Morgunblaðið - 02.03.1976, Qupperneq 28
32
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976
Á hættu-
slóðum í
ísraelliSKare
Sigurður
Gunnarsson þýddi
svip. María hallaöi sér til Óskars og
hvíslaði:
„Langar þig kannski til aó vita, hver
hann er ?“
„Já, mjög gjarna,“ svaraði Óskar.
„Þá skal ég tala lágt svo aó hann heyri
ekki, hvaó ég segi.“
óg hér kemur þá sagan um Miron en
svo hét pilturinn.
„Það finnst mörgum dálítið undarlegt í
fyrstu, að Míron er hræddur vió að
ferðast meó lestinni. Hann þarf aó fara
til Jerúsalem öðru hverju og þá gengur
hann heldur en að feróast meö lest. En
nú skal ég segja þeir hvernig á þessu
stendur. Miron er þýzkur Gyðingur.
Hann var sonur menntamanns, sem
Hitler lét taka af lífi. Miron flýði til
Danmerkur rétt áður en stríðið brauzt út.
Hann var þá enn aðeins barn að aldri. óg
svo varð hann gripinn ákafri löngun að
komast hingað til ísraels, en til þess
þurfti hann að fara þvert yfir Evrópu þar
sem hermenn Hitlers voru næstum á
hverju strái.
óg hvað heldurðu, að Míron hafi gert?
Hann skreið inn undir jánrbrautarlest,
með aðeins tvær brauðsneiðar sem nesti
og eina vatnsflösku, og kom sér þar ein-
hvern veginn fyrir Og þarna lá hann svo
undir lestinni, alla þessa löngu leið sár-
þjáður og helkaldur og raunar oft nær
dauða en lífi. Og hermenn Hitlers voru
alls staöar hvar sem lestin stanzaði í þeim
tilgangi að leita flóttamanna og taka þá
af lífi. En Míron fundu þeir aldrei. Hann
ætlaði að fara til Grikklands og síðan með
skipi þaðan. En hann hafði lent með
skakkri lest, s«m flutti hann til
Tyrklands."
„En hvað tók hann þá til bragðs,
María?“
„Hann fór meö lestinni aftur til Dan-
merkur, — lá undir henni dag eftir dag
og horfði niður á plankana, sem sýndust
þjóta fram hjá í endalausum röðum. En
nú var hann að því leyti verr settur, að
hann hafði engan minnsta matarbita
hvorki vott né þurrt. En hann komst þó
aftur til Danmerkur og dró þar fram lífið
til stríðsloka. Og þegar friður hafði
loksins verið saminn kom hann hingað til
ísraels sem fullvaxinn piltur. Og nú er ég
viss um aö þú skilur vel, hvers vegna
hann getur ekki hugsað sér að ferðast
framar með lest. Hann er ákveðinn í að
veröa verkfræðingur en ætlar þó ekki að
koma nærri neinu, sem við kemur járn-
brautum. Ég held, að þið gætuð oröiö
góóir vinir, Óskar.“
„Já, það held ég líka, María.“
Óskar hugsaði mikið um þá nýju vini
sem hann hafði eignazt hér, — og einnig
um skipið sem nú væri áreiðanlega lagt
úr höfn án hans, án léttadrengsins. Nú
mundi brytinn vafalaust belgja sig mjög
út af hvarfi hans. Og vesalings Andrés
yrði að sjá um allan uppþvottinn og
mundi sáriðrast þess aö hafa ekki strokið
líka.
Nú var komið kvöld og orðið niða-
dimmt. Ljós höfðu því aó sjálfsögðu verið
tendruó á langa borðinu í tjaldinu.
Allt í einu kallaði hávær rödd:
„Slökkvið ljósin. Óvinirnir koma. . .“
Skothvellir heyrðust og allir hlupu út.
Tjald nokkurt, sem þarna var nærri, stóð
í björtu báli. óg Míron kallaöi ákveðið:
„Fleygið ykkur til jarðar.“
FJÓRÐI KAFLI.
Þegar Óskar var kominn út, sá hann
strax eitt næsta tjaldið í ljósum loga.
Hann hljóp þangað reyndi aó kippa upp
einum tjaldhælnum, en brenndi sig á
fingrunum. Hitinn varð líka brátt
óþolandi svo að hann varðaðvelta sér á
jörðinni, til þess að hann hefói viðþol, og
þá fylltust vit hans af sandi. En allt í einu
sá hann nokkrar hvítklæddar verur þjóta
fram hjá í myrkrinu, og stór skepna_
Ritari góður! Hraðbréfið til
skattstofunnar. — Fá það oins
og skot hingað inn!
Jú, sjáið þér til, ég var Ijóna-
temjari.
Þú verður að hafa augun á
réttum stað, að ég nú tali ckki
um þegar það er þvottadagur
hjá mér.
Leggðu hann bara ( arininn.
Nýi bæjarstjórinn var á
gangi um kaupstaðinn
snemma morguns. Hann hitti
ýmsa verkamenn og tók þá
tali. Vildi hann með þvl sýna,
hve alþýðiegur hann væri.
Loks kom hann þar sem Jón
gamli götuhreinsari var við
iðju sfna.
— Hvað ert þú að gera?
spurði bæjarstjórinn.
— O, ég er nú bara að sópa
göturnar, sagði Jón.
— Hvernig líkar þér sú at-
vinna? Ertu ánægður með þitt
hlutskipti?
— Anægður. Ég er nú
hræddur um það. Það eru ekki
margir, sem hafa það betra en
ég. En hver ert þú, kalli minn?
Eitthvað held ég að þú sért
ekki fyrir neðan meðallag.
— Ja, ég er nýi bæjarstjór-
inn hérna.
— Já, rétt segir þú, kalli
minn. Ja, það getur nú verið
sæmileg staða Ifka.
X
Skoti var á skemmtigöngu
með syni sfnum.
— t hvaða skóm ertu núna,
drengur minn?
— Nýju spariskónum mín-
um, svaraði snáði.
— Taktu þá lengri skref,
drengur minn, lengri skref.
X
Nýlega kviknaði í tóbaksbúð
í Aberdeen. Lögrcglan átti
fullt f fangi með að halda fólk-
inu f hæfilegri fjarlægð, þvf að
allir vildu anda að sér reykn-
um.
X
Eiginkonan: — Þú leyfir þér
að kalla mig óhagsýna, og samt
hef ég geymt brúðarkjólinn
minn f 25 ár, ef svo skyldi fara
að ég þyrfti að nota hann
aftur.
X
Skoti fékk sér stöðu scm
næturvörður. Hann seldi nátt-
fötin sfn.
Arfurinn 1 Frakklandi
7
Kannski höfðu þau hitzt áður?
Kannski hafði hann ekkert fæðzt
fvrir tfmann eins og honum var
sagt. Þá hefði hann átt að koma
undir f april eða snemma f maí.
ekki síðar. Og ef svo var. hvað
hafði faðir hans verið að gera f
Frakklandi einmitt þá?
Strfðsfangi á flótta? Njósnari sem
sendur hafði verið til hjálpar
frönsku andspvmuhreyfingunni?
Hvenær hafði þetta hérað verið
frelsað? I ágúst eða september
1944. Hann varð að komast að því.
Hvar hann stóð þarna í garðin-
um og andspænis arfi sínum.
óvæntum og óþekkilegum f
hæsta máta. var hann gripinn
ákafri löngun til að vita. Og það
var ekki einskær forvitni sem réð
þessari löngun. Engu var Ifkara
en hann hefði bvrgt inní með sér
öll þessi ár þörfina að vita hver
hann væri og hvaðan hann var
koininn. og nú loksins var sú
stund runnin upp að hann varð að
fá svar.
Húsið var sá staður sem hann
gat bvrjað á.
Sagan byrjaði hér með vináttu
læknisdótturinnar og móður
hans...
Bak við húsið skýldí múrveggur
húsinu frá næstu lóð. Timburhlið
þeim megin hafði einhverra hluta
vegna verið skilið eftir. Svo gekk
hann áfram og kom að dvrum sem
voru sennilega út úr efdhúsinu.
en þær voru læstar. Framdvrnar
sem voru þungar og sami ósmekk-
legi fburðurinn þar sem annars
staðar — fitað gler og útskurður
sem hrópaði hvort á annað. En
það lá við að honum hnvkkti við
þegar hann sneri húninum og
þungar dvrnar luktust upp fvrir
honum. Það var greinilegt að hér
hafði hinum rosknu og hamingju-
sömu Pinethjónum orðið á f
messunni.
Það var skárra þegar inn kom.
að minnsta kosti samanborið við
hversu það leit út utan frá. Hann
gekk um stofurnar og á einni
hurðinni stóð máð spjald, „bið-
stofa“. Hann athugaði hvort
dvrnar væru læstar og stóð sfðan
eins og negldur við gólfið. Grá-
hærð kona lá á hnjánum og glápti
jafn hissa á hann á móti.
Loks gat hann stunið upp:
þegar hann hafði horft á hana og
komizt að þeirri niðurstöðu að
hún var greinilega þeirra erinda
þarna að skrúbba gólfið:
— Frú Pinet?
— Hún er ekki hér, sagði
konan. — Þau eru flutt. Þér verð-
ið að tala við lögfræðinginn.
— Ég hef hitt hann. sagði
David — Levfist mér að spvrja
hver þér eruð? Hann nefndi
ekki...
— Þvf skvldi hann gera það?
sagði hún hrvssingslega.
— Hverjum finnst taka þvf að
nefna hreingerningarkonuna?
Hver man eftir mér þótt ég hafi
unnið hér eins og þræll árum
saman?
— Afsakið, sagði hann kurteis-
lega og ha-tti sér lengra inn f
herbergið:
— Eg meinti bara að hann vissi
ekki að neinn vrði hér sem gæti
hleypt mér inn.
— Þegar leigjandi flvtur er
venjan að húsið sé gert hrcint. Og
ég er ekkert að tvfnóna við hlut-
ina. Hann veit það fullvel.
— Það má sjá að vður er vel
trevstandi til að ganga vel frá
öllu, sagðí David. en fannst orð
sfn hljóma hjákátlega og fleðu-
lega. Hann var ekki nógu laginn
við slfkar vfirlýsingar. Hann
ákvað að bera upp þá spurningu
sem hugleiknust var honum:
— Þekktuð þér fjölskvlduna
sem átti húsið einu sinni,
Heraultfólkið?
Hún vatt gólfklútinn með
snöggri hrevfingu eins og hún
væri að snúa kjúkling úr hálsliðn-
um. Hún var óneitanlega gjörvu-
legur kvenmaður. Ilann gat ekki
gjörla áttað sig á aldri hennar,
enda þótt andlit hennar bæri vott
um að hún ætti verulega reynslu
að baki var Ifkamsvöxtur hennar
unglegur. Augun voru svört og
munnsvipurinn bar vott um
beizkju.
— Hver eruð þér? sagði hún. —
Mér var ekki sagt að von væri á
neinum hingað. Hvernig komust
þér inn?
— Utidyrnar voru ólæstar,
sagði David. — En aftur á móti
voru bakdyrnar læstar.
— Ég læsi alltaf þegar ég er að
vinna. Ef ég gerði það ekki ga-ti
fólk ruðzt inn meðan ég er að
vinna uppi.
Hann var greinilega settur á
bekk með óviðkomandi aðilum.
Það var hlægilegt að láta við svo
húíð standa.
— Ég er nýi eigandi þessa
húss, sagði hann. — Ég hciti
David Hurst.
Orð hans höfðu stórmikil áhrif.
Það var engu likara cn hann hefði
rekið henni utan undir. Hún hálf-
datt aftur fyrir sig og lokaði
augunum eitt augnablik. Þegar
hún teit á hann aftur var f þeim
blik, sem hann átti erfitt með að
skilja hvað merkti.
— Svo að þér eruð sonur henn-
ar, sagði hún. — Loksins eruð þér
komnir.
— Já, ég er kominn.
— Ekki datt mér í hug þér
kæmuð. Ætlið þér að búa hér?