Morgunblaðið - 20.03.1976, Síða 10

Morgunblaðið - 20.03.1976, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976 I HLAÐVARPANUM SJÓMANNAFRÆÐSLAHI^^^^HHIHH^MBH „Einstaklings- og fjölskylduheimavist fyrir Stýrimannaskólanema í Eyjum” HANDIÐNAÐUR 0 KRIORIK Asmundsson kenn- ara \i<) Stýrimannaskólann í Vest- mannaevjum hittum við á förnum vegi í Revkjavík og innt- um frétta af starfi skólans sem tók aftur upp þráóinn í haust frá því fyrir gos. „Skólinn hefur í vetur starfað nieð Iðnskólanum og Vélskól- anum i Kyjum," sagði Kriðrik, „og hefur það komið vel út á þann hátt að þau fög sem nemendur þcssara skóla eiga sameiginleg hafa verið kennd sameiginlega, þ.e. íslen/ka, enska, danska og stærðfræði. Sérkennarar eru hins vcgar við Vélskólann og Stýri- mannaskólann i þeim fiigum sem þeim einum hentar. Það var ákveðið síðast i september að starfrækja Stýrimannaskölann í Kyjunt í vetur og þar sem það var gert svo seint urðu nemendur eðiilega ekki margir, aðeins 5 TÓNLIST F'riðrik Asmundsson talsins, en skólinn er kominn af stað aftur og allir eru einhuga um að efla hann fast og ákveðið og um þessar mundir er verið að ljúka við að koma fyrir öllum siglingatækjum skólans til fram- búðar í skólahúsnæðinu, en það verður undir sama þaki og Iðn- skólinn og Vélskólinn. Þá er verið að ganga frá vélasal Vélskólans og vélakostur Iðnskólans er einn- ig i húsinu. Þar verður einnig heimavist fyrir Stýrimannaskól- ann og mun hún taka til starfa næsta haust, svo nemendur úr öðrum byggðarlögum geti stund- að nám við skólann. Þá verður einnig úthlutað íbúðum til vistar fyrir nemendur með fjölskyldur. Við viljum fá menn utan af landi í þennan skóla, það hefur reynzt vel bæði fyrir okkur og þá sem hafa numið í Eyjum, en nú eru þessi mál komin á skrið aftur eftir erfiðleikana síðan um gos.“ # Við smelltum af þessum mynd- um eftir velheppnaða orgeltónleika Marteins Hunger Friðrikssonar i Dómkirkjunni s.l sunnudag, en þar flutti hann verk eftir Pál ísólfsson, Mendelssohn, Bach, Þorkel Sigur- björnsson og Cécar Franck. I gagn- rýni Jóns Ásgeirssonar tónlistar- gagnrýnanda Morgunblaðsins fær Marteinn mjóg góða dóma fyrir ris- mikinn og vel útfærðan flutning, en þar segir Jón m.a.: „Marteinn Hunger Friðriksson er dugmikill tón- listarmaður og má heita merkilegt hvað hann kemur miklu I verk. Nýlega stóð hann fyrir hljómleíka haldi á vegum Tónlistarfélagsins ! Reykjavlk, þar sem fram komu nemendur I sóngkennaradeíld, skóla kórinn og hljómsveit skólans og fluttu með miklum glæsibrag ýmiss konar tónlist undir stjórn hans og nemenda I kórstjórn. Þessir tónleikar voru í alta staði mjög vandaðir og þeir sem þekkja til kennslu. vita að stjórnandinn þarf að leggja mikla vinnu á sig til að ná slíkum árangri." Þegar við hófðum samband við Martein var hann að vanda fáorður um störf sln, kvaðst hafa nóg að gera. en vildi endilega vekja athygli á þvi unga fólki sem væri nú að Ijúka námi I Tónlistarskólanum og segjum Nóg að gera í tónlistinni við frá þvl I leiðinni. . .1 Hlaðvarpan- um, en hins vegar er ekki undarlegt þótt Marteinn hafi nóg að gera þvl hann kennir I Tónlistarskólanum I Reykjavfk og starfar þar með skóla- kórnum, I Háteigskirkju er hann orgelleikari og stjórnar kór kirkjunn- ar og auk þess hefur hann annazt ýmis tilþrif á sviði tónlistarinnar I tónlifi landsmanna. Á annarri myndinni er Marteinn við orgel Dómkirkjunnar s.l. sunnu- dag og á hinni með eiginkonu sinni, Hrefnu Oddgeisdóttur, að loknum tónleikum i Dómkirkjunni. Ljós- myndir Mbl. ój. Viðeinn innbrennsluofninn í brennsludeild. Atburður ársins í postulín #Gler og postulin er nú að undir- búa útgáfu veggskjalda úr postu- líni þar sem á verður innhrennd mynd af atburði ársins. Sam- kva-mt upplýsingum Braga Hin- rikssonar forstjóra verður árs- plattinn gefinn út í takmörkuðu upplagi þannig að um sögulegt „Viljum fremur byggja á handverki en fjölda- framleiðslu,“ segir Bragi Hinriksson for- stjóri (ilers og postulíns Bragi Hinriksson forstjóri Gler og postulín ásamt Hauki Halldórssvni aðalteiknara t.v. Ljósmynd Mbl. Sv. Þorm. safn verður að ræða. Akveðið er að gefa ársplattann út aftur i tím- ann til ársins 1973 og verður sá platti helgaður eldgosinu I Eyj- um, hringvegurinn verður tákn þjóðhátíðarársins 1974 og 200 mílna landhelgin tákn síðasta árs. Gler og postulín vinnur margs konar framleiðslu í gler, postulín og fleira og það nýjasta eru þrykkimyndir á skyrtur og boli, dagatöl, svuntur og tau almennt. Fyrirtækið leggur þó aðal- áherzlu á innbrennslu og er með hundruð tegunda af slíku, sem er flutt út um allt land, m.a. til 50 fastra viðskiptavina fyrírtækis- ins. Þá hefur Gler og postulín einnig flutt út postulínsplatta til Svíþjóðar, Færeyja og Danmerk- ur þótt kynlegt kunni að virðast í landi hinna kunnu postulíns- platta, sagði Bragi. Þá er fyrir- tækið að hefja framleiðslu á inn- brennslu marglitra verka og sagði Bragi að sér væri ekki kunnugt um nema eitt fyrirtæki annað á Norðurlöndum sem vinnur við slíkt. Gler og postulín prentar all- ar sínar skreytingar. Aðalteiknari hjá fyrirtækinu er Haukur Halldórsson. „Varningur okkar.“ sagði Bragi, „fæst f flestum þorpum og bæjum landsins, nema þótt und- arlegt sé í Kópavogi, þar sem fyr- irtækið er staðsett, en einnig er sérverzlun í Hafnarstræti 16. I mörgum tilvikum er um hrein dvergaupplög að ræða og því er nauðsynlegt að byggja á fjöl- breytileika, en það er einmitt það sem gerir þessa vinnslu spenn- andi. Við höfum hafnað amerísk- um möguleikum í fjöldafram- leiðslu, enda viljum við byggja á handverki fyrst og fremst." leika Blikabingósins er að Islendingur eini erlendi slökkviliðsstjóri Bandaríkjahers ^ Sveinn Eiríksson slökkvi- liðsstjóri á Keflavíkurflugvelli hefur gegnt því starfi s.l. 13 ár en varnarliðið sér um rekstur slökkviliðsins. Er liðið búið góðum tækjakosti og m.a. hefur það til umráða stærsta slökkviliðsbil i Evrópu, en alls eru um 50 aksturstæki á vegum liðsins. Það er allt skipað íslending um og er það breyting frá þvi sem áður var. Til marks um árangur slökkviliðsins má nefna að það hefur 13 sinn- um fengið viðurkenningu á s.l. þrettán árum Í samkeppni við önnur slökkvilið á vegum Bandarikjanna og Kanada og herja þeirra, en þegar talað er um viðurkenningu er átt við 1,, 2. eða 3. verðlaun. Fjór- um sinnum hefur Keflavikur- flugvallarliðið fengið I. verðlaun, siðast 1975 en þá var keppnin milli 1139 slökkviliða víða um heim. Við röbbuðum stundarkorn við slökkviliðsstjórann um feril hans og starf slökkviliðs- ins, en Sveinn er eini erlendi slökkviliðsstjórinn á vegum Bandarikjahers og hefur verið svo frá upphafi er hann tók við stjórn liðsins 1963, þá 26 ára gamall. Sveinn er fæddur á Seyðis- Slökkvi- lið á heims- mæli- kvarða firði, alinn upp I Innrí- Njarðvik, gagnfræðingur frá Flensborg 1950 og starf I slókkviliðinu á Keflavlkur- flugvelli hóf hann 1952 sem aðstoðarslökkviliðsmaður. Síðan gegndi hann flestum störfum innan slökkviliðsins þar til hann var skipaður slökkviliðsstjóri. Á árunum 55—57 lærði Sveinn einnig flug og stofnaði flugfélagið Viking. ,.Það kom nú ekki til af góðu," sagði hann, „flugmannsstarfið var svo illa borgað að ég fór sjálfur að harka á eigin flugvél og m.a. var flogið áætlunarflug til Sigluf jarðar, Ólafsfjarðar og Gjögurs, en að auki flug- um við leiguflug um allt land og svo ónnuðumst við kennsluflug. Fyrirtækið seldi ég eftir 5 ára starf þegar ég tók við slökkviliðsstjórastarf- inu 1963." „Hvernig er skipan slökkviliðsins I stærstu dráttum"? „í slökkvilíðinu voru 45 hermenn og 23 íslendingar þegar ég tók við slökkvíliðs- stjórastarfi þar 1963. en I dag eru I þvl 93 fslendingar og engir hermenn. Við vinn- um I 5 deildum, Eldvarna- eftirliti, Húsabrunadeild. Flugvéladeild. Snjóruðnings- deild og deild sem sér um að stöðva herþoturnar með vlr- um er þær lenda á Kefla- víkurflugvelli, en þar er um að ræða sérstakan búnað á f lugbrautunum Hver deild er sérhæfð I slnn fagi, en allir eru með alhliða grundvallarþjálfun þannig að þegar til eldsvoða kemur er liðið eitt og óskipt." „Liðið er mjög vel búið tækjum." „Já, það er óhætt að segja það, það hefur yfir að ráða um 50 aksturstækjum sem tilheyra deildunum og þar af eru 1 7 slökkviliðsbllar og sá nýjasti er 20 þús. litra hlll, sem þjónar þrennum tilgangi, kvoðusprautun á flugbrautir ef á þarf að halda, að slökkva eld I flugvélum og húsum með stórvirkri byssu og endurhleðslu annarra slökkviliðsblla á brunastað. Þetta er stærsti slökkviliðs blll I Evrópu, nýsmlðaður I Bandarikjunum og kostar um 50 millj. Isl. kr. fyrir utan tolla og aðflutningsgjöld." „Hverjar eru helztu nýjungar I starfi slökkviliðs- ins"? „Fyrirbyggjandi aðgerðir sem byggjast á almennri kynningu, ströngu eldvarna- eftirliti og uppfræðslu I skól- um og heimahúsum, útvarpi. sjónvarpi og blöðum. Þá för- um við einnig á vinnustaði með sýnikennslu og fyrir- lestra, en reglulegt eftirlit höfum við minnst mánaðar- lega I öllum byggingum og daglega I mörgum. T.d. fer slökkviliðsmaður alltaf um húsakynni þar sem samkoma hefur verið haldin, hálftlma eftir að henni er lokið og gegnir brunaeftirliti enda hefur ekki kviknað I sam- komuhúsi eftir 1963 er við byrjuðum á þessu., „ Hverju telur þú velgengni slökkviliðsins að þakka?" „Fyrst og fremst þvi hve góður mannskapur hefur valizt þar, samstilltur og drlf- andi og þvl hve samskipti liðsins hafa verið góð við fólkið á þvl svæði sem það þjónar. Þá hefur það ekki hvað slzt verið mikilvægt að yfirmenn Varnarliðsins hafa ávallt sýnt mjög góðan skilning á þörfum liðsins hverju sinni." SVEINN EIRÍKSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.