Morgunblaðið - 02.03.1976, Síða 19

Morgunblaðið - 02.03.1976, Síða 19
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 23 Frá þingi Norðurlandarí iðs Fiskurinn hefur úrslitaþýð- ingu fyrir tilveru Islendinga — sagði Oddvar Nordli, forsætisráðherra Noregs Kaupmannahöfn 1. marz. Frá blaðamanni Mbl. Pétri J. Eiríkssyni. FULLTRÚAR íslands á Norður landaráðsþinginu fengu mikla uppörvun frá ráðherrum og þing- mönnum annarra Norðurlanda í umræðunum á laugardag og sunnudag Flestir ráðherranna, sem sæti eiga, og margir þing- menn gerðu fiskveiðideiluna að umræðuefni og voru mjög jákvæð- ir í garð íslendinga. ,,Munurinn á þeim löndum, sem eigast við f fiskveiðideilunni, er sá að fyrir Island hefur fiskurinn úr- slitaþýðingu fyrir tilveru þjóðar- innar," sagði ODVAR NORDLI, hinn nýi forsætisráðherra Noregs. „Við Norðmenn erum reiðubún- ir að gera allt sem í okkar valdi stendur til að geta átt þátt í að leysa þessa deilu á milli vina okkar. Við höfum hvað eftir annað hvatt Breta til að hverfa með her- skip sín frá hinum umdeildu miðum. Þetta höfum við gert vegna þess að við erum sannfærðir um að það er fyrsta og eina skilyrði fyrir þvi, að viðræður geti hafizt." KNUT FRYDENLUND, utanrfkis- ráðherra Noregs fjallaði svo til eingöngu um fiskveiðideiluna f ræðu sinni. Hann tók f sama streng og Nordli og sagði, að fisk- veiðideilan væri deila sem ætti sér stað á svæði, þar sem það væru hgasmunir Norðurlanda að friður héldist og jafnvægi. „Deilan er komin f sjálfheldu. Um mikið hagsmunamál er að ræða fyrir báða aðila. Vegna erfið- leika f efnahagsmálum er það Bretum mikilvægt að geta haldið áfram veiðum og það ekki sfzt með tilliti til atvinnu á ákveðnum svæðum. Fyrir íslendinga hafa veiðarnar og verndun auðlinda úr- slitaþýðingu fyrir tilveru þeirra sem þjóðar. Við höfum lagt að Bretum að þeir dragi til baka her- skip sfn og lítum svo á að það sé skilyrði fyrir friðsamlegri lausn." Þá sagði Frydenlund að nauð- synlegt væri að lausn fengist á deilunni sem fyrst, þar sem hún gæti haft alvarlegar og ófyrir- sjáanlegar afleiðingar, ef hún harðnaði meir. SKYNSEMIN SIGRI „Við höfum mikinn skilning á afstöðu íslendinga í þessu máli," sagði utanrfkisráðherra Finnlands, KALEVI SORSA. „Við höfum fylgzt áhyggjufullir með því hvern- ig vinir okkar íslendingar hafa neyðzt til að grfpa til sffellt harðari aðgerða til að vernda fiskinn. Við viljum trúa þvf að skynsemin muni sigra og að styrkleikasýningum verði hætt svo að íslendingar þurfi ekki lengur að leggja kraft sinn f að verja fiskinn heldur geti snúið sér að öðrum málum, sem varða velferð þeirra. Við áNorðurlöndum höfum gripið til ólfkra lausna á öryggismálum okkar, en þegar erfiðleikar steðja að skal norræn samstaða tala." Sænski utanrfkisráðherrann SVEN ANDERSON sagði meðal annars: „Eftir þróun mála að undanförnu, slit á viðræðum, slit á stjórnmálasambandi og frammi fyrir þeirri hættu að deilan harðni enn, vil ég leggja rfka áherzlu á mikilvægi þess að deiluaðilar nái bráðabirgðasamkomulagi, þar sem fullt tillit sé tekið til hagsmuna íslendinga." „Við komum nú saman á þess- um norræna vettvangi f skugga strfðs sem snertir Iffshags- muni einnar hinna norrænu bræðraþjóða," sagði ANKER JORGENSEN forsætisráðherra Danmerkur. „Við f Danmörku skiljum aðstæðurnar á bak við baráttu íslendinga fyrir sínum hagsmunamálum. Fiskveiðar varða einnig efnahagslega hags- muni hjá okkur Dönum. Deilan á milli íslendinga og Breta snertir okkur Dani einnig djúpt vegna þess að við erum bundnir deilu- aðilum á ýmsa vegu og á ýmsum sviðum. Þó að ekki sé útlit fyrir friðsamlega lausn á deilunni, vil ég lýsa þeirri einlægu ósk minni, að friður komist á sem fyrst, svo að strfðið leiði ekki til meiri skaða en orðið er." BRENNIMERKJUM STEFNU BRETA CARL HENRIK HERMANSSON, þingmaður og fyrrverandi leiðtogi sænskra kommúnista, talaði fyrir munn flokksbræðra sinna frá hinum Norðurlöndunum, sem lagt höfðu fram tillögu um stuðning við íslendinga f fiskveiðideilunni. Frá þeirri tillögu er sagt nánar annárs staðar í blaðinu. Hann tók harða afstöðu með Íslendingum og sagði. „Á sama hátt og við studdum við bakið á íslendingum, þegar náttúruhamfarir ógnuðu þeim, er það bæði rétt og nauð- synlegt að við f dag höfum sam- stöðu með fslenzku þjóðinni, þegar grundvallaratvinnuvegi hennar er Iftilsvirt. Stefnu Breta hennar er Iftils virt. Stefnu Breta Framhald á bls. 22 Útflutningur íslands til Norðurlanda hefur minnkað — sagði Jón Skaftason Kaupmannahöfn 1. marz. Frá blaðam. Mbl. Pétri J. Eirfks- syni. JÓN SKAFTASON flutti framsögu- ræðu sína á sunnudag og fjallaði f upphafi hennar um norræna fjár- festingarbankann, sem samþykkt var að koma á fót á aukaþinginu f Stokkhólmi. Sagði hann að tilgangurinn með stofnun bankans væri að styrkja efnahag Norður- landanna með þvf að veita lán og lánstryggingar í sambandi við meiriháttar fjárfestingarverkefni. „Þrátt fyrir nokkra andstöðu á aukaþinginu, sem stafaði af ýms- um ástæðum, var þó mikill meiri- hluti fyrir því að bankinn væri stofnaður og ég er sannfærður um að eins muni fara þegar tillagan kemur til afgreiðslu þjóðþing- manna á næstu mánuðum. Ég veit til dæmis ekki til þess að nokkur andstaða sé gegn honum á Alþingi og á meðal íslenzku fulltrúanna ræður fullkomin eining um stuðning við verkefnið. Á íslandi er þvf litið með nokkurri eftir- væntingu til þess að slfkur áfangi norrænnar samvinnu verði að veruleika." Því næst fjallaði Jón um hallann á viðskiptum íslendinga við hin Norðurlöndin. Benti hann á, að á meðan útflutningur hinna Norður- landanna til hvers annars hefði aukizt á sfðasta ári hefði út- flutningur íslands til þessara landa minnkað um ellefu prósent. „Mér er það fullkomlega Ijóst," sagði Jón „að vandamál okkar felast að mestu leyti í því að framleiðsla okkar er einhæf og Framhald á bls. 22 Gangi Island úr NATO er öryggismála- jafnvægi Norðurlanda úr sögunni — segir Svenska Dagbladet í forystugrein í gær Ályktun forsætisnefndar Norð- urlandaráðs hefur vakið mikla at- hygli i Stokkhólmsblöðunum og er aðalfréttin i Dagens Nyheter og Svenska Dagbladet. I Svenska Dagbladet er forystu- grein, þar sem segir m.a.: „Þriðja þorskastriðið milli ís- lands og Englands hefur nú tekið á sig svo óhugnanlega mynd, að það verður að teljast samnorrænt verkefni að koma á friði. Önnur öfl en þau tvö lönd, sem hlut eiga að máli, kunna að skerast i leikinn með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Einnig eru að verki öfl, sem reyna að notfæra sér þorskastríðið til að rifa sundur hið öryggispóli tiska mynztur, sem stuðlað hefur að jafnvægi i þessum heimshluta allt frá striðslokum. Enginn ábyrg- ur stjórnmálamaður fer i grafgötur um afleiðingarnar ef ísland gengi úr NATO og bandarísku eftirlits- stöðinni yrði lokað: Jafnvægið á Norðurlöndum væri samstundis úr sögunni. Spennan mundi enn aukast á einu af herfræðilega mikilvægustu svæðum heims. Hvað getur og hvað á Norður- landaráð að gera þegar málum er svo háttað? Þetta er ein þolraun norrænnar samvinnu. Vitanlega skortir hvergi á samúð og skilning á málstað fslendinga i almennum umræðum. Þegar norrænt land hefur átt i örðugleikum hefur nefnilega aldrei vantað stuðning i orði, en iðulega á borði. Engu að síður hlýtur það að skipta nokkru, að brezku stjórninni skiljist. að öll Norðurlönd vænti þess, að vald- hafarnir i London taki nú stefnu sina til alvarlegrar endurskoðunar. Strax á fyrsta starfsdegi ráðsins kröfðust vinstri öfgaöflin yfirlýs- ingar, sem mundi brennimerkja England. Fyrir kommúnista og vinstri sósialista var málstaður fs- lands að sjálfsögðu aukaatriði. Það vakti fyrst og fremst fyrir þeim að kljúfa landið úr NATO Eins og að likum lætur lét hægri konan Ragnhildur Helgadóttir, sem á svo sannfærandi hátt talaði máli íslands i ráðinu, sér finnast fátt um hjálparsveitir kommún- ista." „Sem betur fer brugðust nú lýð- ræðisöflin skjótt við. Forsætis- nefndin samþykkti eigin yfirlýs- ingu þar sem málsaðilar eru hvatt- ir til að leita lausnar á deitunni og að Englendingar kalli heim flota sinn svo að nýjar samkomulags- leiðir opnist. Við lok þings Norður landaráðs verður þvl væntanlega slegið föstu. að í samningaviðræð- um skuli tillit tekið til þess að ísland er næstum algerlega háð fiskveiðum og hætta er á útrým- ingu fiskistofnanna vegna ofveiði. Eftir yfirlýsingu forsætisnefnd- arinnar töldu vinstri öfgaöflin hyggilegast að falla frá tillögu sinni." I sömu forystugrein er athygli vakin á þeirri áherzlu sem Oddvar Nordli, forsætisráðherra Noregs, lagði á þetta mál með tilliti til sameiginlegra öryggishagsmuna íslendinga og Norðmanna. Dagens Nyheter fjallar einnig um yfirlýsingu forsætisnefndar Norðurlandaráðs I forystugrein á mánudag, og er henni fylgjandi. Þar er vakin athygli á þvi, að sjaldgæft sé að Norðurlandaráð láti utanrikismál einstakra aðildar- landa til sin taka, en fullkomin ástæða hafi verið til þess að þessu sinni. Halldór Ásgrímsson í alm. umræðunum: I erfiðri aðstöðu leitum við til Norðurlandanna Kaupmannahöfn 1. marz. Frá blaðam. Mbl. Pétri J. Eiriks- syni. ÞEIR Gils Guðmundsson og Halldór Ásgrimsson töluðu báðir i hinum almennu umræðum á sunnudag. Eins og vænta mátti fjölluðu þeir eingöngu um fisk- veiðideiluna við Breta. Halldór sagði meðal annars, að íslendingar mætu mikils hve mik- inn svip fiskveiðideilan setti á umræðurnar á laugardag og sunnudag og að málið væri rætt ekki sem séríslenzkt vandamál heldur norrænt. Hann sklrskotaði til atburða undanfarinna vikna á miðunum við ísland og sagði: „f erfiðri að- stöðu leitum við eins og aðrir stuðnings innan þeirra samtaka, sem við störfum i. Þess vegna leitum við stuðnings Norðurland- anna og Norðurlandaráðs i þessari deilu, sem er hin alvarlegasta sem íslendingar hafa lent i." Þvi næst rakti Halldór hvernig fslendingar hafa stefnt að auknum yfirráðum sinna auðlinda með fyrri útfærslum fiskveiðilögsög- unnar og færði rök fyrir því hversu nauðsynlegt það er nú að gripa til verndunaraðgerða, til þess að komizt yrði hjá efnahagslegu hruni á islandi. Hann sagði að islendingar hefðu ekki fengið neinn umtalsverðan stuðning frá öðrum þjóðum i baráttu sinni og hélt svo áfram: „Við erum álitnir vera mikilvægur hlekkur i varnar keðju vestrænna þjóða, en það getum við ekki verið nema við höldum efnahagslegu sjálfstæði okkar og séum þess megnugir að viðhalda þar mannsæmandi llfi." Hann minnti á hvernig reynt hefði verið að ná samkomulagi við Breta án árangurs og sagði að lokum: „Við verður að horfast I augu við það að lausn á langt I land og samningar eru komnir i strand. Það er ekki hægt að semja um veiðar á meðan Bretar neita að taka tillit til sérstöðu okkar. Það væri hið sama og að semja um sitt eigið þrotabú." SKILJUM BREZKA SJÓMENN Gils Guðmundsson rakti gang þorskastríðsins og fiskverndunar við island frá upphafi, út frá sjónarmiði sósialista og í sam- hengi við efnahags- og öryggis- pólitiska stöðu Vesturlanda. Hann sagði brezka togaraeigendur stunda eyðileggingariðju við Is- land i eiginhagsmunaskyni. i skjóli þeirra hagsmuna hefði brezka stjórnin sent herskip þeim til verndar. Brezkir sjómenn hefðu aftur á móti annarra hagsmuna að gæta og væru hlynntir verndun fiskimiða við ísland. ,.í þessu sambandi vil ég að það komi fram og legg rika áherzlu á það, að Islenzka þjóðin er i engu óvinveitt sjómönnum I Grimsby, Hull og Fleetwood eða fjölskyldum þeirra. Þvert á móti, íslenzkur sjó- maður og íslenzkur verkamaður skilur mun betur en brezkur „sir" og „lord" að það er enginn leikur, heldur blóðstrit að vinna á is- landsmiðum fyrir brezka útgerðar- kapitalista." Það er vegna þess að við höfum skilning á vandamálum brezkra togarasjómanna að flestum ís- lendingum fannst það sjálfsagt að bjóða þeim og öðrum sem lengi hafa stundað veiðar við Ísland, visst timabil til aðlögunar," sagði Gils Guðmundsson. Hann sagði að þetta hefði verið gert árið 1972, en þá hefðu Bretar ekki gert neitt til að semja sig að breyttum að- stæðum. Siðan þakkaði hann þeim ræðumönnum, sem stutt hefðu málstað islendinga og sagði: „ Forsætisnefndin hefur samþykkt að rétta islenzku þjóðina höndina. Við litum svo á að það sé einhuga Norðurlandaráð sem stendur að baki þeirri sam- þykkt."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.