Morgunblaðið - 04.03.1976, Page 14

Morgunblaðið - 04.03.1976, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976 Bragi Ásgeirsson: Ásgrímur Jónsson Aldarminning „I hárbeittri skvnjun þeirrar teg- undar, sem stundum lýstur meðvitund mannsins í svefnrofunum, verður mér í fvrsta sinn á ævinni Ijóst, hver háski og hrika- dvrð er samfara lífinu á þessari jörð.“ Á þennan hátt heíur Ásgrimur Jóns- son lýst bernskusýn, er sífelldlega vakti fyrír honum í endurminningunni, „er hann stóð úti í hlaðvarpa, tveggja ára snáði, einn síns liðs og umvafinn hátíð- legri dul' Ijósaskiptanna. En skyndilega verður honum litið í norðaustur, og sér þá allt í einu, hvar eldglæringum bregð- ur á loft, rauðum feiknstöfum, sem rista dimmt himinhvolfið, og jafnsenmma finnur hann jörðina bifast undir fótum sér. Hann gerir sér þess vitanlega enga grein, hvort hann er lengur eða skemur vitni að þessu torkennilega fyrirbæri, en hugur hans er á samri stund gagntekin lotningarfullum ugg“... Hér voru á ferð umbrot og sprenging- arþær, sem urðu í Krakatindi norðaust- ur af Heklu að áliðnum degi hinn 27. febrúar 1878, en þeim fylgdu eldsum- brot og jarðhræringar. Geymdist þessi ógnþrungna bernskulifun Ásgrími í ljósu minni, en án þess þó að hann hug- leiddi að leita því skýringar fyrr en ára- tugum seinna. Enginn islenzkur málari hefur lýst sinni fyrstu bernskuminningu á jafn myndauðugan hátt. Er mjög til efs að nokkurstaðar í veröldinni sé fyrsta lifun myndlistarmanns tengd jafn hrikalegri skynjan. Er hér næsta táknrænt, hve hin stórbrotna sýn grópast fast í vitund hins unga sveins, sem beið það hlutverk að búa þjóð sinni nýja tima á sviði mynd- rænna skynjana, hefja myndræn atriði á ný til vegs. I dag mætti þess veglega minnast, að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Ás- gríms Jónssonar, eins fremsta brautryðj- anda að nýsköpun íslenzkrar myndlistar á þessari öld. Asgrímur er elztur „hinna þriggja stóru", er ruddu braut nýju landnámi íslenzkrar myndlistar og tengdi hana aftur meginstraumum evrópskar listhefðar. Ásgrímur Jónsson var fæddur að Rúts- staðahjáleigu í Flóa, Gaulverjabæjar- hreppi í Árnessýslu hinn 4. marz 1876. Voru foreldrar hans Jón Guðnason bóndi, ættaður úr Þingeyjarsýslu, og kona hans, Guðlaug Gísladóttir, ættuð úr Hrunamannahreppi og komin af hinni þekktu Bolholtsætt. Víð yfirsýn og miklar sjóndeildir blöstu við Ásgrími til allra átta frá hlað- varpa æskustöðvar hans. „Upp frá haf- inu í vestri rís Hellisheiði með hamra- belti og gnípur og þó fyrst Hlíðartáin, sem gengur niður að Selvogi, en síðan er Heiðin há og Kvennagönguhólar, og all- miklu austar Hengill ogGeitafell. Þar tekur Ingólfsfjall við, en til norðurs á milli þess og Búrfells í Grímsnesi, ber Botnssúlur við himin og enn austar sér yfir Kálfstinda, f jöllin upp af Laugardal og Biskupstungum, Högnhöfða, Hlöðu- fell og Þórisfell. Er þá komið að Heklu sjálfri, drottningu íslem.kra fjalla, en fyrir sunnan hana taka enn við fjöll og jöklar í óslitinni röð, Tindaf jallajökull og Seljalandsmúli, en suður i hafi spyrna Vestmannaevjar við fæti. Og þessi víði og mikli f jallafaðmur tekur sífelldlega ásig nvjar myndir i þrotlaus- um leik Ijóss og skugga, allt frá morgni til kvölds og frá árstíð til árstíðar." Ásgrímur telst ekki fyrsti íslenzki myndlistarmaðurinn en um margt telst hann forgöngumaður á sviði málaralist- ar og ekki þarf langt að leita að tiltækum heimildum til að sannfærast um, að af „hinum þremurstóru" frumkvöðlum framsækinnar íslenzkrar nútímalistar á enginn fremur skilið að teljast braut- ryðjandi en Asgrímur. Hann er ekki einungis elztur þeirra, heldur fór hann fyrstur utan til listnáms haustið 1897, og efndi einnig fyrstur til sýningar á eigin verkum haustið 1903.Var sú sýning í svonefndu Melsteds-húsi við Lækjar- torg, þar sem Útvegsbanki islands stend ur nú. Þá varð Ásgrímur fyrstur þeirra þremenninga til að hrífast af list Van Gogh og impressjónistanna og flytja slík áhrif heim ti) tslands. Ver. er að geta, að ungur að árum réðst hann til starfa vestur í Bíldudal til staðarhöfðingjans þar, „Bíldudals- kóngsins", og var það gæfa hans að njóta þar kynna og uppörvunar hinna stórmerku hjóna og menningarunn- enda, Ásthildar Guðmundsdóttur og Péturs J. Thorsteinssonar. Það var ekki síður gæfa sonar þeirra Guðmundar (Muggs), að hitta fyrir slika presónu sem Ásgrimur var. 1 hlut Ás- gríms féll að veita hinum ungalist- hneigða sveini fyrstu tilsögn í teikningu, og býr lengi að fyrstu gerð, en Ásgrimur var á þeim árum farinn að sýsla með ritblý, þvottabláma og krit. Ur þeim efniviöi mun hann hafa unnið sina fyrstu mynd af Heklu, en um litakaup fara minni sögur á þeim árum. Þá var einnig ein af fyrstu tilraunum Ásgríms á listabrautinni að móta úti í náttúrunni og eftir fyrirmyndinni sjálfri líkan úr leir, mosa, spýtum ogýmsu fleira handbærú, af Hróarsholtsklettum ásamt bænum og kirkjunni undir klett- unum. „Þessir fögru og unaðslegu klett- ar, sem blöstu við augum minum hvern morgun, þegar ég kom á fætur, létu mig aldrei I friði. 1 huga mínum fengu þeir yfir sig dularfullan ævintýraljóma, sem greindi þá frá öðru landslagi, sem ég þekkti. En ég kannaðist því betur við þetta hugðnæma umhverfi úr þjóðsög- unum, sem ég hafði lesið eða heyrt á vökunni og flestar f jölluðu um útilegu- menn og álfaslóðir." Þau tvö ár, sem Asgrímur dvaldi á Bildudal, ýttu undir og mörkuðu til úr- slita þá ákvörðun hans að leggja út á listabrautina, og enginn var sá staður á íslandi í þann tíma, sem betur var fall- inn til að efla með honum viljann til að brjóta brýr að baki og halda utan til listnáms. Ásgrímur vann fyrst í stað aðallega við uppskipun ýmiss varnings, m.a. á salti og kolum, þetta var óhrjáleg vinna og sannkallaður þrældómur, svo sem henni var þá háttað. En eftir að það spurðist, að hann fengist við að teikna og mála fékk hann fljótlega annan og virðu- legri starfa, sem var að mála hús, skip og sitthvað fleira, jafnvel leiktjöld og var það einkum Pétur J. Thorsteinsson sem að því stóð. Þá keyptu börn þeirra hjóna, Ásthildar og Péturs iðulega af honum myndir fyrir eina eða fleiri krónur, og eitt sinn keypti Asthildur af honum mál- verk fyrir tíu krónur, sem var ævintýra- legur viðburður í lífi Ásgríms, og síðar á ævinni er honum nær að halda, að hann hafi ekki í annan tímagert eftirminni- legri málverkasölu. Fleiri keyptu af Ás- grími myndir, og er hann löngu seinna sá eina slíka hjá góðkunningja sinum í Bildudal, furðaði hann sig á, hve teikn- ingin var nákvæm og vel útfærð. Þótt foreldrar Ásgríms væru í sveit fjöldans, kjörin kröpp og hann frumburður í hópi sjö systkina, gafst honum furðumikið tóm til að sinna hugðarefni sínu að gerð myndverka, —tilgangslitilli iðju að flestra dómi. Efnin voru knöpp og lífs- baráttan hörð, og faðirinn eina fyrir- vinna heimilisins. Hann var þó ekki átal- inn fyrir föndrið, en hvorki æskilegt hrós né uppörvun hlaut hann á þessum árum. Þó mun þetta „kynlega dundur" hans trúlega hafa notið meiri samúðar en hann gerði sér grein fyrir. Þetta voru ekki tímar óþarfa orðræðna né yfir- borðskennda, og þá þótti meiri reisn og manndómur að bera ekki hug sinn allan á torg og slíkt meira í bland við svalan lífsfrerann. Ásgfimur minntist þess þó að eitt sinn lét faðir hans þau orð falla við hann án sýnilegs tilefnis að hann ætti að verða málari. Þótti honum ein- kennilegt, að faðir hans skyldi taka þannig til orða og varð aldrei fyllilega Ijóst, hvað fyrir honum vakti. En var hér um vissa viðurkenningu eða forspá að ræða? Tiifinningar koma fram með ólík- um hætti, þögn og afskiptaleysi lýsa á stundum meiri skilningi eða ádeilu en lofsyrði eóa ámæli. Ásgrímur var for- eldrum sínum einlæglega þakklátur fyr- ir réttlátssemi í hans garð, hvað þau voru í raun tillitssöm gagnvart sýsli hans, og hann sagði síðar „að sér hafi Þessi mynd er stækkuð eftir Iftílli Ijósmynd sem fannst f húsi Asgríms Jónssonar að honum látnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.