Morgunblaðið - 02.03.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976
27
Þórður Jónasson:
~r-------------
raunveruieiKi
I kvöldfréttum útvarpsins þann
29. október s.l. var sagt að stofn-
uninni hefðu borist svo margar
samþykktir um landhelgismálið,
að ekki hefði verið unnt að lesa
þær allar i fréttum útvarpsins.
Þar var einnig skýrt frá þvi að
sumar væru langorðar og að þær
væru flestar nokkuð likar. Þar á
eftir var lesin samþykkt menn-
ingar- og friðarsamtaka islenskra
kvenna, liklega sem dæmi um
innihald samþykktanna.
Þvi skyldi MFlK ekki vera mál
að senda ályktun um málið? Og
þvi ekki hreppsnefndum upp til
fjalla?
Það fyrirfinnst varla svo litið
eða aumt félag, að þvi finnist ekki
ástæða til að senda fjölmiðlum
samþykkt um málið, eins og til að
bergmála að „félagið liti þetta
mál mjög alvarlegum augum“.
Hvað ætla nú öll þessi samtök,
félög, hreppsnefndir og ráð að
gera við landhelgina?
Til hvers þurfa námsmenn, al-
þingismenn, kaupmenn, Iþrótta-
menn, menningarkonur, háskóla-
menn og hvað nú öll þessi félög
heita að hafa stóra landhelgi?
Eru þessir menn og konur að
hugsa um þjóðarhaginn allt i
einu? Eða eru þeir að hugsa um
sjálfa sig? Eða eru þeir bara að
herma eftir öðrum?
Vilja námsmenn nytja land-
helgina sjálfir?
Vilja menningarkonur og kaup-
menn nytja hana?
Vilja alþingismennirnir fara að
nytja hana? — eða vilja þeir
kannski ráðskast með verðmætin
úr henni?
Það skyldi þó ekki vera, að all-
flestir aðilar vilji sem minnst
koma nærri því að sækja þangað
aflann; séu aftur á móti einhuga
um að taka af henni arðinn.
Það hefur vafalltið mörgum sjó-
manninum komið I hug sagan um
litlu gulu hænuna, sem fann
fræið. Enginn vildi sá því, enginn
vildi skera það, þreskja eða mala.
En allir vildu éta það.
Við þurfum vafalítið þessa
landhelgi til að geta haldið áfram
þeim efnahagslega hrunadansi
sem pólitískt stjórnleysi hefur
skapað.
I þeim dansi taka allir lands-
menn þátt, og þeir eru viljugir að
halda honum áfram.
Til þess þarf fleiri fiska, stærri
landhelgi fyrir þá, sem hvergi
vilja nærri koma.
1 þeim dansi heimta námsmenn
lán, gjarna I erlendum gjaldeyri,
til að menntast FRÁ þvl að vinna
nærri fiski.
Kaupmenn, innflytjendur
þurfa gjaldeyri til nauðsynlegra
— og ekki síður ónauðsynlegs
innflutnings.
Menningarkonur þurfa ýmsar
innfluttar vörur, svo þær líti ekki
út eins og verkakonur I fiski. —
Iþróttaundrin okkar þurfa
gjaldeyri til svokallaðrar kynn-
ingarstarfsemi sinnar — til að
sigra, eða öllu heldur til að tapa
erlendis.
Alþingismer.n þarfnast vin-
sælda fyrir málflutning — og
svo þurfa þeir auðlind til að drífa
stjórnleysið.
Enginn þessara aðila vill nærri
fiskinum koma. Þeir sem eiga að
nytja landhelgina er sú sjómanna-
stétt sem nú er I landinu, að
undanteknum útvörðunum og
flutningaskipamönnum.
En hafa þeir — sjómennirnir á |
fiskiflotanum — hag af landhelg-
inni?
Hingað til hefur aukinn afli
þýtt aukna vinnu fyrir fiskiskips-
menn. Laununum hefur hins
vegar verið hagrætt með tilliti til
þjóðarhags, það er, með tilliti til
þeirra, sem eyða afrakstrinum, en
ekki með tilliti til þeirra, sem afla
hans.
Og trúir nokkur sjómaður, að
hans hlutur úr stærri landhelgi
verði ekki skertur.
Hann var skertur þegar afla-
sölur erlendis hækkuðu að krónu-
KAU PMAN NASAMTÖK
iSLANDS
Aðalfundur
Kaupmannasamtaka íslands verður haldinn að
Hótel Sögu, (Átthagasal), fimmtudaginn 1 1 .
marz kl. 1 0 f.h.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
FELAG arneshreppsbúa
I REYKJAVIK. S. 73628 -12762
Góði sveitungi!
Félag Ameshreppsbúa í Reykjavík
mun halda sína árlegu skernmtun
að Hótel Borg föstudaginn 12. marz
1976 og hefst hún kl. 20,30.
Vonum að þú sjáir þér fært að mæta
og takir með þér gesti.
Kær kveðja,
STJÓRNIN.
tölu. Þá jókst frádrag af óskiptu.
Einnig við landanir innanlands
hefur hlutur verið skertur.
Hlutur var skertur, þegar síld-
veiðiskípin fengu aukinn afla
með aukinni tækni. Þá var tekið
af áhafnarhlut til að greiða tækin.
A aflaháum skipum var jafnvel
tekið meira en tækin kostuðu.
Þegar söluverð loðnumjöls
lækkar, þá lækkar verð til áhafn-
ar.
Yfirleitt hefur hlutur sjómanna
ekki hækkað við batnandi sölu-
verðmæti, aftur á móti hefur
lækkað útflutningsverðmæti haft
áhrif á hlut þeirra.
En þá lækkar ekki hlutur
skemmtiferðamanna, ekki
minnkar innflutningurinn, ekki
lækka námslánin og ekki fækkar
íþróttamannaferðum.
Það eru fiskimennirnir sem
þurfa fleiri fiska I hlutinn sinn.
Og hvaða fulltrúar sjómanna
senda frá sér ályktanir um land-
helgina, nauðsyn útfærslu og úti-
lokun erlendra.
Það skyldu þó ekki vera þeir
„sjómenn", sem hafa ekki á fiski-
skip komið I áravis? Þeir ætla
kannski núna? Og kannski þeir
ætli að sjá til að sjómaðurinn
haldi hlut slnum óskertum? Það
hafa þeir ekki gert hingað til.
Eða er þægilegra að semja
ályktun?
Um þennan þátt landhelginnar
er ekki rætt um, engin ályktun
samin. Frá þessum aðilum heyrist
ekki orð, og ekki sjást þeir þegar
vantar á vertíðarflotann.
Þá mætir engin menningar-
kona, kaupmaður, útlærður náms-
maður né neitt af íþróttahetjun-
um. Ekkert heyrist um þau þjóð-
mál frá alþingismönnum. Enginn
skemmtiferðamaður fer á neta-
bát.
Þessar stéttir eru nefnilega við
að eyða afrakstri landhelginnar,
ekki við að afla hans.
Þær vantar innlent fé og er-
lendan gjaldeyri I eyðslu sína.
Þær þurfa að hafa meiri hlut.
Rlkisstjórnir, hverjar sem þær
eru, vantar þennan auð til að geta
mætt stjórnlausu kröfukvabbi
óarðbærra afætustétta
Það er því einmitt þess vegna,
vegna þeirra háalvarlegu tlma
þjóðarinnar, að meirihluti fólks-
ins er farinn að eyða en ekki afla
— lífsnauðsynlegt, að allir Is-
lendingar standi saman, og láti nú
hreinlega rigna yfir fjölmiðla
áskorunum, heitum og hvatn-
ingum um málið.
Og einkum og sérílagi þeir, sem
þar koma hvergi nærri. Eins og til
dæmis náttúrulækningafélagið.
Ekki mundi skaða að fyrrver-
andi ástandsmeyjar, sem nú eru
orðnar ráðsettar konur, tækju sig
saman og semdu ályktun um fúl-
mennsku Bretans, og færu með
þessa ályktun á fund breska
sendiherrans. Hafi menn það hug-
fast, að þvl fleiri ályktanir sem
sendar eru, — því hvatningar-
meiri sem þær eru — þær kalla
hina hugdeigu til samstöðu um
málið.
Og siðast en ekki slst. Það
verður kannski lesið I útvarpinu
að ályktun um málið hafi borist
frá hinum þjóðholla félagsskap.
Menn skyldu ekki gleyma þvl,
að þegar ein kýrin mígur, þá
verður annarri mál.
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐIMJ
Al'GLVSING \
SÍMINN KR:
22480
Fyrirlestrar
ritara sænsku
akademíunnar
OLOF G. Tandberg, alþjóðlegur
ritari Sænsku vísindaaka-
demíunnar, dvelst hér á landi um
þessar mundir, og stendur
Islenzk-sænska félagið að komu
hans. Hann heldur hér þrjá fyrir-
lestra, einn á vegum Háskóla
Islands og tvo á vegum Norræna
hússins og íslenzk-sænska félags-
ins.
Olof G. Tandberg er land-
fræðingur að mennt, lauk fil. lic.
próff 1965 og er sérfróður um
málefni þjóðernisminnihluta.
Arin 1962—1970 var hann ritari
sænsku UNESCO-nefndarinnar
og alþjóðlegur ritari Sænsku
vísindaakademíunnar varð hann
1970, en auk þessa hefur hann átt
sæti I ýmsum alþjóðlegum nefnd-
um um mannréttindamál. Olof G.
Tandberg hefur ritað fjölda bóka
auk tímarita- og blaðagreina, og
meðal annars hefur hann sent frá
sér bækur um vandamál þjóð-
ernisminnihluta i Afríku og þá
einkum Indverja i Afríku, en um
þau vandamál fjallar hann i ein-
um fyrirlestra sinna hér. Enn-
fremur hefur hann tekið mikinn
þátt í baráttunni fyrir málstað
Kúrda, og heldur einn fyrirlestur
um það efni. Þriðji fyrirlestur
hans verður um norræna sam-
vinnu á sviði náttúruvísinda
innan UNESCO.
Fyrirlestrarnir verða allir
haldnir í Norræna húsinu og
verður hinn fyrsti, sem er á veg-
um Háskóla Islands, á morgun kl.
17:15 og nefnist: Brun mans
Afrika.
Fyrri fyrirlesturinn á vegum
Norræna hússins og Islenzk-
sænska félagsins verður á
fimmtudagskvöld kl. 20:30 og
nefnist: Nordiskt naturveten-
skapligt UNESCO-samarbete.
Hinn siðari verður á laugardag
kl. 16:30 og nefnist: Kurderna har
inga vánner.