Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976
11
Leikhús, geymsla
eða trésmíðaverkstæði
Bað um lopapeysu, fékk hest
STUNDUM koma upp þýðingarvandamál og misskilningur milli
Skandinava þðtt ótrúlegt sé. Við gripum niður í eftirfarandi sögu
í tímaritinu Tölt í Danmörku:
Á bóndagarðinum Lönholt nálægt Hilleröd í Danmörku bjó
Bert Jönsson ásamt Kirsten konu sinni, en hann flutti inn til
Danmerkur hesta frá Islandi og hestana seldi hann frá búgarði
sínum ásamt reiðtygjum og islenzkan handiðnað hafði hann
einnig á boðstólum.
Á sumrum komu margir ungir hestavinir og fengu að búa hjá
Kirsten og Bert, annast hrossin, vinna í hesthúsinu og læra að
ríða. Margir Norðmenn komu í slfkar heimsóknir og meðal þeirra
var Eli Eli, sem hafði tekið sérstöku ástfóstri við einn af hestum
Berts og drevmdi um að kaupa hann.
Um haustið var Bert að undirbúa ferðalag til Noregs til þess að
flvtja þangað tvo islenzka hesta sem hann hafði selt þangað, en
daginn áður en leggja skyldi upp fékk hann skeyti frá Eli: „Ta
med en islender med höv hals, maken til Kirstens." (með langan
háls, eins og Kristínar). Bert var ekki sammála því að hestur
Kristínar, Hugljúfur, væri með sérstaklega iangan háls, en úr
hestum sínum valdi hann sérlega háreistan hest, vatt sér í bíl
sinn og ók inn til Kaupmannahafnar til þess að reyna að ganga
frá útflutningsleyfum og öðru slíku á þessum stutta tíma. Stoltur
hringdi Bert i föður Eli næsta dag og tilkvnnti honum að hann
væri tilbúinn til brottfarar og hesturinn „með langa hálsinn“
yrði með.
Faðir Eli varð mjög undrandi yfir þessum upplýsingum og ekki
varð Bert minna undrandi þegar honum um siðir varð Ijóst að
islender á norsku þýðir islenzk pevsa á dönsku. Bert skemmti sér
hins vegar svo vel yfir misskilningnum að honum fannst fyrir-
höfnin alveg þess virði.
Blönduð landhelgislína
1 hinu óháða háðblaði Okindin sem hóf göngu sfna fyrir
skömmu var þess getið að Sverrir Runólfsson vegagerðarmaður
m.m. hefði tekið að sér að leggja eina mílu af 200 mflna
landhelginni með aðferðinni „Blöndun á staðnum".
Einleikarar á píanó og celló
Tónlistarskólatónleikar verða i Háskólabíói í dag, laugardag,
en þar munu leika einleik tveir nemendur sem eru að útskrifast
úr Tónlistarskólanum. Hrefna Eggertsdóttir Leikur einleik á
píanó með Skólahljómsveit Tónlistarskólans og Inga Rós Ingólfs-
dóttir leikureinleik á selló með hljómsveitinni.
Auk þess að nemendur fá góða þjálfun í skólahljómsveitinni
undirbýr sveitin félaga sína fyrir frekari hljómflutning í fram-
tíðinni með Sinfónfuhljómsveit Islands og öðrum hljómsveitum.
Alheimsmafían hörfaði
I öllu Mafíutalinu að undanförnu rifjaðist það upp er sagnir
gengu um það fvrir nokkrum misserum að hin alræmda alheims-
mafía hefði reynt að ná fótfestu á Islandi sem öðrum NorðurlÖnd-
um, en þegar fulltrúar „mafíunnar" höfðu kvnnt sér aðstæður á
Islandi gáfust þeir upp og lögðu á flótta.
Þegar Akurnesingar tóku nýja íþróttahúsið sitt I notkun fvrir
skömmu var farið að huga að því að selja gamla húsið sem var
byggt skömmu fyrir 1950. Salurinn í því er 14x 20 metrar og
nokkur herbergi að auki og leiksvið var i húsinu einnig.
Nokkrir aðilar eru að spá í kaup á húsinu, m.a. til að gera það
að trésmíðaverkstæði, bærinn er að hugsa um það sem gevmslu-
pláss og enn aðrir eru með hugmyndir um að gera það að
leikhúsi, en mikil gróska er nú í leiklistarlffi Skagamanna, en
aðstaða til æfinga og slíks er hins vegar feikn bágborin. Vilja
sumir flikka upp á húsið og gera það leikhúslegt á frumlegan
hátt, en ekki er ákveðið hvað úr verður. Einhverjir hafa fundið
að því að húsið sé úr timbri en t.d má benda á að bæði Leikfélag
Reykjavíkur og Leikfélag Akureyrar eru með sina starfsemi f
timburhúsum og ef menn eru eldhræddir má benda á að slökkvi-
stöðin á Akranesi er I næsta húsi við gamla fþróttahúsið.
Grænlenzk börn við kajak og hundasleða i Holsteinsborg.
Ljósmynd Mbl. — á.j.
Prósaljóð um Grænland
Ási í Bæ hefur nú lokið við Grænlandsljóð, sem hann kvað
vera prósaljóð með fvafi ferðasögu frá síðasta sumri og örlögum
Grænlendinga. Ási hvggst láta mvndskrevta Ijóðabálkinn og
gefa út áður en langt um liður.
Guðlaugur Arason
I
EIGIN
HEIMI
□ Guðlaugur Arason: Vindur,
Vindur vinur minn. Q Iðunn
1975.
Vindur, Vindur vinur minn
eftir Guðlaug Arason er ein-
ræða söguhetjunnar Eingils i
Staung vió Vindinn vin sinn.
Þetta er löng saga af byrjanda-
verki að vera, langdregin frá-
sögn i angurværri tóntegund.
Tal Eingisl er víða ljóðrænt,
háfleygt, en of sjaldan óvænt.
Lesandanum er ekki komið á
óvart. Sagan er þreytandi af-
lestrar, en ljóst er að höfundur-
inn kann nokkuð fyrir sér í
sagnagerð þótt sú kunnátta nýt-
ist honum ekki sem skyldi í
þessari skáldsögu. Ef til vil er
sérviska Guðlaugi Arasyni
nokkur fjötur um fót (saman-
ber hina kynlegu stafsetningu,
orðum skeytt saman o.s.frv.) en
ekki fer á milli mála að hann
hefur boðskap að flytja. Skáld-
saga hans er nokkurs konar
hugvekja um utangarðs-
mannin, þann, sem vill ekki
laga sig eftir ákveðnum kröfum
þjóðfélagsins.
A eftir Eingli í Staung er
kallað að hann sé skrýtinn og
geðveikur. Við skulum grípa
niður í ræðu hans sjálfs:
„Hvert er tildæmis álit þitt á
þeim manni sem ekki fellur
inní sitt umhverfi og er þaraf
leiðandi talinn óheilbrigður. Á
að reyna að breyta honum
þannig að hann falli inní mynd-
ina en standi ekki utanvið og
einn sér. Eða á hann að fá að
lifai friði i sinum eigin heimi.
Já ég er sammála þér. Þessi
maður á að fá ieyfi til að vera í
friði með sinn eigin heim og
hugsanir."
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Ekki er þetta frumleg skoðun
frekar en sú náttúrudýrkun,
sem er inntak bókarinnar. Frá
því er sagt að- Eingill kemur
fyrir dívani í herbergi sínu
handa Vindinum. Rósagamla
segir aðeins að hann skuli lofa
„Vindinum að hvíla sig hann
hefur áreiðanlega þörf fyrir
það“. En þegar hann er farinn
að búa með Sóleyju og nefnir
það við hana að Vindurinn fái
inni hjá þeim bregst hún hin
versta við og kallar hugmyndir
hans brjálæði. Eingill verður
aftur einn. Hann er dæmdur til
að vera utangarðsmaður og mis-
skilinn.
A tímum raunsæis i skáld-
skap er saga eins og Vindur,
Vindur vinur minn ef til vill
dálítið fjarlæg. Við könnumst
við þanka höfundarins frá öðr-
um tima og úr öðrum bókum.
Enginn skyldi þó varpa rýrð á
einlægni höfundar. Vonandi
má líta á þessa skáldsögu hans
líkt og æfingu ungs rithöfund-
ar, sem er reiðubúinn að takast
á við ný verkefhi. Þessi saga
gefur viss fyrirheit, en er í
heild sinni of ruglingsleg til að
sannfæra lesandann. Margt f
henni virðist hafa dottið á
pappírinn án fyrirhafnar og án
þess að höfundurinn sjálfur
gerði sér grein fyrir samhengi
þessog merkingu.
FRÁ LEIÐBEiNINGASTÖÐ HÚSMŒÐRA
Hafið eftirlit með frystin
um og matarbirgðunum
Einn daginn hringdi hús-
móðir i Leiðbeiningastöð hús-
mæðra og sagði frá því að
frystikista hennar hefði bilað.
Enginn hafði orðið var við það,
en kistan stóð niðri í geymslu
og þegar var komið að henni
var allur maturinn skemmdur.
Fyrir fjölskylduna var þetta
fjárhagslegt tjón, sem áætlað
var um 50.000 kr. Því miður
kemur lika stundum fyrir að
einhver skrúfi vartappa úr raf-
magnstöflunni án þess aó átta
sig á því að rafmagnið fer þá af
frystinum. Einnig eru til dæmi
um það að litlir fingur fikta við
hitastillinn eða kippa kistunni
úr sambandi.
A frystikistum er yfirleitt að-
vörunarljós sem gefur til kynna
ef frostið minnkar í kistunni.
Hafi frystirinn aðeins verið
bilaður í 48 klst. eru líkur til
þess að matvælin hafi ekki
þiðnað til fullSj og er þvi yfir-
leitt óhætt að frysta þau aftur.
En hafi frostið farið alveg úr
þeim verður að henda tilbúnum
réttum, eins og t.d. kjötrétti
með sósum eða jafningum, eða
nota þá strax. Hakkað kjöt og
kjötfars er ekki heidur óhætt
að frysta á nýjan leik, ef langur
tími líður þar til unnt er að
frysta það aftur. Hrátt slátur er
best að sjóða og frysta siðan
aftur.
Fiskur tapar mjög miklu við
það að vera frystur tvisvar og
kemur ekki til mála að gera
það, ef hann hefur alveg þiðnað
og það dregst að frysta hann á
ný. Kjöt í heilum stykkjum,
grænmeti og ávextir virðast
helst þola að vera tvifryst.
Þó verður alltaf að gera ráð
fyrir að gæðin versni nokkuð og
að geymsluþolið minnki,
þannig að best er að nota mat-
væli sem hafa verið tvifryst
sem fyrst, geyma þau ekki of
lengi i frystinum.
Opnið frystinn sem minnst ef
straumrof verður af einhverj-
um ástæðum í langan tíma. I
slíkum tilvikum helst kuldinn
lengst í þeim frystikistum sem
standa á köldum stað i húsinu.
Kuldinn helst lengur í kistum
sem eru fullar af vörum en ef
lítið er í þeim.
Það er góð regla að fylgjast
með matarbirgðunum i kist-
unni með því að skrifa i bók
það sem látið er i kistuna og
það sem tekið er úr henni. F"eit
matvæli geymast í mun styttri
tíma en mögur matvæli, þar
sem fitan getur þránað. Héðan
af er best að nota slátrið sem til
er í kistunni sem fyrst, svo ekki
sé minnst á laxinn frá í sumar
en vonandi er búið að borða
hann fyrir löngu. Það er ekki
talið öruggt að feitur fiskur sé
jafn bragðgóður og nýr fiskur
lengur en i þrjá mánuði.
Sigríður Haraldsdóttir.
Miðsvetrar-
fundur SÍR
I FRÉTT frá Sambandi íslenzkra
rafveitna segir að miðsvetrar-
fundur sambandsins verði hald-
inn í Reykjavík í vikunni. Stend-
ur fundurinn vfir i heilan dag og
verður fjöldi erinda fluttur.
M.a. mun iðnaðarráóherra,
Gunnar Thoroddsen, ávarpa
fundarmenn og einnig Aðalsteinn
Guðjohnsen rafmagnsstjóri og
formaður S.IR. Þá mun dr.
Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri og stjórnarformaður Lands-
virkjunar flytja erindi um stöðu i
fjármálum raforkufyrirtækja á
Islandi.
Ymis önnur erindi verða flutt
varðandi raforkumál á Islandi.
Kynning á hótel- og
veitingaskólanum
I DAG munu nemendur Hótel- og
veitingaskóla lslands halda sýn-
ingu til kvnningar á starfsemi
skólans. Hafa nemendur skólans
haldið slíka kynningu undanfarin
þrjú ár en auk kynningar á skóla-
starfinu er þessari sýningu ætlað
að kvnna fólki hin ýmsu störf
framreiðslu og matreiðslumanna.
I fréttatilkynningu frá nem-
endum skólans segir að þarna
verói sýndur undirbúningur og
framreiðsla á ýmsuni mat og
dreift verði uppskriftum. Mat-
reiðslumenn á siðasta ári sýna
ýmsa kalda skreytta rétti en fram-
reiðslumenn sýna dúkuð og
skreytt borð o.fl.
Þá segir ennfremur í fréttatil-
kynningunni, að nemarnir verði
með sýnikennslu í kjöt- og fisk-
skurði og muni leiðbeina um ýms-
ar matreiðsluaðferðir.
Nemarnir bjóða alla velkomna
á sýninguna en aðgangur er
ókeypis.