Morgunblaðið - 02.03.1976, Page 35

Morgunblaðið - 02.03.1976, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 19 18 Kolbeinn Kristinsson I þann veginn að reyna körfuskot og örskömmu síðar smaug knötturinn gegnum hringinn. Framarinn kemur engum vörnum við. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í þennan leik, hann var þrautleiðinlegur á að horfa og lengst af var ekki heil brú í leik liðanna. KR hafði ávallt frum- kvæðið í fyrri hálfleik og náði mest 10 stiga íörustu, 34:24, en i hálfleik var staðan 39:35 fyrir KR. Um miðjan síðari hálfleik var staðan jöfn 55:55 en þá skoruðu KR-ingar 12 stig í röð og tryggðu sér þar með sigurinn. Af þessum stigum skoraði „Trukkur" 10 stig og virtist þá fyrst vera að ná sér verulega á strik. Það er mikill tröppugangur í leik KR-liðsins og hefur reyndar verið svo i allan vetur. Liðið nær sfnu bezta gegn sterkustu liðun- um en gegn hinum slakari liðið fellur leikur KR niður á lægstu Fram stóð í meisturunum LEIKUR Fram og !R var mjög líkur leik Fram við KR daginn áður. Framarar stóðu nefnilega I Íslandsmeisturum IR lengi vel, en eins og gegn KR daginn áður urðu þeir að láta f minni pokann að lokum. Þetta var langbezti leikur Fram f vetur, og nú var mikil barátta í liðinu nokkuð sem skort hefur í sfðustu leikjum liðsins. Og þessi mikla barátta Framara og sú geta sem þeir sýndu í þessum leik virtist koma IR-ingum talsvert á óvart. En f sfðari hálfleik kom hin mikla leikreynsla lslands- meistaranna f Ijós og þeir náðu öruggu forskoti sem nægði til sigurs. Lokatölur 88:75. Eftir fremur jafna byrjun náði IR 16:8 forustu en Framarar skor- uðu næstu 10 stig og voru þar með komnir yfir. Þeirri forustu héldu þeir út hálfleikinn og að honum loknum leiddu þeir með 40: 38. Þeir náðu síðan 5 stiga forskoti í byrjun síðari hálfleiks, og um miðjan siðari hálfleik var jafnt 56:56. En iR-ingar með Agnar Friðriksson stórskyttu í farar- broddi sigu framúr og náðu þá forskoti sem nægði þeim til sigurs. Agnar Friðriksson var bezti maður ÍR í þessum leik, og hann hreinlega skaut Framliðið í kaf í síðari hálfleik. Þá var hann búinn að „finna fjölina sina“ og hvert langskotið af öðru hafnaði í körfu Fram. Kolbeinn Kristinsson var einnig góður í sfðari hálfleik eftir fremur slaka byrjun, og Þor- steinn Hallgrímsson var drjúgur í vörninni og hirti mikið af fráköst- um sem sfðan leiddi til hraðaupp- hlaupa. Framliðið lék þennan leik lengst af mjög skynsamlega. Þeir héldu boltanum og settu upp leik- kerfi sín sem sfðan gengu oft- sinnis mjög vel upp. En þegar fram í síðari hálfleikinn kom fóru þeir að reyna að spila með meiri hraða, og það réðu þeir ekki við. Hörður Ágústsson var beztur f liói Fram, hann stjórnar liðinu vel bæði í vörn og sókn, og sjálfur skoraði hann mikið. Þá var Guðmundur Hallsteinsson drjúg- ur, .og sömuleiðis Þorvaldur Geirsson. Stighæstir hjá IR: Agnar 34, Kolbeinn 28, Þorsteinn Guðnason 10. Hjá Fram: Hörður 23, Guðmundur 16, Þorvaldur 15. gk—. augabrún og virtist það há honum talsvert það sem eftir var. Aðrir leikmenn voru mjög jafnir þótt Guðsteinn Ingimarsson bæri tals- vert af þeim, en yfir höfuð var liðið gott. Þórir Magnússon var í miklum ham í þessum leik, skoraði grimmt allan leikinn og barðist vel í vörninni. Af öðrum leik- mönnum Vals má nefna Torfa Magnússon og Þröst Guðmunds- son, en liðið hefur allt of litla breidd. Það er varla hægt að tala um nema 4 virkilega góða leik- menn þar. En Valsliðið hefur batnað gífurlega að undanförnu og það getur ekkert lið bókað sér sigur gegn Val fyrirfram. Stighæstir hjá Ármanni: Jón Sig. 33, Jimmy Rogers 26, Guð- steinn 14, Jón Björgvinsson 8. Hjá Val: Þórir 45, Torfi 25, Þröstur 16, Rikharður 7. gk-- Ur leik Ármanns og Vals. Torfi Magnússon hefur gómað knöttinn, en þeir Birgir örn Birgis, Guðsteinn Ingimarsson og Jimmy Rogers standa aðgerðarlitlir undir körfuhringnum. Ármann feti nœr titlinum Transti vann Mapns og Björn Þór tapaði í stökki PUNKTAMÓT í skíðastökki og göngu var haldið í Siglufirði dagana 21. og 22. febrúar s.l. Flestir beztu stökk- og göngumenn landsins voru meðal keppenda Keppnin i stökki fór fram I Hvanneyrarskál og urðu úrslit þau að T flokki 17—19 ára sigraði Hallgrfmur Sverrisson frá Siglufirði sem hlaut 153,4 stig. í öðru sæti varð Róbert Guðfinnsson, Siglufirði með 149,9 stig og þriðji varð Ragnar Ragnarsson frá Siglufirði með 141,3 stig. í flokki 20 ára og eldri urðu nokkuð óvænt úrslit þar sem Björn Þór Ólafsson frá Ólafsfirði, sem verið hefur nær ósigrandi í skíðastökki hérlendis að undanförnu tapaði fyrir Benóný S. Þorkelssyni frá Siglufirði. Hlaut Benóný samtals 218,3 stig en Björn Þór 205,0 stig. í þriðja sæti varð Siglfirðingurinn Hörður Geirsson sem hlaut 1 82,1 stig. í göngu 1 7—1 9 ára bar Haukur Sigurðsson frá Ólafsfirði sigur úr býtum, gekk á 36,00 mín. í öðru sæti varð Björn Ásgrímsson, Siglufirði á 37,15 mín. og þriðji varð Hallgrímur Sverrisson frá Siglufirði á 37,57 mín. í flokki 20 ára og eldri sigraði Trausti Sveinson, Fljótamaður, á 48,03 mín., Magnús Eirfksson sem nú keppir fyrir Siglfirðinga varð í öðru sæti á 50,21 min. og Reynir Sveinsson, Fljótamaður, varð í þriðja sæti á 51,53 mín. Fór gangan fram við íþróttamiðstöðina að Hóli. 45 stig Þóris nœgðu Val ekki Ármenningar færðust feti nær íslandsmeistara- titlinum um helgina þegar þeir sigruðu hið vaxandi lið Vals með 104 stigum gegn 98. Þar með hafa Ár- menningar hlotið 22 stig úr 11 leikjum og eiga þeir eftir þrjá leiki í mótinu, gegn Fram, tR og KR, og þeir mega tapa einum þessara leikja — en verða samt íslandsmeistarar. Eins og svo oft f leikjum Ármanns f vetur gerðu þeir út um leikinn strax f toyrjun með miklum lát- um. Þeir skoruðu hverja körfuna á fætur annarri og pressuðu sfðan með góðum árangri. Það fór líka svo að rétt fyrir miðjan hálfleik- inn var staðan orðin 31:12 og ljóst að Valsmenn myndu ekki stöðva sigur- göngu Ármanns í þetta skipti. En gangur leiksins breyttist þó talsvert þegar Valsmenn fóru að spila skynsamlegar gegn pressu Ármenninga. I stað þess að reyna að „dribbla" sig út úr pressunni var boltinn látinn ganga vel, og sé svo leikið er ekki erfitt að yfir- stíga pressu Ármenninga. Þórir Magnússon fór líka allverulega í gang og skoraði hverja körfuna á eftir annarri og Valur minnkaði muninn í 44:59 fyrir hálfleik. Á 5. mín. síðari hálfleiks voru Valsmenn búnir að minnka mun- inn í 55:65, en þá tóku Ármenn- ingar sig til á ný, og hleyptu Val ekki nær. Hélzt svo út allan hálf- leikinn að Ármann hafði yfir 12 til 16 stig, og þegar ein mín. var eftir var staðan 104:90. En Vals- menn skoruðu 8 sfðustu stigin og löguðu stöðuna talsvert þótt ekki tækist að vinna alveg upp mun- inn. Sem fyrr voru það þeir Jón Sig- urðsson og Jimmy Rogers sem voru atkvæðamestir í liði Ár- manns. Jón var beztur, og átti einn af sfnum albeztu leikjum bæði í vörn og sókn og þá stendur ekkert fyrir piltinum. Jimmy byrjaði vel en fékk sfðan högg á Skautað á Akureyri Allt á núlli þegar KR sigraði Fram ÞÖTT ÞAÐ var erfitt lengi vel í leik KR og Fram að sjá hvort liðið er svokallað topplið og hvort liðið er svokallað botnlið f 1. deild. KR- ingar áttu nefnilega sinn léleg- asta leik á keppnistfmabilinu og Framarar þurftu ekki að sýna neitt umfram venju til þess að halda í við þá lengst af. KR- ingum tókst þó að ná sæmilegum kafla undir lok leiksins og ná að sigra örugglega með 86 stigum gegn 72. plön. Hefði ekki komið til stórgóð- ur kafli „Trukksins“ í síðari hálf- leik er ekki gott að segja hvernig farið hefði. Aðrir leikmenn liðs- ins voru jafnir og slakir, nema e.t.v. Gísli Gislason sem átti góða spretti. Sem fyrr var Framliðið mjög jafnt og þar skar sig enginn veru- lega úr. Því verður ekki á móti mælt að liðið er mjög efnilegt, en ekkert meira enn sem komið er. Það fer ekki hjá því að í það vanti einn afgerandi leikmann sem geti rifið hina áfram með sér. Stighæstir hjá KR: „Trukkur" 36, Gísli 11, Eiríkur Jóhannesson 10. Hjá Fram. Hörður Ágústsson 15, Eyþjór Kristjánsson 14, Guð- mundur Hallsteinsson og Héðinn Valdimarsson 10 hvor. gk—. ekki tari mikið fyrir skauta- íþróttinni hérlendis er hún alltaf iðkuð nokkuð og þá sérstaklega á Akureyri. Hafa Akureyringar fullan hug á þvi að koma nýju lifi i íþróttina og efndu til skautanámskeiðs i janúar og voru á þvi um 280 nemendur. Kennarar voru félagar I Skautafélagi Akureyrar, en námskeiðið var haldið í samráði við Æskulýðsráð Akureyrar. Kennt var i 1 1 skipti og mættu þátttakendur mjög vel. Þeir voru á aldrinum frá 4 ára til 16 ára Þá hefur einnig staðið yfir á Akureyri annað skautanámskeið þar sem kennt var hraðhlaup, listhlaup og Isknattleik- ur fyrir unglinga og ætlunin er svo að halda námskeið fyrir fullorðna sem vildu hressa upp á kunnáttu sína, eða byrja frá grunni. Meðfylgjandi mynd var tekin á fyrsta skautanámskeiðinu og er ekki annað að sjá en að þátttakendurnir séu hinir ánægðustu. Staðan Ármann 11-11-0 1032:834 22 ÍR 11- 9 2 990:845 18 KR 9- 6-3 789:700 12 UMFN 10-6-4 798:771 10 tS 10- 4-6 784:823 8 Valur 11- 3-8 909:952 6 Fram 11- 2-9 744:868 4 Snæfell 9- 0-9 507:760 0 Stighæslir: Jimmy Rogers A 286 „Trukkur" Carler KR 271 Bjarni Gunnar !s 223 Torfi Magnússon Val 217 Jón Sigurósson A 214 Þórir Magnússon Val 212 Kristinn Jörunds. lR 212 Kolbeinn Kristinsson IR 201 Vítaskotanýting: (mióaó viö 30skot sem lágmark). Jón Jörundsson IR 52:40 = 77% Kári Marfsson UMFN 46:34 = 74% Rfkharóur Hrafnkelsson Val 47:34 = 72% IslanMtið í bad- minton á Akranesi MEISTARAMÓT Islands f badminton fer fram á Akranesi dagana 1., 3. og 4. apríl. n.k. Keppt verður f einliða- og tvfliðaleik karla og kvenna og tvennd- arleik f meistaraflokki og A-flokki og f tvfliðaleik f „old boys“ flokki. Þátttökugjald er kr. 1000,00 fyrir einliðaleik og kr. 500,00 fyrir tvfliða- og tvenndar- leik. Þátttökutilkynningar þurfa að bcrast til badmin- tonsamhands tslands f Iþróttamiðstöðinni f Laug- ardal fyrir 17. marz n.k. og verða þvf aðeins teknar til greina að þátttökugjald verði greitt samtfmis. Nánari upplýsingar veita Magnús Elíasson í sfm- um 91-19232 og 91-30098 og Hinrik Haraldsson í sfmum 93-1143 og 93-2117. Keppt verður á föstudagskvöld og frá kl. 10 á laugardag og leikið fram f undanúrslit. Á sunnu- dag verða undanúrslit kl. 10 og úrslit kl. 14.00 og sfðan verðlaunaafhending. Badmintonráð IA mun sjá keppendum fyrir gist- ingu (pokaplássi) mcðan á mótinu stendur og einnig verður þar matsala. Frábœr heimsmet EIN HELZTA ólympfuvon Ástralfumanna, hinn 17 ára gamli Stephen Holland, hefur verið iðinn við kolann undanfarna daga og bætt fyrri heimsmet f 800 og 1500 metra skriðsundi glæsilega. A sunnu daginn bætti hann tveggja daga gamalt met sitt f 800 metra skriðsundi um tæpar fjórar sekúndur en á föstudaginn hafði hann sett heimsmet f bæði 800 og 1500 metra skriðsundi og kvartaði undan þvf á sunnudaginn að hann hefði enn verið þreyttur og stffur og árangurinn hefði því getað orðið enn betri. Heimsmetið f 800 metra skriðsundi er nú 8 mfnútur 2.91 sekúnda, en f 1500 metra skriðsund- inu 15 m. 10.89 sekúndur. Holland hafði mikla yfirburði yfir keppinauta sína f metsundunum sem synt voru á ástralska meistaramótinu. Þannig kom Holland t.d. 16 sekúndum á undan næsta manni f mark f 800 metra sundinu. JSÍ rœður lands- liðsþjálfara JÚDÓSAMBAND Islands hefur ráðiö japanska júdóþjálfarann Naoki Murata, 4. dan, sem þjálfara íslenzka landsliðsins í júdó. Murata hefur um eins árs skeið verið þjálfari hjá júdódeild Ármanns og gegnir því starfi einnig áfram, en samkvæmt samkomulagi milli JSÍ og Ármanns tekur hann nú að sér þjálfun og stjórn júdó- landsliðsins. Murata hefur raunar unnið að þjálfun landsliðsins síðan í nóvember samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi og hann stjórnaði liðinu í keppninni við Norðmenn 7. febrúar s.l., en sem kunn- ugt er lauk þeirri keppni með stórsigri íslendinga, 14:5. Mótaskráin í snníi GENGIÐ HEFUR VERIÐ FRÁ MÓTASKRÁ Sund- sambands Islands fyrir yfirstandandi keppnistfma- bil að mestu, en endanleg mótaskrá verður gefin út f lok aprfl og eru sundfélög, sérstaklega utan Reykjavfkur, beðin að koma upplýsingum um mót til Sigrúnar Siggeirsdóttur f sfma 10565 eða Torfa Tómassonar f sfma 42313. Þau mót sem þegar eru ákveðin eru eftirtalin: MARZ: 12., 13. og 14. Bikarkeppni Sundsambandsins. 28. Unglingamót Sundfélags Hafnarfjarðar. APRlL: 5., 13. og 21. Sigurgeirsmótið í sundknattleik 25. Unglingamót Ægis. MAI: 23. Sundmót KR JUNl: 5. og 6. Atta landa keppnin (Cardiff í Wales). 17. 17. júnf-mótið. 16., 19. og 20. Sundmeistaramót tslands og Sund knattleiksmeistaramót Islands. 26. og 27. Sundmcistaramót Reykjavfkur. JULl: 9. 10. og 11. Unglingamcistaramót Norðurlanda 17. Ólympfuleikarnir f Montreal. AGUST: 28. og 29: Unglingameistaramót Islands f Reykja- vfk. NÓVEMBER: 14. Unglingamót Ármanns. DESEMBER: 1., 7. og 13. Haustmót f sundknattleik. Heimsmet óþekktrar a-þjzkrar stúlkn LlTT þekkt 14 ára gömul austur-þýzk stúlka, Antje Stille, bætti heimsmétið í 200 metra baksundi á úrtökumóti i A- Berlín um helgina. Synti hún vegalengd- ina á tveimur minútum 14.41 sekúndu og bætti þar með eldra metið, sem Birgit Treiber átti, um 1.05 sekúndu. Sunddrottningin Kornelia Ender sýndi alhliða hæfni sína á sama móti er hún synti 100 metra baksund á 1:03.28 og var því aðeins 0.25 sekúndum frá heimsmet- inu. Það á Birgit Treiber og mátti hún gera sér annað sætið í sundinu að góðu. Kornelia Ender er frábær flug- og fjór- sundskona og á þessu móti sýndi húnað með örlítið meiri æfingi gæti heimsmetið orðið hennar í styttri baksundunum einnig. Jafntefli var nóg-unno 8:0 ÞEIM dugði jafntefli V-Þjóðverjunum til að komast í undanúrslit Evrópukeppn- innar gegn Möltu í Dortmund á laugar- daginn. Þjóðverjarnir voru þó greinilega ekki ánægðir með slík úrslit og höfðu ekki mikið fyrir því að vinna áhugamenn- ina frá Möltu með átta mörkum gegn engu. Fjögur mörk voru skoruð í hvorum hálfleik af þeim Worm (2), Beer (2), Heynckes (2), Vogts og Holzenbein. Sepp Maier, markvörður Þjóðverj- anna, þurfti ekki að verja eitt einasta skot allan fyrri hálfleikirin og hinir rúm- lega 50 þúsund áhorfendur létu rækilega í sér heyra í seinni hálfleiknum þegar Maier — sem átti 32 ára afmæli á laugar- daginn — þurfti að hafa fyrir því að beygja sig eftir knettinum. Lokastaðan i riðli Þjóðverjanna — 8. riðli — varð þessi: V-Þýzkaland 6 3 3 0 14:5 9 Grikkland 6 2 3 1 12:9 7 Búlgaría 6 2 2 2 12:7 6 Malta 6 1 0 5 2:20 2 Vandalítið hjá Val URSLITATÖLURNAR 14:5 fyrir Val í ieiknum gegn KR f 1. deild kvenna á laugardaginn segja engan veginn alla söguna um gang leiksins. Fyrri hálfleik- urinn var tiltölulega jafn, en það sem fyrst og fremst réð úrsiitunum i leikn- um og gerði muninn svo mikinn sem raunin varð voru vel útfærð hraðaupp- hlaup Valsliðsins og að þvf er virtist algjört skyttuleysi KR-liðsins. Þær Hjör- 1. deild kvenna dfs Sigurjónsdóttir og Hansfna Melsted reyndu helst ekki markskot og hafa þær þó báðar verið iðnar við að skora mörk með langskotum í vetur. Hjördfs gerði til að mvnda ekki eitt einasta mark í leiknum. Þó svo að fyrrnefnd atriði hafi verið þung á metunum í leiknum þá var Vals- liðið greinilega sterkari aðilinn í leikn- um. Sigrún var sem fyrr markhæst i Valsliðinu og sú sem mest bar á. Þó var hennar gætt lengst af leiktímanum enda komust stúlkur eins og Halldóra betur frá þessum leik en oftast áður og þá einkum í vörninni. Mörk Vals: Sigrún 6, Björg 3, Harpa 2, Hildur, Halldóraog Ragnheiður 1 hver. Mörk KR: Hansína 4, Ellý 1. —áij Öruggur Framsigur VlKINGSLIÐIÐ hefur sýnt miklar framfarir í leikjum sfnum að undanförnu, en f leiknum gegn Fram máttu það sfn þó lítils og tapaði leiknum 15:9 Var fyrri hálfleikurinn einkum slakur hjá Vfkingsstúlkunum og töpuðu þær honum 8:3. Framliðið virðist vera að ná sér á strik eftir slæman kafla sfðustu vikurnar. Einkum er breiddin f liðinu orðin mjög góð — meiri en f öðrum liðum f 1. deild kvenna. Þær hefðu þó getað unnið þennan leik með enn meiri mun ef þeim hefði ekki legið heil ósköp á að Ijúka hverri sóknarlotu sem allra allra fyrst. Beztar f Framliðinu voru þær Jóhanna Halldórsdóttir og Guðrún Svcrrisdóttir, einnig stóð Guðrfður sig vel og stúlkan sú fær örugglega oft að lesa það f blaðadómum um leiki Framliðsins næsta árið að hún sé mjög efnileg. Af Vfkingsstúikunum komst Guðrún bezt frá leiknum, en mætti að ósekju reyna oftar skot að marki. Mörk Fram: Oddný Sigsteinsdóttir 4, Jóhanna Halldórsdóttir 4, Guðrún Sverrisdóttir 3, Guðrfður Guðjónsdóttir 2, Helga Magnúsdóttir 1, Kristfn Orradóttir 1. Mörk Vfkings: Guðrún 3, Ragnheiður 2, Astrós 2, Jóhanna 1, Heba 1. —áij Lítil mótstaða EFTIR að hafa leitt 7:1 f leikhléi vann Armann lið Brciðabliks 15:6 í 1. dcild kvenna á laugardaginn. Öþarfi er að hafa mörg orð um leik þennan — yfirburðir Armanns voru alltof miklir ti! að gaman væri að leiknum. Aðeins ein stúlknanna í liði Breiðabliks stóð sig vel f þessum leik, Sigurborg Daða- dóttir, en hún beitti sér þó ekki fyrr en undir lok leiksins. Þess ber að gcta að Alda Ilelgadóttir lék ekki með UBK að þessu sinni. Armannsstúlkurnar léku þennan leik nokkuð vel, enda var mótstaðan ekki mikil. Erla Sverrisdóttir var drýgst við að skora. en aðrar léku þennan leik af skynsemi. Mörk Armanns: Erla 6, (iuðrún 3, Sigrfður 2, Anna 2, Þórunn 2. Mörk Breiðabliks: Sigurborg 4, Kristfn 1, Guðrún 1. -áij V.#' Mikið af mörkum ÞAÐ VAR mikið skorað af mörkum f leik FH og IBK í 1. deild kvenna f Ilafnarfirði á laugardaginn. FH-stúlkurnar fóru með sig- ur af hólmi eins og ráð hafði verið fyrir gert og urðu úrslitin 19:13 Hafnarfjarðar- stúlkunum f vil. Lið IBK er svo gott sent fallið niður f 2. deild, en heldur þó enn f vonina, þvf liðið á eftir að leika við tvö af lakari liðum 1. deildarinnar á heimavelli sfnum f Njarð- vfkum, sem reynzt hefur mörgum liðum erfiður. Má f þvf sambandi nefna að KR tapaði fyrir N'jarðvfk f bikarkeppninni á dögunum. en að vfsu voru KR-stúlkurnar mun óhressari með dómara leiksins heldur en andstæðingana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.