Morgunblaðið - 02.03.1976, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976
25
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Vinna óskast
25 ára stúlka óskar eftir
vinnu hálfan daginn. Margt
kemur til greina. S. 1 6038.
Góður starfskraftur
vön ábyrgum skrifstofustörf-
um óskar eftir vel launaðri
stöðu. Er Samvinnuskóla-
gengin. Uppl. í síma 72101.
Háseta vantar
á 62 tonna bát, frá Grundar-
firði, sem er að hefja veiðar á
net. Upplýsingar i síma 93-
871 7 eftirkl. 4.
Brotamálmur
er fluttur að Ármúla 28, simi
37033. Kaupi allan brota-
málm langhæsta verði. Stað-
greiðsla.
Trilluvél
vantar 25—30 ha vél og
skrúfubúnað. Sími 92-6905.
þjónusta
1J
Hilmar Foss
lögg. skjalaþ. og dómt.
Hafnarstræti 11 sími 14824
(Freyjugötu 37 sími 1 21 05.)
Húseigendur
Tökum að okkur allar við-
gerðir og breytingar á fast-
eignum. Gerum bindandi til-
boð. 5 ára ábyrgð á ýmsum
greinum viðgerða. Vinsam-
legast gerið verkpantanir fyrir
sumarið. Simi 41 070.
Verkfæraleigan Hiti
Rauðahjalla 3, simi 40409.
Hitablásarar, múrhamrar,
málningasprautur.
59 ha Lister
Blackston
bátavél til sölu, sjókæfd.
Upplýsingar i sima 93-8332.
Góður bátur
2 tonna trilla til sölu með
Diesilvél.Upplýsingar i sima
95-5304 milli kl. 7—8 á
kvöldin.
Til sölu 22ja manna
Benz
Allar nánari upplýsingar i
sima 75559. ________
Verðlistinn
Munið sérverzlunina með
ódýran fatnað, Laugarnes-
vegi 82, simi 31 330.
Kjólar — Kjólar
Stuttir og siðir kjólar. Glæsi-
legt úrval. Gott verð.
Dragtin Klapparstíg. 37.
I.O.O.F. 8 = 157338'/2 =
IOOF. Rb 4= 1 25328VÍ
= 9. 1 1.
□ EDDA 5976327 — 1
ATKV.
Kristniboðsfélagi í
Keflavík
Fundur verður þriðjudaginn
2. marz kl. 20.30. Sr. Jónas
Gislason talar. Allir velkomn-
ir.
Fíladelfía
Almennar samkomur i dag kl.
17 og 20.30. Stig Anthin
talar um helgan anda.
Frá félagi Snæfellinga
og Hnappdæla
i Reykjavik. Árshátið
félagsins verður haldin
laugardaginn 6. marz kl. 19
að Hótel Borg, Aðgöngu-
miðar hjá Þorgilsi Þorgilssyni
Lækjargötu 6.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
tilkynningar
HAFSKIP H.F.
Innflytjendur
M/S RANGÁ lestar til íslands sem hér
segir:
í Turku 1. marz
í Helsinki 3/4. marz
í Gdynia 8. marz
í Gdansk 9. marz
Losun t Reykjavík 18. marz.
Tilkynning
til Kópavogsbúa
Skrifstofa Brunabótafélags íslands er flutt
að Hamraborg 1, (áður Álfhólsvegur 1).
Umboösmaöur.
HAFSKIP H.F.
Innflytjendur.
M/S HVÍTÁ lestar til íslands sem hér
segir:
í Kaupmannahöfn 3. marz
í Gautaborg 4. marz
í Fredrikstad 5. marz.
Losuní Reykjavík 10. marz
nauöungaruppboö
sem auglýst var í 86., 88. og 89. tölu-
blaði Lögbirtingablaðsins 1975 á rishæð
að Sóltúni 12, Keflavík, þinglesin eign
Arnar Einarssonar, fer fram á eigninni
sjálfri miðvikudaginn 3. marz 1976 kl.
1 6:30.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
sem auglýst var í 86., 88. og 89. tölu-
blaði Lögbirtingablaðsins 1975 á fast-
eigninni Lyngholt, Bergi, Keflavík, þing-
lesin eign Kristjáns Valdimarssonar, fer
fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3.
marz 1 976 kl. 15.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Auglýsing
Samkvæmt d-lið 1. gr. laga nr. 55 27.
maí 1975, um ráðstöfun gengismunar í
þágu sjávarútvegsins skv. lögum nr. 2/-
1975 og um ráðstafanir vegna hækkunar
brennsluolíuverðs til fiskiskipa, auglýsir
ráðuneytið hér með úthlutun allt að 50
millj. króna úr gengismunarsjóði 1975,
til að bæta eigendum fiskiskipa það tjón
sem þeir verða fyrir, er skip þeirra eru
dæmd ónýt, enda sé tjónið ekki bætt
með öðrum hætti.
Um úthlutun þessa gilda eftirfarandi
reglur:
I.
Stál- og eikarskip, sem orðin eru 25
ára og dæmd eru ónýt og afmáð af
aðalskipaskrá, skv. 3. tl. 1. mgr. 15. gr.
laga nr. 53/1970, á árunum 1974,
1975 eða fyrstu tveim mánuðum ársins
1976 vegna slits, ryðs, tæringar, maðk-
skemmda og fúa, sem ekki er bættur skv.
lögum um bráðafúatryggingar, koma til
greina við úthlutun þessa fjár. Skilyrði er
að ekki sé meira en 1 2 mánuðir liðnir frá
því viðkomandi skip var í eðlilegum
rekstri og þar til það var máð af aðalskipa-
skrá.
II.
Viðmiðun bóta fyrir eikarskip verður
síðasta vátryggingarmatsfjárhæð skips til
bráðafúatryggingar.
Viðmiðun bóta fyrir stálskip verður mats-
fjárhæð bols, ásamt yfirbyggingu og raf-
lögn.
Bætur verða reiknaðar sem ákveðinn
hundraðshluti af framangreindum mats-
fjárhæðum að frádregnum öðrum hugs-
anlegum tjónabótum.
Um greiðslu bóta fer eftir ákvörðun
sjávarútvegsráðuneytisins.
III.
Umsóknir um bætur samkvæmt aug-
lýsingu þessari ásamt greinargerðum
skulu hafa borist sjávarútvegsráðuneytinu
fyrir 1 0. mars 1976.
Sjávarútvegsráðherra mun skipa þriggja
manna nefnd til þess að ákveða bótaþega
og fjárhæðir bóta.
Sjá varútvegsráð uneytið
20. desember 1975
sem auglýst var 1 25., 27. og 29.
tölublaði Lögbirtingablaðsins 1975 á
fasteigninni Narfakot, Njarðvík, (Innri
Njarðvík) þinglesin eign Hrafns Svein-
björnssonar, fer fram á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 4. marz 1 976 kl. 1 4:30.
Bæjarfógetinn i Njarðvík.
sem auglýst var í 86., 88. og 89. tölu-
blaði Lögbirtingablaðsins 1975 á fast-
eigninni Brekkustígur 42, Njarðvík, þing-
lesin eign Gunnlaugs Karlssonar, fer fram
á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. marz
1 976 kl. 1 1 :30 f.h.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
ÞÍ AL'GLÝSIR UM ALLT LAXD ÞEGAR
ÞL' ALGLÝSIR I MORGl'XBLAÐIXL
— Guðfinna
Framhald af bls. 10
margir sem hafa lent I einu og öðru og farið um öll
lönd. Ég hef aldrei komið til útlanda, lengst ferðast til
ísafjarðar og Akureyrar. Maður átti ekki peninga áður
og svo fer maður nú Iftið meira en fetið með þennan
fatla. en ég hefði nú llklega fengið gjaldeyri eins og
aðrir. Þó er ég aldeilis sátt við Iffið og tilveruna, hef
aldrei þurft að vera upp á aðra komin og þetta hefur
allt blessast, þótt maður lifi ekki og starfi upp á
amerfskan hraða. Ég er forlagatrúar, forlögin, það er
þegar forsjónin grfpur inn f og ég trúi þvf að þetta slys
mitt hafi á sinn hátt orðið til þess að við höfum alltaf
þurft og orðið að lifa sjálfstæðu Iffi f stað þess að
flosna jafnvel upp út úr skuldum á sfnum tfma f
búskapnum, þvf ef það hefði verið Magnús, sem
slasaðist hefðum við verið upp á aðra komin þvf ekki
hefði ég stofnsett verkstæðið. Guðslánið stóra hefur
fylgt okkur og þar var stór þáttur hve góða menn við
höfum haft með okkur, fyrst höfðum við mann á
búskaparárum okkar sem var einstakur og sfðan
Salómon. Þessir tveir menn hafa verið okkur mikið
lán.
Ég tel það hafa verið sigur f Iffinu, þótt ég færi
svona, til þess að ná sigrinum. Stundum hefur syrt f
hugsuninni, en það hefur fjarað út í deginum. Mér
þótti til dæmis afar leiðinlegt þegar farið var að
byggja hér i kring, en það var ástæðulaus ótti, þvl allir
nágrannarnir hér hafa reynzt okkur ákaflega vel, við
höfum átt mjög góða nágranna alia tfð og það byggist
f rauninni allt á að hafa gott fólk f kring um sig, þvl
það er ekki sama hvaða fólk er f kring um mann. Þetta
hefur verið kotbúskapur, en illa hefur mér ekki liðið.
Við áttum eina dóttur. Ásdfsi, sem gift er Benedikt á
Staðarbakka f Miðfirði og 4 eru dótturbörnin og
barnabarnabörnin 5. Allt er þetta nýtilegt fólk sem
kemur sér vel og allt mitt tengdafólk hefur verið mér
gott og þá sérðu nú að Iffshlaupið hefur verið ágætt.
I skóla hef ég aldrei gengið utan Iffsins skóla og
prófið er nú ekki komið þar, en hárri einkunn býst ég
ekki við."