Morgunblaðið - 02.03.1976, Síða 14

Morgunblaðið - 02.03.1976, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 Samningarnir: Kauphækkun 26,6 á 14 mánuðum SAMNINGAR milli aðila vinnumarkaðarins, Alþýðusambands Is- lands annars vegar og Vinnuveitendasambands Islands og Vinnu- málasamhands samvinnufélaganna hins vegar, voru undirritaðir á Hótel Loftleiðum á laugardag um klukkan 16. Hafði sfðasti samn- ingafundur aðilanna þá staðið nær óslitið f 74 klukkustundir eða frá þvf klukkan 14 á miðvikudag. Stutt hlé hafði verið gert á viðræðunum árdegis á fimmtudag. Samkomulagið felur f sér launa- hækkun á 14 mánaða tfmabili, sem er á bilinu 25.06 til 28,24%, en að auki eru þrjár verðlagsviðmiðanir f samningnum, tvær á þessu ári og ein á hinu næsta. Þá fékkst einnig rúmlega 1% launahækkun vegna miðlunartillögunnar um meðferð sérkrafna launþegasamtak- anna og verður þvf heildarhækkunin á samningstfmabilinu á bilinu Fri undirritun samninganna á laugardag. Samningarnir komnir úr prentsmiðju Loftleiðahótelsins. Hjá stendur skrifstofustúlka ASÍ frá 26,6% til 29,9%. Launahækkanir samkvæmt samningnum eru þær, að hinn 1. marz nú hækka öll laun um 6%, en að auki hækka laun, sem lægri eru en 54 þúsund krónur, um 1.500 krónur, en þessi láglaunauppbót jafnast út á bilinu upp að 57 þúsund krón- um. Iðnnema- og unglingakaup á ennfremur að hækka í hlut- falli við viðkomandi viðmið- unartaxta, en reiknitölur ákvæðisvinnu iðnaðarmanna taka ekki breytingum sam- kvæmt láglaunauppbótinni. Hinn 1. júli hækka siðan öll laun um 6% á ný og aftur um 6% hinn 1. október næstkom- andi. Hinn' 1. febrúar 1977 hækka síðan öll laun um 5%. Eins og áður sagði eru þrjú rauð strik í samkomulaginu. Þau eru 1. júní, 1. október og 1. febrúar og hafi vísitala fram- færslukostnaðar náð ákveðnu marki í þessi þrjú skipti, hækka laun næsta mánuð á eftir um sömu hundraðstölu og hækkun vísitölunnar nemur. Verður því greidd hinn 1. júlí næstkom- andi verðlagsuppbót á laun, ef vísitala framfærslukostnaðar fer yfir 557 stig hinn 1. júní, ennfremur verður greidd verð- lagsuppbót á laun hinn 1. nóvember, ef visitalan verður hærri en 586 stig 1. október og minnst 5,2% hærri en vísitalan frá 1. júní. Ef vísitala fram- færslukostnaðar verður siðan hærri en 612 stig 1. febrúar 1977 og minnst 4,4% hærri en vísitalan 1. október 1976, skulu laun samkvæmt samkomulag- inu hækka frá 1. marz 1977 i hlutfalli við hækkun visitöl- unnar umfram 612 stig eða umfram þá vísitölu, er reiknuð var út 1. október að viðbættri 4,4% hækkun, hvort sem hærra er. Dregið skal frá visitölunni hækkun sem verður vegna hækkunar á launalið bóndans I verðlagsútreikningi land- búnaðarvara vegna launahækk- ana á almennum vinnumarkaði og ennfremur hækkun, sem or- sakast af verðhækkunum á áfengi og tóbaki. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Morgunblaðsins voru sérkröfur félaga innan ASl afgreiddar með sérstakri miðlunartillögu sáttanefndar rikisins, sem gerði ráð fyrir því að þær yrðu afgreiddar innan ramma 1% taxtahækkunar við- komandi félags. Notuðu félög þessa heimild á margvíslegan hátt, fjölguðu aldurs- hækkunum og sitthvað fleira. Tryggingafjárhæðir voru endurskoðaðar í samræmi við verðlag og verði launþegi veikur i orlofi, skal hann á fyrsta degi tilkynna veikindin og vari þau lengur en 3 daga, skal hann fá orlofslengingu vegna veikindanna. Þá gerðu aðilar vinnu- markaðarins með sér samkomu- lag um endurskipulagningu líf- eyriskerfisins og eins og Torfi Hjartarson, sáttasemjari, sagði við undirritun samninganna, mun sá árangur samninganna ef til vill seinast gleymast. Markmið endurskipulagningar- innar er að samfellt lifeyris- kerfi taki helzt til allra iands- manna, að lifeyrissjóðir og almannatryggingar tryggi öllum lífeyrisþegum viðunandi lifeyri er fylgi þróun kaup- gjalds á hverjum tíma, en hingað til hafa menn fengið lif- eyri sem er ákveðið hlutfall af síðustu launagreiðslu manna, en hann hefur svo með tíman- um brunnið upp á báli verð- bólgunnar, að auka jöfnuð og öryggi meðal landsmanna, sem lífeyris eiga að njóta, að lif- eyrisaldur geti innan vissra marka verið breytilegur eftir vali hvers og eins lífeyrisþega, en án þess að það hafi áhrif á útgjöld kerfisins, þ.e.a.s. líf- eyrir verði því lægri, sem taka hans hefst fyrr og að reynt verði að finna réttlátan grund- völl fyrir skiptingu áunninna lífeyrisréttinda milli h.ióna. Til þess að ná þessum mark- miðum og semja tillögur um nýskipan þessara mála munu aðilar nefna 6 menn, 3 frá ASI, 2 frá VSI og einn frá Vinnu- málasambandinu til þess að starfa með fulltrúum ríkis- stjórnarinnar og öðrum aðilum, sem hagsmuna eiga að gæta á þessu sviði. Er takmarkið, að nauðsynlegar lagabreytingar í þessu sambandi nái fram að ganga á Alþingi vorið 1977. Gert er jafnframt ráð fyrir því að nýskipan lifeyriskerfisins taki gildi hinn 1. janúar 1978. Þá var samþykkt sérstök úr- lausn til bráðabirgða, sem gilda skal þar til nýskipanin hefur tekið gildi. Greiða skal lifeyris- þegum á árunum 1976 og 1977 sérstaka uppbót. Til þess að fjármagna þetta leggur hver lif- eyrissjóður fram 4% af ið- gjaldatekjum síðastliðinna 5 ára og skorti þá eitthvað á, leggur hver sjóður til vegna fé- laga sinna það sem á vantar. Þá gaf félagsmálaráðherra i sambandi viö samningana út Framhald á bls. 22 Vonandí ekkí — segja samningamenn um nýju kjarasamningana HIN ALDNA kempa samningamálanna, Torfi Hjartarson, sáttasemjari ríkis- ins, ávarpaði fulltrúa vinnumarkaðarins að lokinni undirritun samninganna á laugardag og óskaði þeim til hamingju með þann árangur, sem þeir hefðu náð. Jafnframt óskaði hann sáttanefnd rlkisins til hamingju. Hann kvaðst vona að undirritaðir kjarasamningar yrðu öllum landsmönnum til góðs, þótt vera kynni að launahækkanirnar kynnu að reynast erfiðar fyrir veikt efnahagslíf. Einnig kvað hann þær raddir mundu heyrast að launin væru of knöpp. Hann kvaðst vona að samningarnir hefðu samt góð áhrif og að viðskiptakjör færu batnandi. Þá nefndi Torfi Hjartarson sérstak- lega þá gjörbreytingu, sem lífeyriskerfi landsmanna tæki í kjölfar þess sam- komulags, er um það var gert Hann sagði það sina trú, að þegar tímar liðu, þætti sá þáttur þessarar samnings- gerðar merkastur og sagði það sitt álit að hann væri einn mesti áfangi ls- lenzkrar verkalýðsbaráttu — með sam- komulaginu væri stefnt að mjög svo langþráðu marki. Hann kvaðst óska aðilum til hamingju með það sam- komulag og allri íslenzku þjóðinni. Morgunblaðið ræddi að lokinni samningagerð við nokkra helztu forystumenn aðila vinnumarkaðarins um samningana Fara hér á eftir við- brögð þeirra: BJÖRN JÓNSSON, forseti Alþýðu- sambands íslands, sagðist ánægður með að deilan væri leyst og að hjól atvinnulífsins væru nú aftur farin að snúast og fólk farið að vinna Á hinn bóginn sagðist hann ekki ánægður með samningana sjálfa, þar sem þeir mótuðust af þeim erfiðu aðstæðum, sem væru i þjóðfélaginu Þvi kvað hann ekki unnt að tala um mikla sókn launþega, heldur væri samningurinn einungis til þess að halda þeim kaup mætti launa, sem verið hefði undan- farið eða á siðastliðnu ári — ytri skilyrði hefði stjórnað þvi að úrslit mála hefðu orðið að takmarkast við það Það væri einn af Ijósu punktunum i samkomulaginu, að það á að tryggja að kjörin haldi ekki áfram að versna og hann kvað ekki unnt að búast við meiru eins og allt væri i pottinn búið Síðan sagði Björn Jónsson: „Bæði ég og aðrir erum sérstaklega ánægðir með að unnt reyndist að bæta kjör lifeyrisþega og ekki siður með þá stefnumarkandi breytingu á lífeyris- kerfinu, en með henni eygjum við betri tíma fyrir lifeyrisþega Við erum einnig mjög ánægðir með það, hve góð sam- staða hefur verið innan hreyfingarinn- ar, en ég tel að það hafi verið grund- völlur þess að þessi árangur náðist. Það er mikill ávinningur að fá rauðu strikin eða kaupmáttarleiðréttingu, sem þýðir að vlsitalan, sem við vorum sviptir með lögum á árinu 1 974, er nú komin aftur að þýðingarmiklu leyti inn i myndina Björn Jónsson kvað það auk þess mikilvægt, að samningurinn gildir nú til lengri tima en áður eða til 14 mánaða Með því kvað hann vínnast tóm fyrir forystumenn launþega- samtakanna að helga sig öðrum nauð- verðbólgusamningar synlegum verkefnum, en svo til allt starfsþrek þeirra hefði siðastliðin 2 ár farið alfarið i kaupgjaldsmálin Nú væri tími til að sinna öðrum nauðsynlegum málum Um gagnrýni á meðferð samninga- málanna sagði Björn, að hún kæmi ávallt upp við hverja samninga og vissulega mætti ávallt bæta tilhögun þeirra. Gagnrýnt væri hve margir samningamenn væru, en hann sagðist vilja benda á að viðtæk samstaða hefði náðst og betra samband við félögin en áður Við það hefði þurft að hafa fjölmenna baknefnd á staðnum, en ennfremur kvað hann hafa verið tekna upp þá nýlundu, að verkalýðshreyf- ingin hefði gefið út blað, sem miðlað hefði upplýsingum um samninga- málin Skipulag samningamálanna og tækni kvað hann ávallt mega bæta, en hann kvað þessa samningsgerð vera of nærri sér i tima til þess að hann treysti sér til þess að draga af henni ályktanir eða lærdóm. „Ljóst er að mjög erfitt verður að standa undir þessum kauphækkun- um," sagði JÓN H. BERGS, for- maður Vinnuveitendasambands is- lands, i viðtali við Morgunblaðið „Efnahagslíf okkar er veikt, en kaup- hækkanirnar eru þó miklu minni, og mjnar þar tugum prósenta, en hin almenna kröfugerð, sem við höfum staðið frammi fyrir, svo að ekki sé talað um sérkröfur einstakra hópa, sem allt of lengi var haldið til streitu til stór- tjóns fyrir alla. Ég tel að niðurstöður þessara samninga séu i samræmi við þá stefnu stjórnvalda, að reynt verði á samningstímabilinu að viðhalda sama kaupmætti tekna launþega og var á árinu 1975. Það er Ijóst að með þess- um samningum verður erfiðara ap draga úr verðbólguhraðanum hér a landi, en ég vona þó að reynslan eigi eftir að sýna, að hér hafi bogínn ekki verið spenntur of hátt " Jón H Bergs sagði, að við íslend- íngar hefðum nú enn einu sinni orðið fyrir gifurlegu tjóni vegna verkfalla Hann sagði að það yrði að játast, að allt of mikill seinagangur hefði verið á samningaviðræðunum, þótt engum einstökum aðila hefði þar verið um að kenna. ,,Ég tel aðalorsakirnar vera úr- elta vinnulöggjöf og skipulag launþega- samtakanna innbyrðis. Það er i raun fráleitt, að heildarsamtök vinnuveit- enda, sem eru tvö, skuli þurfa að semja við marga tugi verkalýðsfélaga, sem hvert um sig hefur vald til þess að lama þjóðfélagið með því að halda til streitu óraunhæfum kauphækkunar- kröfum sem eru þess eðlis að þær myndu, ef samþykktar væru, eyði- leggja samkomulag, sem áður hefði náðst við félög og jafnvel lands- sambönd Við sjáum, þegar við Ijúkum þessari samningsgerð, að auk þess að ganga frá samningi við ASÍ höfum við einnig orðið að gera samninga við nálega 30 einstök launþegasamtök. í þeim hópi eru m a Verkamannasamband íslands, Verkamannafélagið Dagsbrún og ýms- ar deildir innan þess, Iðnnemasam- band Islands, Bifreiðastjórafélagið Sleipnir, Landssamband vörubifreiðar- stjóra, Bllstjórafélag Akureyrar, Iðja, félag verksmiðjufólks I Reykjavlk, og systurfélag þess á Akureyri, Félag af- greiðslustúlkna I brauð- og mjólkur- búðum. Landssamband verzlunar- manna, Verzlunarmannafélag Reykja- víkur og ýmsar deildir innan þess, Bakarasveinafélag (slands, Samband byggingamanna og má geta þess að við þá eru þrlr samningar gerðir, Sveinafélag bólstrara, Félag Islenzkra húsasmiða, Félag islenzkra kjöt- iðnaðarmanna. Málm- og skipasmiða- samband íslands, Mjólkurfræðinga- félag (slands, Nót, félag netagerðar- manna, Rafiðnaðarsamband íslands og félag hlaðmanna á Reykjavlkur- og Keflavlkurflugvelli." Jón sagði að innan þessara fjöl- mörgu félaga væru að sjálfsögðu mis- munandi hagsmunir uppi og hefur orð- ið að sætta mörg sjónarmið í þessu sambandi minntist Jón H, Bergs á miðlunartillögu sáttanefndarinnar, sem gerði ráð fyrir þvl, að sérkröfur félag- anna yrðu afgreiddar innan 1% kaup- taxtaramma og kvað hann þá tillögu hafa komið að mjög miklu gagni og hafa innleitt nokkra nýbreytni I gerð kjarasamninga hér á landi SKÚLI PÁLMASON. formaður Vinnumálasambands samvinnufélag- anna, sagði um samningana. „Þetta er óvenjuleg leið, sem farin er við gerð kjarasamninga, þrjú rauð strik, sem eiga að tryggja launþegum kjarabót, ef verðlag fer fram úr þeirri spá, sem Þjóðhagsstofnun og Hagstofan hafa gert. Þessar launahækkanir eru að vlsu sennilega um 30%, en þær dreifast á 14 mánaða tlmabil eða þar um bil. Stefna þær þvi að þvi að viðhalda meðaltalskaupmætti ársins 1975 Hér er þvi út af fyrir sig ekki verið að semja um kaupmáttaraukningu, heldur við- hald kaupmáttar, sem var I upphafi ársins. Þess vegna lit ég svo á að þessir samningar eigi ekki að vera i eðli sinu verðbólgusamningar eins og samningarnir frá 1974 " HJÖRTUR HJARTARSON, for maður Kjararáðs verzlunarinnar, sagði að niðurstaða samninganna væri I laun sú, sem búast hefði mátt við, sérstak- lega þar sem fyrir lá eindregin krafa verkalýðsfélaganna um að kaupmætti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.