við Austur- landið síðsumars í miklu magni, og að því er virðist oft i góðum torfum þá ennþá. Síldarmenn hafa langa reynslu af kolmunnan- um og hana ógóða. Þeim varð á að kasta á torfur enda ekki þekkjan- legar frá síld á fiskileitartækjun- um, og hann ánetjaði sig mjög í nótinni og olli það miklum töfum og vandræðum. Kolmunninn var sannkölluð plága síldveiði- mönnum og er skemmst að minnast s.l. hausts, en þá mistóku fiskimenn sig á kolmunna í síldar- leitinni fyrstu dagana hér fyrir Suðurlandinu, því að kolmunni er viðar við landið en fyrir Aust- fjörðum, þó að þar sé hann mestur. Tilraun Eld- borgarinnar 1972 Gunnar Hermannsson, skip- stjóri réðst til þess sumarið 1.972 á skipi sínu Eldborginni að gera tilraunir með kolmunnaveiðar I nót fyrir Austurlandinu. Gunnar skrifaði síðan grein um þessar tilraunir í 3. tbl. Ægis 1973. Eldborgin var allan júnímánuð við þessar tilraunir og á sama tíma var Árni Friðriksson við kolmunnaleit fyrir Austfjörðum. Eldborgin veiddi um 600 lestir i nót á þessum mániði eða um 20 lestir í kasti til jafnaðar. Það háði mjög veiðunum að veður var mjög óhagstætt þennan júnímánuð eystra. Gunnar telur í grein sinni að flotvarpan verði öllu hagstæð- ara veiðarfæri og þeirrar skoð- unar virðast Norðmenn einnig vera eftir áðurnefndar rann- sóknir sínar og samfara veiðitil- raunum. Nótin kemur þó áreiðan- lega mjög til álita, ef hægt er að ná til kolmunnans áður en hann fer að dreifa sér verulega eftir hrygninguna en þó farinn að grynnka á sér, en það gerir hann eftir hrygninguna og kemur þá upp á 50—200 metra. Þrír norskir nótaveiðibátar fengu í apríl og mai siðast liðið vor 2—3 þús. lestir hver, þrátt fyrir miklar ógæftir. Þeir náðu allt upp i 200 tonna köstum. Norska tilraunaskipið Havdrönen fékk um sama leyti 1200 tonn af kolmunna og einnig í nót að ég held. Enski frystitogarinn Artic Privater fékk um líkt leyti við tilraunaveiðar i flotvörpu norð- vestur af Skotlandi 460 tonn sem voru heilfryst um borð, nema 5 tonn flökuð. Þessar veiðar Artic Privater segja náttúrlega lítið um afköst flotvörpunnar þar sem skipið heilfrystir aflann og þá væntanlega staðið meira á frysti- afköstunum en veiðarfærinu. I því skyni að nýta 50—100 báta held ég að við ættum að gefa gaum tveggja báta trolli við kol- munnaveiðar. Hvað er að gerast nú með nágrannaþjóðunum? „Kolmunnavarpan á framtíð fyrir sér. “ Þannig hljóðar fyrir- sögn á auglýsingu í Fiskarnum í haust er leið og síðan sagði þar: „Dolsöy veiddi 29. þús. hl. (kolmunninn er eðlisþyngri en t.d. sild og þetta gætu þá verið um 290 tonn) í Campellvörpuna sem reyndist framúrskarandi vel og nær toppafla, allt að 1600 hl. í hali...“ Það mátti einnig lesa um það í haust að Norðmenn hugsuðu sér mjög til hreyfings í auknum kol- munnaveiðum, sem þeir hafa reyndar stundað nokkuð undan- farin ár. Norðmenn hafa veitt kolmunna talsvert til bræðslu undanfarin ár og einnig gert tilraunir með að vinna hann í marning, en þetta hefur verið tilviljanakenndur afli og ekki um reglulegar veiðar að ræða, en nú hugsa Norðmenn sér mjög til hreyfings í þessum efn- um og á þingi útvegsmanna í Ala- sundi í haust, sérstaklega kölluðu saman til að ræða möguleika á kolmunnaveiðum, var samþykkt að leggja mikla áherzlu á tilraunaveiðar og vinnslu í því skyni að gera þessar veiðarraun- hæfar sem fyrst. Skotar hyggja á tilraunir með kolmunna og í .nvlegri fréttatil- kynningu frá The Highlands and Islands Development Board er ákveðið að verja 350 þús. sterl. pd. eða sem svara 119 milljónum íslenzkra króna til þeirra til- raunaveiða. Meiningin er svo að kaupa 130—140 tonna bát og leigja annan til veiðanna. Jafn- framt þessu verður lögð áherzla á nýtingarrannsóknir. Andrew Gilchrist, form. ofangreindrar nefndar, telur að kolmunnaveiði geti losað Breta úr þeim vandræð- um þeirra að heyja þorskastríð við fjarlægar þjóðir. Hann hefur ekki minni trú á þessum veiði- skap en svo, og styðst i ummælum sínum við álit fiskimanna og fiski- fræðinga. Það sem gerzt hefur hérlendis Það eru nokkur ár síðan fyrst var farið að ræða um möguleika á kolmunnaveiðum hérlendis og Fiskiþing hefur gert um það sam- þykktir og Fiskifélagið stuðlaði að tilraun Eldborgarinnar 1972 með því að útvega nokkurn styrk til veiðanna. Börkur frá Neskaup- stað fór til veiða á kolmunna í mai 1973 og ætlaði niður til Orkneyja en var of seint á ferð, kolmunninn var farinn að ganga norður af hrygningarslóðunum og það sem verra var, dreifa sér mjög mikið, en það virðist hann gera á göngu sinni fyrst eftir hrygninguna, en líkast til þétta sig aftur, þegar kemur á þær slóðir, sem hann stöðvast á, því að fyrir Austur- landi eru torfulóðningar á kol- munna vel þekktar. Börkur leitaði því fyrir sér vestur af Færeyjum og þar í kantinum, vestur af Mykinesi, náði hann ein- um sæmilegum túr, eða um 200 tonnum en alls fékk skipið 370—80 tonn. Kolmunninn stóð þarna enn mjög djúpt, á 200—250 föðmum eða á svipuðu dýpi og á hrygningarslóðunum. Ekki fékk útgerð Barkar nokkurn styrk til þessarar tilraunar, sem tók skipið um tvo mánuði alls, og beið út- gerðin því verulegt fjárhagslegt tjón af tilrauninni. Bátar á spærlingsveiðum við suðurströndina hafa alltaf annað veifið verið að fá kolmunna í spærlingsvörpur sínar, en þetta er smár kolmunni, ungfiskur, svo að hér er sem sé um uppeldis- stöðvar þessa fiskstofns að ein- hverju leyti að ræða. Fullorðinn kolmunni hefur og fengizt í spærlingstroll i Breiðamerkur- og Skeiðárdýpi, og togarar hafa fundið kolmunna í Berufjarðarál og á Digranessflaki og víðast hvar hefur hans orðið eitthvað vart allt í kringum landið í ýmis veiðar- færi, ekki sizt nótina á síldveiði- timanum. Rannsóknaskip Hafrannsókna- stofnunarinnar hafa fengizt við kolmunnaleit og kolmunnarann- sóknir og urðu fiskifræðingar var- ir við kolmunna i uppvexti við suðurströndina í fyrra en fullorð- inn kolmunna á Rauðatorginu og áDohrnbanka. Kolmunninn hefur aldrei verið ,,meldaður“ sem afli sérstak- lega, heldur fallið undir annan bræðslufisk, nema þessi 600 tonn, sem Eldborgin fékk 1972 og 380 tonnin, sem Börkur aflaði 1973. Það er öll okkar kolmunnaveiði til þessa, samkvæmt skýrslum. Það er því ekki hægt að segja, að við höfum gengió að því að neinum umtalsverðum krafti að prófa þessar veiðar, enda var þess varla von meðan hægt var fyrir flotann að stunda arðbærari veiðar, eða veiðar á dýrari fiski. Verðhrunið á mjölinu hefur sennilega valdið mestu um það, hversu linlega við höfum staðið að þessu máli, því að það er ein- mitt mjölverðið, sem skiptir mestu, þar sem fitumagnið er mjög lítið mikinn hluta ársins. Þó að nú horfi til vandræða með sóknina í þorskinn og þörf sé brýn á því að finna flotanum önnur verkefni, virðist enn ekki brydda á þvi, að það eigi að leggja neinn verulegan kraft í tilrauna- veiðar og leit að kolmunna. I áætlun Hafrannsóknastofnun- arinnar fyrir árið 1976 er gert ráð fyrir, að Bjarni Sæmundsson gefi sig að kolmunnarannsóknum í tveimur leiðöngrum af tólf, og í þeim báðum jafnframt að öðrum rannsóknum steinbíts-, þorsks- og svifarannsóknum og loðnuleit). Árni Friðriksson á að huga að kolmunna í einum leiðangri (af 14) en jafnframt i þeim leiðöngr- um að rækju á djúpslóð og sjó- og svif arannsóknum. Baldri var ætlað að leita að kol- munna i tveimur leiðöngrum ásamt öðrum verkefnum einnig (smáfisksrannsóknum), en það er nú vandséð að hvaða gagni það skip kemur Hafrannsóknastofn- uninni vegna starfa þess í þágu Landhelgisgæzlunnar. Varla getur verið um annað að ræða en að annaðhvort verði, að Hafrannsóknastofnunin breyti áætlun sinni eða það, sem betra væri, að hún fengi eitt eða helzt tvö fiskiskip 150—200 tonna, á leigu til leitar og tilraunaveiða, og ég held, eins og ég hef áður nefnt, að tvilembingstroll komi fyllilega til álita fyrir smærri báta, og því mætti einnig reyna þá aðferð með leigubátum. Menn hafa verið að nefna, að hér mætti veiða svo sem 100 þús. tonn árlega af kolmunna. Ekki veit ég hvaðan sú tala er komin, ég hélt við vissum enn of lítið um kolmunnan hér við land til að geta nefnt nokkrar tölur, en þetta er vafalaust ekki óskynsamleg til- gáta. Annars er nú allt orðið á reiki um hugtakið „hér við land“ eins og menn vita, og sé miðað við miðlínu milli Færeyja og Islands ættum við að geta náð meira magni en þessu í okkar hlut af göngufiskinum frá Orkneyjum. eftir ÁSGEffi JAKOBSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.