Morgunblaðið - 02.03.1976, Side 29

Morgunblaðið - 02.03.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 33 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-l dags. 9 Sannleikurinn eða tilbúningur? er yfirskriftin á grein Sæmundar G. Jóhannessonar, ritstjóra á Akureyri, sem hér fer á eftir: 8. þ.m. flutti Morgunblaðið Hugvekju eftir sr. Þóri Stephen- sen. Hún nefnist „Sköpunarsag- an“. Telur hann þær vera tvær og ekki samræmi á milli þeirra. Er þetta rétt eða rangt hjá honum? Ég fletti upp biblíulegri Al- fræðibók (International Standard Bible Eneylopaedia). Þar er sköp- unarsagan talin vera ein, en i tveimur köflum. Sé hinn fyrri mikilfenglegur inngangur að hin- um siðari, sem hefst á síðari hluta 4. greinar í 2. kafla, er skýrir meir frá smáatriðum en hinn fyrri. Ekki eru allir visindamenn sammála um það, að hafna verði sköpunarsögu biblíunnar, en taka heldur trúanlega kenninguna um þróun. I Bandaríkjunum var fyrir nokkrum árum stofnað félag vís- indamanna, sem með öllu neita þróunarkenningunni. Mig minn- ir, að félagsmenn væru á fjórða hundrað. Bók er til, sem nefnist: „Why We Believe in Creation, Not in Evolution." (Hvers vegna við trú- um á sköpun, en ekki þróun.) Þar eru fjölmargir stuttir kaflar, sem teknir eru úr ritgerðum, bókum og blaðagreinum visindamanna, sem skýra frá ýmsum fyrirbærum i riki náttúrunnar, sem verða ekki skýrð með kenningunni um þró- un. Allir læra í skólum, að fiskar synda endilangir í sjó, vötnum og ám. Flatfiskar synda á hliðinni. Ein tegund fiska syndir þó öðru visi sæhesturinn svonefndi. Hann syndir uppréttur. Það er líka lögmál, sem allir þekkja, að kvenkynið gengur með afkvæmin og fæðir þau af sér, breytilega þó eftir tegundum. En sæhesturinn brýtur þessa reglu. Hrygnan gýtur hrognum sínum í poka á kviði hængsins. Þar frjóvg- ast þau og fæðast sem lifandi ung- viði eftir 45 daga meðgöngu föð- urins. Kenningin um þróun var sett fram á Darwin á þeim grund- velli, að breytingar allar væru til gagns fyrir tegundina. Sú skýring nægir ekki hér. 0 Örkin hans Nóa Síra Þórir minnist líka á Nóa- flóð. Hann talar um tvær flóðsög- ur. I áðurnefndri Alfræðibók um biblíuna viðurkennir höfundur kaflans um Nóaflóð ekki þessa kenningu. Hann setur þar fram „dagbók" Nóa. Fyrst magnast — Nei, það hugsa ég ekki. Hún yppti öxlum. — Eíginlcga hefur enginn búið hérna sfðan Herault læknir dó. Fólk hefur rétt tyllt hér niður tá. Ég er sú eina, sem hef haldið tryggð við þetta hús. Ég hef fvlgt þvf. llann hefði átt að láta yður vita það. David velti fyrir sér að hún hefði sennilega verið á stundum dálftið þrevtandi fvlgifiskur fyrir þá sem höfðust við f húsinu. Hafði Gautier reynt að losa sig við hana? Var það ástæðan fvrir beizkjunni f andlitsdráttum hennar? — Ég veit þvf miður ekki hvað þér heitið, madame. — Desgranges. — Þekktuð þér móður mfna, Mme Desgranges? — Auðvitað gerði ég það. — Mig langar til að spyrjayður um hana ef þér takið það ekki ílla upp. Eg veit ákaflega Iftið um það tfmabil f Iffi hennar sem hún varði hér. Hún svaraði ekki að bragði og leit aftur niður á gólfið. — Eg verð að Ijúka þessum hreingerningum, sagðí bún að lokum. — Og sfðan verð ég að flýta mér heim. vötnin á jörðinni ákaflega í 40 daga. Þá fyrst lyftir vatnið risa- skipinu flatbotnaða, Örkinni, svo að hún flýtur á vatninu. Eftir það eykst vatnsmagnið, „svo að öll hin háu fjöll, sem eru undir öllum himninum fór I kaf, „huldu þau fimmtán álna djúpt" (segir nýleg amerísk þýðing) . . . Og vötnin mögnuðust á jörðinni hundrað og fimmtíu daga.“ Biblian segir, að örkin nam staðar á Araratsf jöllunum. Ararat var og er landssvæði, þar sem eru mörg há fjöll. Utan i einu þeirra og ofarlega þó staðnæmdist örkin. HUN ER ÞAR ENN 1 DAG! Jósefus, sagnaritari Gyðinga, skýrir frá þvi, að menn fóru i pílagrímsferðir til arkar Nóa og höfðu þaðan með sér bikflögur, en hún var bikuð utan og innan, segir í frásögn Nóa eða sona hans. Fjallið, þar sem örkin er, er ísi hulið eða jökli ofan til, sem þiðn- ar misjafnt árlega eftir veðráttu. Flugmenn hafa flogið yfir, þar sem örkin er, og séð móta fyrir henni í jöklinum. Franskur mað- ur fór þarna upp, sem örkin ligg- ur, fyrir fremur fáum árum. Stóð þá skutur þessa mikla skips út úr ísnum, en brattur hamar var til hliðar við hann. Frakkanum tókst með erfiðismunum að klifra niður að arkarendanum. Maðurinn sá, að skipið var smíðað úr stórum plönkum negldum saman með um 30 sm löngum járnnöglum. Hann gat sagað dálítinn bút af enda á planka. Komst hann með hann út úr Tyrklandi. Trébútur þessi var síðan timamældur með „karbon 14“ aðferðinni. Nákvæmustu rannsóknir leiddu í ljós, að tréð hafði verið lifandi fyrir svo sem 4800 árum. Þær sýndu einnig, að trjátegund þessi er nú horfin af jörðinni. En áratalan samsvarar nokkurn veginn þeirri tölu ára, sem finna má við athugun á ætt- artölu frá Sem, syni Nóa. Til Abrahams, og frá honum til tíma Krists. Drottinn Jesús Kristur staðfesti báðar þessar sögur um sköpunina og flóðið á dögum Nóa. Hann notaði hina fyrri til að staðfesta helgi hjónabandsins (Matt. 19.). Með hinni síðari sýndi hann, að mennirnir verða eins óviðbúnir, er hann kemur hingað aftur, eins og þeir voru á dögum Nóa, „er flóðið kom og hreif þá alla burt.“ (Matt, 14.37. —39.) Hugmyndir manna, skoðanir og þekking breytast án afláts. Ef biblian hefði alltaf átt að vera þeim sammála, þá væri ekki hægt að standa föstum fótum á „óbifan- legum kletti heilagrar ritningar," eins og gamli Gladstone i Eng- landi mælti fyrir liklega hundrað árum. Eigum við ekki báðir að standa þar framvegis, sira Þórir Step- hensen? % Meira af kristi- legu efni „Ein súr“ skrifar: Þar sem þín óflekkaða síða er ætluð skotspónum, sem vilja freta almennilega á kerfið, þá ætla ég að biðja þig um að birta þetta saklausa innihald af óskum margra kristinna unglinga, sem vilja losna við garnagaulið frá Pelíkan og öðrum vinbelgjum. Það sem mig langar til að vita er: 1. Hvers vegna í ósköpunum er hæt't að senda út þáttinn „Kross- götur“? 2. Af hverju er ekki meira af kristilegu efni i útvarpinu? 3. Væri ekki hægt að gera kynn- ingarþátt um K.F.U.M. og K.F.U.K. til þess að unglingar haldi ekki að þetta sé einhver neðanjarðarkirkja kristinna ungl- ina. Með von um að þetta litla bréf sleppi í gegn, þá óska ég Velvak- anda velfarnaðar sem óflekkuð- um dálki. HÖGNI HREKKVÍSI Merkjasaia ð ðskudag Reykjavíkurdeild R.K.Í. afhendir merki á neðantöldum útsölustöðum frá kl 9.30. Börnin fá 10% sölulaun og þau söluhæstu fá sérstök verðlaun. Vesturbær: Skrifstofa Reykjavíkurdeild R.K.Í. Öldugötu 4. Söluturninn Vesturgötu 53 Melaskólinn v/Furumel Skjólakjör, Sörlaskjóli 42 Skerjaver, Einarsnesi 36 Verzlunin Perlon, Dunhaga 20. Austurbær: Skrifst. R.K.Í. Nóatúni 21 Fatabúðin, Skólavörðustig 21 Verzlunin Barmahlið 8 Silli og Valdi, Háteigsvegi 2 Sunnukjör Skaftahlið Hliðaskóli v/Hamrahlið Dagheimilið Lyngás, Safamýri 5 Austurbæjarskólinn Verzl. Skúlaskeið Skúlagötu 54 Smáíbúða- og Fossvogshverfi Fossvogsskóli B reiðagerðisskóli Álftamýrarskóli Laugarneshverfi: Laugarnes apótek Kirkjuteig 21 Laugalækjarskóli v/Sundlaugaveg Kleppsholt: Langholtsskóli Vogaskóli Þvottahúsið Fönn, Langholtsv. 113 Árbær: Árbæjarskóli Árbæjarkjör, Rofabæ 9 Breiðholt: Breiðholtsskóli, Arnarbakka 1 Fellaskóli — Breiðholti III Hólabrekkuskóli v/Suðurberg / Vesturberg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.