Morgunblaðið - 02.03.1976, Page 18

Morgunblaðið - 02.03.1976, Page 18
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 — Samningarnir Framhald af bls. 14 yfirlýsingu um það að ríkis- stjórnin muni standa við yfir- lýsingu fyrri ríkisstjórnar um að áfram verði unnið að bygg- ingu ódýrra ibúða fyrir lág- launafólk. Samningarnir og viðræð- urnar á Loftleiðum gengu á stundum brösulega. Samkomu- lagið lá að mestu fyrir um mið- nætti aðfararnótt laugardags- ins, en þá tók 18 manna nefnd ASI þá ákvörðun, að beðið skyldi m.a. eftir prenturum, en samningar þeirra voru þá á byrjunarstigi. Um klukkan 09 á laugardag tókst síðan sam- komulag i prentaradeilunni, en útgáfa Vinnunnar, sem var blað, sem ASl gaf út, hafði tafið þá samninga allverulega, þar sem prentsmiðjueigendur gátu ekki sætt sig við að ASI veitti sjálfu sér undanþágu til blaða- útgáfu á meðan öllum öðrum blöðum var meinað um undan- þágur. Þá kom upp um hádegi á laugardag vandamál vegna bræðsluskipsins Norglobal, sem þá var byrjað bræðslu á Stakksfirði rétt utan við Kefla- vík. Var framleiðsla um borð stöðvuð til þess að samkomuiag- inu yrði ekki spillt. Um klukkan 16 á laugardag settust síðan forystumenn aðila vinnumarkaðarins að undir- skriftaborði miklu, sem komið hafði verið fyrir í Kristalsal Loftleiðahótelsins. Samtals undirrituðu fyrir hönd ASI um 70 manns samkomulagið, en fyrir hönd vinnuveítenda rétt innan við 20 manns. Sem dæmi um það, hve spennan var mikil, má geta þess, að fulltrúar laun- þega gengu í salinn á undan vinnuveitendum. Settust laun- þegar báðum megin við borðið, en ráð hafði verið fyrir því gert, að launþegar sætu öðrum megin, en vinnuveitendur hinum megin. Vinnuveitendur gengu síðan i salinn og stóðu eins og þeir biðu eftir að menn flyttu sig. Launþegarnir, sem sátu vinnuveitendamegin við borðið sátu sem fastast og hliðr- uðu ekki til fyrir vinnuveit- endum fyrr en Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri ASl, tók af skarið og bað menn gera það. Firrtust þá tveir fulltrúar laun- þega og gengu af fundi áður en til undirskriftar kom. Voru það þeir Sigfinnur Karlsson frá Neskaupstað og Pétur Sigurðs- son frá Isafirði. Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni Verkamannasambands Islands, varð á orði, er þessi smáhvellur kom upp, að slæmt væri skipu- lag samninganna, ef ekki væri einu sinni unnt að stjórna því, hvernig menn sætu við undir- skriftaborðið. KAUPTAXTAR VERKAFÖLKS DAGVINNA PR• KLST: 27.02 . 1976 . 1.des. 1.marz 1 976 1. júlí 1976 1.okt. 1976 1 . f eb. 1977 Hækkun l.des. '7 5 - l.feb.197 7 . 1975 % 3.taxti byrjun e 1 ár 289,oo 296,9o 315,6o 32 3,9o 334,5o 343,30 354,6o 363,9o 372,30 382,lo 28,8 28,7 4.taxti byrjun e 1 ár 293.80 301.80 320,7o 329,lo 339,9o 348,8o 360,3o 369,7o 378,3o 388,2o 28,8 28,6 5.taxti byrjun e 1 ár 298,6o 306,9o 325,7o 334,5o 345,2o 354,6o 365.90 375.90 384,2o 394,7o 28,7 28,6 6 . taxti byrj un e 1 ár 304 ,6o 313,lo 332,lo 340,3o 352,00 360,7o 373,lo 382,3o 391,8o 401,4o 28,6 28,2 7 . taxti byrjun e 1 ár 310,8o 319,5o 338.70 343.70 359,oo 364,3o 380,5o 386,2o 399,5o 4 0 5,5o 28,5 26,9 8.taxt i byrj un e 1 ár 319,3o 328 ,5o 34 3,5o 348,4o 364,lo 369,3o 385,9o 391,5o 405,2o 411 ,lo 26,9 25,1 8.taxt i + 10%" byrjun 342.10 352.10 362,60 ^77 ?o 384 ,4o 395,6o 407,5o 419,3o 427,9o 440,3o 25,1 25,0 e 1 ár — Ragnhildur Helgadóttir Framhald af bls.21 nefnt norsk-íslenzka siidarstofn- ínn. Nú er þorskstofninn í sömu hættu. Vegna þessa og vegna þess að landið er algjöriega háð fisk- iðnaði, einkum á þorskinum, ásamt virkri túlkun á alþjóð- legum hafrétti sem nú er í mjög hraðri þróun, hafa Islendingar gripið til löglegra aðgerða með einhliða útfærsiu fiskveiðilögsög- unnar. Hugurinn leitar til starfsbræðra í Bretlandi Því miður hefur þetta mál aðra og mjög alvarlega hlið: Misbeit- ingu hervalds af hálfu Bretlands innan islenzku fiskveiðilögsög- unnar. Þessi íhlutun gamals þing- ræðisríkis vekur alvarlegar hugsanir á þingi Norðurlanda- ráðs. Eg veit að fulltrúar í Norður- landaráði skilja mig þegar hugur minn leitar nú til starfsbræðra okkar á brezka þinginu með ein- lægri von um að þeir geti beitt þinglegum áhrifum sínum til að stöðva íhlutun Breta við Island. Norðurlandaráð byggir á virð- ingu fyrir lýðræði, þingræði og manngildi. A þeim forsendum verðum við að byggja friðsamlega sambúð milli þjóða og mannúð- lega. Ymsar vísbendingar eru um það að lýðræðiskerfi okkar standi frammi fyrir ákveðnum vanda- málum. Forsætisnefnd Norður- iandaráðs vinnur nú að undirbún- ingi sérstakrar ráðstefnu um stöðu lýðræðisins í dag. Fleiri evrópskar stofnanir og samtök vinna nú að svipaðri athugun á lýðra'ði og þingræði. Vió Norðurlandabúar teljum að við eigum samleið með þeim sem vilja varðveita þessi verðmæti og standa vörð um frið og gagn- kvæma virðingu þjóða í milli. Með ósk um að þessi fundur megi leiða til að þessi verðmæti styrkist og að Norðurlandaráð megi auka yfirieitt gildi þessara verðmæta og norrænnar sam- kenndar vil ég nú ljúka ræðú minni með innilegri von um að okkar norrænu bræður hugsi af meiri alvöru um fiskveiðimál Is- lendinga sem eindregið norrænt mál. — Fiskurinn hefur Framhald af bls. 23 gagnvart íslendingum verður að gagnrýna og brennimerkja. Mér finnst það sjálfsagt að þetta þing Norðurlandaráðs lýsi samstöðu sinni með íslenzku þjóðinni og heilshugar stuðningi við baráttu hennar á þann hátt sem bezt þykir hæfa." Fjöldi annarra þingmanna frá öllum Norðurlöndunum fjallaði einnig um fiskveiðideiluna og voru allir mjög jákvæðir í garð íslend inga. Einn þeirra, IB STETTER, þingmaður danska íhaldsflokks ins, var þó gagnrýninn og sagði m.a.: „Þó að ég hafi samúð með islenzku þjóðinni er erfitt að fallast á einhliða ákvarðanir um yfirráð á alþjóðlegum svæðum, ekki sízt fyrir land eins og Dan- mörk, sem á hagsmuna að gæta bæði í Eystrasalti og á Norður- sjó." — Jón Skaftason Framhald af bls. 23 framboðið til hinna Norðurland anna þvi takmarkað. Á meðan hin eftirsótta Islandssíld veiddist við strendur fslands fluttum við svo mikið út af henni til Svíþjóðar og Finnlands að viðskiptajöfnuður náðist. En þeirri sögu er lokið i bili að minnsta kosti og nú stöndum við uppi sem þjóð, fátæk af gjald- eyri með þetta vandamál, sem við verðum að leysa. í þessu sam- bandi kemur upp spurning um möguleika á aukinni samvinnu íslands við hin Norðurlöndin á sviði iðnaðar með framleiðslu út- f lutningsvöru að markmiði. Ég fagna þvi ákvörðun ráðherra- nefndarinnar um að láta gera sér- staka könnun á þessum málum, sem lögð verður til grundvallar við val á aðgerðum, sem hægt verður að grlpa til, Íslendingum til hjálpar við að minnka viðskiptahallann gagnvart hinum Norðurlöndun- um." Þá vék Jón að fiskveiðideilunni og skýrði ástæður íslendinga fyrjr útfærslu og framferði Breta á íslandsmiðum bæði fyrr og nú. Sagði hann það lýsa afstöðu Breta vel, að á meðan þeir senda her- skip á íslandsmið til að reyna að gera 200 mílna lögsöguna að engu, standi þeir i harðri baráttu innan EBE fyrir þvi að fá slika lögsögu sjálfum sér einum til handa. „Það verður að þrýsta á Breta úr öllum áttum, svo að þeir megi sjá að þeir fara villir vegar og taki upp eðlileg samskipti við okk ur. Það sem deilan stendur um skiptir þá i raun svo óendanlega litlu máli miðað við þá þýðingu sem hún hefur fyrir okkur. Ég leyfi mér því að fara fram á meiri stuðning frá ykkur i þessu máli. Ég get hreint og beint ekki séð hvernig Norðurlandaráð getur komið sér undan að taka opinbera afstöðu til deilunnar á milli íslands og Bretlands. Að minu áliti er um að ræða sjálf grundvallar- atriði norrænnar samvinnu. í þessu sambandi vil ég gera það öllum fulltrúum alveg Ijóst hvern- ig samningsstaðan er. Eftir nokkurra mánaða samninga og boð af okkar hálfu þann 17. nóvember um veiðikvóta handa Bretum upp að 65 þúsund tonn- um, sem er næstum þriðjungur ársaflans 1976 og sem þeir hófnuðu, höfum við ekki um ann- að að velja en halda barátt- unni áfram og biða eftir niðurstöð- um Hafréttarráðstefnunnar eða gefast upp fyrir ofbeldi," sagði Jón Skaftason að lokum — Minning Jóhanna Framhald af bls. 26 reiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Álfheiði Unnarsdóttur; Gunnlaugur, bóndi á Núpum, kvæntur Agústu Þorgilsdóttur; Hjörtur Sigurður, kennari í Hveragerði. kvæntur Margréti Þorsteinsdóttur; Gyðríður Rósa, gift Lúðvík Einarssyni, býr í Reykjavík; Ingigerður Svava, ógift, dvelst á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Yngsti bróðir minn, Lárus and- aðist tveimur árum eftir lát föður míns. Það var mömmu mikið áfall því hann var mikill sólargeisli. Við þetta bættist að yngri systir mín, Ingigerður missti heilsuna á unga aldri og er ævisjúklingur. Mamma var heilsutæp mikinn hluta ævinnar. Hún þjáðist af magaveiki og síðustu árin var hún næstum blind. Það var henni erfitt, því að hún vann mikið í höndunum og svo var bóklestur henni mikið yndi. Þrátt fyrir allt þetta var hún i dagfari sönn fyrir- mynd sást helst aldrei skipta skapi, enda þótt hún hefði ákveðnar skoðanir. Hún bar kær- leiksþel til alls, sem lífsanda dró og ríkast tii smælingjanna, manna og dýra. I mótlæti var hún sönn hetja, bar ekki utan á sér þó að innra sviði. Hún var í eðli sínu mikil bjartsýnismanneskja, trúði og treysti ávallt hinu góða í tilver- unni enda varð lif hennar mikil sigurganga þrátt fyrir mikla erfiðleika. Þeir sem strá ætíð í kring um sig geislum ástúðar og kærleika eru gimsteinar mann- legs iífs. Hún átti ást og virðingu allra sinna nánustu. Engan þekki ég sem henni kynntist, sem ekki bar til hennar hlýjan hug. Fjölmennið, sem fylgdi henni til grafar, styrkti þessa skoðun mína, en það mun hafa verið hátt á þriðja hundrað manns. Móðurfaðmur hennar var svo stór, að hann náði til allra barna, sem nálægt henni voru en börn og unglingar voru oft mörg á Núpum auk hennar barna. Mamma dvaldist á heimili Sig- geirs bróður míns og Vilnýjar konu hans eftir að hún sjálf lét af húsmóðurstörfum og undi vel hag sínum meðal barna og barna- barna. Sú góða hjúkrun, sem hún naut hjá Vilnýju gerði það kleift, að hún gat dvalist heima til hinsta dags, og stöndum við systkinin i stórri þakkarskuld við Vilnýju og hennar heimili. Rannveig, systir mömmu og Þorkell maður hennar, hjálpuðu Núpaheimilinu á margvíslegan hátt. Þeim og öllum þeim fjöl- mörgu sem réttu hjálparhönd skulu hér hjartans þakkir færðar og blessun fylgi þeim um ókomin ár. Mest hef ég að þakka hinni látnu, er tók mig í faðm sér, nýfætt barn og gerðist móðir mín, i þess orðs bestu merkingu. Launin hlýtur hún nú í æðra heimi, fyrir það og alla sína hjartagæsku, því að ,,Eins og þú sáir svo munt þú og uppskera". Guð blessi minningu hennar. Ragnheiður Jóhannsdóttir. — Sverrir Hermannsson P'ramhald af bls.21 eru hámarkið á ári. Fái Bretar fram- gengt kröfum sínum missa Is- lendingar svo stóran hluta af út- flutningstekjum sínum að þaó er þeim óbæriiegt. Enginn skal láta sér til hugar koma að við viljum ekki semja við Breta. En eitt er að vilja, annað að geta. Enginn skal láta sér til hugar koma annað en að við óskum eftir að linni hið fyrsta hinum illvígu átök- um við hina gömlu vinaþjóð okkar Breta, svo koma megi í veg fyrir stórkostlegt tjón og jafnvel mann- tjón. Hvað er að gerast á islandsmiðum? En hvað hefir verið að ske á Is- landsmiðum að undanförnu? Bretar auka stöðugt herstyrk sinn. Frei- gátur þeirra sigla nær daglega á íslenzku varðskipin og reyna svo að telja þjóðum heims trú um að Is- lendingar stundi ásiglingar. Stærstu ísienzku varðskipin eru um 800 smá- lestir að stærð og ganghraði þeirra frá 16 til 19 mílur. Brezku freigát- urnar eru um 2.500 smálestir að stærð og ganghraði þeirra yfir 30 mílur. Svo má hver trúa sem vill að íslenzku varðskipin séu að kafsigla brezku herskipin. Bretar höfðu til- kynnt að þeir myndu virða íslenzk friðunarsvæði. Fyrir skemmstu stefndu þeir öllum veiðiflota sínum inn á alfriðað svæði fyrir Norð- Austurlandi sem er aðal uppeldis- stöðvar þorsksins. ttarlegar rann- sóknir á svæðinu hafa sannað, að yfir 80% af þeim fiski sem þar veiðist er ókynþroska smáfiskur þriggjatil fjögurra ára. Stór hluti af þorskinum sem þar veiðist er svo smár að hann er ekki hirtur og mokað fyrir borð jafnóðum. Þrír togarar sem þarna voru á veiðum lönduðu i Grimsby þriðjudaginn 24. febrúar. 70% afla þeirra var smá- fiskur og 30 tonn var svo smár fiskur að hann var seldur í bræðslu. Islendingar hafa nú tekið ákvörð- un um fjölmörg friðunarsvæði allt í kringum landið, sérstaklega á hrygningarstöðvunum fyrir Suður- og Suðvesturiandi. Þeir hafa enn- fremur tekið ákvörðun um að stækka möskva botnvörpunnar úr 120 mm í 150 mm. Þá er þeim nauðugur einn kostur að takmarka verulega sókn skipa sinna í þorsk- stofninn meðan Bretar stunda rán- yrkju sína. Hvað dvelur Orminn langa? Islendingar hljóta að snúa gér fyrst og fremst til þeirra þjóða sem næstar þeim standa með beiðni um aðstoð í þessu mesta lífshagsmuna- máli þeirra. Við krefjumst að sjálf- sögðu einskis heldur biðjum aðeins um þá aðstoð sem vinir okkar vilja góðfúslega láta í té. Ólafur Tryggvason, konungur Norðmanna stýrði skipi sinu, Orm- inum langa í örlagaorustu sinni við eyna Svoldur. Björnstene Björnsson segir í kvæði sínu: „Hvað dvelur Orminn langa? Hví kemur ekki Ólafur Tryggvason?" Eg vil leyfa mér að spyrja: Ætla Norðmenn um langa hrið að láta við það sitja að hafa Evensen ráðherra í hnatt- reisum að ræða við þjóðir um fisk- veiðar? Utfærsla þeirra í 200 mílur myndi ráða úrslitum mála á Norður- Atlantshafi. Ekki myndu Bretar senda herskip á þau mið. „Hvað dvelur Orminn langa? Hví kemur ekki Ólafur konungur Tryggva- son?“ Og hvað geta Danir sagt okkur nýjast í fréttum úr Efnahagsbanda- lagi Evrópu, þar sem fiskveiðilög- sögumál hafa verið mjög ofarlega á baugi að undanförnu? Hver er af- staða Breta i þeim hópi til fiskveiði- réttinda? Samrýmist hún þeirri stefnu sem þeir nú framfylgja á Íslandsmiðum? Nýiega sendu samtök brezkra tog- araeigenda frá sér skýrslu um stöðu brezks fiskiðnaðar og framtíðar- horfur. I grein í The Financial Times er komizt að þeirri niður- stöðu, að fari sem nú horfir verði Bretar ekki einungis sjálfum sér nógir um fisk, heldur geti þeir orðið fiskútflutningsland. Með því að færa fiskveiðimörk sin út í 200 milur myndu Bretar ná 3,5 milljón tonna afla. Hefðu þeir einkarétt til veiða innan 100 milna myndi ársafli þeirra verða 2,8 milljónir tonna. Þess skal getið að veiði Breta sjálfra á heimamiðum þeirra nemur 613 þús. tonnum. Þurfa Bretar e.t.v. að rækja rétt sinn til Efnahagsbanda- lagsins í þessum efnum? Ef svo er ættu þeir að snúa sókn sinni frá Islandi og að Efnahagsbandalaginu. Háværir minnihlutahópar á Is- landi hafa mjög haft í frammi þá kröfu að Islendingar segi sig úr Nato í mótmælaskyni við framkomu einnar bandaiagsþjóðarinnar, Breta, við Islendinga. Á það vil ég leggja mikla áherzlu, að sú ríkis- stjórn, sem nú situr á Isiandi mun aldrei kaupa frið né samninga i fisk- veiðideiiunni þvi verði að rjúfa varnarkeðju hinna vestrænu þjóða. Herra forseti. Eg hefi lokið máli mínu. Ég vænti eindregið stuðnings yfirlýsingar þessa þings Norðurlandaráðs við málstað Islands í örlagamáli þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.