Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976 römm, sem dregur fátækan, íslenzkan bóndason, fæddan fyrir 100 árum, til listnáms er- lendis og til að helga sig mynd- listarstörfum af þeirri alvöru og elju, aó hann er ótvírætt meðal þeirra fremstu, sem fengizt hafa við myndlist á Is- landi. Ásgrimur Jónsson hefur lýst því i endurminningum sínum, sem Tómas Guðmunds- son færði í letur fyrir 20 árum, að þegar í bernsku hafi hann fest sig í þeirri trú, að hann ætti að verða málari. Þó hefði hann á þeim árum víst sjaldan eða aldrei heyrt minnzt á list- málara og ekki kynnzt myndlist af eigin sjón, fyrr en hann var orðinn fulltiða maður og kominn til Kaupmannahafnar. „En allt að einu“, segir Ásgrímur, „undi égöllum stundum, er ég mátti, við að festa á blað þær myndir úr náttúrunni, sem mér voru hug- leiknastar, og það var eiginlega mesta furða, hvað ég gat orðið mér úti um mikinn pappír til þeirra hluta, en sjálfsagt hef ég haldið eins spart á honum og mér var unnt.“ Ásgrímur Jónsson var braut- ryójandi i ísienzkri myndlist. Hann var að vísu ekki fyrsti íslenzki myndlistarmaðurinn, en hann flutti með sér ferskan andblæ og lífsþrótt i íslenzkt myndlistarlif. Með verkum sinum þroskaði hann þekkingu landsmanna á myndlist, og yngri mönnum varð hann fyrir- mynd og aflgjafi, en margir okkar beztu listamanna, sem á eftir honum komu, nutu leið- sagnar hans, áður en þeir héldu utan til náms. Flestar fyrirmyndir sótti hann i islenzka náttúru og landslag. Enginn islenzkur málari hefur náð lengra en hann í túlkun á stórbrotnu landslagi okkar og fáir náð að standa jafnfætis honum í þeirri list. Annar athyglisverður þáttur í list Ásgríms er túlkun hans á íslenzkum þjóðsögum, þar sem hann dregur fram af skarpskyggni atburði og nöfn úr hinum kynlega þjóðsagna- heimi okkar. Þannig stendur list hans djúpum rótum í islenzkri þjóðarsál. Ásgrimur ferðaðist víóa um landið til að viða að sér hug- myndum i myndir sínar. Lengst af bjó hann þó í Reykjavik. Hér starfaði hann og var áberandi persónuleiki í bæjarlífinu. Hér hélt hann fjölda sýninga, sem settu mikinn svip á listalífið í bænum. Ásgrímur Jónsson hefði orðið 100 ára þann4. marz 1976. Minningu þessa mikilhæfa listamanns vill Reykjavikur- borg heiðra með þvi að halda að Kjarvalsstöðum yfirlitssýningu á verkum hans í samvinnu við Ásgrímssafn. Þess er að vænta, að borgarbúar og landsmenn allir kunni að meta þá ákvörð- un og að sýningin verói einn af meiri háttar listviðburðum ársins." ASGRIMSSYNING verður opnuð n.k. laugardag i báðum sölum Kjarvalsstaða og i göng- um hússins eru einnig Ásgríms- myndir, alls 274 verk og er þetta stærsta yfirlitssýning á verkum eins málara á Islandi. Reykjavíkurborg stendur fyrir sýningunni og á blaðamanna- fundi í Kjarvalsstöðum gat Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri þess að á s.l. ári hefði verið tekin ákvörðun um það hjá Reykjavíkurborg að heiðra minningu hins mikil- hæfa listamanns, Ásgríms Jóns- sonar, með þvi að halda yfirlits- sýningu á verkum hans í Kjar- valsstöðum í samvinnu við Ásgrímssafn, en í Ásgrímssafni er aðeins unnt að sýna um 30 myndir í einu. Ásgrímur Jónsson var fædd- ur 4. marz 1876 og á því 100 ára afmæli um þessar mundir. I sýningarnefndinni eru Bjarn- veig Bjarnadóttir, Guðmundur Benediktsson, Hjörleifur Sig- urðsson og Þorvaldur Skúlason. Ásgrímssýningin verður opin í marz og apríl og verður hún öllum opin frá kl. 5 á laugar- dag, en Bjarnveig Bjarnadóttir í Ásgrímssafni þakkaði borgar- stjórn þá miklu rausn að hafa sýninguna opna ókeypis fyrir alla sýningartimann, en á sýn- ingunni eru tæplega300 af þeim málverkum sem Ásgrím- ur gaf íslenzku þjóðinni á sín- um tíma og varðveitt eru í Ásgrimssafni. Ásgrímssýningunni í Kjarvalsstöðum er skipt i nokkrar deildir, m.a. myndir frá Húsafelli, eldgosamyndir, Reykjavíkurdeild, Þingvalla- deild, þjóðsagnamyndir o.s.frv. Ölafur B. Thors, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, formaður stjórnar Kjarvals- staða, tjáði fréttamönnum að á sýningartímanum yrðu haldnir tveir Mozarttónleikar, en Ásgrímur var mikill unnandi tónlistar og þá sérstaklega Mozarts og á yngri árum átti hann i baráttu um að velja á milli hvort hann ætti að sinna tónlist eðalistmálun. Olafur kvað Kammersveit Reykja- víkur sjá um aðra tónleikana, en Félag íslenzkra tónlistar- manna um hina og tilgangurinn væri að gera þessa sýningu enn meiri hátíð. I spjalli við fréttamenn rifjaði Bjarnveig upp fyrstu ár Ásgríms sem málara og þá erfióleika ogoft skilningsskort sem við var að glíma en aldrei kvað hún málarann hafa gleymt orðum Ara bónda á Fagurhólsmýri er hann sagði við Ásgrim: „Þetta hlýtur að vera einhverskonar ættjarðar- ást að mála landið." Ásgrimssýningin er fjórða viðamikla listsýningin sem Reykjavikurborg stendur fyrir í Kjarvalsstöðum. Sú fyrsta var Kjarvalssýning, þá sýning á eigin verk- um borgarinnar og svo sýning fjögurra listamanna sem borgin bauð aó sýna sameiginlega í húsinu.| Hér fer á eftir ávarp Birgis Isleifs Gunnarssonar borg- arstjóra, sem birt er i sýningarskrá Ás- grímssýningarinnar að Kjarvalsstöðum: „Sú taug hlýtur að vera Þessa mvnd tók Ólafur K. Magnússon ljósmvndari Morgunblaðs- ins, af Ásgrími Jónssvni listmálara þegar hann afhenti íslenzku þjóðinni á sínum tíma að gjöf tæplega 500 málverk eftir sig, en listamaðurinn andaðist 5. apríl 1958. Myndin er tekin í vinnu- stofu listamannsins við afhendingu málverkanna, en síðar var Asgrímssafn opnað f vinnustofu og heimili listamannsins að Bergstaðastræti 74 árið 1960. Reykjavíkurborg efnir til stærstu yfir- litssýningar eins málarai á íslandi Á blaðamannafundinum i Kjar- valsstöðum í gær í tilefni opnunar Asgrimssýningar- innar. Frá vinstri: Alfreð Guðmundsson, forstöðumaður Kjarvalsstaða, Ólafur B. Thors, forseti borgarstjórnar Reykja- víkur formaður stjórnar Kjar- valsstaða, Guðmundur Bene- diktsson og Hörleifur Sigurðs- son listamenn, Bjarnveig Bjarnadóttir og Birgir tsleif- ur Gunnarsson borgarstjóri Ljósmynd Mbl. Ol.K.M. 41 Asgríms- sýningin að heíjast í Kjarvalsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.