Morgunblaðið - 20.03.1976, Síða 5

Morgunblaðið - 20.03.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976 5 Seltirningum boðið að hlaupa af sér hornin LEIKFÉLAG Seltjarnarness er nú að hefja sýningar á gaman- leiknum Hlauptu af þér hornin og verða sýningarnar i Félags- heimilinu áSeltjarnarnesi. Leikfélag Seltjarnarness var stofnað 13. október 1971. Fy.rsti formaður félagsins var Sig- urður Sigmundsson, síðar Jón Jónsson, en núverandi for- maður er Guðjón Jónatansson-. Félagið sýndi árið 1972 ein- þáttungana Jóðlíf eftir Odd Björnsson og Sköllóttu söng- konuna eftir Ionesco. Leikstjóri var Hákon Waage. Arið 1973 barnaleikritið Gosa eftir Jó- hannes Steinsson, Geimfarann eftir Hreiðar Eiríksson árið 1974, og með það leikrit fór 4 manna leikflokkur til Alands- eyja i tilefni 10 ára afmælis sambands finnsk—sænskra áhugaleikara. Leikstjóri við tvö síðasttöldu verkin var Jón Hjartarson, sem jafnframt var kennari á framsagnarnám- skeiði. Hefur félagið efnt til fimm framsagnarnámskeiða, og notið þar leiðsagnar Péturs Einarssonar, Hákonar Waage, Jóns Hjartarsonar og Ingunnar Jensdóttur. 13. febrúar s.l. kom finnskur leikflokkur frá Braga Dramat- en í Helsinki í boði Leikfélags Seltjarnarness, og hafði hér 4 sýningar í félagsheimílinu við ágætar undirtektir. Einnig tók félagið á móti og liðsinnti finnska leikflokknum Tilatteri frá Helsinki árið 1975. Félagið hefur undanfarin 3 ár séð um skemmtiatriði á Sel- tjarnarnesi 17. júní í samvinnu við Iþróttafélagið Gróttu. Núverandi verkefni félagsins nefnist „Hlauptu af þér horn- ín“ (Come Blow Your Horn) og er eftir bandaríska leikrita- skáldið Neil Simon. Höfundur- inn hefur samið fjöldann allan af leikritum og sjónvarpsþátt- um, og hafa mörg verka hans verið kvikmynduð. Hefur Simon bæði hlotið Emmy og Tony verðlaunin fyrir verk sin. Hlauptu af þér hornin er gamanleikur í þremur þáttum. Framhald á bls. 18 Leikarar og aðrir aðstandendur sýningar Leikfélags Seltjarnarness, Hlauptu af þér hornin. Ljósmynd Mbl. Ól.K.M. Audi ÍOO er stór, glæsilegur fjöl- skyldu-, atvinnu- og lúxus ferðabíll, sem er laus við allt prjál — Audi 100 er mjög lipur í borgarakstri og rásfastur í langferðum. Auói ÍOO er tæknilega leiðandi, þægílegur og öruggur. Rúmgóður og BJARTUR. Vélin, sem er fram í er vatnskæld fjögurra strokka, fjórgengisvél. Hún er fremur hraðgeng og hefur gott viðbragð enda er hlutfall milli orku vélarinnar og þunga bíls- ins sérlega hagstætt og eyðir hún því litlu eld- sneyti (8,9 I pr. 100 km) miðað við afköst. ORYGGISSTYRKT YFIRBYGGING ÖRYGGI AuóilOO Framhióladrif, öryggisstyrkt yfirbygging. Styrking yfir- byggingar er tölvuútreiknuð með tilliti til höggdeyfingar að framan og aftan. Öryggis- stýrisás. Öryggisgler. Tvöfalt krosstengt bremsukerfi með sjálfvirkum bremsujafnara (Við bendum yður á að kynn- ast því sérstaklega). AuÓl bremsujafnarinn kemur í veg fyrir hliðarrennsl á hálum og blautum vegum. ÞÆGINDI Auól ÍOO Hann er sérlega vandaöur að öllum innra búnaði. Fráqanqur í hæsta vestur-bvzka gæðaflokki. Upphituð afturrúða, glæsilegt mælaborð með quartsklukku og rafknúinni rúðusprautu og fjölstilltum rúðuþurrkum. Svefnsæti með höfuðpúðum, sjálfstillanleg rúllubelti. 680 lítra farangursrými. Auói lOO er rúmgóður og bjartur, það fer vel um 5 farþega á ferðalagi og svo erfarangursrýmið sérlega stórt Hitunar- og loftræstikerfi er af fullkomnustu gerð. Dreifingu og styrkleika loftstreymis og hitastig er hægt að stilla að vild. SYNINGARBÍLAR Á STAÐNUM HEKLA HF. Laugavegi 170—172 — Sfmi 21240

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.